Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
Rætt við Kristinn Siggeirsson bónda og félaga í björgunarsveitinni Kyndli
Félagar úr björgunarsveitinni Kjwdli á Kirkjnbcjarklaustri i leið um Eldgjá.
Selveiðimenn vaða f óe i leið beim úr veidiför.
Þeir draga skinnin i eftir aér í vatninu.
Björgunarsveitamenn í Rauðabergsós að flytja dót úr fKreyskum bát
sem strandaði i Kálfafellsfjöru á Skeiðarársandi.
Björgunarsveitir hafa þýð-
ingarmiklu hlutverki að
gegna hjá þjóð sem byggir
strjálbýlt land og erfítt yf-
irferdar. Þó almenningur
á íslandi hafí sjaldnast
talið eftir sér að koma til
hjálpar hvar sem þess er
þörf er ómetanlegt að
hafa á að skipa þrautþjálf-
uðum mönnum sem eru
vanir erfíðum fjallaferðum
og hverskyns vosi og
volki. Það er oft erfiðleik-
um bundið fyrir menn að
gefa sér tíma frá brauð-
stritinu til að sinna björg-
unaræfíngum upp í fjöll-
um og vera ávallt reiðu-
búnir til hjálpar sé þess
þörf.
í sveitunum milli sanda er oft
þörf vaskra manna þegar skips-
strönd verða eða önnur slys og
óhöpp. Á Hörgslandi á Síðu býr
Kristinn Siggeirsson sem um ára-
tuga skeið hefur staðið framarlega
í flokki þeirra sem lagt hafa stund
á ferðir um fjöll og firnindi sem og
sandauðnir í misjöfnum veðrum.
Einn sautján samstarfsmanna
hans í björgunarsveitinni Kyndli
lýsir honum sem “hörðum jaxli“.
Þegar blaðamaður Mbl. átti tal
við Kristinn fyrir skömmu var
hann nýlega kominn úr langri
fjallaferð, hafði tekið að sér að
fylgja fólki úr Reykjavík á ferð
þess um hálendið þar eystra. Slík-
ar ferðir eru honum daglegt
brauð. Kristinn segist ungur hafa
farið að stunda fjallaferðir meðan
hann var enn í föðurhúsum, en
hann er sonur Siggeirs Lárusson-
ar bónda á Kirkjubæjarklaustri og
konu hans Soffíu Kristinsdóttur.
Skipströnd á
söndunum
„Við í björgunarsveitinni
Kyndli höldum nokkrar æfingar á
ári og förum vetrarferð árlega,"
segir Kristinn. nÞað hefur þó
nokkuð oft þurft að grípa til
björgunarsveitarinnar.” Kristinn
segir sér minnisstætt þegar vél-
báturinn Þórunn Sveinsdóttir
strandaði á söndunum þar eystra
árið 1980: „Þetta var að vetri til,
voðalegt veður, vitlaus skafbylur.
Við sáum mjög lítið eða ekkert á
köflum þegar við vorum á leið
austur á Skeiðarársand til að
komast á slysstað, við vorum lengi
að komast þangað. Við drógum sex
menn á línu í land og það gekk allt
mjög vel. í fyrravor strandaði hér
færeyskur bátur, það var á miðj-
um sauðburði, milt og gott veður.
Við vorum tiltölulega fljótir á
vettvang þegar við vissum hvar
skipið var. Strandlínan er löng og
Það er oft erfitt að fá staðar-
ákvörðun á slysstað nema þaö séu
stór skip úti fyrir sem geta miðað
strandaða skipið út. Miðunarstöð
er hér austur á Skeiðarársandi.
Það skiptir miklu máli fyrir okkur
Kristinn Siggeirsson bóndi
f Hörgslandi á Síðu.
í björgunarsveitinni að fá að vita
hvort skipið sé strandað austan
eða vestan við Nýós sem er einn
þriggja ósa þarna, hinir eru
Hvalsíki og Rauðabergsós. Ef
strandið er vestan við Nýós þá
verðum við að fara niður hjá
Sléttabóli og niður að Hvalsíki, ef
I það er austan við Nýós þá verðum
1 við að fara austur á Skeiðarársand
! og þar fram úr og síðan vestur
I fjörur. Þessi tvö strönd sem ég
I ræddi um áðan voru bæði austan
við Nýós. öræfingar koma alltaf
líka þegar slys verða á þeim slóð-
: um. Það er hjálpast að eins og
! einn maður þegar út í slikar að-
gerðir er komið.
Skipakirkjugarður
Það má segja að það sé skipa-
kirkjugarður hér í Meðallandinu
og austurúr. Það strandaði svo
mikið af skipum hér í gamla daga
og á stríðsárunum. Það strönduðu
oft tveir eða þrír togarar á ári
hérna i Meðallandinu. Björgun-
arsveit hefur verið starfrækt hér
lengi. Slysavarnafélagið gegnir
lykilhlutverki þegar strand verð-
ur, kallar út björgunarsveitirnar.
Formaður Slysavarnarfélagsins
hringir í stúlkurnar á símstöðinni
á Klaustri og þær „ræsa menn út“
í hvelli. Þær hafa lista yfir menn í
björgunarsveitinni og í þá er
hringt hvenær sólarhringsins sem
er. Þeir stökkva má segja í fötin
og rífa með sér hlífðarfatnað, fara
beint út í svokallaða stjórnstöð
sem er á Klaustri, og þar eru mál-
in krufin til mergjar eins og hægt
er. Það kemur venjulega í minn
hlut að reyna að finna út hvar
strandið er. Ég er vel kunnugur
fjörunum því ég stundaði selveið-
ar þar á árunum 1965 til 1975. Ef
bjart veður er geta menn um borð
oft lýst kennileitum og ég þá áttað
mig á lýsingu þeirra.
Leit að týndum dreng
Mér er minnisstæð leit að dreng
sem dvaldi fyrir nokkrum árum í
skamman tíma í Skaftafelli. Hann
týndist og við í björgunarsveitinni
vorum kallaðir út til leitar. Hann
hafði farið frá hóp sem hann var
með og komist inn úr Mosárdal,
þar fundum við för eftir hann.
Síðan hafði hann farið meðfram
Skeiðará og inn í Skaftafellsfjöll
og fyrir upptök Skeiðarár og var