Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985
33
Afkomandi Adams og frændi Örv-
ar-Odds, Óli Víkingur í Alexandríu.
Hann er 23 fet á hæd og vegur 12000
pund.
einu sinni eiga sér sína sögu og þá
helst á heimaslóð og hefur hvorki
tíma né aðstæður til þess að vera
að grufla sífellt út í það hvað sé
satt og hvað sé logið. Sannleikur-
inn er í gömlum bókum, og nægja
nöfn þeirra stundum ein sem
sönnunargögn. Þær eru f fárra
höndum og því auðvelt að túlka
þær að vild. Skylt er þó að geta
þess að Magnús Magnússon og
Hermann Pálsson gáfu á sínum
tíma út ágæta enska þýðingu á
V ínlandssögum.
Viking America nefnist bók eftir
James Robert Enterline, sem kom
út í Toronto fyrir rúmum áratug
og vakti mikla athygli. Um nokk-
urt skeið virtust sagnfræðingar
gera sér jafnvel tiðara um Enter-
line heldur en Mowatt. Þó virðast
þeir nokkurn veginn vera jafnok-
ar.
í Viking America gætir meira
jarðrasks en títt er í bókum. Telur
höfundur að hinir fyrstu Vín-
landsfarar hafi orðið sér úti um
landakort frá Eskimóum og síðan
fellt þau í ógáti ofan á væna sneið
af Asíu og norðanverðri Evrópu.
Þannig lenti a.m.k. hluti af Vin-
landi ofan á Noregi og hætt við að
þá hafi kreppt mjög að mörgum
kotbóndanum þar um slóðir. Ekki
er unnt að ráða af bók Enterlines
hvort fsland hafi sloppið. Nógu
þungt var þó fargið sem lenti á því
landi þegar fram liðu stundir.
Að nokkru leyti má segja að
Enterline hafi þessa endurskipu-
lagningu á jarðskorpunni að leið-
arljósi. Bók hans er þannig sér-
stæð en ekki fyrir nokkurn hvítan
mann að botna neitt í röksemda-
færslum höfundar, og er það höf-
uðkostur verksins. Thor Heyer-
dahl ritar alllangan eftirmála, ber
lof á Enterline, en hafnar þó sum-
um kenningum hans, að því er
virðist óafvitandi. Er ekki annað
sýnna en að hann hafi ekki kynnt
sér efni bókarinnar áður en hann
ritaði eftirmálann og þá jafn-
framt augljóst að sjálfur höfund-
urinn hefur ekki lesið eftirmálann
áður en hann fór í prentun.
Skylt er að geta enn nokkurra
atriða sem á siðustu áratugum
hafa orðið til þess að glæða áhuga
fólks á Vínlandi. Árið 1961 hóf
Kensingtonsteinninn, sem á er greypt frásögn um hrakfarir norrænna
manna í Minnesóta laust eftir miðja fjórtándu öld.
Helge Ingstad fornleifarannsóknir
á norðanverðu Nýfundnalandi og
fór þar eftir tilvísun íslensks
landakorts frá sextándu öld.
Ingstadt virðist hafa fundið nokk-
urn veginn það sem hann ætlaði
að finna, og trúði þá margur að
loksins væri Vínland komið í leit-
irnar. Fregnir um uppgröft
Ingstads fóru eins og eldur í sinu
um Vesturheim. í fyllingu tímans
birtust rit hans sjalfs um bæði
Grænland og hina fornu landa-
fundi vestan hafsins í enskri þýð-
ingu, og standa þau að nokkru
leyti framar bókum þeirra Mow-
atts og Enterlines, og leikur eng-
inn vafi á því að rannsóknir hans
juku áhuga fornleifafræðinga á
hugsanlegum söguslóðum við
austurströnd Norður Ameríku.
Síðla árs 1963 kom út bók eftir
Tryggva J. Oleson prófessor við
Manitóbaháskóla, sem fjallaði að
hluta til um Vínlandsfara og þá
ekki síður um áhrif Grænlendinga
hinna fornu á Eskimóa og vildi
Tryggvi finna þeim áhrifum víða
stað, ekki einungis á Grænlandi
heldur fyrst og fremst í norður-
héruðum Kanada. Vilhjálmur
Stefánsson varð á sinni tíð fyrstur
til að benda á hugsanlegan sam-
runa þeirra tveggja kynþátta sem
hér um ræðir, og urðu „hvítu Esk-
imóarnir" hans m.a. efni í alþekkt
ljóð eftir Guttorm J. Guttorms-
son:
Eftir Vilhjálms utanför til Eskimóa
hvítu fólki fór að snjóa.
Ekki lagði Vilhjalmur Stefáns-
son sig í neina framkróka um að
skapa tilgátu sinni varanlegan
grundvöll. Hins vegar tók dr. Jón
Dúason upp þann þráð af dugnaði
og þrautseigju í löngu máli um
landkönnun og landnám Islend-
inga í Vesturheimi. Ekki er þeim
sem þetta ritar nema fátt eitt
kunnugt um þær undirtektir sem
bækur Jóns Dúasonar hlutu. Víst
er þó að Jón eignaðist ódeigan
bandamann þar sem Tryggvi Ole-
son var. Tryggvi þýddi heildarverk
Jóns á ensku (sú þýðing mun þó
enn vera í handriti) og gerði auk
þess mjög rækilega grein fyrir
kenningum hans í fyrrnefndri bók
(titill hennar er Early Voyages and
Northern Approaches, og er hún
fyrsta bindið í langri ritröð sem
kanadískir sagnfræðingar skrif-
uðu um sögu þjóðar sinnar).
Sá þáttur sem fjallar um fyrr-
greint efni í bók Tryggva Oleson
hlaut afar misjafna dóma. Engu
að síður vakti þátturinn mikla eft-
irtekt og varð fornleifafræðingum
og mannfræðingum umhugsunar-
efni. Má rétt geta þess að í gegn-
um bók Tryggva slæddust áhrif
frá Jóni Dúasyni inn í bók þá eftir
James Enterline sem áður er
minnst á.
Vínlandskortið fræga birtist í
viðhafnarútgáfu árið 1965. Þar
getur að líta ekki einungis Vín-
land heldur eru skrifuð á það
skírnarnöfn Bjarna Herjólfssonar
og Leifs Eiríkssonar á latinu. Yfir
uppruna þessa korts, sem fræði-
menn sögðu vera frá fyrri hluta
fimmtándu aldar, hvíldi mikil
leynd. Hins vegar stóðu að útgáfu
þess ekki ómerkari stofnanir en
The British Museum í London og
Yaleháskólinn í Bandaríkjunum.
Var því naumast að undra þótt al-
varlega þenkjandi fræðimenn víða
um lönd gæfu því nokkurn gaum.
Vínlandskortsins biðu þung örlög.
Rannsóknir á því laumuðu brátt
inn þeim grun að fjöldi núlifandi
fólks væri því eldri. Halldór Lax-
ness fjallaði um Vínlandskortið í
sérstakri bók og varpaði fram
kenningu um uppruna þess sem
reyndist miklu mun nær hinu
rétta heldur en röksemdir þeirra
sem höfðu séð um útgáfu þess.
Við aðalþjóðveginn sem liggur
norður Minnesotaríki að kan-
adísku landamærunum er smá-
borg ein sem nefnist Alexandria.
Við afleggjarann frá aðalveginum
niður í borgina er reisulegt hótel
sem er kjörinn áningarstaður
ferðalúnu fólki. Þegar komið er
inn í anddyri hótelsins, blasa við
stórar veggmyndir af víkingum og
siglingaleiðum þeim sem forðum
lágu til Hellulands, Marklands og
Vínlands. Ölkrá hótelsins og
matsalur er hvort tveggja kennt
við víkinga. Sem leið liggur frá
hótelinu niður í bæinn blasir við
stórt spjald við vegarkant þar sem
á er ritað „Saga vor hófst hér“ (er
þá sennilega miðað við Bandarík-
in). Því næst kemur í ljós risavax-
inn víkingur sem er miklum mun
stærri heldur en Örvar-Oddur var,
og minnir mig að hann sé búinn til
úr annaðhvort plasti eða fíber-
glasi. Er þess sérstaklega getið að
þar þrumi stærsti víkingurinn í
Norður-Ameríku. Til hliðar við
víkinginn er allstórt minjasafn
sem hefur að geyma muni þá sem
varpa ljósi á menningarsögu nær-
liggjandi héraða, og er þar tilhög-
un öll til fyrirmyndar. I aðalsýn-
ingarsalnum verða safngestir þess
fljótlega varir að þar ríkir sérstök
helgi sem stafar frá gráleitum
safngrip sem hvílir á sérstökum
palli í miðjum salnum. Er þetta
sjálfur Kensingtonsteinninn,
frægsti rúnasteinn Bandaríkja-
manna. Rúnatexti steinsins er
norrænn og segir þar frá rann-
sóknarför átta Svía og tuttugu og
tveggja Norðmanna sem komið
höfðu frá Vínlandi til Minnesota.
Ristan segir frá harðræðum þeim
sem leiðangursmenn lentu í.
Minnesota Indíánar tóku þeim illa
og drápu tíu úr hópnum. Þrátt
fyrir það gafst einhverjum þeirra
sem eftir lifðu tóm til að meitla á
steininn alllöng skilaboð (hefur
það þó verið tímafrekt starf), og
lýkur ristunni með bæn til jómfrú
Maríu þess efnis að eftirlifendum
verði hlíft við frekari vá.
Hér er þess enginn kostur að
gera neina grein fyrir öllu því
magni prentmáls sem komið hefur
út um steininni frá Kensington.
Hann er kenndur við þorpið Kens-
ington í Minnesota, en þar fannst
hann árið 1898 njörvaður niður af
trjárótum.
Olof Ohman, maður sænskur að
ætt, var meðal þeirra sem fyrstir
urðu steinsins varir, og brátt átt-
uðu menn sig á aðalinntaki rist-
unnar sem hann hafði að geyma.
Átti hún að hafa verið gerð af
sendimönnum Magnúsar Eiríks-
sonar konungs árið 1362. Höfðu
menn þessir farið áleiðis til Græn-
lands undir norskri forsögu og
áttu að hefja kristna trú aftur til
vegs i byggðum Grænlendinga
hinna fornu. í stað þess að fara til
Grænlands hélt sendinefndin alla
leið til Vínlands. Nokkur hluti
hennar sigldi norðan frá Hud-
sonflóa um stórár Kanada og
komst til Minnesota. Sendimenn
týndu þar tölunni, eins og fyrr
segir, en eftirlifendur blönduðust
indíánum, og er sérstök ættkvísl,
Mandan indíánarnir, að nokkru
leyti út af þeim komin. Er þetta i
fáum orðum aðalinntak kenning-
arinnar um upphaf og eðli rúna-
ristunnar frá Kensington.
Um Kensingtonsteininn hafa
ritað bæði lærðir og leikir. Árið
1958 hélt margur að prófessor Er-
ic Wahlgren frá Kaliforníu hefði
endanlega kveðið Kensingtonmýt-
una niður með umfangsmikilli
rannsókn. Komst Wahlgren að
þeirri niðurstöðu að fyrrnefndur
Olof Ohman væri sjálfur höfundur
ristunnar og þvi til lítils að leita
langt aftur í tímann. Andmælend-
ur Wahlgrens urðu þó margir og
voru ómyrkir í máli, og á allra
síðustu árum hefur kunnur banda-
rískur málfræðingur léð þeim
stuðning og haldið því hiklaust
fram að ristan væri of fornum
uppruna.
Hér skal engin afstaða tekin til _
Kensingtonristunnar. Hins vegar
má benda á að bæði Norðmenn og
Svíar eiga sér mikinn fjölda af-
komenda í Minnesota, sem leggja
metnað sinn í að hasla sér þar
traustan sagnfræðilegan völl.
Virðist með öllu ólíklegt að þeir
gangi af trú sinni á Kensington-
steininn nú í bráð.
Á vormánuðum 1978 fékk undir-
ritaður bréf frá Einari Haugsen,
kunnum bandarískum málfræð-
ingi. Hafði Einar þá tekið það að
sér að umrita rúnatexta sem
greyptur hafði verið á málmplötu
á drykkjarhorni. Horn þetta hafði
fundist um miðja öldina, þá hálf-
grafið í jörð í bænum Waukegan í
Illenois. Allmargir visindamenn
höfðu haft það til athugunar í
meira en aldarfjórðung, þegar
Einar Haugen umritaði rúnirnar,
og komist að þeirri niðurstöðu að
hornið væri frá öndverðri elleftu
öld. „Þeir halda víst að þeir séu
búnir að finna drykkjarhorn
Leifs,“ sagði Einar, og var nokkur
þungi í honum. Einn þeirra sem
unnið hafði að aldursgreiningu
hornsins var dr. O.G. Landsverk
eðlis- og stærðfræðingur, sá mað-
urinn sem lengi hefur verið meðal
einörðustu verjenda Kensington- '
mýtunnar. Bað Einar undirritað-
an að lesa eitthvað í umritaðan
textann. Svo að ekki sé orðlengt
um of, þá reyndist rúnaristan vera
sléttubandsvísa um tiltekið atriði
úr ragnarökum. Segir þar frá
hefnd Víðars Óðinssonar þegar
hann klýfur kalda kjafta Fenris.
Undirritaður stakk upp á því í
bréfi til Einars að vísan myndi ort
á Islandi einhvern tíma milli 1870
og 1950, rakti frummerkingu
hennar, en bætti því við að afleidd
merking kynni að benda á sólar-
upprás, eins og fyrri hluti vísu
raunar gefur til kynna. Enn þótti
skýranda hæfa (og var þá kominn
út í glens) að geta sér þess til að
vísan öðlaðist sérstaka djúp-
merkingu þegar búið væri að rista
hana á drykkjarhorn, og væri þá
heildarmerking hennar það sem
íslendingar nefna brjóstbirtu. Má
skjóta því hér inn að vel má Leifur
Eiríksson hafa lyft horni mót sólu
á góðum morgni í Vínlandi og þá
sennilega dreypt á dýrari veigum
en aðrir víkingar.
Einar Haugen fór með myndir
af horninu (eða sendi þær) til ís-
lands. Þar komst hann í samband
við dóttur hornshöfundar, en hann ■*, I
reyndist hafa verið Hjálmar Lár-
usson, dóttursonur Bólu-Hjálm-
ars. Reyndist rúnaristan frá
Waukegan því vera á líkum aldri
og fjöldi núlifandi Islendinga.
Horn Leifs var rætt á þingum
lærðra vestan hafsins. Um þar
birtust greinar. Dr. Landsverk
kvað röksemdir Einars Haugen í
málinu vera fáránlegar.
Óskhyggja og sannfræði eru
ekki auðskilgreind hugtök. Hér
eru samt á ferðinni tvenns konar
viðhorf af sömu ætt og vísindi og
skemmtan — þættirnir sem Sig-
urður Nordal lagði mjög til grund-
vallar endur fyrir löngu í merkri
ritgerð um íslenskar fornbók-
menntir. Benti Nordal á það að í
skynsamlegu hlutfali hlytu þessir
tveir þættir stuðning hvor af öðr-
um og mynduðu jafnvægi. Ef þeir
hins vegar einangruðust hvor frá
öðrum, yrðu vísindin heldur þurr
og leiðinleg en skemmtanin án
hömlu. Með sama hætti verður
sannfræðin vafalaust nokkuð flat-
neskjuleg ef hún bægir frá sér öllu
hugarflugi. Dæmi þau sem hér
hafa verið nefnd gefa einnig til
kynna að án nokkurs aðhalds
magnist óskhyggjan ekki einungis
nægilegri kynngi til þess að flytja
lönd á milli heimsálfa heldur geti
hún einnig haft slík endaskipti á
hefðbundinni rás tímans að Leifi
heppna verði það innan handar að
hefja mót sólu drykkjarhorn
Hjálmars Lárussonar.
Haraldur Bessason er prófessor
rið Manitoba-bískóla í Winnipeg.