Morgunblaðið - 26.05.1985, Page 31
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAl 1985
tók undir það en bætti við að
dagskrá útvarpsins hefði á móti
skánað. Við spuröum hvað þeim
líkaði bezt í ríkisfjölmiðlunum og
hvernig þau vildu breyta dag-
skránni. Jóhanna varð fyrir svör-
um: „Ég vil fá meira af Ómari
Ragnarssyni þar sem hann ferðast
og talar við fólk. Þeir þættir eru
mjög góðir.“ Sverrir tók undir
þetta.
Sandurinn eirir engum
gróðri
Hvernig er að vera bóndi í dag á
nyrzta annesi landsins? Sverrir
sagði landið ekki gott til ræktun-
ar, sandurinn eirði engum gróðri.
Hann nefndi sem dæmi, að hann
ætti í sífelldri baráttu við Vega-
gerð ríkisins, síðan þjóðvegurinn
var lagður svo til við húsvegginn
hjá þeim. Það myndi bæta til
muna, ef þeir hjá Vegagerðinni
fengjust til að sá grasfræi með-
fram veginum og binda með því
sandfokið. Heyskapur gengur
vegna þessa ekki nógu vel, fjöru-
beitin bjargar þó miklu. Fjórar
kýr voru í búinu hjá þeim, þegar
flest var af kúm, en sauðfé var og
er aðalbúgreinin. Sverrir hafði
ennfremur á orði að sér fyndist
sem litið væri niður á bændur,
fólki fyndist að bændur væru upp
á samfélagið komnir.
Þau systkini voru í framhaldi af
því spurð álits á stjórnmálunum
en þau vildu litið gefa upp um
skoðanir sínar. Jóhanna var því
spurð, hvernig henni litist á
Kvennalistann og sérframboð
kvenna. „Er þeirra listi nokkuð
betri en hinir?" spurði hún á rfioti.
Sverrir glotti, er blaðamaður
reyndi að fá hann til að gefa uppi
áiit á stjórnmálastefnum. Hann
þagði um stund en sagði síðan eft-
irfarandi sögu: „Kaupfélagið
hérna fór á hausinn árið 1%7. Við
vorum beðin að gefa eftir það sem
við áttum inni, svo það myndi
hanga áfram. Við gerðum það,
misstum allt sem við áttum, en
kaupfélagið dó nú samt alveg.“
Það kenndi ekki beiskju í röddu
Sverris, en það mátti greina að
lífsreynsla þessi hefði haft áhrif á
skoðanir hans. Á hvern hátt lét
hann okkur eftir að íhuga.
„Húskýrin kemur“
Sjaldan hefur viðrað betur en á
liðnum vetri á Melrakkasléttu, en
oftar hefur veturinn verið langur
og erfiður. Hafísinn hefur gert sig
heimakominn og sagði Sverrir að
bangsi hefði stundum gengið á
land, en þó aldrei gert þeim
óskunda. Myrkum vetrum fylgdu
oft kynjaverur og í þjóðsögum seg-
ir frá ýmsum kunnum draugum.
Jóhanna sagðist hafa verið mjög
myrkfælin í æsku, en aldrei hefði
hún sjálf orðið vör við neitt yfir-
náttúrulegt. Aftur á móti sagði
hún að Þorgeirsboli fylgdi As-
mundarstaðarfólkinu og kunni
hún frá að segja: „Það var eitt
sinn, að elzti sonur hans Jóns,
móðurbróður míns, í Bænum
(austara býlið gengur undir því
nafni) var úti við að leik. Hann
kom allt í einu hlaupandi heim,
háorgandi og kallaði: „Hús-kýrin
kemur, hún kemur“, en húsið
okkar gengur undir nafninu Hús-
ið. Hann var talinn hafa séð Þor-
geirsbola, enda engin kýr utan-
dyra, því skömmu síðar kom
Hilmar Norðfjörð, frændi okkar í
hlað, en boli er talinn fylgja hon-
um sem okkur hinum." Þá kunnu
þau systkini sögur af Hálsskora-
Fúsa, sem gekk aftur. Fúsi sá var
frændi þeirra sem tók líf sitt með
því að skera sig á háls.
Eftir nokkrar hressilegar
draugasögur og ótalda kaffibolla
með dágóðum kökusneiðum
kvöddum við þau systkini en þau
vísuðu okkur frá túnfætinum rétt-
an veg að haug Þorgeirs Hávars-
sonar á Hraunhafnartanga,
skammt frá vitanum. Sú trú fylgir
haugnum, að þeir sem bæta í hann
steini geti borið fram ósk sem
rætast muni.
Viðtal: Fríöa Proppé
Ljósmyndir: Bjarni Eiriksson
SUMARNÁMSKEIÐ
í fimleikum
1. námskeið 3. - 30. júní. Fjórir tímar á dag: kl. 13, 15, 17 og 19.
Þáttökugjald er kr. 800 - 1 700 eftir tímafjölda.
Innritun fer fram dagana 28 og 29 maí kl. 17 — 19 í ÁRMANMSHEIMILING að Sigtúni 20.
Pinotex
VERNDAR VtÐINN OG GÓÐA SKAPIÐ