Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 27

Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1985 ---- ,,, ■. ....... — - Reglugerðin um afmörkun landgrunnsins: Hafréttarsamningurinn lagður til grundvallar 1. gr. Landgrunnid er afmarkað svo sem sýnt er á mynd 1. 2. gr. Hnit markalínunnar utan 200 sjómílna eru sýnd í töflu 1. (Ekki birt hér — innskot Mbl.) Ákvsði 76. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna eru lögð til grund- vallar þar sem við á til að ákveða þessi mörk. 3. gr. Einstakir liðir markanna skv. 2. gr. eru þannig: Liður ABC er miðlína milli íslands og Færeyja. Liður CD er 200 sjómílna fjarlægð frá Fsreyjum, Stóra-Bretlandi og írlandi. Liður DEF er um 60 sjómflna fjarlsgð frá brekkufsti. Liður FGH er 350 sjómflna fjarlsgð frá íslandi. Ef mörk landgrunnsins eru hér miðuð við brekkufót mundu þau ná lengra en 350 sjómflur. En þar sem brekkufótur á þessu svsði er á neðansjávarhrygg Reykjaness eru mörkin miðuð við 350 sjómflur frá íslandi samkvsmt 76. gr. Liður HU er 200 sjómflna mörk Grsnlands. Liður JK er miðlína fslands og Grsnlands. 4. gr. Mörk þau sem sýnd eru á mynd 1 og hnit í töflu 1 eru háð + + 5 sjómflna skekkju. 5. gr. Leita ber samkomulags milli íslands og annarra hlutaðeigandi landa um endanlega afmörkun landgrunnsins í samrsmi við almennar reghir þjóða- réttar. 6. gr. Reglugerð þessi er sett samkvsmt lögum nr. 41 frá 1. júní 1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn og tekur þegar gildi. Utanríkisráðuneytið, 9. maí 1985. Geir Hallgrímsson. Ingvi S. Ingvarsson. Afmörkim landgrunnsins á Hatton-Rockall-svæðinu: Ahersla lögð á að ná samningum DR. MANIK Talwani, sem verið hefur ráðunautur íslenskra stjórnvalda í Rockall-málinu, tehir að réttur fslendinga til svsðisins sé meiri en Breta og íra annarsvegar og Dana/Færeyinga hinsvegar. Þetta kom fram í skýrslu Geirs Hallgrímssonar um utanríkismál, sem hann flutti á Alþingi í vetur. Með reghigerð um afmörkun landgrunns fslands, sem gefln var út í gsr, eru þessi sjónarmið áréttuð. sagði orðrétt: „Á sumum svæðum við ísland nær landgrunnið ekki út fyrir 200 sjómílur. Verður markalínan þar miðuð við 200 sjómílur. Á stöðum, þar sem styttra er en 400 sjómílur milli landa, mið- ast mörkin við miðlínu. Sérregla gildir um neðansjáv- arhryggi. Verður markalína við Reykjaneshrygg að miðast við 350 sjómílur, sbr. 4. mgr. 76. gr. Hafréttarsamningsins. Þar sem landgrunnið nær út fyrir 200 sjómílur, ber að miða við 60 sjómílur frá rótum land- grunnshlíðarinnar. Við þá reglu er miðað varðandi Hatton-Rock- all-svæðið. Ráðgert er að strandríki byrji með því að afmarka landgrunnið eftir þessum reglum. Nú er staða mála sú að Bretar og írar hafa afmarkað meint skýrslu ráðherrans um þetta mál landgrunn sín þannig að Hatt- on-Rockall-svæðið falli innan iandgrunnsmarka þeirra. Færey- ingar og Danir telja að svæðið sé í eðlilegu framhaldi af Færeyjum og falli því undir þeirra yfirráð. Hafa þeir gefið út tilkynningu um slíka afmörkun landgrunns Færeyja. Hins vegar telur dr. Manik Talwani sem hefur verið ráðunautur íslenskra stjórnvalda í þessu máli að því er varðar jarðeðlisfræði að Bretland og ír- land séu skorin frá svæðinu með Rockall-trogi svokölluðu og dýpi Færeyjasundsins sunnan og suð- austan eyjanna raski réttinda- kröfum þeirra. Ríkisstjórnin telur því rétt að landgrunn fslands sé afmarkað með framangreind sjónarmið í huga. Síðan fer framhaldið eftir viðurkenndum reglum þjóðarétt- arins er miða við að strandríki byrji með því að afmarka land- grunnið reglum samkvæmt og tilkynni það nefnd um mörk landgrunns sem stofnuð verður skv. Hafréttarsamningnum svo og aðalframkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. Ef kröfur ríkja, rekast á er það aðalreglan að rík- in reyna að ná samkomuím^ með samningum. Hefur af Isiands hálfu verið lögð áhersla á ad hlutaðeigandi þjóðir kom sér saman um málið. Átti sér fyrir skemmstu stað gagnlegur við ræðufundur um það við Færey inga og Dani og boð okkar ti annarra aðila málsins um við* ræður og samráð stendur. Fyrir hugaður er enn fundur með Dön um og Færeyingum á næstunni og utanríkisráðherrar fsiands o* Danmerkur munu ræða þettí, mál í opinberri heimsókn Geirs Hallgrímssonar til Danmerkur síðast í þessum mánuði Jafn- hliða þessu verður málið ávall til meðferðar í utanríkisráðu neytinu og innan ríkisstjórnar innar.“ NOTADUR VOLVO O.MÁNADA ABYRG' waoir mvo SKIPTIBILAH IRU MEB 6MJMÐA ABYR6Ð ~ Volvo-skiptibílar hafa gengist undir SK-skoðun, verið stilltir og yfirfarnir af bifvélavirkjum okkar. og seldir með 6 mánaða ábyrgð. Það er hugsanlegt að við tökum bílinn þinn upp I. Auðvitað viljum við hjálpa þér að komast i hóp hamingjusamra Volvo-eigenda. \ MjTTSTTt SUÐURlANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.