Morgunblaðið - 10.05.1985, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 10. MAl 1985
iuður og frægd er í flesta staði rönduð og ásjáleg mynd, með glsstum
Hollywood-sjarma. Bisset og Bergen hrífandi leikkonur. En tilgerðar-
legt og oft uppskrúfað handrit dregur hana niður
að hún er orðin virt og hefur
komist vel af því hún býr á Al-
gonquin þegar hún er á Man-
hattan en þess utan í Connectic-
ut (a la Miller, Mailer & Co.), og
er í dómnefnd bandaríska rithöf-
undasambandsins. (Og ef
skyggni er gott, má sjá bregða
fyrir, í veisluatriðum mjrndar-
innar, ýmsum þekktum nöfnum
úr listamannaaðli vesturstrand-
arinnar, eins og Christopher Ish-
erwood, Paul Morrissejr, Gavin
Lambert, Rajr Bradburjr, Randal
Kleiser, Vadim, o.fl.). En í stað
þess að gera grein fjrrir lífsferli
Liz, er aðeins flett ofanaf kynlífi
hennar, rejrndar losaralega, af-
káraleg ástarævintýri með
stráklingum.
En andi Cukors svífur jrfir
vötnunum. Og þótt kominn hafi
verið jrfir áttrætt er hann vann
að mjrndinni, er ekki að sjá það á
handbragðinu. Auður og frægð
er einkar fallega og vandvirkn-
islega gerð, ef undan er skilinn
brokkgengur textinn. Cukor var
frægastur fjrrir það lag sem
hann hafði á því að ná fram öll-
um kröftum leikara sinna — það
á held ég enginn leikstjóri heið-
Hástemmd - ekki háfleyg
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
TÓNABÍÓ; AUÐUR OG FRÆGÐ.
(„Rich and Famous“) * ★ 'A
Leikstjóri: George Cukor.
Handrit: Gerald Avres, byggt á
ieikriti John Van Druten, Old
Acquaintance.
Tónlist: George Delerue.
Framleiðandi: William Allyn.
Aðalhlutverk: Candice Bergen,
Jaquline Bisset, David Selby, Hart
Bochner, Steven Hill.
Bandarísk, frá MGM.
Frumsýnd 1981. 117 mín.
Síðasta mynd hins gamal-
reynda leikstjóra, George Cukor,
spannar yfir tuttugu ára vinskap
tveggja kvenna, allt frá því þær
ljúka námi uns þær eru orðnar
ríkar, frægar og miðaldra.
í upphafi myndarinnar er
Merry (Candice Bergen) að
flytja vestur til Kaliforníu, ný-
bundin Doug (David Selby), sem
áður hafði átt ástarsamband við
bestu vinkonu hennar, Liz (Jaqu-
eline Bisset). Liz verður eftir í
New York og hlýtur frama sem
rithöfundur með fyrstu bók
sinni. Merry fer einnig að semja
og kemur Liz henni á framfæri
við forleggjara sinn. Ekki er að
orðlengja það, Merry verður
metsöluhöfundur á meðan Liz
hrekkur í baklás — um sinn —
hvað skáldskapargáfuna snertir.
Myndin drepur niður í lffi
þeirra, af og til frá því í byrjun
sjöunda áratugarins, fram til
1981. Merry verður æ vansælli
með hverju árinu sem líður og
aukinni frægð. Þau hjónin skilja,
Doug vill þá fá Liz aftur, sem
hún aftekur þrátt fyrir einmana-
leika og gamlar tilfinningar.
Þrátt fyrir vandað meistara-
handbragð Cukors, þá missir
Auður og frægð marks, ýmissa
hluta vegna. Okkur er boðið inní
þrönga veröld bandarískra lista-
manna, en í stað þess að vera
háfleygt og skynsamlegt er
handrit myndarinnar hálfgert
hjóm, yfirborðskennt og upp-
skrúfað. Samtölin eru á köflum
alltof bókmenntaleg og óeðlileg
til þess að teljast gjaldgeng í
góða kvikmynd.
Annar galli er sá hversu lítið
við fáum að kynnast hinum fórn-
fúsa helmingi vináttunnar, Liz.
Undir myndarlok vitum við, jú,
urinn af jafn mörgum Óskars-
verðlaunum þeim til handa og
hann — og því er ekki að neita
að þær Bisset og Bergen hafa
varla verið í annan tíma betri.
Bisset, ein glæsilegasta leikkona
samtíðarinnar, stendur sig með
ágætum í mun verr skrifuðu
hlutverki (þó hún sé ekki alveg
nógu sennileg týpa til að vera í
framvarðarsveit rithöfunda), en
Bergen nær sér á hærra flug,
einkum eftir að hún hættir að
leika með varageiflum eingöngu.
Hún á að túlka Jaqueline Sus-
an-manngerð, sem tók sig til á
sjöunda áratugnum og skrifaði
hvern metsölureyfarann á fætur
öðrum. Allir, sem til þekktu,
vissu að hún gat gert miklu bet-
ur, en henni entist ekki aldur til
að sanna það.
Karlpeningur myndarinnar er
til uppfyllingar og uppá punt,
líkt og oft áður í myndum Cuk-
ors. Hann gerir það með þó
nokkrum þokka, meira að segja
Selby, og gengur það kraftaverki
næst. Yfir Auði og frægð hvílir
mikilfenglegur sjarmi gömlu
Hollywood, þeir sem vilja virða
hann fyrir sér ættu að leggja leið
sína í Tónabió næstu dagana.
Um Afganistan
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
John Fullerton: The Soviet Occupat-
ion of Afganistan. Útg. Far Eastern
Economic Review 1984.
í upphafi bókar Fullertons segir
að ótrúleg fáfræði um Afganistan,
jafnvel svo tiltölulega einfalt at-
riði og landfræðilega legu þess, sé
almennari en hitt, að fólk þekki til
sögu þess. Hvort sem nú er bætir
bók Fullertons, þótt yfirlætislaus
sé að umfangi, þar um betur: hér
er bæði upplýsandi bók og læsileg
á ferðinni. Víst er innrás Sov-
étríkjanna i Afganistan og bar-
átta skæruliða við innrásarliðið
kjarni bókarinnar, en um allt
fjallað á sérstaklega ljósan og
skilmerkilegan hátt svo að flestir
gætu haft af gagn og fróðleik.
Söguleg upprifjun á brezkum
yfirráðum í Afganistan og hlið-
stæöur við jrfirgang Sovétmanna
virðast koma vel heim og saman. í
formála Derek Davies ritstjóra
Far Eastern Economic Review
segir: „Ef sagan endurtekur sig
aldrei algerlega er það í meginat-
riðum satt sem Hegel sagði á sín-
um tíma „að þjóðir og ríkisstjórn-
ir læra aldrei neitt af sögunni, né
þeim meginreglum sem af henni
má draga“. Og þegar sovézkar
hersveitir ruddust inn í Afganist-
an á jóladegi kristinna manna, var
markmið þeirra hið sama og
hæstráðanda Breta hafði verið á
árum áður — að kúga Afgani og
neyða upp á þá nýjum leiðtoga —
fyrrverandi útsendara KGB,
Babrak Karmal."
Fram kemur að ýmsir í forystu
Sovétríkjanna kynnu að hafa verið
á móti þessari aðför — svipað eins
og andúð hafði gosið upp vegna
herfarar Breta í landinu 1838. Þó
hefur sú andstaða ekki skipt sköp-
um og það sama gerðist og hálfri
annarri öld áður, að innrásaraðil-
inn gaf út yfirlýsingar um að hann
færi á brott þegar hann hefði upp-
fyllt ætlunarverk sitt og ennfrem-
ur lögð á það áherzla að brugðið
hefði verið við að beiðni stjórn-
valda í Kabúl.
John Fullerton kemst að þeirri
niðurstöðu í bók sinni, að innrás
Sovétríkjanna í Afganistan 1979
hafi ekki verið liður í stærri áætl-
un. Hann telur ekki að innrásin
hafi verið gerð til að beita Vestur-
lönd þrýstingi á sviði orkumála.
Hann færir rök að þeirri skoðun
Svart og hvítt
Kvikmyndlr
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó: Saga hermanns („Sold-
ier’s Story“).
Leikstjóri og framleiðandi: Norman
Jewison. Handrit: Charles Fuller,
byggt á leikriti hans, „A Soldier’s
Play. Tónlist: Herbie Hancock.
Klipping: Mark Warner og Caroline
Biggerstaff. Kvikmyndataka: Kussel
Boyd, A„S.C. Aðalhlutverk: Howard
E. Rollins, Adolph Ceasar, Art Kvans,
David Alan Grier, David Harris,
Dennis Lipscomb, Larry Riley, Rob-
ert Townsend. Bandarísk, frá Col-
umbía. Frumsýnd síðla árs 1984. 101
mín.
Sögusviðið er herstöð í einu Suð-
urríkjanna, undir lok seinni heims-
styrjaldar. Allt til loka hennar
voru kynþættir aðskildir í herjum
Bandaríkjanna og stöðin sem hér
um ræðir var eingöngu mönnuð
þeldökkum undirmönnum. Þar
hafði ekki sést fyrr svartur jrfir-
maður er kafteinn Davenport
(Howard E. Rollins) birtist frá
Washington til að komast til botns
i morðmáli því sem myndin fjallar
um.
Sá, sem var myrtur, var harð-
soðinn liðþjálfi, Vernon Waters
(Adolph Ceasar), og við yfirheyrsl-
urnar kemur strax i ljós að hann
var með óvinsælli mönnum og átti
enga vini í herfylki sínu. Erfitt
reynist því að leysa morðgátuna,
margir geta komið til greina,
þ.á m. tveir hvítir foringjar.
Saga hemanns fjallar því, einsog
fleiri myndir Jewisons, um kyn-
þáttavandamál og baráttu hinna
þeldökku fyrir jafnrétti. Waters,
sem er stríðshetja úr fyrra stríði,
eygir möguleika á að hið seinna
geti aukið verulega orðstír sins
kynþáttar, en maðurinn er haldinn
ofsóknaræði og flokkar menn sfna
eftir heimatilbúnum reglum um
manndóm og verðleika. Eitur I
hans beinum eru þeir negrar sem
hann telur smjaðra fyrir hvítum
og haldi upp merki hins gamal-
kunna, heimska surts sem lætur
sér nægja að brosa er þeir hvítu
dárast að honum. í þann hóp flokk-
ast Memphis (Larry Riley),
óreyndur sveitapiltur sem nýtur
geysivinsælda meðal félaga sinna I
herstöðinni vegna hæfni f horna-
bolta og gftarspili og söng.
Annars er myndin safn ærið
mismunandi, þeldökkra persóna,
sem allar eru skýrt mótaðar. Art
Evans er atvinnuhermaður sem er
fús til flestra hluta ef hann fær
strípurnar sínar aftur, sem hann
tapaði eftir árekstur við Waters.
Robert Townsend flokkast hins-
vegar í úrvalsflokk liðþjálfans.
Ákveðinn og réttsýnn gefur hann
aldrei eftir, en það á einmitt eftir
Skapbrestir Waters liðþjálfa (Lh.) verða honum að lokum að fjörtjóni.
Hér á hann í útistöðum við einn erkifjanda sinn, Ellis (Robert Towns-
end).
að koma hinum harðsvíraöa lið-
þjálfa í koll.
En í Davenport er að finna hinn
„nýja“ negra, vel menntaðan,
hreykinn Norðurríkjamann sem
gerir engan greinarmun á litar-
hætti manna. Smám saman spinn-
ur hann ofan af snúnu morðmáli,
sem f lokin tekur óvænta stefnu.
Charles Fuller fékk að sjá um
kvikmyndagerö Pulitzer-verðlaun-
analeikrits síns, og er það vafa-
laust vef, því þó það leysi engin
vandamál, þá gefst okkur kostur á
að sjá margar hliðar þeirra og það
í trúverðugu ljósi. Hér er rækilega
undirstrikað að minnihlutahópar
geta ekki reiknað með umtalsverð-
um árangri f baráttu sinni meðan
þeir berjast innbyrðis. Einstaklega
samvalinn og traustur leikhópur,
þar sem enginn sker sig úr, utan
Adiolph Ceasar, hjálpar einnig
mikið til, en þess má geta að Ceas-
ar nýtur góðs af að hafa leikið
hlutverk sitt á sviði við góðan orðs-
tfr.
Saga hermanns færir okkur
fjörutíu ár aftur í tfmann, á einkar
sannfærandi hátt. Maður finnur
hitamollu suðursins og spennt
andrúmsloftið allt í kringum sig.
Einstaklega markviss blues-tónlist
snillingsins Herbie Hancock og
söngur Patty La Belle ieggja mikið
af mörkum, sama gildir um óað-
finnanlega kvikmyndatöku Boyds.
Jewison sannar hér að hann er
ekki aldeilis af baki dottinn, þó
mögru árin séu orðin ansi mörg.
Með Sðgu hermannsins hefur hann
gert sfna bestu mynd allar götur
aftur til /n The Heat Of The Night,
'67.
THE SOVIET OCCUPATION OF
&FGHANISTAN
JOHN FULLERTON
sinni að Moskvuherrarnir hafi
sannfært sig um að þeir yrðu að
grípa f taumana til þess að koma í
veg fyrir niðurlægjandi fall marx-
istastjórnar Hafizullah Amin,
sem hafði rutt úr sessi fyrirrenn-
ara sínum, Nur Mohammed Tar-
aki, og sfðan látið fyrirkoma hon-
um.
Margar aðrar kenningar hafa
verið settar fram um hvað vakað
hafi fyrir Sovétmönnum með inn-
rásinni, en röksemdir Fullertons
eru sem slíkar vel studdar. Hvað
sem þvf nú líður munu menn
áfram velta fyrir sér hvað hafi
ráðið þessari ákvörðun sem Sov-
étmenn hafa verið að súpa seyðið
af síðan. Fullerton bendir á að er-
lend þjóð hafi aldrei sigrað Afg-
ani. Þrátt fyrir miklar erjur inn-
byrðis, deilur og ættflokkaríg og
heldur máttlítinn erlendan stuðn-
ing er Fullerton þeirrar skoðunar
að hvað þetta atriði snertir hljóti
sagan að endurtaka sig.
í fulla
hnefana
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Austurbæjarbíó: Njósnarar I
banastuði — G« For It 0.
ítöLsk-bandarfsk. Leikstjóri:
E.B. Chicber. Aðalhlutverk: Ter-
ence Hill, Bud Spencer, David
Huddleston.
Nokkuð er nú um liðið síðan
hnefahöggin frá þeim félögum
Hill og Spencer bergmáluðu
siðast í bfóunum í Reykjavík.
Ætli séu ekki einhverjir mán-
uðir sfðan. Fyrir einu eða
tveimur árum fékk maður
nánast vikulega skammta af
þessu plonkkslonkki svo reynt
sé að rita höggin eftir fram-
burði. Ekki hef ég saknað
þessara skammta. Efast
reyndar um að nokkrum
manni, nema ef vera skyldi
strákum á tindátaaldri, hafi
liðið verr án þeirra.
Það skrýtna er að þessir ít-
ölsku leikarar, hinn strfðni
spörfugl Hill og fýldi, högg-
ekta flóðhestur Spencer eru
ekki galið grínpar. En þeir eru
bara alltaf að leika í sömu
myndinni. Áhorfendur sem
séð hafa eina eða tvær af af-
urðum Hills og Spencer kunna
þannig þessa nýjustu alveg ut-
anbókar.Ramma fyrir ramma
vita þeir fyrirfram hvað kem-
ur næst: Þarna lemja þeir
þennan og nú sparka þeir f
hinn ...
Þótt þeir séu hér í gervi
ClA-njósnara en ekki flæk-
inga eða lögregluþjóna eða
Trinity-bræðra þá breytir það
engu um hversu steindautt og
klaufalega unnið þetta efni er.
Enda heyrist mér strákarnir á
tindátaaldrinum ekki biða eft-
ir öðru í bfó en að komast af-
tur heim í almennilegan bófa-
hasar útí garði. Lái þeim hver
sem vill.