Morgunblaðið - 10.05.1985, Síða 24
24
MORGlfNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 198#
Á ferð
um
Suður-Kóreu
III
„Við höfum ákveðið að bjóða tilÓl-
ympíuleikanna í Seoul 1988, af því að
við teljum að með því að haida leikana
á grundvelli þess þjóðarmetnaðar og
styrks sem við höfum skapað á undan-
förnum áratugum fáum við einstakt
___tækifæri til að leysa þá spennu sem
ríkir á Kóreuskaga og til að stuðla að
______stöðugleika í Norðaustur-Asíu og
treysta heimsfrið.“ Þannig hefur Tae
Woo Roh, forseti kóresku ólympíu-
nefndarinnar, skýrt rökin fyrir því, að
Suður-Kóreumenn sóttu um það 1981
að fá að halda sumar Ólympíuleikana.
Það er markmið Suður-Kóreumanna,
að Kóreumenn úr suðri og norðri____
myndi eitt lið á leikunum. Náist það
markmið ekki leggja þeir sig fram um
að Norður-Kóreumenn fáist til að _
senda eigið lið til leikanna. Á þessari
stundu er ógjörningur að segja fyrir um
hvernig til tekst að þessu leyti.
ÓLYMPÍULEIKAR í NAFNI
SAMLYNDIS OG FRAMFARA
— eftir Björn
Bjarnason
Ekkert kommúnistaríki
viðurkennir tilvist Suð-
ur-Kóreu á stjórnmála-
vettvangi. í Seoul er ekki
neitt sendiráð kommúnistarikja.
En á meðan við dvöldumst í Suð-
ur-Kóreu vakti það verulega at-
hygli, að listskautamenn frá Sov-
étríkjunum og öðrum Austur-
Evrópuríkjum dönsuðu á alþjóð-
legu skautamóti í Seoul. Þótti
mönnum það lofa góðu um þátt-
töku þessara ríkja í ólympíuleik-
unum.
1 tilefni af Ólympíuleikunum
hafa þegar verið reist mikil
íþróttamannvirki í Seoul. Helsti
leikvangurinn var vígður með
glæsilegu móti í september á síð-
asta ári. öll íþróttamannvirkin
eiga að vera fullbúin á næsta ári,
þegar Asíuleikarnir svonefndu
fara fam í Seoul.
Beinn kostnaður við leikana er
talinn nema 1.660 milljónum doll-
ara eða tæpum 70 milljörðum ís-
lenskra króna. í því dæmi eru tal-
in 112 mannvirki til keppni og æf-
inga. Þar fyrir utan er svo óbeinn
kostnaður við alls kyns tengi- og
samgöngumannvirki, sem talinn
er nema 1.350 milljónum dollara
eða tæpum 57 milljörðum ís-
lenskra króna.
Kóreumenn ætla að mæta þess-
um gífurlega kostnaði með því að
selja sjónvarpsréttindi, minnis-
peninga og frímerki, auk happ-
drættismiða og aðgöngumiða. Þá
verður fyrirtækjum einnig seldur
réttur til að nýta sér leikana í
auglýsingaskyni og I samtali
nefndu skipuleggjendur meðai
annars að Coca-Cola og Kodak
hefðu sýnt áhuga á slíkum rétti.
Eins og kunnugt er varð mikill
gróði af síðustu ölympíuleikum í
Los Angeles, um 200 milljónir
dollara eða 8.400 milljónir ís-
lenskra króna. Kóreumenn segjast
auðvitað gera sér þetta ljóst, en
þeir ætli ekki að leggja höfuðkapp
á að hagnast fjárhagslega af leik-
unum. Þeir benda á, að viðleitni
skipuleggjendanna f Los Angeles
við að afla sem mestra tekna hafi
bitnað á keppendum, fulltrúum
þátttökuríkja, fréttamönnum og
áhorfendum. Engin sambærileg
óþægindi verði á leikunum í Seoul.
Samkvæmt áætlunum vænta
Kóreumenn þess að 13.000 íþrótta-
menn og aðstoðarmenn þeirra
Séð yfir íþróttaleikvanginn í Seoul. Þarna hafa nú þegar verió reist öll mannvirki fyrir Ólympíuleikana 1988.
komi til Seoul-leikanna frá 150
löndum. Keppt verður í 23 grein-
um um 710 verðlaunapeninga. Þá
er þess vænst að 16.000 blaðamenn
og opinberir fulltrúar sæki leik-
ana. Á næsta ári verður ráðist í
smíði Ólympíuþorpsins, sem á að
hýsa 13.000 manns, og frétta-
mannaþorps, þar sem verður rými
fyrir 7.000 manns. Verður það i
fyrsta sinn síðan leikarnir voru
haldnir í Múnchen 1972, að reist
verður sérstakt fréttamannaþorp I
tengslum við þá.
Kóreumenn vænta þess, að
250.000 útlendir gestir sæki leik-
ana. í Seoul eru nú 54 hótel sem
standast alþjóðlegan samanburð
með rúmlega 12.000 herbergi.
Ætlunin er, að á árinu 1988 hafi
13 ný hótel verið reist með meira
en 3.000 herbergjum. í kóreskum
blöðum, en tvö dagblöð eru gefin
út á ensku í Seoul, mátti lesa um
víðtæk áform er miða að endur-
bótum á alhliða ferðamannaþjón-
ustu fyrir 1988. Allir leigubílar
verða að sæta ströngu eftirliti og
fulltrúar heilbrigðiseftirlits ætla
að kynna sér starfsemi matsölu-
staða og þannig mætti áfram
teija. Hafin er þjálfun starfsfólks
og lögð áhersla á að sem flestir
„Hodori“, tfgrisunginn sem er tákn
og heilladýr Ólympíuleikanna í
Seoul.
hafi tök á að ræða við erlenda
gesti á ensku eða öðrum tungum.
Út á við hafa ólympíuleikarnir
þau áhrif í Suður-Kóreu, að al-
menningur er hvattur til að sýna
metnaðarfulla velvild í garð allra
þjóða og manna. Inn á við eru leik-
arnir hvati til að stíga enn eitt
skrefið á framfarabrautinni, ef
svo má að orði kveða. Fer ekki á
milli mála, að stjórnvöld nota
þetta tækifæri til að sameina
þjóðina með sem mestum glæsi-
brag í nafni Ólympíuhugsjónar-
innar. Er þetta aðeins enn ein
staðfestingin á því, hve fráleitt er
að draga skörp skil á milli stjórn-
mála og íþrótta, þegar ólympíu-
leikarnir eru annars vegar.
Kjörorð Seoul-leikanna hefur
þegar verið valið: „Samlyndi og
framfarir" eða „Harmony and
Progress" á ensku. Merki leikanna
er byggt á hefðbundnu kóresku
myndstefi, sem meðal annars er
að finna í fána Suður-Kóreu, „ta-
eguk“, þar sem eins og tveir drop-
ar, blár og rauður, fléttast saman
í hring. Er þetta tákn fyrir al-
heiminn, rauði liturinn táknar
yang en hinn blái um. Öll tilveran
byggist á átökum milli tveggja
afla, elds og vatns, dags og nætur,
ljóss og myrkurs, eyðileggingar og
uppbyggingar, karlkyns og kven-
kyns, hita og kulda o.s.frv., en í
hringnum falla þessi öfl saman í
eindrægni, samlyndi.
Þá hefur Seoul-leikunum einnig
verið valið tákn eða heilladýr:
Tígrisungi með ólympíukeðju um
hálsinn. Á höfðinu ber hann kór-
eskan sangmo-hatt, sem notaður
er í þjóðdönsum, bandið úr hatt-
inum myndar „S“ til að minna á
Seoul. Heilladýrið heitir „Hodori".
Fór fram samkeppni um nafnið og
var það valið úr 2.295 tillögum.
„Ho“ á kóresku þýðir tígris, en
„dori“ er karlkyns smækkunar-
ending.
Kóreumenn bera nafn höfuð-
borgar sinnar fram eins og við
orðið „sól“ og þegar ég spurði hvað
Seoul þýddi var mér sagt, að það
þýddi „sól“. Annars staðar hef ég
svo séð, að það þýði „höfuðstaður",
sem auðvitað gæti verið afleidd
merking af orðinu sól. Eitt er víst,
að Kóreumenn lofa góðu veðri,
þegar Ólympíuleikarnir fara fram
17. september til 2. október 1988.
Verðurathuganir síðustu 30 ár
sýna að meðalhiti á þessum tima
er um 19°C og úrkoma 41,3 mm.
Leikarnir fara að mestu leyti
fram í Seoul en einnig verður
keppt utan höfuðborgarinnar.
Siglingakeppni verður til dæmis í
hafnarborginni í Pusan á suður-
odda Kóreuskaga. Þá verður keppt
í handbolta í borginni Suwon, sem
er í um 40 km fjarlægð frá Seoul.
Þar eru tveir keppnissalir sem
rúma annars vegar 5.000 áhorf-
endur og hins vegar 3.000. Júdó-
keppnin verður í bænum Yongin,
sem einnig er í um 40 km fjarlægð
frá Seoul; þar rúmast 5.000 áhorf-
endur. Það tekur innan við
klukkustund að komast til þessara
bæja frá Seoul. Þá verður keppt I
undanúrslitum i knattspyrnu á
leikvöngum i borgum úti á lands-
byggðinni. Vonandi eiga nöfn
þessara bæja ekki síður en Seoul
eftir að tengjast afrekum ís-
lenskra íþróttamanna þegar hin
stóra ólympíustund rennur upp.
Þegar ég heimsótti skrifstofu
kóresku ólympíunefndarinnar á
24. hæð í stórhýsi banka í miðborg
Seoul, tók ég eftir því, að við hlið
lyftunnar voru tvö skilti. Á öðru
stóð 534 dagar til Asiu-leikanna,
og á hinu 1.262 dagar til Ólympíu-
leikanna. Síðan hafa tölurnar
lækkað, eftir því sem dögunum
fækkar frekar magnast eftirvænt-
ingin í Kóreu og utan hennar.