Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985
FURÐUR
Þegar dánar-
orsök
kvenna
er náskyld
makans
Þegar ungar stúlkur velja sér
lífsförunaut eru þær yfirleitt
ekki mikið að velta því fyrir sér
hvaða dauðdaga þær kjósa sér
þegar þar að kemur. Ef þær gerðu
það hins vegar ættu þær heldur að
velja sér háskólakennara en at-
vinnuhermann, sem er þrisvar
sinnum líklegri til að deyja úr
krabbameini áður en hann verður
64 ára gamall. Það væri líka
skynsamlegra fyrir þær að eiga
pappírsvöruframleiðanda en
hjúkrunarliða, sem er helmingi
hættara við blóðrásarsjúkdómum.
í könnun, sem breskur maður,
dr. Ben Fletcher, hefur gert, kem-
ur það undarlega í ljós, að það er
ekki aðeins, að atvinna karlmann-
anna ráði miklu um banamein
þeirra, sem var raunar vitað, held-
ur deyja eiginkonur þeirra oft úr
sama sjúkdómnum þótt þær
stundi aðra atvinnu.
Dr. Fletcher, sem er kennari við
Hatfield-háskólann, hefur viðað
að sér miklum upplýsingum um
banamein manna og hvernig það
tengist atvinnunni og sótt mikið
af þeim í skýrslur bresku mann-
talsskrifstofunnar fyrir árin
1971—78. Fór hann þannig að, að
hann skipaði konunum saman eft-
ir atvinnu eiginmanna þeirra, ekki
þeirra eigin atvinnu, og kom þá í
ljós eins og fyrr sagði, að bana-
mein karlmannanna varð konun-
um undarlega oft að aldurtila líka.
Það er hægt að skýra það á ýmsan
hátt hvers vegna lögreglumenn
t.d. eru líklegri til að deyja úr
hjartasjúkdómum en sjúkdómum í
öndunarfærum, en hvers vegna
konum þeirra er hætt við að falla
fyrir sama sjúkdómnum liggur
hins vegar ekki í augum uppi.
Þeir, sem stjórna vinnuvélum,
eru fjórum og hálfu sinni líklegri
til að deyja af slysförum (fyrir 64
ára aldur) en rennismiðir t.d., og
þess vegna ekki óeðlilegt að álykta
sem svo, að fyrra starfið sé miklu
hættulegra. Það undarlega er þó,
að eiginkonur þeirra fyrrnefndu
eru einnig fjórum og hálfu sinni
líklegri til að deyja af slysförum
en eiginkonur rennismiðanna.
Múrarar og handlangarar eiga
það fjórum sinnum meira á hættu
að deyja úr öndunarfærasjúkdóm-
um en pípulagningarmenn og
hiutföllin eru nákvæmlega þau
sömu fyrir eiginkonur þessara
manna. Og hvernig í ósköpunum
skyldi standa á því, að rafmagns-
verkfræðingar og eiginkonur
þeirra eru þrisvar sinnum líklegri
til að deyja úr krabba en rafvirkj-
ar og konur þeirra?
Að sjálfsögðu er ekki vitað um
allt, sem tengir saman atvinnu
manna og aldurtila þeirra. Asb-
estryk, drykkjuskapur og hættu-
störf á olíuborpalli koma sjaldn-
ast við sögu og stundum er aug-
ljóst að það eru aðrir þættir en
atvinnan, sem ráða því að hjón
látast af sömu sökum. Karlmenn í
góðum stöðum hjá hinu opinbera
lenda sjaldan í slysum og það
sama á við um konurnar þeirra.
Ástæðan er sú, að yfirleitt lifir
þetta fólk kyrrlátu lífi. Lífshættir
hjónanna eru iðulega þeir sömu og
saman taka þau þátt í því, sem
Fletcher kallar „óholla hegðun" —
hjón, sem drekka saman, sökkva
saman. Ekki er til dæmis ólíklegt,
að eiturgufurnar, sem eiginmað-
urinn andar að sér í verksmiðj-
unni, leggi einnig yfir allt ná-
grennið þar sem hann er svo síð-
ast búsettur.
Auk þess er vitað, að miklu
skiptir fyrir heilsufarið til hvaða
stéttar menn teljast og langoftast
er lítill stéttarmunur með bresk-
um hjónum. Það er því ekki alltaf
mjög kynlegt, að dauðdagi hjóna
sé sá sami en samt sem áður — ef
aðeins helmingurinn af niðurstöð-
unum hans Fletchers er réttur, er
hann í meira lagi furðulegur.
KATHARINE WHITEHORN
Frá Port Stanley: einu tekjur eyjaskeggja eru hafnargjöldin.
Við Falklandseyjar á sér nú
stað einhver mesta rányrkja
og herför á hendur náttúrunni,
sem um getur síðan vísundinum
var nætti útrýmt á sléttum
Norður-Ameríku. Gífurlegur
skipafloti mokar þar upp fiskin-
um, einkum smokkfiski, úr stofn-
um, sem hingað til hafa verið lítið
nýttir og með sama áframhaldi
verður þess ekki langt að bíða, að
ekkert verði eftir nema auðnin
ein. Bretar fara með stjórn eyj-
anna eins og kunnugt er en þótt
erlendir menn jafnt sem innlendir
hafi margbeðið bresku stjórnina
að stöðva drápið með því að lýsa
yfir 200 mílna lögsögu við eyjarn-
ar hefur hún látið það sem vind
um eyru þjóta.
„Ætli það séu ekki svona þrjú ár
í að allt klárist," sagði S. Masut-
omi, forseti Kanagawa-útgerðar-
fyrirtækisins í Japan. „Þá verður
allur fiskurinn búinn eins og á sín-
um tíma við Kanada og Nýja-Sjá-
land.“
Smokkfiskurinn er veiddur
þannig, að lína með mörgum öngl-
um er látin síga niður í þéttar
torfurnar, sem laðaðar eru að
skipinu með sterkum ljósum. Bít-
ur þá smokkurinn gráðugt á þótt
engin beita sé notuð og er þetta
veiðitæki talið betra en varpan því
að það tekur aðeins fullvaxinn
smokk.
Fiskimiðin við Falklandseyjar
eru líklega síðasti staðurinn á
jarðarkringlunni þar sem engar
hömlur eru við veiðinni enda er
lögsagan kringum þær aðeins
þrjár míiur.
Auk smokkfisksins er mikið af
lýsingi og lýsu við Falklandseyjar
og einnig svo gífurlega mikið af
átu, krabbadýri, sem líkist rækju,
að vísindamenn telja þar vera um
að ræða mestu eggjahvítuupp-
sprettu, sem fyrirfinnst á jörðinni.
Fiskveiðarnar við Falklandseyj-
ar hófust fyrir alvöru skömmu eft-
ir að Argentínumenn gáfust upp í
stríðinu við Breta. í fyrra voru þar
um 200 skip undir 16 þjóðfánum
og það er eftir miklu að slægjast.
Þróunarfélag eyjanna telur t.d., að
ársaflann megi meta á tæplega 3,2
milljarða ísl. kr. og ef stjórnin þar
gæti selt veiðileyfin fengi hún í
sinn hlut rúman milljarð króna,
fjórum sinnum meira en fjárlög
eyjanna eru nú. Einu tekjurnar,
sem Falklendingar hafa nú af
veiðunum, eru 25 milljónir kr. í
hafnargjöld auk vonarinnar um
gott pláss fyrir suma á frystitog-
urunum.
Bæði á eyjunum og utan þeirra
berjast margir fyrir þvi, að komið
BRETLANDI
Biblían er
skálkaskjól
klerkanna
Andstaða klerka ensku bisk-
upakrikjunnar gegn því að
konur hljóti prestvígslu byggist
miklu fremur á afstöðu þeirra til
kvenna en á rökum úr Biblíunni.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
könnunar sem gerð var á vegum
hagfræðiháskólans í Lundúnum.
Þar kemur einnig fram, að séu
menn andvígir því að konur
hljóti prestsembætti eru þeir yf-
irleitt þeirrar skoðunar að vett-
vangur kvenna sé heimilið, og
vilji konur helga sig safnaðar-
störfum eigi þær að einskorða sig
við blómaskreytingar og veit-
ingarnar á safnaðarsamkomum.
Um það bil 12% presta innan
biskupakirkjunnar og eiginkonur
þeirra telja að konur eigi að vera
mönnum sínum undirgefnar
vegna þess að Eva óhlýðnaðist
Drottni í Edenslundi í eina tíð.
Niðurstöður þessar eru byggð-
ar á viðtölum við 550 presta bisk-
upakirkjunnar, meþódistakirkj-
unnar og bapista, svo og konur
þeirra. Viðtölin tók Nancy Nas-
on-Clark, aðstoðarprófessor við
Háskólann í New Brunswick í
Kanada. Þátttakendur í könnun
þessa valdi hún eftir úrtaki og
eru þeir dreifðir um allt Bret-
land. Hún lagði margs konar
spurningar fyrir fólkið til að
komast að raun um hver afstaða
þess væri til kvenna almennt
einnig afstaðan til kvenpresta.
Fyrir skömmu sagði hún: „Ef
prestur mælir gegn því að konur
hljóti prestvígslu sækir hann yf-
irleitt röksemdir sínar í Heilaga
ritningu. Rannsóknir mínar hafa
á hinn bóginn leitt í ljós að það
eru ekki þessar rök
semdir sem eru
þyngstar á metunum
heldur afstaðan til
hlutverks kvenna í
þjóðfélaginu."
um.
verði á 200 mílna lögsögu í kring-
um þær og jafnvel talið, að Arg-
entínumönnum sé það ekki á móti
skapi þar sem þeim ofbjóði ráð-
mennska Bretanna að þessu leyti.
í þessu máli er breska utanríkis-
ráðuneytið hins vegar eins og
staður klár og þrástagast á því,
sem það kallar „marghliða lausn".
Þessi undanbrögð stafa þó ekki af
tillitssemi við Argentínumenn,
heldur af ótta við, að Sovétmenn
tækju ekkert mark á lögsögunni
og hefðu það að yfirvarpi, að haf-
svæðið væri argéntínskt. Ef þann-
ig færi gæti Suður-Atlantshaf
hæglega orðið nýr vettvangur
fyrir togstreituna milli hernaðar-
bandalaganna tveggja.
- COLIN SMITH
PYNTINGAR
Þriðjungur þeirra presta bisk-
upakirkjunnnar sem tóku þátt í
könnuninni voru eindregið and-
snúnir því að konur tækju
prestvígslu. Annar þriðjungur
var því hins vegar hlynntur, en
hinir höfðu ekki tekið afstöðu í
málinu. Þeir, sem andvígir voru
kvenprestum, voru einnig á móti
því að mæður ungra barna
gegndu störfum utan heimilisins
og hefðu sams konar tækifæri til
starfs og frama og karlmenn.
Þeir vildu að konur í safnaðar-
starfi sinntu þar dæmigerðum
„kvennastörfum" svo sem hrein-
gerningum, en væru ekki gjald-
kerar eða í öðrum ábyrgðarstörf-
Samband babtista hefur sam-
þykkt að konur megi gegna
prestsembættum. Eigi að síður
eru 42% presta baptistasafnaða
og makar þeirra andvíg slíkri til-
högun. Hins vegar voru meþód-
istar því mjög hlynntir að konur
taki vígslu. 82% karla kváðust
fúsir til að taka sér konur fyrir
aðstoðarprest.
Verið er að undirbúa löggjöf
sem heimilar að konur innan
ensku biskupakirkjunnar hljóti
prestvígslu og ekki er óhugsandi
að hún verði lögð fyrir presta-
stefnu innan þriggja ára.
- JUDITH JUDD
Læknasamtökin í Chile eru
nú að athuga ásakanir um
að sumir félagsmanna hafi
brotið í bága við sjálft megin-
inntak Hippokratesareiðsins
með því að taka þátt í að pynta
pólitíska fanga.
Einn læknir hefur nú þegar
verið rekinn úr samtökunum
og verið er að kanna mál
þriggja annarra. Læknirinn,
sem var rekinn, Carlos Hernan
Perez, skurðlæknir í þjónustu
hersins, var sakaður um að
hafa átt þátt í að pynta
Maríu de los Angeles
Sanhueza árið 1982 og að
hafa skoðað hana eftir
að hún hafði verið bar-
in og misþyrmt með
rafmagni til að meta
hvort hún þyldi meiri
yfirheyrslur og pynt-
ingar.
Baráttumenn
fyrir mannrétt-
ind-
meira en
áratug bent
á, að lækn-
ar tækju
þátt í
pynting-
um, en það
er ekki
fyrr en
núna,
að
Lækna
sam-
tök-