Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 25
Noregun
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985
B 25 v.
Verkfall á
borpöllum
Osló, 14. júní. AP.
VERKAMENN á nmni hreyfanleg-
um olíuborpöllum hófu verkfall í
fyrradag og á laugardag var vinna
lögð niður á öðrum tíu.
Ekki er enn ljóst hve mikil áhrif
verkfallið mun hafa á olíu- og
gasvinnslu Norðmanna, sem í
fyrra nam jafngildi 61,2 milljóna
tonna. Annað kvöld hefst samúð-
arverkfall á öllum olíuborpöllum
við Noreg og á að endurtaka það í
sólarhring annan hvern dag. Til
verkfallsins var boðað eftir að
samningaviðræður fóru út um
þúfur sl. fimmtudagskvöld en
vinnuveitendur bjóða 5,7% kaup-
hækkun en verkalýðsfélögin fara
fram á 6,9% hið minnsta. Vinnu-
máladómstólnum í Noregi hefur
verið falið að skera úr um hvort
verkfallið sé löglegt.
Ólsó:
Bænahús
skemmdist
í sprengingu
Ósló, U. júní. AP.
MIKIÐ tjón varð á bænahúsi mú-
hameðstrúarmanna í Ósló, þegar öfl-
ug sprengja sprakk þar í morgun.
Pakistönsk kona sem bjó í húsinu
fékk taugaáfall og hlaut lítils háttar
meiðsli.
Bæði kjallari og jarðhæð húss-
ins skemmdust verulega og allar
rúður brotnuðu í húsinu.
Hálftíma eftir að sprengjan
sprakk, hringdi ungur maður, sem
ekki sagði til nafns, í Óslóarblaðið
Verdens Gang og kvað nýnasista-
hreyfingu landsins bera ábyrgð á
sprengingunni.
Lögreglan kvaðst enga hug-
mynd hafa um, hver þarna hefði
verið að verki.
Málverk
eftir Rubens
eyðilagt
ZUrich, 14. júní. AP.
VESTUR-Þjóðverji hefur játað að
hafa sl. fimmtudag kveikt í og eyði-
lagt málverk Peters Paul Rubens af
Filipusi 4. Spánarkonungi frá 16. öld
í því skyni að vekja máls á umhverf-
ismengun.
Listaverkið var geymt Kunst-
haus Museum í Zúrich, og lýstu
forsvarsmenn safnsins yfir þvf að
skemmdarvargnum hefði tekist að
gjöreyðileggja myndina, áður en
öryggisverðir komu á vettvang.
Framkvæmdastjóri safnsins
kvað málverkið vera metið á jafn-
virði um 820 milljónir íslenskra
króna, en listfræðingur, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, hélt því
fram að verkið væri ekki svo mik-
ils virði, enda væri það ekki meðal
frægustu verka Rubens.
A morgun er
soía út - fara í bæinn
og kaupa blöðru
-en í kvöld bjóðum við upp á hressilega skemmtun
í tilefni morgundagsins þar sem
plötusnúðarnir fara á kostum í búrum sínum og stuðið
verður óslitið allt kvöldið.
Sjáumst hress í Klúbbnum í kvöld.
Húsið opnað kl. 22:30 og dansað til kl 03:00.
Snyrtilegur klaeðnaður.
MHj:t:ilj;ji7ifl
STAÐUR ÞEIRRA, SEM AKVEÐNIR ERU I ÞVl AÐ SKEMMTA SÉR
j jps.1 leið og við
iyí óskuin landsmönnum
til haming.iu með morgun-
daginn þá minrum við á
að skenmt i si aðurirr
Sigtún vei'Í'Ur opin :f kvcjd
t.i3 k i 't/ eftir n : ðrcthi.i .
s ,i á 1 f s ö g ðu m«?t j: •
YÍiansflokkur frá
dansný.jnng Kollu á
svæðið með ný.jastá
smellin,.
Sjáumst öll hress cg kát
í þjóðhátíðarskapi
SJmut
HOLUAAIOOD
í FULLU FJÖRI Á SUNNUDEGI
Nú undirbúum viö okkur undir stórhátíöina á morgun
allir í sólskinsskapi. Viö rifjum upp gömlu góöu lögin frá
sl. sumri.
Hollywood Models meö tískusýningu frá
Buxnaklaufinni, Laugavegi 44.
Opió til kl. 3. Miöaverð kr. 200.
SJÁUMST HRESS
MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ
íslendingar allir til hamingju meö daginn, þaö veröur
sannkölluö stemmning á þjóöhátíöarkvöldi í Hollywood.
Strandastrákarnir mæta meö óvænt atriöi.
Viö munum kveöja stelpurnar átta í Stjörnukeppni Hollywood
en þær halda til Ibiza 19. júní.
Allar stúlkur fá blóm í barminn frá Stefánsblómum.
Fyrir utan veröur til sýnis glæsibifreiö aöalvinningur i Stjörnu-
keppni Hollywood, Daihatsu Charade Turbo.
Allir eru stjömur í
H0LUW00D