Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985
......... -—-r ...... ..
B 21
Góði vinur, ég á ekki peninga
en ég get gefið þér góð ráð, sagði
góðviljaði maðurinn við þann
hlanka er var að betla og barma
sér. Og sá auralausi svaraði með
fyrirlitningu: Ef þú átt enga
peninga, þá reikna ég varla með
því að ráð þín séu þess virði að
hlusta á þau.
Þessi gamla skrýtla skýst af
einhverjum ástæðum fram í
hugann og ætti vitanlega að vera
aðvörun um að fara ekki að ráð-
leggja blönkum og skuldugum,
sem eru víst æði margir um
þessar mundir. Enda Gáruhöf-
undur lítill fjáraflamaður. Góðu
ábendingarnar beinast fremur
að því að haida sálarheill sinni i
baslinu. Og hér koma þær hvort
sem einhver vill eður ei. Alltaf
má hætta að lesa.
Heillaráðið kemur raunar frá
dæmigerðum ungum hjónum,
sem í fyrra keyptu sér sína
fyrstu íbúð og eru að basla við að
borga lánin ásamt öllu öðru sem
til þarf í heimili. Þau hafa tekið
tæknina í sína þjónustu, keypt
sér tölvu þar sem bæði skrifa
mikið, bréf, greinar og skýrslur,
og hagkvæmt að gera það heima.
Og inn í tölvuna eru þau svo búin
að setja allar sínar greiðsluáætl-
anir og skuldbindingar fram i
tímann, ásamt áætluðum út-
gjöldum við heimilishald og ann-
að. Þarna er því svart á hvítu,
eða öllu heldur grænt á skermi,
áætlunin sem þau hafa gert um
það hvernig þau ætla að eiga
fyrir greiðslum af íbúðinni og
lifa jafnframt af launum sínum.
Slíkt hlýtur hver og einn að gera
sér einhverja hugmynd um áður
en í kaup er ráðist, eða hvað?
Þýðir ekkert að gera áætlanir,
allt verðlag breytist, segja sumir
að vísu og bíða örlaga sinna með
harðan hnút í maganum af
kvíða. Allar slíkar breytingar
færa þessi ungu hjón inn í tölv-
una sína og hún reiknar snarlega
út og kemur með nýja áætlun
með áorðnum breytingum. Þegar
tilkostnaður við daglegt heimil-
ishald eykst, þarf auðvitað að
gera ráð fyrir að það höggvi
meira í tekjurnar og minna verði
afgangs í annað. Slíkt vill gjarn-
an læðast að fólki og kemur svo
á óvart hve hratt peningarnir
fara. Um daginn þegar landbún-
aðarafurðir hækkuðu, mátti
færa það inn. Eða þegar fram-
færsluvísitalan hækkaði í maí-
mánuði um 1,85%, sem mun gera
24,6% í árshækkun ef það helst.
Þetta er fært inn (breytt aftur ef
hækkunin verður minni síðar á
árinu) og það heggur vitanlega
skarð í útgjaldadálkinn. En þeg-
ar kauphækkanir koma eins og
3% launahækkunin 1. júní sl. og
er færð inn, þá reiknast það á
alla mánuðina sem eftir eru og
eykur það fé sem verður til
ráðstöfunar. Ef við segðum nú
að verkalýðshreyfingin hefði
tekið tilboði VSÍ upp á 18—24%
launahækkun næstu 13 mánuði
(eins og þeir reiknuðu það í blöð-
um) þá hefði sú búbót komið inn
í mánaðarlegar ráðstöfunartekj-
ur á rúmu ári. Nú kann að koma
önnur tala til hækkunar fram til
áramóta. Með því að færa allar
slíkar breytingar inn í tölvuna
liggur ný raunhæf greiðsluáætl-
un fyrir um leið.
Fólk veit þá á hverjum tíma
fyrirfram á hverju það á von og
á hvaða tíma. Fyrrnefndu ungu
hjónin segja mikinn mun að vita
með góðum fyrirvara hvort þau
muni eiga fyrir afborgunum af
lánum eða hvort þær næstum
detta niður á kollinn á þeim eins
og akarnið á risann. Eða hvort
þörf er á að að gera einhverjar
aukaráðstafanir til að svo geti
orðið. Fólk haldi sæmilega sál-
arró í stað þess að verða fyrir
skyndiáfalli þegar rennur upp
fyrir því að nú er kominn gjald-
dagi á víxil eða reikning sem
ekkert hefur verið hugsað fyrir.
Ekki þurfi alltaf að vera með
kvíða innan í sér um að maður
gleymi einhverju, þetta og hitt
hafi komið sem ekki var reiknað
með. Auðvelt að setjast við tölv-
una, framkalla upplýsingarnar
og segja sem svo: þessu höfum
við alls ekki efni á, en þetta get-
um við leyft okkur.
Og breytir það í rauninni ein-
hverju? Jú, sumarleyfið er farið!
Má ekkert kosta og við vitum
það með góðum fyrirvara, segja
þessi hjón. Ætlum bara að aka á
góðan stað með barnið í tjald,
kannski austur í Skaftafell ef
óhætt verður að treysta bíl-
skrjóðnum svo langt. Annars
eitthvað styttra. Útgjöld á þessu
stigi ganga ekki upp nema eitt-
hvað óvænt komi upp á og þá
sjáum við strax ef vænkast hag-
ur Strympu. Eins og er mundi
það bara kosta streitu og
áhyggjur seinna á haustinu þeg-
ar bjarga þyrfti afborgun af
einni skuldinni ef við förum að
eyða nokkru nú. Við höfum valið!
Nú eiga ekki allir svona fína
heimatölvu. Þessi hjón gerðu það
upp við sig að hún mundi spara
þeim svo mikla vinnu að borgaði
sig að leggja í kaup á henni um-
fram flest annað. Varla borgar
sig þó fyrir alla að fjárfesta í svo
dýru tæki, sem með prentara fer
eflaust upp í 70—80 þúsund
krónur. Að minnsta kosti ekki
fyrir áætlunargerðina eina og
heimilisbókhaldið. En maður
þarf heldur ekki einkatölvu til
þess. Ráðgjafastofnanir ættu að
geta veitt þessa þjónustu og gera
það vísast að setja útgjöld við-
skiptavinarins og tekjurnar í
tölvu og halda greiðsluáætlun í
réttu formi á hverjum tíma. Ef
þær gera það ekki, þá hlýtur
þessi þjónusta að vera rétt
ókomin, svo einföld sem hún er
og svo margir sem þurfa á henni
að halda. Eflaust tímaspursmál
þar til svo verður.
Sparnaðaráætlanir eru svo
sem ekki nein ný bóla á voru
landi, þótt lítið hafi víst verið
um þær um sinn. Voru til fyrir
tölvuöld. Skáldið Jónas Hall-
grímsson hafði víst ekki úr
miklu að spila, en hann tengdi
eins og ungu hjónin saman
ferðalög og blankheit í ljóðinu
Sparnaður:
I5g er kominn upp á það,
— ailra þakka verðast, —
að sitja kyr á sama stað,
og samt að vera að ferðast.
Ef enginn talar orð við þig
— á það skylduð hlýða! —
Þá er að taia við sjálfan sig,
og svo er um það að ríða.
Kaffísala
Geðhjálpar
GEÐHJÁLP verður með kaffisölu
17. júní í Veltusundi 3b. Þar verður
mikið af kökum og áleggi á borðum
ásamt kaffi frá kl. 15 til 19. Spilað
verður á hljóðfæri og sungið, tekið f
spil og spjallað saman.
í frétt frá Geðhjálp segir m.a.:
„Við viljum eindregið hvetja alla
velunnara Geðhjálpar til að líta
víð og fá sér kaffi. Mikið starf er
nú unnið á vegum Geðhjálpar og
má þar nefna opið hús 5 sinnum í
viku og svo símaþjónustuna, sem
margir notfæra sér. Allt þetta
kostar mikla peninga, því vonumst
við eftir að sjá sem flesta."
ióaf
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
f
l:
QOjl
SNKMJGUR
VARSTUl
vf !
G3 L
FRONT LOAOíNG
/?•• 18
m . m ■- m , ■ 4 m\ m.
CXJTTT I
« ■ m é m a •to mv. m-
(i i r~n »
:.?T
BIM
Fullkomið SHARP videotæki á 35.890. - stgr..
Loksirts kemur tækifærið sem þú hafðir vit á að bíða eftir:
NokkurSHARP VC-481 videotæki á hlægilega lágu tilboðsverði.
Nú verðurþú að hafa hraðann á nema að þú elskir nágrannann mjög heitt.
Þú geturþá kannski heimsótt hann og nýja SHARP videotækið hans á
morgun (með spólu í vasanum).
m Framhlaðið m Kyrrmynd með lágmarks truflun m Sjálfvirkspilun spólusem
upptökulás erbrotinn úr m Leitar sjálfkrafa að myndáspólu m Myndleitun (x10)
íbáðaráttir m 7 daga upptökuminni m Stillirfyrir myndskerpu m Spólar
sjálfkrafa til baka m Stórir litaðir hnappar sem auðvelda notkun
m 8 liða þráð-fjarstýring m Verð aðeins
35)890.- stgK
eða 6000.- kr. útborgun og eftirstöðvar á 6 mánuðum!
um
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999