Morgunblaðið - 26.05.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAf 1985
Otgefandi itMafrifr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið.
Fjárfest
í menningu
egar rætt er um fjárhags-
legan stuðning við menn-
ingarmál lítum við íslendingar
eins og Evrópuþjóðir almennt
fyrst til ríkisins. Flestir telja
það ófrávíkjanlega skyldu
þeirra sem fara með stjórn op-
inberra fjármála, hvort heldur
hjá ríki eða sveitarfélögum, að
taka þeim vel sem sækja um
stuðning vegna lista og menn-
ingar. Stjórnmálamönnum er
og vel ljóst, að þeir njóta þess
með margvíslegu móti í störfum
sínum að bregðast vel og
drengilega við slíkum tilmæl-
um. Engum finnst þó nóg að
gert á þessu sviði.
Hér skal ekki tíundað, hvern-
ig að fjárstuðningi hins opin-
bera er staðið. Hann er að
stærstum hluta bundinn við
einstakar stofnanir sem hafa
menningarlegum skyldum að
gegna og er þar með ákveðinn í
fjárlögum hverju sinni. Alþingi
kýs einnig nefndir og ráð og
samþykkir fjárveitingar til
þeirra sem síðan er dreift til
umsækjenda eða án þess að um
beinar umsóknir sé að ræða.
Nokkur misbrestur hefur
stundum orðið á því, að af
opinberri hálfu sé fyllilega
sinnt lagaskyldu í þessu efni og
má til marks um það minnast
umræðnanna sem urðu um
Kvikmyndasjóð fyrir skömmu.
Þá eru einnig starfandi sjálf-
stæðir opinberir sjóðir, mis-
jafnlega öflugir að vísu, sem
sinna menningarlegum efnum
og má þar til dæmis nefna Þjóð-
hátíðarsjóð. Hann var stofnað-
ur eftir þjóðhátíðina 1974 fyrir
ágóða af sölu myntar sem þá
var slegin. Hefur átta sinnum
verið úthlutað úr Þjóðhátíðar-
sjóði og hefur hann lagt mörg-
um lið sem vinna að varðveislu
og vernd þeirra verðmæta lands
og menningar, sem núverandi
kynslóð hefur tekið í arf.
Almennt má segja, að sá
skilningur ríki hér á landi, að
öllu því fé sem varið er til lista
og menningar sé vel varið. Um
það er ekki deilt að efling ís-
lenskrar menningar og íslenskr-
ar listar hljóti að vera í verka-
hring ríkisins. En í því efni eins
og ávallt þegar farið er með
opinbera fjármuni, sem að
stærstum hluta eru sóttir í vasa
skattborgaranna, er bæði sjálf-
sagt og eðlilegt að veita sterkt
aðhald. Skattborgararnir eiga
kröfu á því að ríkið sói ekki
fjármagni sínu heldur verji því
í uppörvandi og arðbæra starf-
semi hvort sem er í atvinnulífi
eða á lista- og menningarsvið-
inu.
Uppspretta fjármagnsins er
ekki einvörðungu hjá skatt-
greiðendum og unnt er að miðla
því á annan hátt heldur en um
hendur hins opinbera. Að þessu
vék formaður Menntamálaráðs
á föstudaginn, þegar úthlutað
var styrkjum úr Menningar-
sjóði, og sagði meðal annars, að
það hefði undrað sig hversu lít-
inn áhuga einkarekstrarmenn
hefðu á því að styrkja lista- og
menningarstarfsemi og stuðla
að eflingu hennar og fjölbreytni
með framlögum sem komið
gætu listamönnum að einhverju
gagni. Og hann sagði: „Það yrði
fyrirtækjum aldrei nema til
framdráttar og virðingarauka
að láta eitthvað af arði sínum af
hendi rakna til þess fólks sem
útvörður menningar og lista í
landinu. Hér á ég ekki við verð-
launaveitingar því að þær eru
eigingjarnar í eðli sínu, krefjast
athygli og taka til sín vald sem
getur verið ógeðfellt á stund-
um.“
Fjölbreyttast er menningarlíf
hjá þeim þjóðum þar sem jafnt
opinberir aðilar sem einkafyr-
irtæki fylgja metnaðarfullri
stefnu í þessum efnum. Þess
hefur gætt á undanförnum ár-
um að einkafyrirtæki vilji auka
skerf sinn í lista- og menning-
arlífi. Og víst er að íslenskir
bókaútgefendur hafa ekki látið
deigan síga, þótt stundum hafi
á móti blásið. Á síðasta ári var
til að mynda gert sérstakt átak
í þágu bókarinnar. Umsvif
einkaaðila í lista- og menning-
arlífi munu aukast við það að
einkaréttur ríkisins á útvarps-
rekstri verður afnuminn, svo
framarlega sem þeir er sækja
fram á því sviði séu reiðubúnir
að fjárfesta í menningunni
fremur en eltast við dægurflug-
ur.
Til þess að einkafyrirtæki
geti sinnt þessu mikla verkefni
sem skyldi þurfa þau auðvitað
að hafa starfsskilyrði sem gera
þeim það kleift. Taprekstur eða
sífelldur ófriður á vinnumark-
aði skapa síst af öllu slík skil-
yrði. Nú sýnist lag til að semja
með viðunandi hætti til nokk-
urra missera á almennum
vinnumarkaði sé rétt á málum
haldið. Ábyrgð þeirra sem vilja
spilla fyrir þeim friði er ekki
aðeins mikil í kjaramálum held-
ur á öllum sviðum þjóðlífsins og
þar er framgangur menningar
og lista alls ekki undan skilinn.
Náttúran hefur skartað
sínu fegursta undan-
farna daga. Um land
allt hefur vorið verið
blítt og gjöfult. Eins
og endranær hafa
menn enga einhlíta
skýringu á reiðum höndum, þegar þeir
ræða veðrið, enda væri það ekki jafn
vinsælt umræðuefni og raun ber vitni
án duttlunga sinna. Sjávarhiti er nú
meiri en undanfarin ár, þannig að bæði
til lands og sjávar getum við vænzt auk-
ins afraksturs vegna góðs tíðarfars.
Um síðustu helgi birti Morgunblaðið
viðhorf nokkurra Mývetninga til þeirrar
hnignunar í lífríki vatnsins, sem allir
eru sammála um að þar hafi orðið. Af
þeirri frásögn má ráða, að seint verða
allir einhuga um, hverjar eru orsakir
vandræðanna við Mývatn. Miklu skiptir
að gengið verði hleypidómalaust til þess
verks að sannreyna alla þætti málsins.
Lífríki náttúrunnar er ekki aðeins í húfi
heldur einnig friður milli þeirra sem í
Mývatnssveit búa. Það er fráleitt að
ætla, að sá friður batni við það að kalla
á atvinnu-mótmælendur í nafni nátt-
úruverndar frá útlöndum, eins og sumir
hafa haft á orði. Virkjunardeilan við
Alta í Noregi var flutt á útlent stig á
sínum tíma með þeim afleiðingum, að
einskonar hernaðarástand ríkti á þess-
um afskekkta stað í Norður-Noregi.
Laugardaginn 18. maí síðastliðinn
efndi Landvernd til ráðstefnu um Þing-
velli — framtíð og friðun. Var það tíma-
bært framtak. Hverri kynslóð íslend-
inga er það heilög skylda að hlú að
Þingvöllum. I því efni þarf að standa vel
og skynsamlega að öllu, ekki má verða
ófriður um Þingvelli. Friðun í nafni
Landverndar má ekki leiða til átaka á
öðrum sviðum.
Á þessari ráðstefnu flutti Matthías
Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins,
erindi og birtist það í heild hér á eftir.
Á Þingvöllum
Það var í senn skemmtilegt og eftir-
minnilegt að ganga með Bjarna Bene-
diktssyni um Þingvöll og þjóðgarðinn.
Ég hef sagt frá því annars staðar þegar
við örkuðum að Hrauntúni eftir Rétt-
argötu í Lambagjárhrauni einn dag í
október 1966. Þingvellir voru baðaðir
eldrauðum haustlitum og við mættum
nokkrum gangnamönnum sem voru á
leið til heiða. Þeir heilsuðu okkur þarna
í skóginum og mér fannst andrúmið eins
og við værum komnir þúsund ár aftur í
tímann og við sæjum Sturlu Sighvats-
son með flokk manna, e.t.v. á leið úr
Ölfusi eftir Apavatnsför. En við nánari
kynni sáum við að þarna voru friðsam-
ari menn á ferð og sá fremsti sagði: „Við
heilsum forsætisráðherra okkar." Og
svo héldu þeir áfram inná heiðar en við
til byggða, og þá sagði Bjarni stríðnis-
lega: „Allir þekkja mig en enginn þekkir
þig.“ Ég lét hugann reika aftur í tím-
ann. Setti mig í spor þeirra sem voru
hér á ferð í árdaga meðan landið var
ósnortið og hvorki fuglar né tré höfðu
komizt í kynni við blóði drifna veröld
mannsins; setti mig í spor Jónasar, hér
var hann einn með landi, fuglum og
hugsun sinni og vonandi að þjóðgarður-
inn verði friðaður fyrir rjúpnaveiðum í
minningu hans; setti mig í spor Einars
Benediktssonar þegar hann sat við
skriftir á Þingvöllum og orti Á Njálsb-
úð, innblásið kvæði, sprottið úr mestu
skáldsögu allra alda og mikilli ævi
skáldsins sjálfs; setti mig í spor manns-
ins sem var fæddur á Bláskógaheiði,
gamals manns sem sagði: Þessa klukku
má ekki brjóta og það má ekki flytja
hana í Hólmskip; setti mig í spor Jakobs
Jóhannessonar Smára sem ég þekkti og
átti samtal við.
Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár
sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu.
Þannig upplifði ég tengsl fortíðar og
nútíðar með þeim hætti sem einungis er
unnt á Þingvöllum. Hér er sú stemning
sem breytti víkingum í bændur; kallaði
á lög og rétt og virðingu fyrir einstakl-
ingum, breytti landnemum í þjóð og arfi
þeirra í mikilvæga menningu.
Þegar við Bjarni héldum áfram göng-
unni gegnum logandi laufið þennan
fagra októberdag sáum við allt í einu á
Hrauntúnsgötu ref og horfði hann
flóttalega á okkur. Við hrukkum allir
jafn mikið við, Bjarni, ég og refurinn og
mátti ekki á milli sjá hver var hrædd-
astur. Síðan tók refurinn til fótanna.
Við Bjarni hikuðum nokkra stund, en
héldum síðan áfram að Hrauntúni og
Skógarkoti. Þetta fallega dýr varð mér
einnig tákn ýmissa þeirra atburða sem
áttu sér stað í friðsælu skjóli þeirrar
heilögu jarðar, þar sem við nú stöndum.
MinnLsvarðinn
um Bjarna
Benediktsson,
forsætisráð-
herra, Sigríði
Björnsdóttur,
konu hans og
Benedikt Vil-
mundarson,
dótturson
þeirra. Dr.
Kristján Eld-
jám, forseti Is-
lands, valdi
varðann í þjóð-
garðinum og
samdi áletrun-
ina á hann.
Morgunblaðið/
ÓI.K.Mbk.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ1985
REYKJAVÍKURBRÉF
laugardagur 25. maí
Og þá verður okkur ósjálfrátt hugsað til
Njáls sögu og Sturlungu, þeirra tveggja
rita þar sem Þingvellir koma mest við
sögu í fornum bókum. Það er í átökun-
um sem maðurinn verður stór og eftir-
minnilegur, átökum mikilla örlaga. Og
það var á þessum stað sem Bjarni Bene-
diktsson þreif í handlegginn á mér, þeg-
ar við vorum á gangi neðan við Lögherg
einn sumarfagran morgun. Sagði, að á
bak við þetta allt, eins og hann komst að
orði, hlyti að vera „eitthvert alheimsafl
sem við hvorki þekkjum né skiljum".
Undarlegt, en ég heyrði hann aldrei tala
um forsjón — nema á Þingvöllum. Á
Lögbergi var eitthvert samband milli
guðs og Bjarna.
Og svo stóðum við Jóhannes Kjarval
hérna einn dag fyrir mörgum árum.
Þingvellir blöstu við, Hrafnabjörg,
Skjaldbreiður, Ármannsfell. Vatnið
gárað af öldum sem hópuðu sig eins og
minningar löngu liðins tíma sem gera
aðsúg að huganum og búa þar um sig
unz öll saga landsins verður hljómkviða
í huga gestsins og hjarta, eins og segir í
Kjarvalskveri. Sem við stóðum hér á
Völlunum þennan dag strjáluðust að
okkur úr öllum áttum myndir og sýnir,
ný örnefni og sumt sem áður hvíldi í
kirkjugarði gamallar reynslu og reis
upp og vísaði fram og aftur í tíma og
rúmi. Tindaskagi, Skriðan, Kálfstindar,
Ölfusvatn og Bláskógar, þar sem útsýn
blánar í röku lofti og Sturla Þórðarson
var eitt sinn á ferð með öðrum köppum.
Hér höfum við verið með honum og höf-
undi Njálu, ef þeir eru þá ekki einn og
sami maður, innan um skartbúið fólk,
hvaðanæva að af þessum landskekli eins
og höfundur Árna sögu byskups Þor-
lákssonar kallar farsælda-frónið. Og
Kjarval segir mér að hann hafi fyrst
komið á Þingvöll 1907 eða 1908, sem
sagt: þá voru tímamót í sögu þessa stað-
ar.
En það eru ekki átta vikur af sumri og
við erum ekki hingað komin sömu er-
inda og fornmenn áttu á þennan stað,
eða Jónas eða Einar Benediktsson eða
Kjarval, heldur til að skiptast á skoðun-
um um framtíð og fyrirkomulag.
Það sem mér er efst í huga eru samtöl
okkar Bjarna Benediktssonar um Lög-
berg hið forna og tilraunir okkar til að
komast að raun um hvar þingmenn
stóðu og ávörpuðu lýðinn. Við sögðum
nokkur vel valin orð á þingstaðnum í
ólíkum veðrum. Ávörpuðum bæði
mannlausa brekkuna, þar sem nú er
hefð að telja að Lögberg hið forna hafi
staðið, kölluðum niður í Almannagjá og
heyrðum orð okkar fljúga eins og ósýni-
lega fugla með bergmálinu inní þögn og
gleymsku. Að þessum tilraunum okkar
loknum vorum við sannfærðir um að
fornmenn hefðu ýmist talað niður
brekkuna eða inní gjána og hefði það
farið eftir veðri. Og þingheimur ýmist
verið í brekkunni eða inní gjánni sjálfri.
Bjarni Benediktsson var talsmaður þess
að bílaumferð um gjána yrði bönnuð og
þar væru einungis götur fyrir gangandi
fólk. Þessi breyting á Kárastaðastíg er
án efa til batnaðar og eykur á helgi
staðarins. Það er í þögninni og kyrrð-
inni sem landið talar. Eg ætla og vona,
að engum detti í hug að hverfa frá þess-
ari breytingu, svo mikilvæg sem hún er
til að unnt sé að halda tengslum við
samfellda sögu þessa staðar. Mér er það
ógleymanlegt þegar við Jorge Louis
Borges, argentíska skáldið heimsfræga,
ókum að gjánni austanverðri og gengum
inní hana. Sem við stóðum þar tveir ein-
ir sagði hann við mig: „Væri þér sama
þótt þú gengir aftur að bílnum og leyfð-
ir mér að vera einum. Ég ætla að fara
með spænskt ljóð og skilja það eftir á
þessum helga stað.“ Enginn veit hvaða
ljóð skáldið mælti af munni fram á
þeirri stundu. En ég þykist þess fullviss
að það hafi verið verðug viðbót við ann-
að sem hér hefur verið flutt.
Bjarni Benediktsson átti erfitt með að
sætta sig við að hann gæti ekki gengið
meðfram Þingvallavatni og talaði um að
girðingarnar í sumarbústaðalöndunum
ættu ekki að ná niður að vatninu. Land-
ið væri allra eign og ástæðulaust að
hefta för manna um það með þeim hætti
sem gert hefur verið. Ég er sömu skoð-
unar. í náttúruverndarlögunum frá 1971
segir að greiður aðgangur skuli vera að
vötnum landsins eins og formaður Nátt-
úruverndarráðs benti á. Ég tel að ekki
eigi að byggja fleiri sumarhús á svæð-
inu og raunar er íhugunarefni hvort
leyfa eigi þær óskipulögðu skúraraðir
sem nú spretta austan vatns og utan
þjóðgarðs og minna einna helzt á þau
skúrahverfi í útjöðrum erlendra stór-
borga þar sem fátækrahverfin rísa við
járnbrautarteina. Sumarbústaðirnir út
frá Hallinum eru aftur á móti orðnir
samgrónir sögu Þingvalla. Ég tel við
eigum að láta þá í friði. Til eins þeirra
leituðu Ingibjörg og Ólafur Thors hvíld-
ar í erilsömu starfi. Hann er ágætur af
því einu og á að fá að standa á sínum
stað.
Það er kvartað um ágang sauðkindar-
innar ef sumarbústaðalönd eru ekki
rammgirt á þessum stöðum. En þá má
gera góð hlið í girðingarnar eða prílur
með handriði. Það er ástæðulaust að
amast við hóflegum búskap bænda í
Þingvallasveit en þeir verða að halda
fénaði sínum frá svæðinu.
Þegar Þjóðhátíðarnefnd 1974 var falið
að sjá um hátíðahald í tilefni af 1100
ára byggð íslands töldum við ekki unnt
annað en efna til þjóðarsamkomu á
Þingvöllum, þrátt fyrir það að ýmsir
bæru ugg í brjósti af þeim sökum. Við
vorum lánsöm þann dag. Veðurguðirnir
skörtuðu fegursta sólgliti sem lsland á;
dagurinn ógleymanlegur. Það er engin
goðgá að halda þjóðarsamkomu á Þing-
völlum einu sinni eða tvisvar á öld.
Þrátt fyrir 60 þúsund manna samkomu
á Þingvöllum þennan eftirminnilega
júlídag urðu engar skemmdir á staðn-
um, enda þurrt og skilyrði ákjósanleg.
Hvergi á landinu er hægt að ná þeirri
stemningu sem getur orðið á Þingvöll-
um, þegar þjóðin stendur sameinuð und-
ir þessum eina og sanna himni íslenzkr-
ar sögu. Það fundum við ekki sízt þenn-
an sólfagra sumardag 1974.
Þjóðhátíðarnefnd treysti sér ekki til
að halda jafn fjölmenna hátíð á Þing-
völlum og raun bar vitni án þess séð
yrði til þess að vegir að Þingvöllum yrðu
lagfærðir og var það gert með nýjum
brúm á Bugðu og Leirvogsá og öðrum
mikilvægum vegabótum, og hefur þeim
verið haldið áfram og líklega stutt í að
malbikaður vegur verði alla leiðina frá
Reykjavík til Þingvalla.
Hreinlætismiðstöð við vegamótin á
Leirum var nauðsynleg og sá Þingvalla-
nefnd um þá framkvæmd, og snyrtileg
vegagerð um þjóðgarðssvæðið hefur
aukið vinsældir þess og orðið mönnum
hvatning til betri umgengni en oft er á
slíkum stöðum. Það er rangt að mann-
virki séu ávallt til ama og leiðinda, þar
sem bezt fer á því að náttúran sé friðuð
að öðru leyti og er Gjábakkavegur því
til staðfestingar. Við töldum okkur
ókleift með öllu að halda þjóðhátíð á
Þingvöllum án þess hann yrði lagður
enda kom á daginn, að hann var nauð-
synlegur og síðan hefur hann átt mikinn
þátt í því að opna þjóðgarðinn og gera
hann aðgengilegri fyrir gesti og gang-
andi. Hann er fallega lagður inní lands-
lagið og hefur opnað stór svæði, þar sem
lítil eða engin umferð var áður. Nú ligg-
ur hann þvert á göngustíg okkar Bjarna
þarna um skóginn fyrr á árum án þess
trufla helgi og friðsæld hrauns og
skóga, að Ármannsfelli í norðri en vatn-
inu í suðri. Ég er þess fullviss að Gjá-
bakkavegur hefur aukið á vinsældir
þjóðgarðsins og þá ekki síður náin kynni
almennings af þeirri náttúru sem hann
er nú orðinn hluti af. Hagsælda hrím-
hvíta móðir, segir Jónas. Helgur staður
eins og Þingvellir á ekki að vera eins og
líkamshluti í formalíni. Hann á að vera
hluti af lifandi heild; hluti af þjóðlífinu.
Ég hef ekkert á móti því að á Nesjavöll-
um verði reist e.k. þjónustumiðstöð
fyrir Hengils- og Bláfjallasvæðið, en
þar verða aldrei Þingvellir. Ekki frekar
en miðbær Reykjavíkur verði fluttur
inn að Kringlumýrarbraut. Miðbærinn
verður ávallt í kvosinni. Það breytir
engu þótt Nesjavellir séu við Þingvalla-
vatn. En aðstæður þar, náttúra og
jarðfræði eru önnur en á Þingvöllum.
Þar er ekki niður af sögu landsins.
Söguhelgin við Ölfusvatn hið forna er og
verður við norðanvert vatnið, hvorki
austan eða vestan né sunnan þess. Vel
mætti stækka þjóðgarðinn þar eitthvað
til norðurs og norðvesturs en rangt væri
að þrengja að bæjum í Þingvallasveit.
En aftur á móti mætti gera fólkvang við
vatnið í tengslum við Nesjavelli, vina-
legt svæði og eftirsóknarvert hið næsta
við Þingvelli. Slík svæði mættu vera
fleiri á Þingvallasvæðinu eins og fram
hefur komið.
Trén sem plantað hefur verið inní
óspillta náttúru Þingvalla eru þar enn
eins og erlendir gestir. Þau eru rótfast-
ur hluti af umhverfi sínu. Og það
hvarflar ekki að mér að amast við þeim.
Senn verða kynslóðir á íslandi sem
muna ekki Þingvelli öðruvísi en með
þessum norsku aðkomugestum. Þannig
voru landnemarnir einnig þegar þeir
komu hingað í árdaga, aðskotadýr úr
öllum áttum, og helguðu sér og okkur
þetta land. Engum dettur í hug að út-
hýsa þeim sem skjóta rót á íslandi og
við höggvum ekki tré sem eru orðin
hluti af umhverfi okkar. Furulundurinn
hefur sögulegt gildi fyrir trjárækt á ís-
landi. Þar var fyrsta tilraunastöð fyrir
barrtré. Og nú eru þessi tré orðin jafn
gömul þeirri kynslóð sem senn gengur í
jörðina. En trén standa sem tákn mik-
illar hugsjónar; mikilla hugsjóna-
manna. Senn koma kynslóðir sem
þekkja ekki Þingvelli án barrtrjánna,
hvorki þeirra sem eru í furulundinum
né á víð og dreif. Þær eiga að fá skóg-
ræktarhugsjónina í arf.
Ég fór með Valtý Stefánssyni austur
á Þingvöll upp úr 1950, en hann var í
fylgd með bandarískum umhverfisarki-
tekt, ef ég man rétt. Eftir mikið og langt
samtal við þennan sérfræðing var Val-
týr á báðum áttum um það, hvort rétt
hefði verið að planta skógi á Þingvöllum
og breyta svo sérstæðu umhverfi vegna
skógræktaráhuga. Valtýr var raunsær
ræktunarmaður eins og sannir hug-
sjónamenn eru einatt. Jafnvel trjárækt
gat átt sér takmörk í okkar skóglitla
landi. Það hefði aldrei hvarflað að hon-
um að höggva tré sem plantað er til
fegurðar og yndis. En það þarf að hirða
trjálundi með þeim hætti að til sóma sé.
Allt sem kom Alþingi við var Bjarna
Benediktssyni viðkvæmt hugsjónamál.
Hann var ekki talsmaður þess að byggja
stórhýsi á Þingvöllum og vildi t.a.m.
ekki flytja þingið frá Reykjavík eins og
einhverjir höfðu ýjað að. Én við töluð-
um stundum um, hvernig unnt væri að
tengja starf Alþingis við sögu og helgi
Þingvalla. Þá kom upp sú hugmynd sem
Bjarni var hlynntur að byggja dálítið
þjóðhýsi í grenndinni við Þingvelli,
helzt í stað Valhallar, þar sem unnt
væri að halda ráðstefnur, en þó vakti
fyrst og síðast fyrir honum — og þótti
mér það skemmtileg hugmynd — að
tengja slíkt hús þeirri hugsjón Fjöln-
ismanna sem náði ekki fram að ganga
vegna atorku og framsýni Jóns Sigurðs-
sonar, að Alþingi íslendinga skyldi háð
við Öxará að fornri fyrirmynd. Bjarna
þótti tilvalið að setja eða slíta Alþingi í
slíku þjóðhýsi á Þingvöllum og minna
þannig á, af hvaða rótum meiðurinn er
runninn. Nú er setning Alþingis í föst-
um skorðum og nokkuð hefðbundin, og
fer vel á því. En jafnframt því sem
ástæða er til að byggja vinalegt gistihús
í tengslum við þjóðgarðssvæðið mætti
vel huga að slíku þjóðhýsi, ef menn
teldu það geta fallið inn í umhverfið, og
tengja þannig starf Alþingis einn eða
tvo daga á ári hverju þessum ginnheil-
aga stað, þar sem þjóðveldið var stofn-
að, kristni lögtekin og lýðveldi yfir lýst.
Án tengsla samtíðar við fortíð verður
hún vandræðaleg uppákoma og hætt er
við að hún verði án þeirrar rótfestu og
næringar sem vaxtarsprotanum er
veigamest vörn í vályndum veðrum.
Það verður að gera Valhöll reisulegri
en hún nú er. Það er metnaðar- og
menningarmál ef okkur er á annað borð
annt um Þingvelli og framtíð þjóðgarðs-
ins. Það er illa húsað í Valhöll og
ástæðulaust að ágæta það. Skúrsjoppa
stingur í stúf við helgi staðarins.
Þessa klukku má ekki brjóta, sagði
gamall maður. Hún hefur fylgt alþingi
við Öxará síðan það var sett. Ög þar hékk
hún í Lögréttuhúsinu. Þetta er klukka
landsins. Eina sameign íslenzku þjóðar-
innar. Og ómur hennar er blandinn niði
Öxarár og fylgir kjarrilmi úr Bláskógum.
„Sem við stóö-
um hér á Völl-
unum þennan
dag strjáluðust
að okkur úr öll-
um áttum mynd-
ir og sýnir, ný
örnefni og sumt
sem áður hvíldi
í kirkjugarði
gamallar
reynslu og reis
upp og vísaði
fram og aftur i
tíma og rúmi.
Tindaskagi,
Skriðan, Kálfs-
tindar, Ólfus-
vatn og Blá-
skógar, þar sem
útsýn blánar í
röku lofti og
Sturla Þórðar-
son var eitt sinn
á ferð með öðr-
um köppum.“