Morgunblaðið - 26.05.1985, Síða 57
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 26. MAl 1986
57
Tökum að okkur að rétta og
lagfæra legsteina í kirkjugörðum.
Í2 S.HELGASON HF
I STEINSMHkJA
■ SKEMMUVEQl 46 SÍMI 706^7
Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og heiöruöu
minningu eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og
langafa, ADOLFS J.E. PETER8EN,
fyrrverandi vegaverkstjóra,
er lést 5. maí sl.
Hólmfríóur B. Petereen,
Emil Petersen, Guöbförg 8.H. Petersen,
Gunnar Adolfsson, Ragnhildur Thorteciua,
barnabörn og barnabarnaböm.
Guðmundur Magnús-
son — Minning
Fæddur 14. febrúar 1893
Dáinn 13. maí 1985
„... og sofinn er nú söngurinn
ljúfi í svölum fjalldölum." Þessi
hending úr kvæði Jónasar Hall-
grímssonar um Bjarna Thoraren-
sen kom mér í hug þegar ég frétti
andlát Guðmundar Magnússonar
hinn 13. maí sl. Jónas segir enn
fremur: „ ... séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum til
sóllanda fegri." Einn slíkur söng-
fugl, sem nú er floginn til sóllanda
fegri, var Guðmundur sem alla
hressti með söng sínum, og hann
var svo lánsamur að geta sungið
fram á elliár, hvort sem það var
heima, í hópi gamalla Fóstbræðra,
á kristilegum samkomum eða í
kirkjunni. Þannig minnumst við
hins glaðlynda manns sem ávallt
var reiðubúinn að taka undir lof-
sönginn til skapara síns.
Því er ekki að neita að við sjáum
eftir slíkum manni, þótt við meg-
um að leiðarlokum þakka Guði
fyrir að hann leyfði okkur að
halda honum svo lengi okkar á
meðal. Guðmundur var orðinn há-
aldraður, fæddur 14. febr. 1893, og
því 92 ára er hann lést.
Lengi starfaði Guðmundur i
danska sendiráðinu og það var
bara til gamans sem við strákarn-
ir í austurbænum sögðum, þegar
við sáum Guðmund með kaskeitið
á reiðhjólinu, að þarna færi sendi-
herra Dana. Okkur þótti þetta lif-
andis ósköp fyndið, en svo var
Guðmundur þroskaður til orðs og
æðis að ég varð aldrei var við eitt
einasta hnjóðsyrði frá honum.
Hjá Guðmundi var ávallt að
finna slíkt glaðlyndi, lífsgleði og
trúnaðartraust sem sá einn á sem
lifir í anda orðanna í Litlu-Biblí-
unni: „Því að svo elskaði Guð
heiminn að hann gaf son sinn ein-
getinn til þess að hver sem á hann
trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf.“
Ég átti heldur betur eftir að
kynnast þessum glaðlynda manni,
þegar Áslaug systir mín giftist
syni hans, séra Magnúsi í Grund-
arfirði, þá urðu öll þau kynni til að
sannreyna mér, um áratuga skeið,
um hvers konar mann var að ræða
þar sem Guðmundur var. Auð-
mýktin, trúin á hið góða, hjarta-
hlýjan voru þar ávallt í fyrirrúmi.
Þegar þau Helga frá Búrfelli í
Miðfirði, konan hans, sem deildi
með Guðmundi bæði blíðu og
stríðu um sex tugi ára, enduðu
sína samleið á Dalbraut 23, þá var
eins og lýsti af þeirra hjónabandi.
Það er ekki langt síðan ég sá
Guðmynd styðjast við hækjur
tvær á göngu sinni, en þó brosti
hann svo við okkur, að við fundum
að lífsgleðin skein af honum. Með
sanni má um hann segja eins og
sr. Jón Dalbú Hróbjartsson komst
að orði á útfarardegi Guðmundar
hinn 22. maí: „Guðmundur Magn-
ússon gekk með Guði.“ Hafi nokk-
ur átt þennan vitnisburð skilið þá
er það Guðmundur. Við sem
kynntust honum blessum nú
minningu öðlingsmanns og send-
um Helgu, sonum hans tveimur,
dótturinni, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum ástvinum inni-
legustu samúðarkveðjur. Það er
gott að minnast slíks ágætis-
manns.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Friðrik Sigurbjörnsson
ÍSLENSKT SEMENT
HÆFIR ÍSLENSKUM AÐSTÆDUM
Allt frá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að
íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum.
FRAMLEIÐSLA
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir:
Portlandsement í venjulega steinsteypu.
Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt.
Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður
að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur,
brýr og hafnarmannvirki).
STYRKLEIKI
Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan
sementsstaðal IST 9.
Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess.
Styrkleiki íslensks Portlandsements:
Styrkleiki kg/sm2eftir 3daga 7daga 28daga
Portlandsement 250 350 500
Lágmarkskrafa IST9 175 250 350
GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR
HÚSBYGGJENDUR
• Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé
gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með-
höndlasteypuna.
• Islenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí-
hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn geturónýtt
þessa vöm. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur
og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í
steinsteypunni.
• Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns fram yfir það,
sem nauðsynlegt er, rýrirendingu hennar.
• Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin.
Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir
það sem steypuframleiðandinn gefur upp.
• Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og
og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur
steypan enst verr vegna sprungumyndana.
• Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að
byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri
ending bætirfljótt þann kostnað.
vinafólks, að kveðja hann hinstu
kveðju í Keflavíkurkirkjugarði þ.
28. maí nk. Tápmikla, hugljúfa
drenginn, sem með einu smábrosi
eða augnatilliti gekk svo hjarta-
rótum okkar nær, að vanmáttug
varð umvöndunin, sem ef til vill
stóð til. Við kveðjumst nú um
sinn.
Afi
SEMENTSVERKSMIÐJA
RÍKISINS