Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 17
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 Þessi nrein segir frá göngu okkar feðga á Mont Blanc, í ágúst- mánuði 1984. Sem oftar var ákveðið að eyða sumarleyfinu á meginlandi Evr- ópu og héldum við hjónin ásamt sonum okkar tveimur, Tómasi og Hákoni, og 4 ára dóttur okkar, Ingibjörgu, með bíl og viðleguút- búnað yfir hafið til Kaupmanna- hafnar. Þaðan héldum við síðan rakleitt suður Þýskaland og Sviss til fjallabæjarins Chamonix-Mont Blanc í frönsku Ölpunum, en það- an liggja margar gönguleiðir um nærliggjandi fjöll og meðal ann- ars auðveldasta leiðin á hæsta tind Evrópu, Mont Blanc. Gangan á fjallið átti því að vera hápunkt- ur ferðarinnar í tvennum skiln- ingi. Síðan var ætlunin að aka víð- ar um Frakkland á heimleiðinni. Bærinn Chamonix er í 1036 m hæð yfir sjávarmáli og stendur hann í þröngum dal á bökkum jök- ulárinnar I’Arve. Austanmegin dalsins rís mikill fjallshryggur og er hann hæstur þar sem Mont Blanc gnæfir við himin í 4.707 m hæð y.s. Eftir hrygg þessum endi- löngum, á vatnaskilum, liggja landamæri Frakklands og Ítalíu. fbúar Chamonix-Mont Blanc eru um 900 og stunda þeir einkum þjónustu við ferðamenn. Fjöldi hótela er í bænum og viða í daln- um eru góð tjaldstæði. Eitt þeirra er í útjaðri bæjarins rétt hjá kláfferjunni sem liggur upp til klettadrangsins AiguiIIe du Midi. Þaðan má síðan halda áfram til Entréves sem er Ítalíumegin landamæranna við mynni jarð- ganganna undir Mont Blanc stutt frá ítalska bænum Courmayeur. Mont Blanc-göngin sem liggja milli Chamonix og Entréves eru 11,6 km að lengd og voru opnuð árið 1965. Mont Blanc. Aiguille du Midi (3842m) neðst til vinstri, þá Mont-Blanc du Tacul (4248m), hæst ber Mont Blanc (4807m) og til hægri við hann er Bosses-hryggur. í Chamonix er ferðaskrifstofa, Office de Tourisme, við torgið Place de l’Eglise. Starfsfólk skrifstofunnar talar frönsku, ensku og þýsku. Þar eru gefnar allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir ferðamenn og auk þess veitir skrifstofan aðstoð við útvegun gistingar í þeim fjallaskálum sem hafa símasamband. f flestum skálanna verður að panta gistingu með nokkurra daga fyrirvara. Handan torgsins er veðurstofa, Méteorologi Nationale — Prévis- ions, en þar má fá veðurlýsingu og veðurspá fyrir fjallasvæðið. í bænum er einnig fjöldi verslana sem selja allan nauðsynlegan kost og útbúnað til fjallaferða. Við komum til Chamonix á hæsta tíndi Evrópu - eftir Guðbjart Kristófersson Skálinn hjá Aiguille du Goutér (3817m), þaðan sem lagt var upp í seinni áfanga ferðarinnar. þriðjudagskvöldi í mjöggóðu veðri eftir að hafa ekið frá borginni Montreux við Genfarvatn um fjallaskarðið Col des Montets. Tjaldstæðið reyndist yfirfullt þeg- ar okkur bar að garði en stúlkurn- ar sem þar höfðu umsjón voru svo elskulegar að hleypa okkur inn þótt varla mætti stinga niður tjaldhæl fyrir þrengslum. Næsta morgun hafði veður breyst til hins verra. Þykknað hafði upp og lá þoka yfir dalnum og stormur var sagður á fjallinu. Því var ekki um annað að ræða en bíða átekta. Við þurftum heldur ekki að láta okkur leiðast því gönguleiðir liggja frá bænum til allra átta. Þaðan ganga líka marg- ar kláfferjur hátt upp í hlíðarnar til fallegra útsýnisstaða eins og t.d. klettadrangsins Aiguille du Midi sem er í 3.842 m hæð og áður hefur verið minnst á. Þar má svo ganga út á jökulinn eða halda áfram með kláfferjunni til Ítalíu. Á leiðinni niður má síðan hæglega fara úr á miðri leið og velja ein- hvern af hinum fjölmörgu göngu- stígum niður í bæinn. Spölkorn frá bílastæðinu við mynni fyrr- nefndra jarðganga, Frakklands- megin, er jökulsporður skriðjök- ulsins Glacier des Bossons. Þar er oft fjöldi fólks að æfa sig i að príla á jöklinum og margir hverjir í Göngumenn mætast á Bosses-hrygg, en hann þykir meðal stórfenglegustu gönguleiða. skipulögðum hópum undir leið- sögn leiðbeinenda. Velja má um margar gönguleið- ir í Mont Blanc og eru sumar þeirra eingöngu fyrir þaulvana fjallagarpa. Sé hins vegar farin hin svonefnda „venjuleg leið“ get- ur ganga á Mont Blanc þó naum- ast talist mjög erfið fyrir þá sem vanir eru göngu og útivist í mis- jöfnum veðrum. Þetta fer þó mikið eftir því hversu vel menn þola kulda og súrefnisskort vegna há- fjallaloftsins. Auk þess að vera vel á sig kominn Ifkamlega er mikil- vægt að hafa réttan útbúnað. Þar skal fyrst nefna góðan klæðnað eins og hlý ullarnærföt, góða sokka, hlýja jöklaskó með mátu- legum mannbroddum ásamt sokkahlífum. Nauðsynlegt er að klæðast góðum vindþéttum jakka eða stakk með áfastri hettu sem smeygja má undir fjallgöngu- hjálminn, en hjálmurinn verður að teljast ómissandi. Hann þarf að vera með góðu áspenntu ljósi til göngu í náttmyrkri. Ullarvettl- ingar með vinylglófum utanyfir reyndust okkur vel í kuldanum. Fyrir aukabúnað, nesti, myndavél og fleira þarf lítinn þægilegan bakpoka helst með festingum fyrir ísöxi til göngu, en ísöxin er nauð- synleg ásamt göngulínu og belt- um. Ekki má gleyma sólgleraug- unum sem helst þurfa að vera jöklagleraugu með nefhlíf til varnar bruna. Spegilkrem er einn- ig gott til þess að verja varirnar. En í mikilli hæð er allra veðra von og þrátt fyrir góðan útbúnað ætti því aðeins að hugsa sér til hreyf- ings þegar veðurútlit er hagstætt. Eftir 4 daga bið á tjaidstæðinu í Chamonix tók loks að létta til og nú skyldi lagt upp. Á meðan við feðgarnir gengum á fjallið voru mæðgurnar Guðbjörg og Ingibjörg um kyrrt á tjaldstæðinu þennan hálfan annan sólarhring sem gangan tók. Frá Chamonix fórum við árla morguns til bæjarins Les-Houches neðar í dalnum en þaðan fórum við með kláfferju til Hótel la Chalette í veg fyrir tann- lest sem fer þar hjá á leið sinni frá borginni St.-Geevais-Les-Bains upp til endastöðvarinnar við Nid d’Áigle í 2.372 m hæð. Best er að ná fyrstu lestinni og hafa þannig daginn fyrir sér fyrir fyrsta áfanga göngunnar sem hefst við endastöðina. Lestin reyndist full af fólki vegna þess að margir lögðu á brattann þennan dag í glampandi sólskini og logni. Fyrsti hluti leið- arinnar lá um greiðfæran göngu- Grand les Bosses (4513m), Bosses- hryggur og Mont Blanc í baksýn. stíg upp að skála við jökulinn Glacier de Téte Rousse í 3.230 m hæð. Þá gerðist leiðin ógreiðfær- ari og brátt var komið að einum viðsjárverðasta hluta leiðarinnar þar sem slóðin lá yfir gilið le Grd Couloir. í bröttu gilinu var skafl og að því er virtist þelaurð þegar ofar dró. Þarna er því mjög hætt við steinkasti og skriðum og hafa slys hlotist af. Þegar komið var yfir gilið tóku við snarbrattir klettar með u.þ.b. 45° halla og þurfti að príla þar eftir einstigi. Leiðin var merkt og handfestur voru góðar, enda veitti ekki af því oft þurfti að mæta þeim sem voru á niðurleið. Þetta var eina prílið á leiðinni og tók um 3 tíma að klifa 547 m hæð til fjallaskálans sem er á bjargbrúninni í 3.817 m hæð yfir sjó, skammt frá tindinum Aiguille du Goutér (3.863 m). í klettunum sóttist okkur leiðin seint því að þunnt loftið var þá þegar farið að segja til sín. Við vorum því fegnir þegar í skálann kom en þar áttum MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1985 B 17 Tómas, Guðbjartur og Hákon á tindi Mont Blanr (4807m) Aiguille du Midi (3842m) séð frá Aiguilli du Goutér. við frátekið svefnpláss. Skálinn er einlyft hús, byggt á bjargbrúninni, og hýsir hann vel 40 til 50 manns. Svo tæpt stendur skálinn á brúninni að aðeins metra breið gangbraut með hand- riði liggur fram með honum og að baki hans tekur jökullinn við. Heldur er leiðin til náðhúsanna nöturleg þó stutt sé því þau hanga nánast á bjargbrúninni og gín hengiflugið við fyrir neðan. Feðgar sáu um rekstur skálans og höfðu þeir tvær aðstoðarstúlk- ur til að sjá um matseld og þrifn- að, en heitan mat var hægt að kaupa í skálanum tvisvar á sól- arhring. Aðstaðan þarna var öll hin erfiðasta til veitingarekstrar. Allt vatn þurfti að bræða úr snjó og matföng voru fengin úr byggð með þyrlu. Reksturinn mun víst varla hafa staðið betur undir sér en svo að óvíst er um framhald næstu árin. í góðu veðri er mjög gestkvæmt í skálanum og komið hefur fyrir að í þessum 40 manna skála dvelji rúmlega 100 manns. í þetta sinn vorum við þó ekki nema 80. Ekki var hlaupið að því að komast að borðum til að snæða ágætan þrí- réttaðan málsverð hússins, og ekki tók betra við í svefnklefanum en þar sváfu 18 manns í herbergi sem ætlað var 12. Loftleysið sagði því enn frekar til sín með höfuðverk og ógleði og lítið varð um svefn, en áætiað hafði verið að sofa frá 18.00 til 01.00 áður en lagt skyldi upp á jökulinn, kl. 02.00, í seinni áfanga ferðarinnar. Við vorum því þeirri stundu fegnastir að komast af stað eftir að hafa endurskipu- lagt útbúnaðinn og nestið. Við ákváðum að létta farangurinn sem mest og tókum aðeins með okkur nauðsynlegasta aukafatnað, súkkulaði og 1 lítra af vatni á mann. Þegar við héldum af stað um nóttina hafði þoka lagst yfir svo að ekki sá handa skil. Við þurftum því að vera fljótir að tygja okkur af stað, til að missa ekki af hópn- um. Það var einkennileg sjón að sjá hvernig gönguljósin á hjálm- unum mynduðu nær samfellda keðju og hurfu síðan í þokunni þar sem þau liðuðust til suðurs og upp jökulinn í áttina að tindinum Dome du Gouter. Eftir 2 tíma göngu hvessti af suðvestri með skafbyl og um leið frysti. Við mættum nokkrum göngumönnum sem höfðu snúið við. Þeir töldu óráðlegt að halda áfram, enda var það vafasamt við slíkar aðstæður skarðsins. Þegar þangað kom hvíldum við okkur stutta stund við skálann, fengum okkur hressingu og lögðum síðan á les Boss- hrygginn en hann er síðasti og jafnframt mikilfenglegasti hluti leiðarinnar. Suðaustan kaldi var, heiður himinn og mikið frost, á að giska 20°C. Kuldi leitaði á fæt- urna og gangan sóttist seint upp snarbrattan hrygginn enda varð loftið æ þynnra. Skrefin urðu því enn styttri og hvíldarhléunum fjölgaði. Efsti hluti hryggjarins er svo mjór að naumast er hægt að mæt- ast þar með góðu móti. Þar er því nauðsynlegt að ganga bundinn við línu, á góðum mannbroddum og með ísöxi til göngu. Einkum þarf að sýna aðgát þegar menn mætast og víkja úr vegi. Klukkan 8.30 náðum við tindi Mont Blanc eftir 6'/Í!.tíma göngu. Allt erfiði og strit var fljótt að gleymast þegar komið var á tind- inn í heiðríkju og glampandi sól. Fyrir neðan okkur í dölunum breiddu skýin úr sér svo langt sem augað eygði. Þetta var ógleyman- leg stund og vel þess virði að vinna til hennar. Eftir stutta viðdvöl á tindinum héldum við síðan niður sömu leið til baka. Við gengum fremur rösk- lega en á fallegum útsýnisstöðum gáfum við okkur góðan tíma til að njóta stórkostlegs útsýnis og taka myndir. En síðar kom i ljós að okkur dvaldist of lengi á niðurleiðinni því síðasta tannlestin frá Nid d’Aigle var farin og urðum við því að ganga þaðan niður í dalinn til les-Houches en þangað komum við 23.30 um kvöldið. Þá höfðum við því verið rúma 21 klukkustund á samfelldri göngu. Höíundur kennir jardíræði rið Menntaskólann í Reykjarík. Snúið til baka af tindinum. einkum ef skæfi svo í slóðina að ekki yrði unnt að fylgja henni til baka. Þarna er jökullinn víða sprunginn og því mikilvægt að rata réttu leiðina. Einnig var til lítils að halda áfram ef skyggni yrði ekkert þegar á tindinn kæmi. Við ræddum þann möguleika að snúa við og hætta ekki á neitt en komum okkur saman um að óþarfi væri að taka þá ákvörðun fyrr en birti af degi. Við héldum því áfram með vindinn í fangið. Nú var loftleysið farið að gera enn frekar vart við sig og skrefin voru orðin í styttra lagi. Mikilvægt var að halda jöfnum en hægum göngu- hraða til að ofbjóða ekki líkaman- um. Þegar skammt var eftir ófarið á tindinn Dome du Gouter léttist gangan því gengið var lárétt á snið austanmegin í hlíðinni til suðurs. Þá tók að birta af degi og skyndi- lega gekk veðrið niður. Framund- an blasti við fögur sjón þar sem máninn speglaðist í tindrandi hjarni les Bosses-hryggs sem bar við himin og öðru hvoru sáust eld- ingaglampar í skýjabreiðunni sem fyllti dalina svo að aðeins hæstu tindarnir stóðu uppúr. Nú hýrnaði heldur betur ýfir okkur og við gengum rösklega niðurávið og yfir skarðið Col du Dome og upp að neyðarskýlinu Refuge-Biciyac Vallot sem er I 4.362 m h.y.s. hinum megin Ekki vantaði Ingibjörgu viljann til að klífa tindinn. Á leið uppá Grand les Bosses (4513m).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.