Morgunblaðið - 10.05.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 10.05.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 10. MAl 1985 19 Viss um framtíð landsbyggðarinnar — eftirSigurð Helgason Gagnkvæmur skilningur Það fer ekki milli mála að harðnandi átök eru nú á margvís- legum sviðum í landinu okkar. Mikið er rætt um að bilið milli ríkra og fátækra hafi aukist og mörg dæmi nefnd þvi til sönnun- ar, en slík þróun gengur gegn réttlætistilfinningu fólksins i landinu. Rétt er að staldra aðeins við og kanna allar aðstæður nán- ar. Við gerum okkur einmitt grein fyrir breyttum þjóðfélagsaðstæð- um af því verðbólgan hefur hjaðn- að verulega, en á timum óðaverð- bólgu þrífast misréttið, spillingin og lögleysið mest. Umræður hafa einnig snúist um mismunandi kjör fólksins i landinu eftir búsetu og virðast þessar deilur fara einnig harðnandi. Staðreyndin er samt að hér gildir það sama og að fram- an er rakið að einmitt þegar verð- bólgan geisaði þá varð mestur mismunur á kjörum eftir búsetu, en þá skynjum við ekki þróunina eins og hún raunverulega gekk fyrir sig. Tökum einfalt dæmi, að íbúðarhús sem byggt er i dreifbýl- inu selst fyrir margfalt lægra verð en samsvarandi eign á höfuðborg- arsvæðinu. Þessi verðröskun verð- ur tilfinnanlegust á verðbólgutím- um. Við skulum líta á vandamálin frá öðrum sjónarhóli. Aðalatvinnuvegir landsbyggð- arinnar eru sjávarútvegur og landbúnaður og leggjast erfiðleik- ar í þessum atvinnugreinum þyngst á þá og hér auka vandann t.d. aflatregða, rangt skráð gengi og harðnandi samkeppni við þjóð- ir, sem einmitt styrkja þessar at- vinnugreinar, til þess að styrkja byggðarlögin, eins og er yfirlýst stefna í Noregi og Kanada. I opinberri skýrslu skattstjór- ans á Austurlandi kemur fram, að eignaskattur á félögum á Austur- landi lækkar um 26,26% á skatta- árinu 1984 miðað við 1983, en á sama tíma hækka aðstöðugjöld fé- laga um 63,12%. Hér stefnir beint í stöðvun, en hér skiptir afkoma fiskvinnslufyrirtækja mestu máli. Við þurfum að snúa við frá þessari óheillabraut, en það er aðeins hægt að byggt sé á gagnkvæmum skilningi þjóðarinnai og að verð- bólgunni sé haldið í skefjum. Gitt TÓNLISTÍ ARSKÓLA Rangæinga var slitið þann 28. aprí' síðastliðínn. Vetrarstarfið var raec hefðbundnv sniði Nemendur von ' færra iagr eðL «89 kennarac vori H\ og kennt var á stöðum ií sýslunni. Nemendut' luki :3P stigsprófun; t. slarlsárinu Þa> a’ lauk eint nemand 6 stig: [ píanóleil' og; annat' 5. stig básunu ieik \lli nemendui skólant lékr & vortónieikum, sen, vorr: þrennii at vanat. ■Hini siðust’ vom haidnii teugsluir vi« skólasiit, et- þa: komt Vrao þei'' nemendui; sen iengs ert komni nám ásam: kammersveit skólant: og lúðrasveií undir stjórn Viðare Alfreðssonar. Barnakór Tónlistarskóla Rang- æingr. leggur af stáo í heimsóku þýðingarmestsa málið er að auka sjálfsstjórn héraðanna og færa þjónustuna til landsbyggðarinnar á sem flestum sviðum. Þar sem slík stefna er höfð að leiðarljósi eru framfarirnar mestar. En ekk- ert lýðræðisríki sem ég veit um hefur það á stefnuskrá sinni að leggja niður byggðarlögin. Nú standa yfir umræður á Al- þingi og víðar um nýtt frumvarp til sveitarstjórnarlaga. Þegar hafa verið samþykktar á Alþingi breyt- ingar á stjórnarskránni, er snerta hvernig þingmenn verða valdir, en þeim fækkar fyrir landsbyggðina en fjölgar á þéttbýlissvæðum. Þessi þróun um val þingmanna var fyrirsjáanleg og sanngjörn, en í þessu sambandi láðist alveg að efla héruðin og byggðarlögin. Allir sex starfandi stjórnmálaflokkar hér á landi hafa i stefnuskrám sínum hátíðlegar yfirlýsingar um aukið sjálfstæði byggðarlaganna, en ekkert nýtt eða raunhæft hefur verið gert á þessum sviðum. Segja má að hér ríki ástand likt og fram kemur í ævintýrinu um nýju fötin keisarans. Tíundað var hvað föt keisarans væru falleg, og allir tóku undir, en hann var nakinn, eins og við öll þekkjum. Hér eiga vitaskuld stjórnmálamennirnir ekki nema hluta af sökinni, þvi að höfuðsökin liggur hjá landsmönn- um sjálfum, en verulegt andvara- leysi hefur verið hér ríkjandi í þessum efnum. Umræður um þessi mál þurfa að vrða almennar og þá finnum við heppilegustu lausnina. Það er þvf bjargföst trú min, að ef hægt verður að halda verðbólg- unni í skefjum og byggja sóknina að nýju á traustum grunni, þá vinnum við okkur út úr erfiðleik- unum. Þessi nýja sókn verður að byggjast á gagnkvæm- um skilningi og vilja til þess að sigrast á erfiðleikunum, en forðast órökstuddar ásakanir sem ekkert gagn gera. Sný ég mér þá að því að ræða um frumvarpið að nýjum sveitar- stjórnarlögum, en verulega skiptir máli, hvernig þessi lög verða end- anlega samþykkt á Alþingi. Sýslunefndir lagdar niður Hlutverk sýslunefna samkvæmt gildandi lögum eru: a) Eftirlit með fjárreiðum hreppa innan sýstufélagsins, endur- skoðun og úrskurður ársreikn- inga þeirra svo og allra fyrir- tækja, sem rekin eru á vegum hreppanna. tií Vestfjarða iaugardaginn 11. maí. Kórinn heldur tónleika í isa fjarðarkirkju sunnudagmn 12. ma kiukkan 14, i Hóískirkju í Boi ungarvík sama dag kíukkai. 21.00. i Su0ureyrarkirk.il í Súgandafirði á mánudagskvöld klukkar. 21.00 og á heimieiðinn: stoppar kórinn í Borgarnes, og heldur tónieikr Borgarneskirkji'. á þrið.iudag kiukkar 21.00 Barnakór Tónlist arskóia Kangæingr var stoínaður 1976. Hanr het'ur fri; upphaf* haidil uppi öflugi starfi senv. i'rá sér hljómplötu og haidic fjölda tóntcikí og skemmtam, víða um lano og erlendis Stjórnandi kórs- ins frá upphaf, er Sigríður Sigurð- ardóttir, skólastjóri. - (FrélUtilkjnning) b) Umsjón með að hreppsnefnd- irnar starfi yfirleitt í sveitar- stjórnarmálum samkvæmt gildandi lögum. c) Setning reglugerðar um notkun afrétta, fjallskil, fjárheimtur og smalanir i heimalandi á haustum til fjallskila o.fl., svo sem gerð markaskráa með vissu millibili. d) Umsjón og stjórn vegamála, sbr. lög um sýsluvegasjóði. e) Afskipti af forðagæslu og eftir- lit með skv. lögum um hunda- hald og varnir gegn sullaveiki og úrskurðir um greiðslur vegna reikninga um eyðingu refa og minka. Hér skal hlutverk sýslunefnda ekki nánar rakið, en fjölmörg er- indi berast þeim til umsagnar og samþykktar. Fjölmörg önnur störf er sýslunefndum falið að inna af hendi skv. lögum, sem ekki verður nánar rakið. Rétt er að gera sér grein fyrir því, að þegar ömtin voru lögð niður, að mínu mati illu heilli, þá var hluti starfa þeirra færður til sýslunefnda og því gegna þær að hluta störfum sem að öðru jöfnu ættu að vera hjá stjórnarráðinu. Samkvæmt frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum á að færa eftirlitið með sveitarfélögunum, endurskoðun, svo og umsjón með þeim, sbr. liðir a og b hér að fram- an úr heimabyggðunum til félags- málaráðuneytisins í höfuðborg- inni. Umsjón með sýsluvegum og ákvörðun skiptingu fjármagns verða flutt úr heimabyggðum til Vegagerðar rikisins, sbr. liður d hér að framan. Endurskoðunarnefndin, sem er höfundar þessa frumvarps, telur umsjón og eftirlit með sýsluvegum vera einskis virði fyrir sveitarfé- lögin, en að mínu mati er hér um eitt mesta hagsmunamál byggð- arlaganna að ræða. önnur verkefni sýslunefnda mun vera ætlunin að færa til hér' aðsnefnda. Þessar héraðsnefndir eiga að annast ýmis verkefni, sem nánar verða tilgreind í lögum. Ekki er gert ráð fyrir sjálfstæðri tekjuöflun fyrir þessa nýju nefnd og margt óljóst um verkefni í framtíðinni. Þannig virðist auðsætt að verði frumvarpið óbreytt að Iögum, þá ••munu .yöld, sem þegar eru hjá byggðarlögunum, færast til höfuð- borgarinnar, en það gengur þvert gegn sjónarmiðum endurskoðun- arnefndarinnar, en þeir segja að lög þessi eigi að stuðla að vald- og verkefnadreifingu. Sjálfstæði sveitar- félaga eykst ekki Það er meginsjónarmið endur- skoðunarnefndar og kemur fram í athugasemdum við lagafrumvarp- ið að efla skuli sjálfsstjórn sveit- arféiaganna. Skal þetta nú nánar skoðað. í 9. gr. frumvarpsins er sveitar- stjórnum gefið ákvörðunarvaid um nýtingu tekjustofna sveitarfé- iaga Hér er ekki boðin nein ný tekjuöflun og eins og ailir þekkja verðui erfitt fyrir einstök sveit- arfélög að ákveða einhliða hærri útsvör eða fasteignagjöld. nema siíkar hækkanir verði. almennt hjá sveitarféiögum Það er aftur ljóst, aó gerðar verða auknar kröfur til. þeirra svc sem með gerö 5 ára áætiana um. rekstur og sérstakar áætiann- um stærr framkvæmdir Strangar ákvæð eru sett um enaurskoðun reiknmga sveitarfé- ' lag; og allir reíkningar sendir til féiagsmálaráðuneytisíns. Skylt er ölium sveitarfélögum með yfir 1000 íbúa aö ráða iöggilta endur- skoðendur. Þá er gert ráö fyrir að komist. sveitarfélögin í fjárþröng, þá ber: þeim að tilkynna það fé- lagsmálaráðuneytinu tafarlaust Sigurður Helgason „Höfuðgalli frumvarps- ins er sá aö völd sveitar- félaganna aukast ekki og verulegt stjórnarfars- legt vald sem ennþá er hjá byggðarlögunum á að færa þaðan í stað að efla það stórlega.“ og mun það kanna hverju er áfátt. Einnig getur ráðuneytið án beiðni þeirra svipt sveitarfélögin fjár- ræði og skipað fjárhaldsstjórn, þó eigi lengur en eitt ár. Með þessum ákvæðum í 90. og 91. gr. frum- varpsins er núverandi sjálfsstjórn sveitarfélaganna verulegt skert. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélögin ekki veitt sjálf- skuldarábyrgðir t.d. til bænda við margvíslegar framkvæmdir, svo og er skertur réttur sveitarfélaga til þátttöku í atvinnulífinu á erfiðleikatímum, eins og raunin hefur orðið á Austurlandi, svo og er ekki lengur hægt að skulda- jafna við sveitarfélögin. Kemur þetta fram í 89. gr. frumvarpsins. Höfuðáhersla er lögð á það að sveitarfélög stækki, enda þótt ákvæði þar um hafi verið milduð miðað við fyrstu tillögur. Ennþá leynast samt alvarleg ákvæði í. frumvarpinu t.d. í 5. gt- en þar segir orðrétt: „Einnig má skipta hinu fámenna sveitarfélagi milli nágrannasveitarfélaga." Ekkert segir um vilja íbúa hins fámenna sveitarfélags Þetta fær auðvitað ekki staðist gagnvart grundvall- arlögum landsins. í nýjasta hefti um sveitarstjórnarmál segir Gunnar Már Kristófersson, oddviti, um stækkun sveitarfélag- anna. „Við erum ef til vill ekki reiðubúin til þess að láta verða af sameiningu nú, en með meiri sam- vinnu og nánari kynningu meðal íbúa þessara sveitarfélaga hlýtur að koma að þvi að af sameiningu verði.“ Vil ég taka undir þessa skoðuu Gunnars. Hvet ég eíndreg- íð tií að frumvarpið verði ítariega rætt og áhrif þess könnuð Hvað er valddreifíng? Höfuðgalli frumvarpsins er sá að völd sveitarfélaganna aukast ekk' og verulegt stjórnarfarslegt vaia sem ennþá er hjá byggðarlög- unum á að færa þaðan í stað þess að efla þaí stórlega Þaé vai og mðurstaðar hjá þeim : Danmörku en þeir hafa samþykkt ný sveitar stjórnarlög. Telja fróðir menn þai i landi að völdin og verkefmn hafi í raun færst frá héruðunum, en okkar frumvarp er að mestu sniðið eftir þeim löndum. Hér skulu nokkur dæmi rakin um valddreif- ingu. ÖU þekkjum við hvílík framför það var fyrir skólamál dreifbýlis- ins að settar voru á stofn fræðslu- skrifstofur í öllum kjördæmum. Verulega bætt þjónusta hefur orð- ið við það að Vegagerð ríkisins hefur komið upp sjálfstæðum um- dæmisskrifstofum í öllum kjör- dæmum. Af sama toga er sameig- inlegt átak sveitarfélaganna í nær öllum kjördæmum að ráða iðn- ráðgjafa til eflingar atvinnulifinu og svona mætti lengi telja. Hér er verið að færa þjónustuna til hér- aðanna og hefur reynst mjög vel og þarf að útfæra á enn fleiri svið- um. Landsbyggðin hefur misst af góðum tækifærum eins og t.d. þeg- ar lögin um Framkvæmdastofnun voru samþykkt. I umræðu á Al- þingi um frumvarpið vegna m.a. fyrirspurnar Ingólfs Jónssonar um hlut byggðasjóðs í greiðslu launa sérmenntaðra manna við gerð landshlutaáætlana kom fram í svari Ólafs Jóhannessonar, þá- verandi forsætirsráðherra, að þeim yrðu greidd laun að % hlut- um auk alls kostnaðar við gerðina. Landshlutaáætlanirnar hafa verið unnar nær einvörðungu af starfsmönnum áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins í stað þess að þeir sem unnu þetta verk áttu að vera ráðnir af Lands- hlutasamtökunum og vera búsett- ir í kjördæmum, og vinna verkið i samráði við heimamenn og eðli- lega með tengsl við Framkvæmda- stofnunina. Hér þarf strax að verða breyting á, enda mikið verk óunnið í þessum efnum. í frum- varpinu er lítið bitastætt um landshlutasamtök sveitarfélaga, en skv. 112. gr. er sveitarfélögum heimilt að stofna til staðbundinna landshlutasamtaka. Er þetta ákvæði óþarft, því að fullt félagafrelsi gildir hér á landi. Væri nær að kveða nánar á um réttindi og skyldur þessara lands- hlutasamtaka. Tryggja þeim fjár- hagsgrundvöll og starfsaðstöðu og kjósa til þeirra á lýðræðislegri hátt, en nú er í framkvæmd. Sérhver landshluti verður að taka á málunum á breiðum grundvelli og útilokað er að færa þjónustuna til héraðanna nema þessi samtök séu virk og tilbúin að taka við nýj- um verkefnum. Persónukjör sveitarstjórnarmanna Á Norðurlöndum hafa flestar þjóðirnar tekið upp persónukjör við sveitarstjórnarkosningar og gefist sérstaklega vel og verið alls staðar fagnað. Hef ég sérstaklega kynnt mér þetta í Danmörku, Nor- egi og Færeyjum. Framboðslist- arnir eru boðnir af fram stjórn- málaflokkunúm eða af óflokks- bundnum framboðum, þannig að nöfnum frambjóðenda er ekki rað- að. Það er siðan kjósenda aö raða listanum eftir þvi sem þeir vilja sjálfir. Við þekkjum þessa kosn- ingaaðferð mjög vel hér á land' úr hinum almennu prófkjörum hjá flestum flokkum hér á landi. Það sem vinnst með þessu fyrirkomu- lagi er að þeir einir sem kjósa íist- ann geta raðað honum, en veruleg brögð hafa verið að misnotkun á prófkjörum hér Annar verulegur kostu' er á þessu fyrirkomulagi. að þaó spar- ast. verulega að sameinn þet.ta við kjörborðið. Telja má og vísl; að innbyrðis deiiur ínnar flokka hjaðní þai sem úrslitin fást. við kjörborðið og enginn eftiríeikur mögulegur Umfram allt er þetta fynrkomuiag iýðræðislegra og réttlátara. Að lokum skora ég á almenning að þrýsta á um þetta réttlætismál, en hætta er á því að sumum stjórnmálamönnum finmst þessu stefnt gegn flokkshagsmunum. f Danmörku var flokkunuiu í sjálfsvald sett hvort þeir byöu fram lista i bundinni röðeðaórað- aða. Reynsían hefur verið si að allir stærstu flokkarnu þar í iandi hata boðið fram óraðað: list og látið kjósendum i té þess sjálf- sögðu mannréttindi Hiifundur er sýslumndur Nordui Múlasýslu Tónlistarskóla Rangæinga slitið: Barnakórinn f söng- för til Vestfjarða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.