Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 16. JÚNÍ 1985
fclk í
fréttum
Nýstúdentar 1985
Kristinn Olafsson
Morgunblaðid/Bjarni
KRISTINN
ÓLAFSSON MS:
MaÖur upp-
lifir margt
á mennta-
skólaárunum
ÞESSI síðastliðnu fjögur ár hafa
ekki verið strembin en þó er gott
f að vera laus. Fyrsta veturinn
hugsaði ég lítið um námið, en sið-
ustu tvö árin hef ég haidið mig
betur að skruddunum. Jafnframt
skólanum var ég í tónlistarnámi
og einnig vann ég með skólanum.
I MS var afar blómlegt félagslíf
og ég upplifði sífellt eitthvað nýtt
og kynntist fjölda fólks. Þegar fé-
lagsstarfið er svona öflugt ætti að
vera auðvelt að gleyma sér í því en
námsaðhaldið er það mikið að
slíkt gerist ekki.
g Um þessar mundir vinn ég í
Hlaðgerðarkoti, en næsta haust
reyni ég við sálarfræði í háskólan-
um. Eg veit harla lítið um námið
en ef mér líkar það vonast ég til að
ljúka þaðan prófi. Hvað síðan tek-
ur við er á huldu. Að vísu væri
gaman að skoða sig um í heimin-
um, en hvort ég hef tíma til þess
jt verður að koma í Ijós.
Morgunblaðid/Þorkeli
Ása Richardsdóttir
ÁSA RICHARDS-
DÓTTIR MK:
Kom með
rjóma
í stað
flórídana
„MÉR ER ÞAÐ vissulega léttir að
ollum próflestri er lokið a.m.k. í
bili. Mér finnst æðislegt að geta
gert það sem ég vil þegar ég á frí,
án þess að fá samviskubit yfir að
vera ekki að lesa.
Þessa stundina eru stóratburðir
eins og dimmisjón og útskrift mér
efst í huga frá árunum í MK. Þó
held ég að smærri atvik eins þegar
ég kom með rjóma í nesti í stað
flóridana eigi eftir að ylja mér
þegar frá líður.
Næsta árið vinn ég sem skrifta
hjá sjónvarpinu. Síðan langar mig
í nám í alþjóðatengslum og fjöl-
miðlafræði en það er samt ekki
alveg ákveðið.
Minn helsti draumur í lífinu er
að verða hamingjusöm og geta
starfað við það sem ég hef áhuga
á. Varðandi þjóðhátíðardaginn
vona ég að allir geri sér glaðan
dag, en endi þó ekki daginn ein-
hvers staðar úti í móa.“
Morgunblaðið/Bjarni
Kagnar Finnbogason
RAGNAR
FINNBOGASON MH:
Leyfum
grínista
a
vinnustöðum!
ÞAÐ HEFÐI verið bagalegt að ná
ekki stúdentsprófum, en þar sem
þetta tókst allt saman er ég mjög
ánægður.
Mér leið mjög vel í MH og átti
þar margar ánægjulegar stundir.
Þorvarður Helgason var minn
uppáhaldskennari og gerði ítrek-
aðar tilraunir til að ala mig upp.
Eitt af þvi fáa sem honum tókst að
koma inn fyrir mína höfuðskel
voru nokkur þýsk klámyrði!
Það er enn á huldu hvað ég ætla
að gera í framtíðinni, en til að
byrja með fer ég líklega I háskól-
ann til að standast samkeppnina á
vinnumarkaðinum síðar meir.
Draumastarfið er að ferðast mik-
ið, en fá góð frí á milli til að læra
tungumál og jafnvel slípa til þýsk-
una mína!
Að lokum óska ég íslensku þjóð-
inni til hamingju með daginn og
vona að lögfest verði leyfi til að
grínast á vinnustöðum."
Skúli Valberg Ólafsson
SKÚLI VALBERG
ÓLAFSSON MA:
Þýðir ekki
að væla
EINI NÝSTÚDENTINN sem ekki
verður með hvítan koll þegar blaðið
kemur út er Skúli Valberg Ólafsson,
nemi í Menntaskólanum á Akureyri.
„Það er venja að útskrifa stúd-
enta 17. júní og í ár verður ekki
brugðið út af þeim vana. Það er
fínt að vera búinn og tíminn frá
síðasta prófi að brautskráningu er
fljótur að líða við glaum og gleði.
Það er góður andi í MA og sam-
stæður hópur sem útskrifast í
þetta sinn. Við félagarnir tókum
þá stefnu að hafa einkunnirnar í
lægri kantinum en eignast þess í
stað betri minningar frá skólaár-
unum og eigum án efa eftir að
sakna gamla skólahússins . En
Gamla Skóla sjáum við aftur,
a.m.k. þegar við verðum tíeyr-
ingar, þ.e.a.s. á tíu ára stúdents-
afmælinu 1995!
Næsta haust stefni ég á Háskóla
Islands í tölvunarfræði eða fög
skyld henni, en draumurinn er að
komast til Bandaríkjanna og ef
það á að takast þýðir ekkert vol
heldur að hella sér út í lífið."
sólveig Pálsdóttir Mortfunblaðið/Júlíus
SÓLVEIG
PÁLSDÓTTIR FG:
Læri nudd
„ÞAÐ ER gaman að vera búin med
prófin, og geta farið að snúa sér að
einhverju öðru . Fjölbraut Garða-
bæjar er rólegur skóli, ekki of marg-
ir nemendur og allir þekkja alla.
Stundum var þó of rólegt hjá okkur
að mínu mati, því félagslífið var
dauft, fyrir utan starfsemi málfunda-
félagsins.
Næstu tvö og hálft ár fara í að
læra nudd sem ég get lært hér á
landi. Hvað síðan tekur við er
óráðið og ég hef enga stóra
drauma þar að lútandi. Það er
alltaf nóg að gera í nuddinu og ég
geri ráð fyrir að halda mig að því.
Ég óska fólki velfarnaðar á
þjóðhátiðardaginn og vona að allir
hafi það gott, sjálf ætla ég í bæinn
að skoða mannlífið."
Hákon Sigursteinsson
HÁKON SIGUR-
STEINSSON FA:
Nýt þess að
vera búinn
og sjá
eitthvað nýtt
„ÞAÐ ER viss pressa að vera í
stúdentsprófum og ég er feginn að
henni er lokið. Ég kunni ágætlega
við mig í Fjölbrautaskólanum á
Akranesi, þar er góð kennsla í
flestum fögum og nokkuð aðhald,
sem verður að vera.
Ég upplifði ýmislegt á þessum
fjórum árum sem ég var í skólan-
um og hefði ekki viljað missa af
því, þó að ég hafi verið orðinn ansi
leiður undir lokin. Að mínu mati
eru fjögur ár of langur tími sem
undirbúningur að stúdentsprófi og
ef hægt er að læra meira á þremur
árum erlendis, eins og víða er, þá
held ég að ætti að stytta skóla-
gönguna.
Ég ætla að taka mér frí frá
námi næsta ár og vinna, því ég
veit ekki hvað mig langar til að
gera. Stefnan um þessar mundir
er að njóta þess að vera orðinn
stúdent og sjá eitthvað nýtt.
Morgunblaðið/Friðþjófur
Sigurgeir Kristjánsson
SIGURGEIR
KRISTJÁNSSON FB:
Vona að allir
verði rólegir
og kurteisir
í umferðinni
MÉR líður afskaplega vel að hafa
lokið þessum áfanga, sem að minu
mati er þó nokkur.
Þegar ég byrjaði í Fjölbrauta-
skóla Breiðholts var ég afskaplega
móttækilegur fyrir öllum stefnum
og straumum, sem eru allt í kring-
um mann,- i bókum, blöðum eða
tali fólks. Ég skipti um skoðun
næstum daglega á öllum hlutum!
Eftir skólagönguna i FB tel ég
mig hafa aðeins betri hæfileika til
að vega og meta hlutina og ég er
þrjóskari við að skipta um skoðun.
Það er margt gott fólk í fjöl-
brautaskólanum og ýmislegt á
döfinni, skólinn er stór og þangað