Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 36

Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 36
36 Stuttar þingfréttir: MORGUNBLAÐiD, NÖHTUUAGUH ltf. MAÍ 1986 Atkvæði um útvarpslög á mánudag? Búízt var vid því að fnimvarp til rýmri útvarpslaga, sem vóru á dagskrá neóri deildar í g«r, kæmu þar til atkvæða eftir aðra umr«ðu í þessari fyrri þingdeild málsins, en hennar er beðið með nokkurri eftir- vcntingu vegna óvissu um afstöðu nokkurra þingmanna, m.a. til breyt- mgartillögu um jafnstöðu útvarps- stöðva til auglýsinga. Þingdeildarfor- seti tók máiið hinsvegar ekki til af- greiðslu. Líkur benda til að þessi at- kvKðagreiðsla verði ekki fyrr en nk. mánudag, en þingfundir eru í dag. Þingstörf í gær Fundir vóru bæði í þingdeildum og sameinuðu þingi í gær. Samein- að þing afgreiddi fimm þigsálykt- anir, sjá frétt hér á þingsíðu. Efri deild samþykkti tvenn lög. Annarsvegar um sláturafurðir. Hinsvegar um sölu jarðarinnar Hamars í Glæsibæjarhreppi. Þá af- greiddi þingdeildin þrjú laga- frumvörp til neðri deildar: 1) um Verðlagsráð sjávarútvegsins, 2) um meðferð opinberra mála, 3) um kerfisbundna skráningu á upplýs- ingum. í neðri deild. I neðri deild flutti Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, framsögu fyrir frumvarpi um greiðslujöfnun fasteignaveðlána; Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, framsögu fyrir frumvarpi um Þjóðskjalasafn (sem þegar hefur fengið afgreiðslu í efri deild), og Halldór Ásgrímsson, sjávanitvegsráðherra, framsögu fyrir frumvarpi um fiskveiðasjóð (sem einnig hefur fengið afgreiðslu í efri deild). Þá var einnig rætt um frumvarp að barnalögum og frum- varp um meðalsterkt öl. VaraþingmaÖur KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR, fræðslufulltrúi, hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Kjartans Jó- hannssonar (A). J’riðarfræðsla Frá því var greint á þingsíðu Mbl. í gær að Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) o.fl. þingmenn hefðu flutt tillögu til þingsályktunar um frið- arfræðslu á dagvistarheimilum, í runnskólum og framhaldsskólum. prentun þingskjalsins féll niður nafn eins flutningsmanns, Kristín- ar S. Kvaran (BJ). Málefni myndlistarmanna SVAVAR GESTSSON o.fl. þing- menn Alþýðubandalags hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um málefni myndlistarmanna. Tillag- an felur það í sér, ef samþykkt verður, að ríkisstjórnin skuli skipa í samvinnu við Samband íslenzkra myndlistarmanna nefnd er vinni að tillögum um úrbætur í hagsmuna- málum myndlistarmanna. I tillögu- greininni er m.a. fjallað um launa- sjóð fyrir myndlistarmenn, samn- ingu frumvarps um höfundarrétt myndlistarmanna o.fl. Þingmaður í umræðu um bjórfrumvarpið: Ráða umboðshagsmun- ir þingmanna ferðinni? — það hvarflar að manni að opinberir fréttamenn þiggi mútur Olafur Þ. Þórðarson (F) lét að því liggja í ræðu á Alþingi í g«r að Ríkisútvarp, hljóðvarp og sjónvarp, birtu aðeins aðra hlið bjórmálsins, „káta menn og glaða að drekka úr bjórkollum", en hinsvegar ekki „menn illa á sig komna á leiðinni heim til sín ..., menn, sem þurfa að fara í afvötnun ..., slys sem orðið hafa í umferðinni vegna þess að menn hafa neytt áfengis“. Þingmaðurinn minnti sér- staklega á kynningu ríkisfjöl- miðla á svokölluðu „bjórsam- lagi“ og sagði orðrétt: „Stundum hvarflar að manni, þegar menn sjá svona auglýsingar, hvort það sem hefur verið nánast óþekkt í íslenzku þjóðlífi til þessa, að opinberir starfsmenn þægju mútur. Stundum hvarflar það að manni, að e.t.v. eigi það sér stað.“ Þingmaðurinn sagði orðrétt: „Getur verið að mönnum sé það ekki Ijóst að alls staðar, þar sem sala fer fram á áfengi og tóbaki hafa söluaðilar þessara vörutegunda reynt með ýmsu móti að hafa áhrif á æðstu starfsmenn í viðkomandi ríkjum og borið á þá fé. Og borið á þá fé til að breyta löggjöf eða koma í veg fyrir að löggjöf verði sam- þykkt. Þetta vita heilbrigðisyf- irvöld Bandaríkjanna og hafa af þeirri ástæðu alveg nuskunnar- laust úthrópað það lið, sem þeir kalla þar áfengisauðmagnið.“ Síðan vék þingmaðurinn að þeim, sem flytja bjórfrumvarpið, en þeir eru: Jón Baldvin Hanni- balsson (A), Ellert B. Schram (S), Guðmundur Einarsson (BJ, Guðrún Helgadóttir (Abl) og Friðrik Sophusson (S), og sagði: „Það skyldi þó ekki vera að einhver af þessum flutnings- mönnum hefði búið sig undir það að þiggja umboðslaun fyrir áfengt öl, ef það verður selt hér á landi? Það skyldi þó ekki vera að að búið væri að ganga frá samn- ingum um slíka hluti? Það er ákaflega bagalegt að þeir séu ekki hér í salnum, því það gæti farið svo að það sæist á mönnum, hvort aðdróttanir væru réttar eða rangar; það sætu ekki sterkari karakterar en svo undir.“ Þingdeildarforseti, Ingvar Gíslason, gerði ekki athugasemd við ummæli þingmannsins, hvorki um fréttafólk ríkisfjöl- miðla né flutningsmenn frum- varpsins. Annarri umræðu um frum- varp til laga um heimild til að brugga og selja meðalsterkt öl (4—6%) var fram haldið stutta stund síðdegis í neðri deild í gær. Ólafur Þ. Þórðarson (F) lauk ræðu sinni, sem hófst á fundi fyrr í vikunni, en hann mælti fyrir nefndaráliti tveggja af sjö þingnefndarmönnunum, sem um frumvarpið fjölluðu, og legjgja til að það verði fellt. Þegar Olafur hafði lokið máli sínu, tók forseti málið aftur af dagskrá, en búizt var við að það kæmi enn á ný á dagskrá á kvöldfundi í gær. Ekki er þó búizt við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu fyrr en í dag, eða á mánudag. Fimm þingsályktanir Sameinað þing saraþykkti fimm þingsályktunartillögur í g«r. Þessar viljayfírlýsingar Alþingis fara hér á eftir, en þcr verða nú sendar ríkis- stjórn til fyrirgreiðslu. Skipulag almenningssam- gangna á höfudborgarsvæðinu „Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra ' samráði við Sam- tök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu að láta fara fram könnun á hagkvæmni þess að samræma rekstur almenningsfarartækja á höfuðborgarsvæðinu. Könnuð verði almenn og þjóð- hagsleg hagkvæmni slíks sameig- inlegs samgöngukerfis og gerð langtímaáætlana um almenn- ingssamgöngur á svæðinu. Kostnaður við slíka athugun og áætlunargerð greiðist úr ríkis- sjóði.“ Kerfísbundin leit að brjóstkrabbameini „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að beita sér fyrir því svo fljótt sem verða má að komið verði á kerfisbundinni leit að brjóstkrabbameini hjá konum með brjóstmyndatöku (mammo- grafi).“ Varnir gegn físksjúkdómum í fískeldisstöðvum „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera ráðstafanir til að fisksjúkdómarannsóknir og varnir gegn fisksjúkdómum í fisk- eldisstöðvum og veiðivötnum verði efldar, m.a. með því að gera það mögulegt að ráðið verði hæft starfsfólk í þessu skyni." Fjárfestingar erlendra hér á landi „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta endurskoða gildandi lagaákvæði um fjárfest- ingar erlendra aðila í atvinnufyr- irtækjum hér á landi.“ Endurreisn Viðeyjarstofu „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera áætlun um endurreisn Viðeyjarstofu og lend- ingarbætur á eynni í samráði við borgarstjórn Reykjavíkur. Áætl- unin verði við það miðuð að verk- inu verði að fullu lokið fyrir 18. ágúst 1986. Kostnaðaráætlun verksins verði lögð fram í tæka tíð fyrir afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1986.“ Hótel Stefanía við Hafnarstrcti á Akureyri I hjarta bæjarins. Horgunblaðið/Árni Johnsen Hótel Stefanía opnað á Akureyri HÓTEL STEFANÍA, nýtt 20 herbergja hótel, mun vcntanlega opna á Akureyri 17. maí nk. við Hafnarstræti 85, næsU húsi við Hótel KEA. Unnið er af fullum krafti við lokafrágang Stefaníu, en þar eru rúmgóð herbergi með vönduðum innréttingum og eru flest herbergin með sér- stöku baðherbergi, en lagt er fyrir síma og sjónvarpi á þeim öllum. Stefán Sigurðsson fram- Allar innréttingar í hótelinu eru kvæmdastjóri Hótels Stefaníu nýjar, setustofa og borðstofa sagði í samtali við Mbl. fyrir verða í hótelinu, en veitingastaðir skömmu að hann hefði mikinn eru allt um kring í miðbæ Akur- hug á að opna 17. maí, en um leið eyrar. Mikill skortur hefur verið vitnaði hann í samnefnt ljóð afa um árabil á gistirými á Akureyri. síns, Stefáns frá Hvítadal: „Þann 17. maí var sólskin og suðræn angan í blænum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.