Morgunblaðið - 10.05.1985, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.05.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 45 Sláturhús kaup félaganna greiddu SÍS 45 milljónir BÚVÖRUDEILD Sambands ís- lensk ra samvimiufélaga fékk greiddar tæpar 45 milljónir frá kaupfélögunum vegna sölu og annars kostnaðar vegna slátrunar sauófjár haustió 1983. AA sögn Magnúsar FriAgeirssonar, fram- kvæmdastjóra búvörudeildarinn- ar, eru þessar greiðslur nokkuð mismunandi eftir einstökum kaupfélögum, oft um fimm og hálft prósent af afurðaverðinu. Bændur hafa margir hverjir talið það nokkuð tnikið sem fer til SÍS og hefur nokkuð boriö á gagnrýni þess vegna. Bændur sem leggja sláturfé sitt inn í sláturhús KÞ á Húsavík deildu á fundi sínum nýlega á þessa gjaldtöku SÍS. Vegna slátr- unar 1983 sem gerð var upp í byrj- ww ■ l": Vestmannaeyjan Nýir eigendur að Skýlinu í Friðarhöfn Vestmannaeyjum, 26. nprfl. NÝLEGA áttu sér stað eigendaskipti á Skýlinu við Friðarhöfn. Þorkell Húnbogason tók þá við rekstrinum og befur hann skipt um nafn á staðn- um, kallar hann nú Veitingaskálann í Friðarhöfn. í áraraðir hefur verið verslað í Friðarhöfn, þessu mesta at- hafnasvæði hafnarinnar þar sem starfrækt eru fjölmörg fiskvinnslu- fyrirtæki og þúsundum tonna af fiski er árlega landað. I Veitingaskálanum í Friðar- höfn er boðið uppá allar þessar Félagar úr Hjálparsveit- um skáta að störfum í Eþíópíu UM ÞESSAR mundir eru þrír félagar úr Hjálparsveitum skáta að störfum í Eþíópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Það eru þeir Bjarni Sig- hvatsson og Ólafur Lárusson úr Hjálparsveit skáta Vest- mannaeyjum er fóru utan í lok janúar sl. og Hreinn Skag- fjörð Pálsson úr Hjálparsveit skáta á Akureyri er hélt utan í febrúarlok. Mikið og erfitt starf beið þeirra þremenninga auk ís- lenska hjúkrunarfólksins. Verkefni hjálparsveitamanna eru fyrst og fremst margvís- legar verklegar framkvæmdir, svo sem bygging birgðastöðv- ar, frárennsliskerfa og vatnsveituframkvæmdir. A tímabili höfðu íslendingarnir 300 Eþíópska aðstoðarmenn við byggingu birgðageymsl- unnar. Auk verklegra fram- kvæmda, aðstoða hjálpar- sveitamennirnir hjúkrunarlið- ana við þeirra störf. íslensku hjálparsveita- mennirnir eru væntanlegir heim á næstu vikum, vænta- nlega reynslunni ríkari af því hve gæðum heimsins er mis- skipt milli manna. Hjúkrun- arfólkið mun hins vegar dvelja ytra enn um sinn. (ílr rrétUtilkjnninmi) venjulegu sjoppuvörur en einnig létta rétti sem hamborgara svo og kaffi og meðlæti. Þá er hægt að kaupa þar bensín og olíuvörur og allan algengan hlífðarfatnað fyrir sjómenn og verkafólk. Ljósmyndari Mbl., Sigurgeir Jónasson, var mættur á staðinn þegar Þorkell opnaði í fyrsta sinn árla morguns og smellti þessari mynd af Þorkeli og starfsstúlkum hans. Frá vinstri eru á myndinni: Guðrún Hauksdóttir, Anna Dóra Jóhannsdóttir, Þorkell Húnboga- son, Guðrún Elísa Þorkelsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Eðvarð Jónsson matreiðslumeistari Gest- gjafans. — hkj. Námskeið í akstri og með- ferö dráttarvéla NÁMSKEIÐ í akstri og meðferð dráttarvéla verður haldið að Duggu- vogi 2 í Reykjavík dagana 15.—18. maí nk. Um er að ræða fornámskeið fyrir 14 og 15 ára nemendur (5 kennslustundir) og dráttarvéla- námskeið fyrir 16 ára og eldri (10 stundir). Tilgangur námskeiðsins er fyrst og fremst að auka öryggi og akst- urshæfni unglinga og stuðla að hagkvæmari vinnubrögðum og bættri meðferð á vélunum. Innritun hófst í gær, fimmtu- daginn 9. maí. Einnig verður inn- ritað í dag föstudaginn 10. maí og mánudaginn 13. maí kl. 16.00 — 18.00. Þátttökugjald, kr. 600 fyrir for- námskeið og kr. 2.300 fyrir drátt- arvélanámskeið, greiðist við inn- ritun. (Úr fréttatilkynningu) un þessa árs voru gjaldfærðar á kjötreikning sláturhússins 5.721 þúsund kr., 1.770 sem umboðslaun og 3.951 þúsund kr. sem sölukostn- aður. Samtals er þetta um 6,5% af kjötreikningnum, þar af svokall- aður sölukostnaður um 4,5% og hafði sá kostnaðarliður hækkað um 76% frá fyrra ári. Magnús Friðgeirsson sagði I samtali við Mbl. að greiðslur slát- urhúsanna til búvörudeildarinnar væru annars vegar sölulaun reikn- uð í krónutölu á hvert kíló, sem samsvaraði 1,75% —2% af haust- grundvallarverði og er það tekið af öllu kjöti, hvort sem það er selt innanlands eða utan. Hinsvegar væru greiðslur fyrir ýmsan annan kostnað og þjónustu búvörudeild- arinnar og nefndi Magnús í því sambandi sláturhúsaeftirlit, rýrn- un, akstur út frá afurðasölu og rekstur afurðasölunnar í Reykja- vík, það er sá hluti hennar sem geymslugjald ekki ber uppi. Stúdentavasar frá Gliti hf. NÚ fer að styttast í það að nýstúdentar útskrifist frá hin- um ýmsu menntastofnunum landsins. Eins og undanfarin ár hefur Glit hf. látið hanna sér- stakan stúdentavasa sem nefn- ist Steinblóm. Vasinn er gerður af þeim Eydísi Lúðvíksdóttur, listráðunaut og Þór Sveinssyni, leirlistamanni. Villtu grösin sem notuð eru í myndskreyting- una eru bugðupunktur (Aven- ella Koch). (ÍJr fréttatilkjnniapi) Tveir hlutu styrk úr íslensk- ameríska listiðnaðarsjóðnum NÝLEGA var úthlutað styrkjum úr Íslensk/ameríska listiðnaðarsjóðn- um, sem áður hét Sjóður Pamelu Sanders Brement. Styrkhafar í ár verða þau Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður, Brekkutanga 3, Mosfellssveit, og Svava Björg Einarsdóttir, Grana- Gulrófur með öllum mat FÉLAG gulrófnabænda hefur gefið út bæklinginn „Gulrófur með öllum mat“ og verður honum dreift í mat- vöruverslanir. I bæklingnum eru nokkrar upp- skriftir og upplýsingar um gulróf- ur, sem sagt er að hafi stundum verið kallaðar „sítrónur Norður- landa" vegna þess hve C-vítamin- ríkar þær eru. Magnús Jóhanns- son samdi bæklinginn. skjóli 15, Reykjavík. Þau Jón Snorri og Svava Björg hyggjast bæði stunda framhaldsnám við bandarískan skóla, Haystack Mountain School of Crafts, í Deer Isle í Maine. Jón Snorri mun stunda framhaldsnám í gullsmíði en Svava sem er keramiklistamað- ur mun leggja stund á glerblástur. í ár bárust sjóðnum ellefu um- sóknir frá listamönnum í fimm listgreinum. Dómnefnd fslensk/- ameríska listiðnaðarsjóðsins er þannig skipuð: Aðalsteinn Ing- ólfsson ritstjóri, formaður, Torfi Jónsson skólastióri Myndlista- og handíðaskóla Islands og Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur að Kjarvalsstöðum. (FrétUtilkjBBÍng) MAZDA 525 DeLuxe er rúmgóður, fjölhæfur fjölskyldubíll með nægu rými fyrir fjölskylduna og farangurínn. \/erð: 5 dyra HB Kr. 343.000. Til öryrkja ca. Kr. 237.000. 5 dyra HB Kr. 355.000. Til öryrkja ca. Kr. 249.000. BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23 sími 812 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.