Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Frelsi og ræktun...
Innan tíðar — og innan
styttri tíma en margur
hyggur, því miður — verðum
við berskjölduð fyrir alls
kyns erlendu efni sem veitt
verður viðstöðulaust inn á
hvert heimili á íslandi, beint
úr gervihnöttum. Þá fylgja
engir íslenzkir textar, hvað
þá íslenzkt tal. Ómengaðar
erlendar dagskrár munu
flæða yfir okkur eins og hol-
skeflur, jafnvel erlendar
auglýsingar inn á hvert
heimili. Hvað verður þá um
bannið sem gilda á um tób-
aks- og áfengisauglýsingar?
Það er ekki seinna vænna að
spyrna við fótum, íhuga
stöðu okkar og byggja upp
þann varnargarð sem nauð-
synlegur er til að við stönd-
umst erlenda samkeppni af
þessu tagi. Vonandi er það
ekki um seinan.
Frelsi er ekki andstæða
ræktunar. Frelsi og ræktun
fara saman. Það væri alls
ekki út í hött að setja ákvæði
í útvarpslagafrumvarpið
þess efnis að vissum hundr-
aðshluta auglýsingatekna
yrði varið til að íslenzka er-
lent efni nýrra sjónvarps-
stöðva. Hér á landi hlýtur
það að vera hluti af frelsi
okkar að vernda það sem er
mikilvægast í lífi okkar sem
þjóð, háleitast og helgast en
það er íslenzk menning og ís-
lenzk tunga. Frelsi og rækt-
un haldast í hendur hjá sið-
ferðilega þroskaðri menn-
ingarþjóð.
I Morgunblaðinu hafa far-
ið fram miklar umræður um
íslenzka tungu og er það vel.
Blaðið sjálft hefur lagt fram
sinn skerf og þar hafa einnig
ýmsir merkir einstaklingar
komið við sögu. Meðan enn
lifir í kolunum, meðan tunga
okkar er talin þess virði að
um hana sé rætt, meðan hún
kallar fram tilfinningahita
og hastarleg viðbrögð erum
við í minni hættu en ella.
Allar þessar umræður eru
því fagnaðarefni. Vel mættu
þær einnig ná inn í sjónvarp-
ið. Hvar eru þættirnir um ís-
lenzka tungu í þessum sterka
fjölmiðli? Hvar er fræðslan
um arf okkar og menningu í
þessum ríkisfjölmiðli? Von-
andi verður hann sá hvíti
galdur sem að er stefnt en
ekki þær særingar svarta
galdurs sem sökkti kirkjunni
með Galdra-Lofti sællar
minningar.
Ríkisútvarp getur ekki
orðið einhver ensk-amerísk
ruslakista eins og mynd-
bandastöðin sem heildsali
einn boðar. Myndbandastöð í
sjónvarpslíki sem hefur engu
öðru hlutverki að gegna en
miðla misjöfnu efni úr held-
ur lágkúrulegum skemmti-
bransa erlendis yrði aldrei
annað en lítilla sanda og lít-
illa sæva. En hinn athafna-
sami heildsali gerir það ekki
endasleppt! Nú hefur hann
hafið auglýsingaherferð,
m.a. hér í blaðinu, og afurðin
er eitthvert mesta sorprit
Bandaríkjanna, National
Enquirer, en þar hafa m.a.
birzt fréttaklausur sem eru
uppspuni frá rótum. Það
kostar að vera karlmaður,
Þórður Sturluson!
Að lokum skal minnt á
svofelld orð í Reykjavíkur-
bréfi laugardaginn 20. apríl
sl. en þau snerta megin-
kjarna þess máls sem hér
hefur verið reifað: „Það er
ekki amalegt fyrir rithöf-
unda að geta snúið sér til
margra stöðva og falboðið
efni sitt á frjálsum markaði.
Hví gæti ekki nýtt efni og
ferskt sprottið úr slíkum
jarðvegi? Slík þróun gæti
orðið öllum aðilum mikil og
hvetjandi nýlunda. Með slíku
frelsi gæti farið andvari nýs
fjölmiðlavors um íslenzkt
þjóðlíf. Og þá yrðum við bet-
ur í stakk búnir til að takast
á við þann engilsaxneska
þrýsting sem nú ríður húsum
hér á landi sem annars stað-
ar, ekki sízt í sjónvarpi.
Að sjálfsögðu er hér átt
við íslenzkar sjónvarps-
stöðvar með efni sem er unn-
ið fyrir íslenzka áhorfendur
með sama hætti og í ríkis-
fjölmiðlinum nú, þ.e.a.s.
dagskrá sem er framleidd
hér á landi en ekki endur-
varp á erlendum sjónvarps-
dagskrám óunnum fyrir ís-
lendinga, því að einúngis
slíkar dagskrár gætu stáðist
samkeppni við það erlenda
flóð sem í vændum er ef
marka má þá öru tækni-
þróun sem við blasir."
— eftir Harald
Bessason
í gamla heiminum liggja rætur
fólks djúpt í jörðu. lslendingar
telja sig til að mynda vita með
nokkurri vissu að land þeirra hafi
tekið að byggjast fyrir meira en
ellefu öldum, og margir úr þeirra
hópi eiga í fórum sír.um skrifaðar
ættartölur þar sem þráðurinn er
rakinn gegnum presta, sýslumenn,
lögmenn og goðorðsmenn, allt aft-
ur á landnámsöld. Ugglaust eru
sumar af þessum ættartölum ekki
gripnar úr lausu lofti. Því er samt
ekki að neita að ef rakið er langt
aftur í forsögulegan tíma, verður
ættfræðin skemmtileg, einkum ef
rakið er alla leið til þeirra Adams
og Evu. Að því er mig minnir gefa
ættarskrár það til kynna að tals-
verður hluti íslensku þjóðarinnar
sé um það bil í eitt hundrað ætt-
liða fjarska við þau hjón. Á þeirri
leið tengjast bæði Kristur og
Yngvi-Freyr ættinni, og má af
þeirri sök skipa ættartölum í þann
flokk íslenskra bókmennta þar
sem bæði kristni og heiðni eru svo
kænlega saman fléttaðar að
naumast verður á milli greint.
Auk þess blandast hér óskhyggja
kynslóðanna saman við einhvern
skammt af sannfræði, og hefur
margur rýnandinn leitast við að
greina þar á milli án varanlegs
árangurs.
Kristnar þjóðir byrjuðu
snemma að lofsyngja Adamsætt
og við íslendingar erum fyrir
löngu búnir að bjarga heiðnum
hetjum inn í þá ætt. Slíkt er sálu-
hjálparatriði, sem frændur okkar
mormónarnir í íslensku nýlend-
unni í Spanish Fork í Utah hafa
löngu látið sér skiljast. Þeir iðka
„skírn hinna dauðu“ og hafa með
þeim hætti bjargað fjölda ætt-
feðra sinna frá eilífri glötun. Með
þeim hætti slapp Egill Skalla-
grímsson inn í raðir mormóna, og
skiptir því ekki lengur máli hvern-
ig látið er með hauskúpu hans
heima á ættjörðinni. Höfum við
hér ágætt dæmi um það að sagn-
fræðilegar heimildir tengist ekki
einvörðungu óskhyggju þeirra sem
um þær fjalla heldur verði þær að
auk öflugt tæki í höndum þeirra
sem hafa sáluhjálp einstaklings-
ins að æðsta markmiði.
Mormónar eru stður en svo eini
trúflokkurinn sem hagnýtir sér
ættvísina. Aðventistar reka til að
mynda þekktan tónlistarháskóla f
Bandaríkjunum þar sem rík
áhersla er á það lögð að stúdentar
veiti réttar upplýsingar á prófum
um frumföðurinn Adam. Kunn-
ingi minn sem stundar nám við
þennan háskóla tjáði mér nýlega
að sér virtist prófessorar við
stofnunina ganga fulllangt i eftir-
grennslan sinni á þessu sérstaka
sviði upprunafræðinnar. Sagði
hann mér sem dæmi að nemendur
yrði að kunna nákvæm skil á bæði
stærð og aldri Adams og svara því
til á prófum að hann hafi verið
fimm metra hár og náð eitt þús-
und ára aldri. Flaug mér þá Örvar
Oddur í hug. Hann var risi að
stærð og fór víða um lönd á langri
ævi. Oddur dúkkar upp í ættum í
grenndinni við Egil Skallagríms-
son. Má slíkt verða öllum þorra
ísiendinga efni til umhugsunar.
Þótt afbrigðileg stærð Odds og
ótrúlega hár aldur á banadægri
verði hvorugt skýrt sem ættar-
fylgja (Oddur varð ekki einu sinni
hálfdrættingur á við Adam).
Afkomendur Adams skruppu
saman þegar fram liðu stundir, og
þegar komið var fram á víkinga-
öld, runnu smámenni ein ævi-
skeiðið á furðu skömmum tíma.
Þessa öfugþróun skýra aðventist-
ar sem úrkynjun og benda jafn-
framt á það að rannsóknir á kuml-
um frá víkindaöld nemi því miður
staðar við hinstu hvflu lfkamlegra
ættlera. Fleiri skóflustungur
niður myndu leiða í ljós ótvíræðar
minjar um stæðilegra fólk sem
ekki lét hafa sig út í það að blóta
skurðgoð.
Nú hefur aðeins verið tæpt á
dæmum þess efnis að óskhyggja
fólks blandist trúarbrögðum og
tengist þannig hugmyndum þess
um eilífðina. Viðhorf okkar ís-
lendinga til fornsagna tengdust
líklega aldrei trúnni á lífið eftir
dauðann. Engu að síður hefur
margur yljað sér við frásagnir af
Gunnari á Hlíðarenda og nafna
hans Gunnari Gjúkasyni í Eddu
og þá látið sér það í léttu rúmi
liggja þótt einhverjir fræðimenn
teldu þær sagnir blandnar ýkjum.
Mannleg náttúra leitar jafnan
einhverra tengsla við hetjur og af-
rek, enda taldi Sir Maurice Bowra
eitt höfuðeinkenni hetjuljóða vera
í því fólgið að slík ljóð hefðu orðið
til meðal allra þjóða heims. Jafn-
vel á útkjálkunum hindra hvorki
fásinni né berangur drauma
mannskepnunnar um hlutdeild í
miklum atburðum. Slíkir draumar
rætast að vísu sjaldan þótt hlutað-
eigendur hljóti ímyndaða aðild að
þeim atburðum sem þeir kynnast í
sögu eða ljóði. Handarvönum
finnst þá sem hann sjálfur bregði
sverði, jafnvel þótt allar líkamleg-
ar forsendur skorti. Andartaks-
lífsfylling skiptir hér höfuðmáli,
rétt eins og á knattspyrnuvöllum
nútímans, en á þeim vettvangi
verður umrótið á áhorfendapöll-
unum oft hvað ábærilegast í þeim
sálum sem búa við skarðan lík-
amsþrótt.
Sögumyndun í Norður Ameríku
er með sérstöku sniði. Á því meg-
inlandi skortir fornar heimildir
um ættir fólks og uppruna. Þráð-
urinn liggur til annarra megin-
landa, inn á ókunna stigu, þar sem
flest er móðu hulið. Af þeirri sök
hefur margur horfið að því ráði að
herða leitina á heimaslóð að
kennileitum sem nýta megi til
þess að þoka amerískri sögu aftur
í tímann og færa sönnur á að vest-
an hafsins hafi einnig farið hetjur
um héruð löngu áður en Kolumbus
lenti í villum sínum.
Ameríkumenn af norrænum
ættum hafa ekki látið sinn hlut
eftir liggja í upprunaleitinni, og
hafa önnur þjóðerni veitt þeim
drjúgan stuðning. Rómantíkin er
lífsseig eins og hetjuljóðið. Vanti
eitthvað í ættartölur eða þjóðar-
söguna, má einlægt auka í liðum
og þáttum og gera fortíðina jafn-
vel stórbrotnari en efni standa til
og þá þurrka út hugsanleg skil
milli sagnfræðilegra staöreynda
og hreins tilbúnings. Leitin að
norrænum fornminjum í Norður
Ameríku og þá jafnframt drjúgur
hluti þeirra skrifa um landafundi
sem birst hafa vestra eru að vissu
leyti dálítið einangruð fyrirbæri í
norðuramerískri sögusmíð og því
fremur auðvelt að greina á þeim
vettvangi fáein áhugaverð atriði.
Vínland er enn ófundið. Ari
fróði hafði að vísu eitthvert hug-
boð um hvar þess væri að leita en
hirti ekki um að fella landalýsingu
inn í íslendingabók þá sem enn er
til. Því eru menn enn að leita þess
lands og eru búnir að ferðast allt
norðan frá Hudsonflóa og óra leið
suður með austurströnd Norður
Ameríku. Hugmyndaríkir höfund-
ar hafa látið frá sér fara heil
bókasöfn um þetta efni, og forn-
leifafræðingar eru sífellt að finna
einhverja muni með norrænu
svipmóti. Vínland hefur þá sér-
stöku náttúru að það gagntekur
ekki einungis þá sem að því leita
heldur má með nokkrum sanni
segja að það hafi margan heltekið.
Líkamshitinn hækkar við leitina. í
augunum má greina nokkur merki
um sótthita. Teórían er glæný, og
ekki er lengur neinum blöðurn að
fletta. Ljóshærður unglingur legg-
ur líf sitt í hættu úti á rúmsjó,
lætur frumstæðan farkost berast
fyrir straumum og vindum. Fyrr
en varir er kjölfar Leifs fundið.
Innsiglingin á vík eða firði er hár-
nákvæm, og hinum unga víkingi er
óspart fagnað á bryggju og í fjöru-
borði (oftast af jafnöldrum sem
fengið hafa frí í skóla). Unglingur-
inn er hetja sem ekki óttast höfuð-
skepnurnar. Hann er verðugur
arftaki Leifs Eiríkssonar og jafn-
vel líklegt að það komi upp úr kaf-
inu að hann heiti sjálfur Leif-
ur. í sjónvarpsviðtali má greina
stöku orð sem eru annaðhvort
komin beint úr tungu víkinga eða
þá gætu verið það.
Bækur um Vínlandsleit eiga það
flestar sameiginlegt að sjálfir höf-
undarnir eru byltingarmenn í
fræðunum. Sumar þeirra hafa
hlotið furðugóðar viðtöku hjá
lærðum sem leikum. Sem dæmi
má nefna Westviking eftir Kan-
adíska höfundinn Farley Mowatt.
Hún náði mikilli útbreiðslu bæði í
Kanada og Bandarikjunum, og
sérfræðingar sambandsstjórnar-
innar í Ottawa mæltu mjög með
henni. í alllöngu sjónvarpsviðtali
kvað Mowatt verk sitt vera að
nokkru leyti byggt á sögum um
Vínlánd sem hann hefði fundið í
safni Vilhjálms Stefánssonar í
New Hampshire og væru þær hin-
ar merkustu heimildir. Ekki verð-
ur það ráðið af bók Mowatts að
hann hafi lesið Vínlandssögurnar.
Hins vegar mun hann hafa komist
í einhver kynni við Örvar-Odd,
sem á sinni tíð mun hafa ferðast
eitthvað vestra. Var sá maður
skjótur í förum, enda bæði hávax-
inn og eftir því skreflangur.
Tímaröð helstu atburða íWest-
viking er sérstæð, og ef klókinda-
lega er út reiknað, hefur Leifur
Eiríksson verið um það bil fimm
ára gamall þegar hann byrjaði að
kanna Vesturheim. Að þessu leyti
hefur bók Mowatts á sér yfirbragð
hetjusagna, en í þeim bókmennt-
um er ekki ótítt að bráðþroska
börn vinni mikil afrek. Mowatt
kann vel að segja frá og hefði
sómt sér vel í Reykhólabrúðkaup-
inu fræga. Bókar hans er hér sér-
staklega getið vegna þess að hún
virðist nú hafa haldið vinsældum
sínum í meira en tvo áratugi þótt
einstöku nöldrari, eins og til að
mynda undirritaður, hafi hreytt
einhverjum ónotum í hana. Fram-
lag höfundar til óskhyggjunnar er
miklum mun drýgra en ætla
mætti í fljótu bragði. Fólk vill nú