Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1985 B 11 hann þarfnast á tölvuskermi, og ’irni leið „farið yfir" öll atriði að- gerðarinnar sem framundan er. jt;i' í skurðstofunni opnar Wilson mjöðm Stones og lyftir upp bein- enda með áföstum vöðvum til að geta skoðað liðinn og efri hluta i lærleggsins. Kúlan og liðskálin í mjöðminni sjást greinilega. Þau eru mjög afmynduð. Kúlan og efri hluti beinsins eru fjarlægð, svo sést inn í liðskálina. Vegna af- myndunarinnar verður skurð- læknirinn að stækka liðskálina, skafa hana út og víkka hana. Svo verður hann að byggja upp skál- arbarminn með bein-ígræðslu, og til þess notar hann efni úr ónýtu liðkúlunni sem hann festir með pinnum. Aðgerðin tekur tíma. Loks er plast-liðskálin límd föst, og með miklum erfiðleikum er stautnum komið fyrir í göngum lærleggsins i; og honum fest þar, en þar með lýkur ígræðslunni. Wilson snýr kúlunni varlega í liðskálinni og lyftir fótlegg Stones til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Þegar hann er sannfærður um að svo sé er farið að loka skurðinum. Fyrstu átta klukkustundirnar eftir aðgerðina eru Stone erfiðar. r Hann hefur mikla verki og man ekki lengur hvernig á að taka þeim. Það eru liðin þrjú ár frá því hann gekkst síðast undir meiri- háttar aðgerð, og hann er kominn úr æfingu. Hann heitir sjálfum sér því að það verði ekki svona slæmt eftir síðari aðgerðina í næstu viku. I næstu viku verði hann viðbúinn. Tveimur dögum eftir aðgerðina er hann nokkurnveginn búinn að ná sér, stundar viðskiptin gegnum síma úr sjúkrarúminu, grínast og rabbar við hjukrunarfræðingana og við Wilson, sem hann hefur kallað „chief" í þessi 23 ár sem Wilson hefur annast hann. Hann nýtur stuðnings fjölskyldunnar, sem situr hjá honum: foreldrar hans, 14 ára bróðir hans, unnust- an Lori Gilmore. Hann segir þeim að hægri fótleggurinn sé nú orð- inn mörgum sentimetrum lengri en sá vinstri. Þetta lagist svo með seinni aðgerðinni. „Ég verð stærri en þú,“ segir hann stríðnislega við yngri bróður sirin. Síðari skurðaðgerðin á Stone er í aðalatriðum eins og sú fyrri. Og í þetta sinn gengur ígræðslan snurðulaust. Stone er vakandi all- an tímann sem aðgerðin stendur, í fimm klukkustundir, og í þetta skipti veit hann hvernig á að bregðast við kvölunum. Fjórum dögum síðar tekst hon- um með hjálp sjúkraþjálfara að ganga i göngugrind eftir endilöng- um gangi sjúkrahússins og til baka til herbergis síns. Hann hef- ur nú hækkað um tíu sentimetra, ,,,væri orðinn 175 sentimetrar ef hann gæti staðið uppréttur, og iijaýtur þess í fyrsta skipti að geta horfzt í augu við aðra eftir að hafa alla sína ævi horft aðeins á skyrtuhnappa eða í hæsta lagi hökur. Það er ánægjuleg tilfinning að geta hreyft sig þótt hann þurfi að haltra, og hann er þegar farinn að hlakka til þess aukna frjáls- ræðis í hreyfingum sem hann hlýtur eftir aðgerðimar á fótum hans. L Þessi hreyfanleiki er honum af- ar mikils virði. Hálfum mánuði i(( eftir síðari ígræðsluna fer hann heim til Hazlet, New Jersey, og n mánuði síðar snýr hann aftur til t sjúkrahússins til að gangast undir enn eina aðgerð, í þetta skipti til Ö að styrkja lærlegginn á ígræðslu- t staðnum. Næstu skurðaðgerðir gibíða hans svo eftir ár, en hann hefur margt á prjónunum, fyrir sálfan sig, fjölskylduna, fyrirtæk- ið; og áætlanir um fyrirlestra hjá öðrum liðagigtarsjúklingum. Hann langar til að sýna þeim árangurinn af langri baráttu -(' sinni. Allar þessar fyrirætlanir 6 hans byggjast á því að hann geti hreyft sig, og það gerir einnig eitt -C enn sem hann hefur í huga. „Einhverntíma á næstunni," segir hann, „ætla ég að dansa við Lori.“ nt. (Heimild: The New York Times.) HUGBÚNAÐINN hvar sem hann er aó finna! Þessari auglysingu er ekki ætlað að sannfæra þig um að Skrifstofuvélar eigi undantekningarlaust besta og heppileg- asta hugbúnaðinn. En hún er eindregin hvatning til þín um að veUa hugbúnað af ýtrustu kostgæfni og kaupa einungis það besta - hjá okkur eða öðrum. Tölvudeild okkar er vel í stakk búin til þess að ráðleggja þér um val á hugbúnaði. Þar vinna sérfræðingar í ráðgjafar- og þjónustustörfum, kerfisfræðingarog tölvunarfræðingarsem velja allan þann hugbúnað sem Skrifstofuvélar hafa á boðstólum. Þeirvita að rangurhugbúnaðurgeturhreinlega skaðað rekstur fyrirtækis þíns á sama hátt og réttur hugbúnaður er því ómetanleg lyftistöng. Tölvudeild Skrifstofuvéla hefur mótað ákveðna stefnu um ráðgjöf og þjónustu á sviði hugbúnaðar. Sú stefna er mörkuð með það að leiðarUósi að eiga sem oftast samleið með íslenskum fyrirtækjum í tölvuhugleiðingum. Hugbúnaður okkar fyrir PC-tölvur: Microsoft Multiplan Kerfi til áætlunargerðar og útreikninga Með þessu forriti framkvaemirðu útreikninga sem áður tóku e.tv. nokkra daga á nokkrum minútum. verð kr. 8.800 Chart Petta forrit setur talnauppiýsingar fram i myndrænu formi og getur lesið talnarunur beint úr Multiplan og öðrum forritum. Tekur alla islenska stafi Verð kr. 10.150 word Ritvinnslukerfi eins og þau verða best. Leiðréttingar. brevtingar, leit, og að sjálfsögðu ritunin sjálf eru leikur éinn Verð kr. 16.800 Project Verkáætiunarkerfi. ómissandi fyrir bá sem vi|ja láta hlutina ganga upp á réttum tima. Hægt að siá á stundinni hvernig verk stendur, ásamt kostnaðaryfirliti. Komi upp óvæntir hlutir, áns og verkföll. fridagar o s.frv., sér forritið um að endurreikna allt á augnabliki og koma með nyja stöðu. Verð kr. 11.500 Öll forritln frá Microsoft geta unnið saman ef óskað er Skrifstofuvélar hf. eru einkaumboðsaðili á Islandi fyrir Mlerosoft og Ashton Tate Ashton Tate Framewonc Fimm forrit ofin saman i eina heild; áætlanagerð, ritvinnsla, graphics. gagnagrunnur og samskiptaforrit Öll forritin geta unnið saman eða sjálfstætt á miklum hraða Tekur alla Islenska stafi. Verð kr. 28.900 dBASE III Cagnagrunnsforrit til að skrifa I forrit Bvggt á dBASE II sem frá upphafi hefur verið mest selda forrit sinnar tegundar i heiminum Ceysiöfiugt og auðlært forrit Sérhannað fyrir hina nýju kynslóð 16 bita tolva. verð kr. 27.000 íslensk forrit Að sjátfsögðu bjóðum við einnig hin hefðbundnu viðskiptafornt, svo sem: • FJárhagsbókhald • Sölubókhald • Vlðskiptamannabókhald • Launabókhald • Blrgðabókhald • Fymingar á fastelgnum ásamt sérhönnuðum hugbúnaði fvrir: • Útrelknlnga á framlegð • Toiiskýrsiugerö og verðútreikninga • Lækna, lögfræðinga o.fl. starfsstéttir Hugbúnaðurinn skiptir höfuðmáli! £ % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.