Morgunblaðið - 10.05.1985, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 10.05.1985, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 ,58 > —-. ffeBAAftn Ast er... ... að nota ilm- efni, sem henni likar. TM Reg. U.S Pat. Off.—all rights reserved C1M5 Los Angeles Times Syndicate Ég ætla að fá að borga bensínid áður en það hækkar! Of mikill saltaustur á akbrautir Reykjavíkur Birkir Skarphéðinsson skrifar: Ég las einhverstaðar, eða heyrði, á dögunum, að okkar ágæti borgarstjóri, Davíð Oddsson, ætl- aði aö láta greiða atkvæði um það í næstu borgarstjórnarkosningum, hvort leyfa ætti hundahald hér í Reykjavík eða ekki. Það er annað mál óskylt hunda- haldi, sem mér finnst að borg- arbúar ættu að fá að greiða at- kvæði um, en það er hvort leyfa eigi allan þennan saltaustur á göt- ur og gangstéttir borgarinnar, sem nú viðgengst. Ég hefi engan mann heyrt mæla með saltaustri þessum, nema síð- ur sé, allir formæla honum. Auð- vitað getur verið nauðsynlegt að strá salti á fjölfarin gatnamót, i brekkur og á biðstöðvar strætis- vagnanna svo ökumenn geti náö ökutækjum sínum af stað. Én það á auðvitaö aðeins að vera til þess að snjórinn meyrni eða hálka hverfi. Ef nauðsynlegt er að salta ak- brautir, þá er 'h af því salti, sem er ausið á götur borgarinnar í dag, nægilegt. Hvaða vit er í því að ausa svo miklu salti á akbrautir að þær verði eins og árfarvegur, já í allt að 5 til 7 stiga frosti. Ætli Reykvíkingar séu ekki einu íbúar í heiminum, sem verða að vaða saltdrulluna i ökkla, í sól- skini og allt að 5 til 7 stiga frosti, þegar snjór er yfir öllu. Saltaustur þessi á götur og gangstéttir hefur kostað okkur Reykvíkinga hundr- uð milljóna króna. { fyrsta lagi eyðileggur saltið ökutæki borgarbúa, ómögulegt er að meta það tjón til fjár. í öðru lagi þá kostar viðhald gatnakerfisins milljónir króna árlega umfram venjulegt viðhald, bara vegna saltaustursins. í þriðja lagi kostar saltið hús- eigendur, verzlunareigendur, opinberar stofnanir og marga aðra aðila stórar fjárfúlgur ár- lega, vegna þess að saltið gengst inn í híbýli manna, verzlanir og skrifstofur. { fjórða lagi kostar saltið borg- arbúa stórar upphæðir árlega i eyöileggingu á skótaui og fatnaði. { fimmta lagi eykur saltaustur- inn slysahættu, þegar saltið hefur brætt snjó og ís þá frýs vatnið og aftur myndast hálka. Af þessu hafa hlotist ófá slys. í sjötta lagi er stór hópur öku- manna, sem treystir á saltaustur- inn og ekur þess vegna á sumar- hjólbörðum allan veturinn. Svo þegar snjór verður það mikill að saltið nær ekki að bræða hann eru það þessir vanbúnu bílar og öku- menn þeirra, sem allt stöðva í um- ferðinni, og valda þannig hinum löghlýðnu vegfarendum oft á tíð- um óbætanlegu tjóni og armæðu. Ef það er rétt að allur þessi saltaustur sé gerður eingöngu fyrir SVR held ég að eitthvað mjög mikið sé að hvað hönnun vagnanna viðvíkur, svo ekki sé meira sagt. Það er alveg furðulegt ef ekki er hægt að búa þessa bíla eins og aðra til vetraraksturs hér á götum borgarinnar. Sl. vetur snjóaði í Aþenu og Róm og urðu þá truflanir á sam- göngum þar á meðan verið var að koma keðjum á strætisvagna borganna, frá þessu var sagt í fréttum. Hér hefði fréttin vafa- laust hljóðað eitthvað á þessa leið: „Truflanir urðu á ferðum stræt- isvagnanna á meðan saltausturs- tæki borgarinnar voru að komast í gang“. Ég vona að þessar línur veki menn til umhugsunar um þessi mál og að borgarstjóri og borgar- stjórn taki þetta mál til rækilegr- ar athugunar. Það verður að finna aðra lausn á þessum hálkumálum en saltið, en þangað til sú lausn er fundin, dragið þá úr notkun salts- ins um a.m.k. %. Þarna er um verulegt hags- munamái borgarbúa að ræða, sem alltof lítill gaumur hefur verið gefinn. Er einungis tekið tillit til einstaklingsins fyrir kosningar? S.E. skrifar: Mig langar til að koma þessu á framfæri til þeirra manna, sem eru með völd á íslandi. Eru þeir hættir að taka tillit til einstakl- ingsins eða gera þeir það bara fyrir kosningar? Svoleiðis er mál með vexti að ég er fædd og uppalin á íslandi og hef alla tíð siðan ég komst á þann ald- ur að fara út á vinnumarkaðinn, 16 ára, unnið verkamannavinnu vegna þess að ég hafði enga menntun Ég vann mest í frysti- húsi þann tíma er ég var á ístandi. Ég flutti frá landinu vegna óvið- ráðanlegra ástæðna (hjónaskiln- aðar). Eins og ég segi, vann ég i fiski á tslandi í 15 ár, alltaf í sömu verkunum. Síöan þegar ég kom til Svíþjóðar og fór að vinna, fékk ég svo illt í alla liði í hægri handlegg að ég var tilneydd að hætta í vinn- unni. Ég fór til læknis og sagði hann að ég væri komin með at- vinnusjúkdóm vegna einhliða vinnu þ.e.a.s. ég var alltaf með hnífinn í hægri hendi og beitti öllu afli hennar. Þegar svona var komið hjá mér að ég gat ekki unnið við hvaöa vinnu sem var, ég með enga menntun og börn á framfæri, þá skrifaði ég heim, til fjármálaráðu- neytisins, vegna áhyggna af ógreiddum gjöldum Ég fékk það svar að það væri ekki í þeirra valdi að gera neitt fyrir mig. Ég spyr því. í hvers valdi er það að fá lækkun á skött- um? Til hvers eru þessir menn? Ég sé það núna að það er engin mann- úð til hjá þeim. Maður er nógu góður til að gefa þeim atkvæði og fullan vinnukraft, en þegar kemur til þess að biðja þarf um aðstoð, þá er Íítið um svör. Ég tek það einnig fram að ég var búin að skrifa til hreppsnefndar þess hrepps, sem ég var búsett í, en fékk neikvætt svar. Þarf maður að stytta sér aldur til að fá niðurfellingv eða kemur það kannsk niður á aðstandend- unum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.