Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985
B 29
Bretar, nýleystir úr fangageymslu eftir knattspyrnuleik.
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
IVUJMrVL-UM-Vtt
Ólæti á knattspyrnuleikjum
Feimnismál, sem enginn talar um
Marjatta ísberg skrifar:
Skömmu eftir hina hryllilegu
atburöi í Brússel fékk ég mér í
hendur finnska dagblaðið „Hels-
ingin Sanomat". Þar var skýrt frá
fótboltaleik milli Finnlands og
Englands sem var einn liður í
heimsmeistarakeppni. Ekki var
lýsingin fögur. Þegar fyrir hafði
lögreglan handtekið 40 Breta, en
alls gistu 98 þeirra fangageymslur
lögreglunnar. Enginn Finni var
handtekinn í því sambandi.
Blaðamaður hafði tekið menn-
ina tali þegar þeir voru að losna úr
geymslunni. Þeim fannst mikið
. kappsmál vera að fara með sem
mestar óspektir. Félagarnir sögð-
ust hafa m.a. gist í fangageymsl-
um lögreglunnar í Belgíu, Hol-
landi, Vestur-Þýskalandi og Rúm-
eníu og alls staðar var það í sam-
bandi við knattspyrnuleiki. Ætli
þeir hafi mikið séð af keppnunum
sjálfum?
Finnska lögreglan var spurð af
hverju enginn Finni hefði verið
handtekinn. Svarið var, að lög-
reglan hafði áratuga reynslu af
ölvuðum Finnum og að hún vissi
hvenær Finnarnir ættu upptökin.
Um þessa atburði hafði breska
útvarpsstöðin BBC sagt að finnska
lögreglan hefði kannski verið of
fljótfær í að handtaka Bretana. Af
reynslu þeirri, sem fékkst í Bruss-
el sjáum við, að e.t.v. var þetta alls
ekki ótímabær fljótfærni.
Fréttaritari blaðsins í Lundún-
um segir að þetta sé vandamál,
sem hefur alltaf tengst breskri
knattspyrnu, en sem enginn hefur
vitað hvað ætti að gera við. Þessi
„knattspyrnuáhugi" er feimnis-
mál, sem allir fjölmiðlar og aðrir
vilja þegja um.
Nú vona ég að ekki sé lengur
þagað um það. Þetta eru engir
íþróttaunnendur, heldur menn,
sem ætla að finna sér „löglega"
ástæðu fyrir illverk. Það er ærin
ástæða einnig fyrir íslenska
knattspyrnumenn að mótmæla.
Hljómsveitin umdeilda, Duran Duran.
Duran sé engu minni sígaulandi
hljómsveit, sérstaklega þar sem
þeirra gaul er nú oft upp á síð-
kastið rammfalskt...
Svo ef Duran Duran-aðdáendur
sjá fram á að uppáhaldsgaulið
þeirra nái ekki toppsætinu með
venjulegum hætti þá eru notuð öll
brögð eins og áður hefur komið
fram.
Svo ég tali nú um aðdáun Dur-
anistanna á Duran Duran byggist
hún aðallega upp á því að vita
augnalit og helst skónúmer með-
lima grúppunnar. Svo held ég líka
að Duran Duran-aðdáendur séu
búnir að fá sinn skammt i sjón-
varpinu þar sem búið er að sýna
tvenna hljómleika með Duran
Duran og von á þriðja þættinum
með þeim.
Duran Duran-aðdáendur —
hættið þessu listahátiðarkjaftæði
um Duran Duran. Allavegana fer
ég ekki að borga morðfjár inn á
tónleika með þeim og láta mér svo
renna kalt vatn milli skinns og
hörunds þegar Simon Le Bon
rembist við að komast upp á háa
C-ið án falskheita (sem tekst aldr-
ei nú upp á síðkastið). En kannske
er það allt í lagi fyrir Duran
Duran-aðdáendur, þeir eru sjálf-
sagt farnir að venjast þvi.
Nei — setjist frekar fyrir fram-
an sjónvarpið í kvöld Duran
Duran-aðdáendur. Þið getið þá
kannski athugað hvort skónúmer-
in hafi eitthvað breyst hjá þeim
félögum.
Að lokum ætla ég bara að biðja
listahátiðarnefnd að fá einhverja
góða hljómsveit á Listahátíð, t.d.
„Frankie goes to Hollywood",
„U2“, eða þá „Wham“, sem hefur
sýnt og sannað að hún er stórgóð.
í því sambandi hefur söngvarinn
George Michael fengið verðlaun
fyrir góða texta og lagagerð. í ný-
legu poppblaði var líka sagt að
með því væri George Michael
kominn á pall með frægum
mönnum eins og John Lennon og
Paul McCartney.
S0KKaAalla
'\BÍ?MULL
Tibor eru franskir sokkar úr 90% bómull.
Besta náttúrulega efni í föt sem liggja næst
líkamanum. — Þú svitnar minna.
Tibor þola suðuþvott. Þú getur óhikað sett
þá í suðu með hvítum þvotti, því Tibor
hlaupa ekki.
I/ 'Vj Tiboreruíöllumstærðumfrá15f16til45/46.
/ -1 (I Allir í fjölskyldunni geta gengið í Tibor —
•“ '*'• líka þeir sem ekki enn kunna að ganga.
Tibor eru til í ótal litum og gerðum háir eða
lágir. Alveg eins og þú vilt hafa þá.
Hönnunin á Tibor eru alveg sérstök. I botn-
inn, á hælnum og fremst á tánni þar sem
mest mæðir á er vefnaðurinn tvöfaldur til að
tryggja sem besta endingu.
Allt snið á Tibor beinist að því að sokkarnir
fari sem best á fæti. Á ristinni er vefnaðurinn
þynnri, fellur þétt að fætinum og krumpast
því ekki þó skórnir séu þröngir.
I stroffinu er góð teygja. Þú þarft ekki að
hafa áhyggjur af því að Tibor leki niður á
hælana.
Tibor eru í vönduðum pakkningum. Þeir eru
þessir með bláa merkinu.
— og Tibor eru á góðu verði. Það ættu allir
að geta verið í góðum sokkum.
Kaupmönnum útvegum við sérstaka standa
fyrir Tibor. Það gerir þér líka auðveldara að
velja Tibor sokkana í verslunum.
HEILDSALA:
SPORTVÖRUÞJÓNUSTAIM
EIKJUVOGI 29 S. 687084
Metsölubku) á hverjum degi!