Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 B 3 saekja dúninn, einkum ef tíð er rysjótt að vorinu og því mikið ■ kapp að nýta góðviðrið. Jón Hjálmar sonur Miðhúsahjóna, sem verið hefur sjóliðsforingi í norska hernum í nokkur ár, var heima til að leggja lið. Eða til að missa ekki af vorinu við Breiða- fjörð. Tengslin hafa sýnilega ekki rofnað þrátt fyrir fjarvistir. I fyrra brá hann sér óvænt heim, fékk litla flugvél til að fljúga með sig vestur og varpaði sér niður í fallhlíf. Barði óvænt að dyrum heima hjá sér. En nú er hann al- kominn heim til fósturlandsins. Dóttirin Ingibjörg Erna, sem er hjúkrunarfræðinemi, var líka mætt með Auðun litla son sinn. Þrymur, sem stundar á vetrum nám við Bændaskólann á Hvann- eyri og ætlar að verða bóndi, lætur sig vitanlega ekki vanta og drjúg- ur í eyjaferðum er yngsti sonur- inn, Guðmundur, níu ára gamall. En heima tekur vel á móti fólkinu úr kulsömum bátsferðum gamla húsfreyjan í Miðhúsum, Ingibjörg Árnadóttir, ekkja Jóns Daðasonar bónda þar og móðir Ólínu. Auðvelt er að sjá hvar æðar- varpið er mest af blikunum sem synda í kring um eyjar í hópum meðan kollurnar liggja á. í sum- um eyjunum, eins og t.d. Blik- hólma, liggja þær í hverri laut og fljúga ekki af hreiðrum fyrr en alveg er komið að þeim. Maður má gæta sín að koma auga á þær. Sumar hreyfa sig ekki einu sinni. — Þessi er orðin gömul, greyið, sagði Sveinn um eina sem sat sem fastast. Hvernig sá hann það? Jú, dúnninn er orðinn grár, þær grána eins og mannfólkið. í stöku hreiðri eru komnir ungar, en í flestum að- eins egg. — Þessi búgrein er svo skemmtileg vegna þess að ekkert þarf að drepa til að lifa á henni, segir Ólína húsfreyja. Og auðséð er að fjölskyldan öll er miklir náttúruunnendur og þekkir hætti fugla og jurta. Heima á bæ sýna börnin mér tvo unga sem þau höfðu bjargað inn í fóstur, gæsar- unga og æðarunga. Það eru ólíkir fuglar, segja þau. — Æðurin verð- ur aldrei eins háð manninum og gæsin. Hún er svo sjálfstæður fugl. Fuglalíf er ákaflega fjölbreytt þarna í og við eyjarnar. Allt er þar fullt af öndum af ýmsum tegund- um, teistu, lunda, rjúpu og öllum tegundum af smáfuglum. En eng- inn kemst í samjöfnuð við örninn. Örn hnitar hringa í háloftunum þegar við nálgumst heimili hans og brátt tekur assan sig upp af hreiðri í klettunum. Þessir vold- ugu fuglar svífa fagurlega með sitt mikla vænghaf og flugfjaðr- irnar mynda eins og tennur á vængbroddunum. Svein þekktu þeir og höfðu ekki af honum áhyggjur. Og ernirnir tóku að- komumanni sem væri hann heimagangur. Jafnvcl þótt hann klifi upp á klettana ofan við /Eðaregg liggja í mjúkum dúninum í hreiðrinu. Eisti sonurinn í Miðhúsum, Jón Hjálmar Sveinsson, sem hefur verið sjóliðsforingi í norska hernum, var heima til að hjálpa til við vorverkin, að taka dún úr hreiðrum eins og hin systkinin. hreiðrið, hallaði sér fram af til að smella mynd af unganum, meðan bóndi hélt í föstu taki svo ekki yrði í ákafanum súrrað fram af. Og myndin tókst eins og sjá má. Allt var með mesta myndarbrag í hreiðri össu húsfreyju. Sýnilega þrifið vel og allir afgangar fjar- lægðir úr hreiðrinu. Þarna lá einn dúnungi og teygði bogna nefið upp í loftið og við hlið hans egg. En Sveinn sagði að ef það væri ekki þegar ónýtt, þá mundi fuglinn fljótlega losa sig við það. Ef ungar eru tveir, þá er annar venjulega svo miklu yngri og óduglegri að hinn etur hann út á gaddinn hvort sem er. Um leið og við vorum kom- in niður í bátinn fyrir neðan klett- ana og Sveinn setti vélina í gang settist assan aftur á hreiðrið. Og skipti sér ekki meira af okkur er við héldum brott. Á annað hundrað blómjurtir f sumum eyjunum er mikill gróður. Til dæmis hafa verið greindar á annað hundrað blóm- plöntur í Hrisey, sem er alfriðuð. Ein fyrsta eyjan hér á landi sem var friðuð með lögum. Steindór Steindórsson náttúrufræðingur hafði verið þar einhvern tíma og skoðað gróðurinn. f þessari fallegu eyju eru bæjarrústir. Þar bjó á 15. öld Jón Magnússon sýslumaður og Svein í Miðhúsum langar til að varðveita gamla húsið, sem er alveg eins og það var að innan. Til skamms tíma var þar safn af gömlum munum, og nú er þar mikið safn af steinum, m.a. stærsti steingervingur sem fundist hefur á þessu landi. fi Það er erfitt að koma auga á kollurnar ef þær liggja hreyfingarlausar á hreiðrunum. Arnarhjónin taka á móti komumönnum. Þetta er tignarlegur fugl þar sem hann klýfur loftið og blakar þessum geysivoldugu vængjum og flugfjaðrirnar verða eins og tennur á vængjaend- var stórveldi á þessu landi. Það var þegar eyjabúskapur var og hét. Nú eru ekki öll hlunnindi einu sinni nýtt. Áður var í Miðhúsum 40 kópa veiði, en sl. 10 ár kveðst Sveinn ekki hafa nennt að sinna slíku, enda skinnin alveg verðlaus eftir að náttúruverndarmenn lögðust gegn allri kópaveiði í heiminum. Önnur hlunnindi eru aðeins not- uð til heimilisins. T.d. er boðið upp á glænýjan krækling, sem sóttur er í fjöru eftir hendinni. Og nýtt grænmeti er á borðum. Agúrkurn- ar koma beint úr gróðurhúsinu við bæinn. Þar ræktar Ingibjörg ým- islegt góðgæti, hefur fengið 40 kg af tómötum og ræktar meira að segja vínber að gamni sínu. Jarð- hitinn kemur frá Reykhólum, leiddur í Miðhús um 1800 metra veg. Meðan var í Miðhúsum heimarafstöð var gróðurhús hitað með rafmagni. En nú er rafmagn- ið orðið of dýrt til þess. Þegar blaðamaður ók í hlað í Miðhúsum sátu Sveinn bóndi og oddviti sveit- arinnar í eldhúsinu yfir teikning- um að vatnslögn. Reykhólabyggð- in er að fá leitt kalt vatn úr Miðhúsalandi. Heita vatnið kemur þaðan og kalt vatn rennur í stað- inn til Reykhóla. Ríki ólínu húsfreyju er fallegur og ræktarlegur blóma- og trjá- garður framan við húsið. Bóndi hennar kemur ekki nálægt garð- ræktinni úti nema til að slá gras- flötina. Það er sýnilega ekki hald- ið að sér höndum á þessum bæ. Þar er fjárbú, um 130 kindur og lambærnar allt i kring á túninu. Safn alþýðugripa og steina Nokkrar kindur þarf að reka út úr trjágarðinum við gamla bæinn, sem ekki er í notkun lengur. En þetta er fallegt gamalt hús og Sveinn segir að sig langi til að vernda það með einhverju móti. Enda er þar panellinn á þiljum og í lofti eins og hann var, eldavélin gamla o.s.frv. Þarna hafði m.a. að- setur sitt Oddur Jónsson læknir, sem kvæntur var Finnbogu Árna- dóttur, systur Ingibjargar. En Jón Daðason maður hennar var sonur Mariu Andrésdóttur sem varð yfir 100 ára og margir kannast við. Mikið steinasafn er þarna í gamla húsinu, en Sveinn kveðst ekki hafa beint safnað, bara hirt grjót hingað og þangað, en vera nú hættur því. í anddyrinu má sjá stærsta steingerving sem fundist hefur hér á landi, gamlan trjábol sem mun vera 10—15 milljón ára gamall. Hann er þarna geymdur en á að fara á safn. Steingerving- inn gáfu Aðalheiður og Þórarinn í Hólum í Reykhólasveit áður en þau hættu þar búskap, en hann hafði fundist í landi þeirra. Og þarna í gamla húsinu er steinn sem gert hefur verið í mót til að steypa í kolu, ásamt steinum sem Sveinn hefur fengið víða að, frá útlöndum og af ýmsum stöðum á landinu. Safn gamalla muna var til skamms tíma geymt í þessu húsi, en Sveinn þorði ekki lengur að hafa þá þar og hafa þeir verið fluttir í geymslu á Reykhólum. Þar á að koma upp byggðasafni, en skortir húsnæði. — Eg safnaði ekki, hirti bara gamla alþýðuhluti, segir Sveinn. Samt sem áður voru munir orðnir á þriðja hundrað áð- ur en hann lét þá frá sér og þar margur gripur sem ekki er lengur að finna. Það fer ekki á milli mála að hjónin í Miðhúsum eru náttúru- unnendur og athafnasamt fólk í meira lagi. Satt að segja ótrúlegt hve miklu þau áorka og allt með sama myndarbrag. Er þó ekki allt talið. Ólína er til dæmis organisti í Reykhólakirkju og æfir kórinn. Skrapp með mér að sýna mér kirkjuna, þar sem m.a. er altaris- taflan sem keypt var fyrir af- gangsféð sem móðir Jóns Thor- oddsen skálds sendi til Kaup- mannahafnar til að losa son sinn úr danska hernum og afkomendur Jóns létu gera upp. Sveinn bóndi er sjálfur kennari í fullu starfi á Reykhólum, þar sem er 60 nem- enda grunnskóli. Kennir þar líf- fræði, islensku og kristinfræði. Fór á námskeið hér heima og síð- an í Noregi til að geta tekið að sér kristinfræðikennsluna heldur en að láta hana falla niður. Gefur kannski hugmynd um viðhorf þessara hjóna til starfanna og um- hverfisins. Það er gaman að koma á svona bæ þar sem allt andar af rótgró- inni menningu og rausn.— E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.