Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985 Sjómannadaguriiw á Siglufirði: Höggmyndin Sfldveiði eftir Ragnar Kjartansson afhjúpuð HöGGMYNDIN Sfldveiði eftir Ragnar Kjartansson var afhjúpuð á Siglu- flrði á sjómannadaginn. Það var einn af elstu sjómönnum Siglflrðinga, Konráð Konráðsson, sem afhjúpaði styttuna. Gefendur styttunnar eru Verkalýðsfélagið Vaka, Þormóð- ur rammi, Sigló, ísafold, Spari- sjóður Siglufjarðar og klúbb- arnir Kiwanis, Lions og Rotary. Séra Vigfús Þór Árnason sókn- arprestur afhenti styttuna fyrir hönd gefenda og óttar Proppé bæjarstjóri tók við henni fyrir hönd bæjarfélagsins. Styttan stendur fyrir neðan kirkjuna á Lindarbraut, þar sem áður var Hótel Siglufjörður. Hátíðarhöld sjómannadagsins á Siglufirði fóru vel fram þrátt fyrir leiðindaveður og var þátt- taka mjög góð. Vígðir voru tveir kappróðrarbátar, Huginn og Muninn, sem Björgunarsveitin Strákar gaf. Að þessu sinni sigr- uðu landkrabbar í kappróðrin- um, Slysavarnakvennadeildin Vörn og starfsmenn Síldar- verksmiðju ríkisins. Sjómannamessa var í Siglu- fjarðarkirkju á sunnudaginn og síðan var hefðbundin dagskrá á hafnarbryggjunni. Sjómennirnir Konráð Konráðsson og Jóhannes Hjálmarsson voru heiðraðir. Vegna veðurs þurfti að flytja hátíðarhöldin að hluta til inn á Hótel Höfn og þar bauð Slysa- varnafélagið upp á kaffi að venju. Morgunblaðiö/Birgir Steindórsson Höggmyndin Sfldveiði eftir Ragnar Kjartansson. Við hlið hennar stendur Konráð Konráðsson sem afhjúpaði listaverkið. , PHIUPS TBXSIMSTOD: FRABÆR LAUSN FYRIR FYRIRTÆKID VIDSKIPTAVININN OG MG TBX símstöðvarnar frá Philips eru frábær tæki sem leysa símamál allra fyrirtækja og stofnana í eitt skipti fyrir öll. TBX er opin i báða enda, teygjanleg og stækkanleg i allar áttir eftir því sem þarfir á símaþjónustu aukast og breytast: — TBX hentar notendum með 16 til 900 sima og er laus við alla vaxtarverki. — Hægt er að tengja gömlu símana við TBX og bæta við nýjum. — Með forritun má laga TBX nákvæmlega að þörfum hvers notanda, t.d. banka, hótela, sjúkrahúsa og þjónustufyrirtækja. — Góð þjónusta tæknideildar Heimilistækja og lág bilanatíðni tryggir hámarks rekstraröryggi. Heimilistækí hf — TBX er tæknilega fullkomin og býður m.a. skammvalsminni, endurtekningu síðasta nú- mers og gjaldmælingu símtala. Hægt er að lá- ta símann ,,elta“ eiganda sinn, sýna að hann sé upptekinn og tenging við þráðlaust kallkerfi er einnig möguleg. TBX simstöðvar eru á hagstæðu verði og við er- um sveigjanlegir í samningum. Hafðu simasamband við tæknideild i gegnum TBX símstöðina okkar. Síminn er 27500. Tæknideild - Sætúni 8. Sími 27500. Sýningu Miriam Bat-Yosef lýkur 17. júní SÝNINGU Miriam Bat Yosef á Kjarvaisstöðum lýkur 17. júní. í vesturforsal Kjarvalsstaða sýnir Miriam Bat-Yosef (María Jósefsdóttir) hundrað verk sem eru þverskurður myndlistar hennar. Málverkin eru máluð á silki og annað efni; þar á meðal á pappír með klippimyndum. Þá eru á sýningunni silki- þrykkt veggteppi, málaðir hlut- ir og ljósmyndir af gjörning- um. Myriam er íslenskur ríkis- borgari; kom hún fyrst til ís- lands fyrir um það bil þrjátíu árum, þá gift Erró, og vorið 1956 hélt hún sína fyrstu sýn- ingu á íslandi. Síðan þá hefur Myriam haldið sýningar víða um heim. Hún er nú búsett í París. Nýr bækl- ingur á ensku um Geysi GEYSISNEFND hefur nú nýlega geflð út bækling á ensku um Geysi í Haukadal. Bæklingur sá sem Geysis- nefnd gaf út á íslensku árið 1964 og á ensku þremur árum síðar, hefur verið ófáanlegur um nokkurra ára skeið. Höf- undur þess bæklings var. dr. Trausti Einarsson. Geysisnefnd þótti ekki vansalaust að enginn bækling- ur væri til fyrir erlenda ferða- menn um þennan hver og því var ráðist í útgáfu þessa. I bæklingnum er ágrip af sögu Geysis og jarðfræði svæðisins umhverfis. Þá er einnig leitast við að skýra eðli goshvera, efnafræði vatnsins o.fl. Að síð- ustu er listi yfir hveri, örnefni og jurtir sem finnast innan jarðhitasvæðisins. Bæklingur- inn er litprentaður í Odda hf. Dreifingaraðili er Ferða- skrifstofa ríkisins. Formaður Geysisnefndar er Runólfur Þórarinsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. (tlr rrétutilkjnningu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.