Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985
EFTIR HERBERT
BURKHOLZ
Það stendur yfir bylting á sviði
bæklunarlækninga. Það er bylting
sem fer sér hægt, henni fylgir ekki
spenna gervihjartaaðgerða, og
engin nauðsyn þess að þeysa með
líffæri til ígræðslu í deyjandi
sjúkling. Þetta er bylting sem
staðið hefur í áratugi, ekki daga,
samansöfnuð þekking og tækni
sem er að breyta meðferð okkar á
vöðva- og beinabyggingunni, þessu
kerfi beina, brjósks, sina, liðbanda
og vöðva sem halda okkur saman
og móta okkur.
Þessi yfirstandandi bylting hef-
ur meðal annars leitt til umbóta á
tveimur sviðum: Skurðlæknum er
nú fært að hanna bæklunar-gervi-
liði, sem koma í stað beina i lík-
amanum, með tölvum. ígræðsla
gerviliðamóta hefur gert hundruð-
um þúsunda fært að hreyfa sig og
losna undan þjáningum.
Þetta er hljóðlát bylting, en hún
hefur áhrif á líf milljóna Banda-
ríkjamanna.
Glenn Stone er einn af þessum
milljónum. Stone hefur herbergi
með útsýni yfir Austurána í New
York-borg. Herbergi hans er á átt-
undu hæð í The Hospital for
Special Surgery á austanverðri
Manhattan-eyju, en stofnun þessi
er ein helzta driffjöður byltingar-
innar í bæklunaraðgerðum.
Stone er sérfræðingur í sjúkra-
stofum, og hann nýtur útsýnisins.
Hann er 28 ára, og hefur búið í
sjúkrahúsum af og til frá þvi hann
var barn. Þegar hann var 13 mán-
aða fékk hann mjög slæma liða-
gigt, sem afmyndaði hendur hans,
fætur, mjaðmir, hné og flesta aðra
líkamshluta. Hann staulaðist um
á hækjum, en reyndi í alla staði að
lifa eðlilegu lífi. Hann er trúlofað-
ur, ekur bifreið sem er án alls
sérbúnaðar, og stjórnar eigin
fyrirtæki, The Great American
Sound System, i heimabæ sínum,
Hazlet, New Jersey.
Stone hefur verið að berjast
við bæklunina alla sína ævi
og nú er ný barátta að
hefjast; sú fyrri af tveimur
skurðaðgerðum til að
græða í hann gervimjaðma-
liði. Stundum, þegar skipta
þarf um báða mjaðmaliðina,
eru þeir græddir í með einni
samfelldri aðgerð, en
mjaðmir Stones eru of af-
myndaðar til að það
sé gerlegt. Níu
dagar verða milli
skurðaðgerðanna.
Ef báðar tak-
ast vel, er
Byltingin í bœklunaraðgerðum
Glenn Stone, 28 ára Bandaríkjamaður frá Hazlet
í New Jersey, getur nú í fyrsta skipti á ævinni
gengið með því að nota göngugrind í stað þess að
þurfa að staulast um á hækjum. Ástæðan er sú að
nýlega var beitt nýjustu tölvutækni við að græða í
hann gervimjaðmarlið. Stone fékk iktsýki, eða
liðagigt, þegar hann var aðeins 13 mánaða. Nú á
hann, eins og milljónir annarra Bandaríkjamanna
sem þjást af liðagigt, mun auðveldara með að
hreyfa sig og hann þjáist minna en áður vegna
mikilla framfara í bæklunarlækn-
ingum. í eftirfarandi grein, sem
birtist 5. maí i New York Times
Magazine, segir Herbert Burkholz
frá þessum framförum, og segir frá
tilraunum, sem staðið hafa í heila
öld og hafa nú leitt til þess að gerðir
hafa verið liðir úr pólýetýleni og
málmi, sem verka nærri því jafn vel
og heilbrigð liðamót. Höfundur
kemur einnig við á skurðstofu The
Hospital for Special Surgery í New
York, en sú stofnun er leiðandi í
bæklunar-skurðaðgerðum. Burk-
holz er rithöfundur, og nýjasta
skáldsaga hans „The Snow
Gods“ er nýkomin út.
Að
bera
höfuðið
hátt
næst á dagskrá að rétta fætur
hans með skurðaðgerð. Eftir það
gæti hann í fyrsta skipti gengið án
þess að þurfa að staulast um á
tveimur hækjum.
Skurðaðgerðin á Stone, ígræðsla
mjaðmaliða milli mjaðmagrindar
og lærleggja, er ein þeirra lækn-
ingaaðferða sem séð hafa dagsins
Ijós á undanförnum árum vegna
þessarar hljóðlátu byltingar.
Fyrir tuttugu og fimm árum hefði
ekki verið unnt að gera þessa að-
gerð með neinni vissu um bata.
Hugmyndin var kunn, en það
skorti á tækni til að framkvæma
hana. Það var þegar árið 1826 að
John Rea Barton fann upp frum-
stæða gerð af gervimjaðmalið, og
á næstu 100 árum komu mörg önn-
ur afbrigði fram sem verkuðu mis-
jafnlega vel. Eitt vandamál var
þeim öllum sameiginlegt: ígræddu
liðirnir brotnuðu með tímanum
eða losnuðu það mikið að nauð-
synlegt var að fjarlægja þá.
Það var ekki fyrr en snemma á
sjöunda áratugnum að sir John
Charnley hannaði í Englandi lið
með staut og kúlu úr málmi í
liðskál úr plasti, og var þessu
komið fyrir með beinfyllingu.
Góður árangur sir Johns markaði
upphaf byltingarinnar í bæklun-
ar-skurðlækningum, og nú er það
orðinn fastur liður í starfi bækl-
unar-skurðlækna að annast
ígræðslu gervi-mjaðma, -hnjáa,
-ökla og annarra liðamóta. Flestar
þessar skurðaðgerðir eru gerðar
til að lagfæra skemmdir sem stafa
af slitgigt, og að því leyti er sjúk-
dómur Glenns Stone ekki dæmi-
gerður, því liðagigt hans er greind
sem iktsýki, eða rheumatoid
arthritis.
Slitgigt, eða osteoarthritis, er
sjúkdómur sem leggst í liðamót og
veldur eyðingu vefja sem nauð-
synlegir eru til að liðirnir starfi
sem skyldi. í heilbrigðum liðum
þekur brjósthjúpur enda beinanna
og verkar eins og bólstur milli
beinanna. Liðbönd og sinar halda
svo beinunum saman, og allir vefir
liðsins eru svo í poka með smurn-
ingsefni, liðvökvanum, sem auð-
veldar og mýkir hreyfingar liðs-
ins. Slitgigt veldur því að brjósk
og aðrir vefir rýrna, sem margir
vísindamenn telja að stafi af eðli-
legu sliti og skemmdum á langri
ævi, og leiðir þetta að lokum til
þjáninga og stirðleika í hreyfing-
um.
Slitgigt leggst eingöngu á liða-
mót, en iktsýkin er hinsvegar
kerfabundinn sjúkdómur sem fer
um allan líkamann þegar ónæmis-
kerfið, sem á að vernda gegn sjúk-
dómum, vinnur gegn ákveðnum
líkamshlutum með svonefndri
sjálfsónæmis-svörun, eða auto-
immune reaction. Eins og oft er
með slitgigt veldur þetta bólgu í
liðamótum, en það getur einnig
valdið skemmdum í vöðvum, lung-
um, æðum, augum, taugum og
húð. Nærri sjö milljónir manna í
Bandaríkjunum, þar af þriðjung-
urinn konur, eru haldnar þessum
sjúkdómi, sem venjulega leggst á
sjúklinginn á miðjum aldri, en
getur þó kviknað á hvaöa aldri
sem er. Þegar sjúkdómurinn
leggst á börn er hann nefndur juv-
enile rheumatoid arthritis, eöa
JRA, og það var þetta afbrigði
sem festi rætur í Glenn Stone þeg-
ar hann var aðeins rúmlega árs-
gamall.
Mjaðmarliðurinn myndast á
mótum mjaðmagrindar og lær-
leggs. Þegar gervilið er komið
fyrir verður fyrst að fjarlægja
þann hluta beinanna sem skemmd
eru vegna liðagigtar. Svo er
stautnum í málmhluta gerviliðar-
ins stungið niður i göngin í lær-
leggnum, og plast-liðskálinni er
fest á mjaðmagrindina. Þegar sir
John Charnley vann við fyrstu
ígræðslur sínar notaði hann
teflonplast í liðskálina og ryðfrítt
stál í stautinn og kúluna, en hann
komst að því að teflon eyddist
fljótt. Árið 1963 fór hann að nota
mjög þétt pólýetýlen í liðskálarn-
ar, og gerir það enn.
„Það hafa verið gerðar smá-
vægilegar lagfæringar á liðskál-
inni,“ segir dr. Thomas P. Sculco,
aðstoðar-bæklunarskurðlæknir
við The Hospital for Special Surg
ery, „en mestu breytingarnar und-
anfarin ár hafá verið á málmhlut-
unum. Fyrst var notað ryðfrítt
stál, en svo kom vitalium, sem ei
málmblanda úr krómi og kóbalti.
Nú er ákjósanlegasti málmurinn
títan vegna þess hve hann er
sveigjanlegur. Þessi eiginleiki
dreifir átakinu jafnt á mjöðmina,
og liðurinn starfar eðlilegar. Þetta
hefur mikið að segja, því ef allt
átakið lendir á gerviliðnum, og
ekkert á beininu, gerir beinið ráð
fyrir því að hlutverki þess sé lokið,
og þá er hætta á að það eyðist.“
Glenn Stone iðar af hugleiðing-
um, bröndurum og hugmyndum.
Hann gengur fyrir adrenalíni.
„Það er svar mitt við bækluninni,"
segir hann. „Ég verð stöðugt að
vera að gera eitthvað. Þegar ég
vakna á morgnana væri allt of
auðvelt fyrir mig að liggja bara
áfram í rúminu. Eg verð að vera á
fótum og framkvæma eitthvað.”
Morguninn sem fyrsta skurðað-
gerðin var gerð á honum var hann
vakandi, en ekki á iði. Hann lá
hljóður meðan skurðaðgerðin var
undirbúin. Reiknað var með að að-
gerðin tæki fjórar klukkustundir.
Hann var deyfður með mænu-
stungu; Stone var vakandi meðan
á aðgerðinni stóð. Mesta hættan
við ígræðslu gerviliðsins er ef smit
berst í skurðinn, og allir sem
koma nálægt sjúklingnum bera
hjálma sem hreinsa loftið sem
þeir anda frá ser. Plastþiljur
hanga umhverfis skurðborðið; þær
og sérstakt loftræstingarkerfi
draga úr líkunum á því að smit
geti borizt. Höfuðið á Stone stend-
ur út undan þiljunum, og er utan
við vinnusvæði læknanna.
Deyfingin fer að verka. Hægri
mjöðmin er óhulin, og dr. Philip
D. Wilson Jr. yfirskurðlæknir og
forstöðumaður bæklunardeildar
The Hospital for Special Surgery,
stendur við hana, reiðubúinn að
hefja aðgerðina.
„Klippið,“ segir Stone glottandi.
Wilson lítur spyrjandi á hann.
„Klippið," endurtekur Stone, og
notar orðið eins og kvikmynda-
leikstjóri. „Ég er búinn að fá nóg.
Náið í staðgengilinn."
Gerviliðurinn sem á að græða í
mjöðmina á Stone var hannaður
og smíðaður í vinnustofum The
Hospital for Special Surgery eftir
fyrirmælum dr. Alberts H. Bur-
stein, sem er vélaverkfræðingur.
Undir hans stjórn er meðal ann-
ars tölvuvætt verkstæði þar sem
gerviliðir, sem nota á í sjúkrahús-
inu, eru hannaðir og smíðaðir, en
það er aðstaða sem hann telur
einsdæmi.
„Eins og er hefur ekkert annað
sjúkrahús þessa aðstöðu," segir
hann. „Það bezta sem þau geta
gert er að lagfæra gerviliðina með
því að sneiða af þeim ef þeir eru of
stórir."
Með þennan aðstöðuskort í huga
hefur dr. Burstein, í samvinnu við
dr. Donald Bartel og dr. Dean
Taylor, sem báðir eru verkfræð-
ingar við Cornell-háskóla, hannað
hugbúnað fyrir forrit til tölvu-
vinnslu á vali gerviliða, sem bráð-
lega á að standa sjúkrahúsum um
allt land til boða. Með því aö nota
þetta forrit getur bæklunarskurð-
læknir hannað þann gervilið sem