Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 43
MQRGUNBLAÐffi, FQSTUDAGUR 10. MAl.1985
við Flensborgarskólann í Hafnar-
firði og stundaði barnakennslu áð-
ur á árum. Síðar lá leið Haraldar í
Laugarvatnsskólann en hann var
þá tekinn til starfa fáum árum
fyrr. Varð sú skólaganga honum
notadrjúg, sem öðrum fleirum, er
þar stunduðu nám undir hand-
leiðslu Bjarna Bjarnasonar skóla-
stjóra og annarra kunnra kenn-
ara, er með honum störfuðu þar.
Fljótlega eftir stofnun Umf. Vöku
hér í sveitinni kom Haraldur þar
til þátttöku og var í stjórn félags-
ins í mörg ár sem gjaldkeri. Hann
var einnig frá upphafi traustur
liðsmaður söngkórs Villinga-
holtskirkju og starfaði þar af
áhuga til hins síðasta, enda ágæt-
ur söngmaður eins og þeir frænd-
ur margir.
Haraldur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Kristgerði Unni
Þórarinsdóttur frá Kolsholti hér í
sveit, árið 1949 og tóku þau við
búsforráðum á Urriðafossi það ár,
fyrstu árin í samvinnu við Einar
bróður Haraldar.
Einar faðir þeirra bræðranna
lést árið 1949 en Rannveig móðir
þeirra dvaldi hjá ungu hjónunum,
Unni og Haraldri, til æviloka 1967.
Haraldur var kosinn í sveitar-
stjórn Villingaholtshrepps vorið
1962 og sat í sveitarstjórninni
óslitið þaðan í frá til dauðadags.
Oddvitastörfum gegndi hann þar
óslitið frá 1962. Þá var Haraldur
sýslunefndarmaður frá 1978 og
deildarstjóri Kaupfélags Árnes-
inga og í fulltrúaráði Mjólkurbús
Flóamanna fyrir sveit sína um
margra ára skeið. Fleiri voru þau
störf er Haraldi voru falin fyrir
sveit sína og hérað, þó hér verði
látið staðar numið. Þessi einfalda
upprifjun segir ein út af fyrir sig
ekki mikið, og þó. Hún er örugg
vísbending um að sveitungarnir
töldu málum sínum best borgið í
umsjá hans.
Oddvitastarfið í fámennu sveit-
arfélagi er þó oft tímafrekt og er-
ilsamt. Það verða flestir að inna af
höndum i hjáverkum, og ekki
verður hjá því komist að viðbót-
arstörf ýmisleg komi einnig á aðra
fjölskyldumeðlimi. Enginn getur
heldur unnið þessi störf svo ðllum
líki alltaf. Sú er þó trú mín, að það
mum vera einróma álit sveitung-
anna að Haraldur Einarsson hafi
stýrt þeim málum frábærlega vel,
svo það verði erfitt að gjöra betur
síðar Ef litið er á þær fram-
kvæmdir sem unnið hefur verið að
þessi ár sést að furðumiklu hefur
þokað áfram, þrátt fynr fámenni
og takmarkað gjaldþol sveitar-
sjóðs. Mér er persónulega kunnugt
hversu samviskusemi Haraldar
var mikil við störf þau, er honum
var trúað til og veit að lögbundin
greiðsla þar fyrir var oft engan
veginn i samræmi við fyrirhöfn-
ina. Samkomulag innan hrepps-
nefndar öll árin, sem kunnugleiki
minn nær til, var með ágætum,
enda oddviti einstakt lipurmenni,
er kannaði vilja samstarfsmanna
sinna í hverju máli. Var framfara-
sinnaður og ódeigur til athafna að
hverju því verki er til hagsbóta
horfði. Sóknarhugur hans ásamt
vökulli aðgæslu í fjármálastjórn
sveitarfélagsins einkenndu hans
langa og giftudrjúga starf sem
oddvita Villingaholtshrepps.
Ég geymi margar dýrmætar
minningar frá samverustundum
við þau Urriðafosshjónin. Þau
voru bæði gestrisin i þess orðs
bestu merkingu og fjölskyldan
samhent í öllum málum. Búskap-
urinn var einnig með myndarbrag,
eins og best gerist, þrátt fyrir
margar óhjákvæmilegar tafir
vegna félagsmálastarfa húsbónd-
ans.
Þessar samverustundir allar vil
ég þakka, þegar leiðir okkar Har-
aldar skilur. Einnig vil ég leyfa
mér að bera fram þakkir til hans
frá öðrum samstarfsmönnum,
fjölskyldu minni og sveitungum
öllum
Eiginkonu Haraldar, börnunum
þeirra fjórum, aldraðri tengda-
móður, tengdasonum, barnabörn-
um og frændliði sendi ég innilegar
samúðarkveðjur og bið Guð að
styrkja þau og styðja á lífsleið-
inni.
Sigurður Guðmundsson
Suluholli.
—
Axel Clausen
kaupmaöur — Minning
Þann 5. febrúar siðastliðinn lést
í Landakotsspítala Axel Clausen.
Hann fæddist í Stykkishólmi 30.
apríl 1888. Faðir minn var að mín-
um dómi merkilegur persónuleiki
að mörgu leyti. Hann virtist alltaf
vera sáttur við allt og allra, hvern-
ig sem viðraði í lífsbaráttunni. Ég
heyrði hann aldrei hallmæla
nokkrum manni og hann vildi gera
gott úr öllu. Hann minnti mig á
veðurfræðing sem var svo bjart-
sýnn, að hann spáði sólskini og
blíðu, þótt margt benti til þess að
rigning væri í nánd.
Hann var allt sitt líf í einhvers
konar kaupmennsku og hefur mig
alltaf furðað á að hann skyldi
leggja þetta starf fyrir sig, maður
sem helst allt vildi gefa. Á seinni
árum vildi hann láta kalla sig
sölumann, ekki heildsala. Þetta
skildi ég mæta vel þegar ég kynnt-
ist hans sölumennsku. Mér virtist
hún vera hjá honum eins og
tómstundaiðja. Honum var mest í
mun að láta menn fá vörurnar, en
hafði litlar áhyggjur af því hvern-
ig gengi með greiðslur. Þetta kom
mér til að inna hann eftir því
hvernig heimtur væru nú hjá hon-
um. Þá svaraði hann: „Berðu alltaf
fullt traust til manna, því það geri
ég, og þeir sem ekki borga, en það
eru fáir, eiga þá í einhverjum erf-
iðleikum og vildi ég vera þess um-
kominn að rétta þeim hjálpar-
hönd.“ Þetta finnst mér lýsa vel
mannvininum, því það var hann í
ríkum mæli. Ég fór nokkrar ferðir
með honum út á land, sem bil-
stjóri og burðarmaður, þegar
hann var orðinn það við aldur að
mér fannst ekki forsvaranlegt að
hann færi einn á jeppanum, eins
og honum fannst sjálfsagt og
mörgum er enn í minni. Mér er
minnisstætt hversu mikill aufúsu-
gestur hann var, hvar sem hann
kom. Menn kepptust við að sýna
honum vinsemd og hlýhug, enda
kallaði hann þá alla vini sína sem
ég er sannfærður um að þeir voru.
Mér er þetta ekki undrunarefni,
því maðurinn var einstaklega létt-
ur í lund, glettinn og spaugsamur
og hafði lag á að koma mönnum í
gott skap. Hann hafði þau áhrif á
mig, að væri ég í návist hans,
fannst mér eins og ég gengi alitaf
í sólskini.
Honum var fleira hugleikið en
verslunin, t.d. tónlistin. Hann
hafði góða söngrödd og hann not-
aði hana óspart. Við öll tækifæri
vildi hann taka lagið. Þegar við
vorum í þessum söluferðum var
t.d. ekki óalgengt að við feðgarnir
værum syngjandi löngum stund-
um og ekki hefði mér þótt undar-
iegt, að hefði einhver getað fylgst
með okkur úr fjarlægð, hefði sá
hinn sami getað látið sér detta í
hug að þar væru á ferð menn ekki
allsgáðir, en eins og allir vita sem
þekktu föður minn var hann stak-
ur bindindismaður. Oftast sung-
um við tvíraddað og hafði hann
það vítt raddsvið, að honum var
nokkurn veginn sama, hvort hann
söng efri eða neðri rödd. Þetta
voru mér miklar ánægjustundir.
Kæmi faðir minn í heimsókn á
heimili mitt, var segin saga að
hann vildi taka lagið. Því fannst
mér skarð fyrir skildi þegar fjöl-
skyldan kom síðast saman. Faðir
minn látinn og ekkert sungið, en
það bíður seinni tíma, að minnsta
kosti var hann aldrei í vafa um
framhaldslífið því hann var mikill
trúmaður.
Eitt er það sem ég held að fáir
hafi haft hugmynd um, en það er
hve auðvelt hann átti með að setja
saman vísur. Ég varð ekki var við
þetta fyrr en á seinni árum ævi
hans og mér fannst þær vera mest
af trúarlegum spuna. Ég orðaði
oft við hann að skrifa þetta niður,
en ég veit ekki til þess að hann
hafi látið verða af því.
Mig langar að lokum að þakka
forráðamönnum i Sölumannafé-
laginu fyrr og síðar fyrir alla þá
miklu vinsemd og hlýhug sem þeir
ávallt sýndu föður mínum og hann
var þeim þakklátur fyrir. Enn-
fremur öllum þeim góðu kaup-
mönnum sem hann átti viðskipti
’úð og voru honum velviljaðir alla
tíð.
Faðir minn var kvæntur móður
minni, en þau slitu samvistir eftir
rúm 20 ár. Eftir það átti hann í
um 30 ár heimili hjá systrunum
Gunnþóru og Önnu Vigfúsdætrum
og kann ég þeim hjartans þakkir
fyrir frábæra umönnun honum til
handa. Að lokum bjó hann með
Grétu Ingvarsdóttur til æviloka.
Blessuð sé minning hans.
Holger P. Clausen
Minning:
Elísabet Hallgríms
dóttir frá Akranesi
Fædd 6. marz 1910
Dáin 4. maí 1985
Kær æskuvinkona mín, Elísabet
Hallgrímsdóttir, er látin. Hún
fæddist á Akranesi 6. marz 1910,
dóttir hjónanna Hallgríms Jóns-
sonar og Guörúnar fvarsdóttur,
sem bjuggu í Bakkagerði á Akra-
nesi. Var fjölskyldan lengi kennd
við það hús.
Við Beta, en það var Elísabet
jafnan kölluð, vorum jafnöldrur
og vinkonur frá barnsaldri. Ég var
uppalin í Hafnarfirði, en fór hvert
sumar í sveit upp í Borgarfjörð.
Leiðin lá þá vor og haust um
Akranes og kom ég þá ætíð við á
heimili foreldra Betu. Var það
upphafið að vináttu okkar, sem
staðið hefur æ síðan. Kynni okkar
urðu þó enn nánari öll þau ár, sem
ég bjó á Akranesi, og kom ég þá
tíðum á heimili hennar og eigin-
manns hennar og naut gestrisni
þeirra og vináttu.
Beta var kona glaðvær og góð-
lynd, og bar með sér léttan blæ
hvar sem hún kom Hún giftist
ung eftirlifandi eiginmanni sin-
um, Þórarni Guðjónssyni, sjó-
manni og síðar verkamanni. Þór-
arinn er Vestfirðingur en fluttist
með fjölskyldu sinni til Akraness
á árunum 1930—40. Hann er hið
mesta prúðmenni og dugnaðar-
Leiðrétting
I minningargrein um Kristrúnu
Jóhannsdóttur matvælafræðing í
Mbl. á miðvíkudaginn féll niður
nafn á einu barna hennar. Sá hét
Ágúst, eins og eldri bróðir hans.
Þessi Ágúst komst til fullorðins-
ára. Hann lést árið 1963 og var þá
47 ára gamall.
maður, og var ætíð ánægjulegt að
koma á heimili þeirra hjóna.
Þau Beta og Þórarinn eignuðust
fjögur börn, sem öll eru uppkomin
og hið myndarlegasta fólk. Sam-
band Betu við börn sín og fjöl-
skyldur þeirra var náið og naut
hún þess að fylgjast með vel-
gengni þeirra. Þau endurguldu
henni líka væntumþykju hennar
ríkulega, enda hefur fjölskyldan
verið samhent í gegnum árin.
Beta átti einn bróður, Jón Hall-
grímsson, verzlunarmann, sem
kenndur var við Frón á Akranesi.
Hann féll frá langt um aldur
fram, og var fráfall hans Betu
þungt áfall enda kært með þeim
systkinunum. Hallgrímur í Bakka-
gerði, faðir Betu, lifði til hárrar
elli og var hann ætíð á heimili
Betu dóttur sinnar. sem annaðist
hann af mikilli ástúð.
Ég heimsótti þau Betu og Þórar-
in á Akranesi síðastliðið sumar.
Naut ég þá eins og ætíð áður
gestrisni þeirra og vináttu. Ég átti
ekki von á því að þetta yrði mín
síðasta heimsókn til þeirra. En
dauðinn gerir sjaldnast boð á und-
an sér og fráfall Betu hefur nú
borið að með skjótum hætti Ég
syrgi vinkonu mína og þakka
henni alla tryggð og vináttu við
mig og fjölskyldu mína á liðnum
árum. Ég bið góðan guð að styrkja
og hugga ástvini hennar i þeirra
sorg. Megi minningin um hana
vera þeim huggun harmi gegn.
Eygló (•amalíelsdóttir
Kransar, kistuskreytingar
BORGARBLÓMÍÐ
SKlPHOLTÍ 35 SÍMh 32213
I « lnrgiwl U
3 8 Gnðan daginn!
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Laxfoss 16. maf.
Bakkafoss 15. mai
City of Perth 31. maí
Laxfoss 11. jún.
NEW YORK
Laxfoss 15. maf
Bakkafoss 17.maí
Cify of Perth 29. maf
Laxfoss 10. jún.
HALIFAX
Bakkafoss 20. maf
Laxfoss 14. jún.
BRETLAND/MEGINLAND
'MMinunRM
Eyrarfoss 12. maf
Alafoss 19. maf
Eyrarfoss 26. maf
Álafoss 2. jún.
FEUXSTOWE
Eyrarfoss 13. maf
Álafoss 20. maf
Eyrarfoss 27. maf.
Álafoss 3. jún.
ANTWERPEN
Eyrarfoss 14. maf
Alafoss 21. maf
Eyrarfoss 28. maf
Álafoss 4. jún.
ROTTERDAM
Eyrarfoss 15. maf
Álafoss 22. maf
Eyrarfoss 29. maf
Álafoss 5. jún.
HAMBORG
Eyrarfoss 16. maf
Alafoss 23. maf
Eyrarfoss 30. maf
Álafoss 7. jún.
GARSTON
Fjallfoss 20. maf
USSABON
Skeiösfoss 20. maf
PINETAR
Skeiösfoss 27. mai
LEIXOES
Skeiösfoss 30. maf
NORÐURLÖND/-
EYSTRASALT BERGEN
Mandala i 10. maf
Skógatoss 17. maf
Reykjafoss 24. mai
Skógafoss 31. maf
KRISTIANSAND
Mandala 13. maf
Skógafoss 20. maf.
Reykjafoss 27 maí
Skógafoss 3. jún.
MOSS
Mandala 14. mai
Skógafoss 21. maf
Reykjafoss 27. maf
Skógafoss 4. lun
HORSENS
Mandala 16. maf
Skogafoss 23 maf
Reykjafoss 29. maf
GAUTABORG
Mandala 15. mai
Skógafoss 22. mai
Reykjafoss 28 maf
Skógafoss 5. jún.
K A UPMANNAHÖFN
Mandala 17. maf
Skógafoss 24. maf
Reykjatoss 30. maf
Skógafoss 7. jún.
HELSINGBORG
Mandala 17. maf
Skógafoss 24 maf
Reykjafoss 31. maf
Skógafoss 7. jún.
HELSINKI
Lagarfoss 17 maf
Lagarfoss 12. jún.
GDYNIA
Lagarfoss 21 maf
Lagarfoss 16. jún.
PÓRSHÖFN
Mandala 19 maf
Skógafoss UMEA 27 maf
Lagartoss 15. maf
Lagarfoss 10. jún.
RIGA
Lagarfoss 18. maf
Lagarfoss 14. jún.
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-fram ogtil baka
tra REYKJAVIK
alla manudaga
fra ISAFIRÐI
alla þriö]udaga
fra AKUREYRI
alla hmmtudaga
EIMSKIP
rv