Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985
I IIV4I rVII\HyNMNNA
v
Háskólabíó:
TORTÍMANDINN
beri hita og þunga myndarinnar
á breiöum öxlum sínum þá er
þaö leikstjórinn, Jim Cameron,
sem er heilinn á bak viö hana.
Arnold segir aö þaö hafi þurft
ungan og djarfan leikstjóra eins
og Cameron til að gera mynd
eins og Tortímandann: nota
Arnold Schwarzenegger í kvik-
mynd án þess aö einblína á lík-
amsvöxtinn.
Cameron byrjaöi í ódýru
B-myndadeildinni hjá Roger
Corman og geröi skelfilegar
myndir eftir vinsælum formúl-
um. En þaö er liöin tíö og nú
horfir hann fram á viö. Þaö
fyrsta sem hann geröi eftir aö
Tortímandinn náöi hylli almenn-
ings í Bandaríkjunum var aö
skrifa framhaldið af First Blood
ásamt hetjunni sjálfri, Sylvester
Stallone. Heitir myndin Rambo
og var frumsýnd í maílok.
Úr Tortímandanum.
ÞAÐ mundi áreiöanlega æra
óstööugan ef ég færi aö skrifa
hér grein um vöðvabúntið Arn-
old Schwarzenegger, svo mikiö
hefur veriö ritað um hann á
undanförnum mánuöum. Laug-
arásbió sýndi nýlega Conan-
myndina númer tvö, en Há-
skólabíó mun næst sýna nýj-
ustu mynd hans, Tortímandann
(The Terminator).
Mynd þessi kom öllum á
óvart þegar hún var frumsýnd
síöastliðið haust, því hún var
frumlegri og naut meiri vin-
sælda en menn áttu von á.
Schwarzenegger er í titilhlut-
verkinu og hefur hann ekki ver-
iö talinn merkilegur leikari. En í
Tortímandanum segir hann ekki
meira en tuttugu orö; merkilegt
nokk. „Ég er ekki sólginn í langa
texta,” segir Arnold.
Tortímandinn er framtíöar-
sýn. Satt er þaö sem Arnold
hefur sagt, tortímandinn gegnir
ekki hlutverki sínu með málæði,
heldur meö ofsa og látum. Tor-
tímandinn er nefnilega hálfur
maður/hálft vélmenni, sem hef-
ur óstjórnlega löngun til aó
plamma á allt sem hreyfist.
„Þaö erfiöasta af öllu,“ segir
Arnold, „var aö sýna fram á aö
ég væri illmenni. Leikstjórinn
vildi láta þaö koma strax fram
aö ég væri þrjótur, meö þvi aö
iáta mig aka yfir leikfangabíl
barns, brjóta upp hurö og
skjóta saklausa húsmóöur á
grimmilegan hátt“.
Enda þótt Schwarzenegger
Sjaldgæf sjón: Arnold Schwarzenegger í fötum.
MADONNA
Einu sinni var þaö Bonny Tyler,
því næst Cyndi Lauper og nú Ma-
donna. Poppstjörnurnar svífa um
himingeiminn eftir taktföstu al-
manaki Þjóövinafélagsins.
Engin tónlistarkona nýtur meiri
hylli um þessar mundir en hin 26
ára gamia Madonna Louise Cicc-
one. Fyrir ári kom út platan Ma-
donna, sem seldist í meira en 3
milljónum eintaka, og síóan Like a
Virgín, sem hefur selst í enn
stærra upplagi. Hérlendis hafa lög-
in Material Girl og Crazy for You
heyrst eigi allsjaldan á öldum
Ijósvakans.
En þaö nýjasta hjá Madonnu er
aö leika í kvikmyndum. Þessar
myndir voru ekki frumsýndar fyrr
en þegar nokkuö var liöiö á þetta
áriö, en þær voru teknar áöur en
Madonna sló í gegn. Fyrst fékk
hún minniháttar hlutverk í ungl-
ingamyndinni Vision Quest, en þar
næst aöalhlutverkiö í nýjustu mynd
kvenleikstjórans Susan Seid-
elmans, Desperately Seeking
Susan, og hefur sú mynd notiö
mikilla vinsælda í Vesturheimi,
eins og nærri má geta.
f þeirri mynd gerir Madonna
stólpagrin aö sjálfri sér og ímynd-
inni sem skapast hefur kringum
hana. Þaö merkilega er aö hún
virðist hafa séö allt þetta fyrir. Ma-
donna leikur frjálslynda nútíma-
stúlku, einhvers konar hippa, sem
þvælist á milli gæja, og kann svo
sannarlega aó klæöa sig sér-
kennilega. — Hjó.
Madonna é móbile.
Laugarásbíó; Rhinestone:
STALLONE OG DOLLY
PARTON SYNGJA
Þegar þetta er ritaö um miöjan
júní er Sylvester Stallone aö setja
allt á annan endann heima hjá sér.
í maílok var frumsýnd nýja myndin
hans, Rambo, sem er framhaldiö
af First Blood. Myndin sú arna
þykir feiknalega vel gerö, ítalski
folinn er vinsælli en nokkru sinni
fyrr, enda slær myndin aösókn-
armet. En viö veröum aö bíöa til
haustsins eftir þeirri mynd, á meö-
an látum viö okkur nægja rúmlega
ársgamla mynd meö kappanum og
sveitasöngkonunni Dolly Parton.
Myndin heitir Rhinestone á
frummálinu og á sitthvaö skylt viö
Rhinestone Cowboy, því þetta eru
kúrekar nútímastórborgar. Stall-
one samþykkti aö leika í þessari
mynd því hann bara stóöst ekki
freistinguna: honum voru boönir
um þaö bil tíu milljón dalir, sem nú
oröiö eru meöallaun hjá kappan-
um fyrir hverja mynd. Hann er
löngu oröinn hæstlaunaöi leikarinn
í vesturheimi. Hann fékk aöra eins
summu fyrir aö leika í Rambo og
talsvert meira fyrir aö skrifa, leika
og stýra Rocky IV, sem veröur
frumsýnd síöar á þessu ári, og
hann fær 12 milljón dali fyrir aö
leika glímukappa fyrir Cannon-
fyrirtækiö i myndinni Over the Top.
Þess má geta aö til stóö aö hann
léki í Beverly Hills Cop, en lét hlut-
verkiö í hendur Eddie Murphys,
vegna ágreinings viö framleiöand-
ann.
Hiö óvenjulega viö Rhinestone
(gervi-demantur) er aö Stallone
gefst lítill tími til aö slást eöa boxa,
heldur gengur myndin út á þaö
hvort hann geti sungiö. Stallone og
Dolly Parton veöja um þaö hvort
hún geti kennt honum aö syngja.
Stallone segir aö þaö hafi veriö
miklu erfiöara aö standa uppi á
sviöi meö míkrófón í hönd og
syngja en aö standa í hringnum i
fjórtán lotur og boxa viö heimsins
höggþyngstu menn.
45. kvikmynd
Katharine Hepburn
Bandariska leikkonan Kathar-
ine Hepburn (f. 1907) lék nýlega í
sinni 45. mynd, sem heitir „Grace
Quigley". i henni fæst Hepburn
viö nokkuö sem margir veigra
sér viö aö tala um en er sífellt
oftar í fréttum; hvort enda beri líf
sitt meö viröuleik og taka meö
því forlögin í sínar eigin hendur.
Leikstjóri er Anthony Harvey og
sá sem leikur aöalhlutverkiö á
móti Hepburn er hjartaknúsarinn
Nick Nolte.
Þótt rétturinn til aö enda eigiö
líf á viröulegan máta sé aö mati
Katharine sérlega gott mál til aö
taka fyrir í kvikmynd er hún ekki
sérlega áhugasöm um þaö i
einkalífinu. „Dauöinn er óumflýj-
anlegur," segir hún. „Öll eigum
viö eftir aö deyja. Þú getur ekki
gert neitt viö því. Eg er á móti því
aö kvíóa einhverju. Þaö er
svoddan timasóun. Svo ég hugsa
ekki um þaó. Ég hugsa einfald-
lega ekki um þetta.“
Svo segir hún: „Dauðinn getur
komiö yfir mann hvenær sem er í
lífinu. Þegar þú nærö mínum
aldri fer fólk aö segja „hún getur
fariö hvenær sem er“. Kannski
fer ég þarna upp til Hamingju-
landsins og kannski ekki. Ég held
bara aö ég hlakki til svefnsins
langa."
„Grace Quigley" er mynd, sem
Hepburn hefur lagt sitt eigiö fé í
til aö hún mætti veröa aö veru-
leika. Hún haföi vitaö af handriti
hennar siöan 1973 þegar vinur
höfundarins fleygöi því yfir girö-
ingu leikstjórans George Cukors
í Hollywood. Hepburn var í heim-
sókn hjá Cukor vini sínum og
handritiö lenti bókstaflega viö
fætur hennar. Hún las þaö um
leiö og hún haföi tíma til og
ákvaö þegar aö láta gera mynd
eftir því. Árin liöu og loksins fékk
ísraelsmaöurinn Menahem Golan
hjá Cannon-kvikmyndafyrirtæk-
inu áhuga og hjólin tóku aö snú-
ast fyrir alvöru.
„Líf mitt hefur veriö eins giftu-
ríkt og hægt er aö hugsa sér,“
segir Hepburn. „Ég hef veriö svo
heppin. Hugsaöu þér aö þaö liöu
ekki nema um þrjár vikur frá því
aö ég hóf minn leikferil þar tíl ég
fékk hlutverk á Broadway. Ég
held aö ég hafi komiö fram á
réttum tíma. Guö einn veit hvaö
ég geröi ef ég ætti aö fara aó
leita mér aö vinnu núna í New
York. Heimurinn er allur annar en
hann var, allt hefur breyst."
— ai