Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 5
Kristinn ásamt systkinum sínum og (oóur. F.v. Kristinn, Guðmundur Ferró, Gyða, Siggeir og Lárus. Þyrlan sem fórst á Mælifellssandi norðan við Mýrdalsjökul árið 1977. Sigurður Lárusson einn leiðangnrsmanna með tvær villikindur. Kristinn ásamt bræðrum sínum Guðmundi og Lárusi í réttum á Kirkjubæjarklaustri. kominn niður á þjóðveg. Þar fundu hann menn sem komnir voru til að taka við af öðrum leit- armönnum. Þeir sáu hann koma labbandi fram sandinn. Hann var mjög þreyttur og skórnir hans gatslitnir enda hafði hann gengið um 60 kílómetra leið. Þyrluslys á Mæli- fellssandi Það fór ver þegar þyrla fórst á Mælifellssandi árið 1977. Við vor- um kallaðir út til að leita þyrlunn- ar og tveggja manna sem í henni voru. Þetta var í apríl og búið að vera voðaveður þá í nokkra daga en hafði aðeins lægt í svip, en þó var snjókoma og mjög kalt. Við fórum út að Hólsá með sleða á bílum ásamt björgunarsveitum bæði úr Skaftártungu, Álftaveri og Vík í Mýrdal. Það hafði sést til þyrlunnar úr Holtum í Landsveit, hún ætlaði norður milli jökla. Við leituðum mikið í Tungu og Álftaversafrétt, inn með Hólsá og á milli Hólsár og Mýrdalsjökuls. Því næst var farið inn á Mælifells- sandinn vestan við fjöllin. Menn dreifðu sér á sandinn meðfram fjöllunum og meðfram jöklinum. Svo komum við allt í einu að för- um. Þá var öllum hóað saman og farið að leita þar. Mennirnir höfðu gengið í 60 til 70 sm snjó og síðan skafið í förin og það var erfitt að fylgja þeim. Loks komum við að skó sem stóð upp úr snjónum. Þar var annar maðurinn og hafði fennt yfir hann. Hann var látinn. Hinn maðurinn lá á grúfu um tvo kílómetra þar frá, einnig látinn. Þeir fundust norðarlega á Mæli- fellssandinum og þyrlan var öll í tætlum rétt vestar. Þeir höfðu gengið rúma tíu kílómetra og ann- ar þeirra sýndist hafa verið meiddur. Flugbjörgunarsveitin kom svo á vettvang. Við biðum yfir flakinu þar til Loftferðareftirlitið var bú- ið að koma með þyrlu. Þeir fóru með líkin suður og seinna var far- in önnur ferð til að ná i vélina. Fjallaferðir Nú beinist talið að tildrögum þess að Kristinn fór að leggja stund á fjallaferðir sem ungur piltur á Kirkjubæjarklaustri: „Faðir minn var ekki mjög áhuga- samur um fjallaferðir," segir Kristinn, „en ég fór að fara í slík- ar ferðir með mér eldri mönnum t.d. Eiríki Skúlasyni sem var vinnumaður á Kirkjubæjar- klaustri, Skúla Valtersyni fjall- kóngi og Steingrími Skúlasyni, við höfum mikið verið saman í þessu. Maður hafði áhuga á að leita að fé, vera á hestum og þannig þróaðist þetta. Nú eru þessir eldri menn að hætta þessu og yngri menn teknir við. Þar er sjón sögu ríkari Fjallaferðirnir gefa mikið í aðra hönd hvað ánægju snertir," heldur Kristinn áfram. „Þessi hreina náttúra er ólýsanleg. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt, þar er sjón sögu ríkari. Ferðir upp í af- rétt voru erfiðar meðan engir veg- ir og brýr voru fyrir hendi en það var fyrir mína tíð, nú er þetta allt auðveldara. Bræður mínir Lárus og Guð- mundur voru minna í slíkum fer- ðum en aftur frændi minn Lárus Valdimarsson var mikið í þessu fjallastússi með mér. Guðmundur hefur gaman af fjallaferðum en hann hefur verið langdvölum út í heimi við sína listiðkan eins og kunnugt er, en slær ekki hendinni á móti fjallaferðum sjái hann sér færi. Kristinn kvað ekki erfitt að rata í óbyggðum, hann kvaðst þekkja. allar leiðir þar í sveit, hverja ein- ustu leið, en þær væru mismun- andi erfiðar yfirferðar. Hestar væru mikið notaðir í fjallaferðum nema í hraunum, þau yrðu menn að ganga eða stikla. Villifé handsamað Kristinn gerir að umtalsefni ýmsar ferðir sem hann og félagar hans hafa farið til að bjarga fé úr svelti. Fyrir nokkrum árum var kominn allstór hópur af villifé inn að Eystrafelli og Hvítárholtum hjá Núpsstað. Það voru í allt gerð- ar sex ferðir til að ná þeim 70 kindum sem þarna höfðust við. Þær voru mjög styggar og þegar þær sáu til mannaferða komu þær sér fyrir í klettum þar sem erfitt var að komast að þeim. En þetta bjargaðist allt saman og mönnum heppnaðist að ná í féð í sköflum og með aðstoð hunda. Þetta voru mikil ferðalög bæði á bílum og síð- an á vélsleðum og loks urðu menn að ganga og vaða Núpsvötn og vera blautir allan daginn. í einni slíkri ferð sem var bæði erfið og hrakningasöm náðu leitarmenn í þrjátíu kindur, bundu þær í trossu og tróðu slóð fyrir þær og komu þeim þannig til byggða. Á lambaveiðum Kristinn heldur áfram frásög- um sínum um búfénað sem lent hefur á vílligötum: „í Hörgsár- gljúfri var eitt sinn lamb í svelti í töluverðan tíma, á aðra viku. Þá var gerður út leiðangur fjögurra manna til að bjarga því. Við höfð- um með okkur band og ætluðum að reyna að húkka það þannig. Það var ekki hægt að síga eftir því vegna þess að bjargbrúnin „flútt- aði“ svo framyfir. Við höfðum veiðistöng með okkur og datt nú í hug að reyna að kasta upp til lambsins. Við urðum að kasta nokkrum sinnum enda lambið styggt. Loks hittum við. Það vildi svo vel til að krókurinn kræktist í eyrað á lambinu og það hoppaði við það útaf vegna sársaukans og kom fljúgandi niður í hyl og þar náðum við því heilu á húfi. Annað lamb hafði lent á ísskör austur við Hverfisfljót inn á af- réttum. Við fórum tveir saman um kvöld og urðum að vera með vasa- ljós með okkur til að lýsa okkur. Okkur heppnpðist að koma lykkju um hálsinn á lambinu og tókst að hífa það 25 metra upp til okkar og bjarga því þannig frá að lenda í fljótinu." Álag á heimilisfólk Þegar við skiljumst við fjalla- ferðirnar ræðum við um það, hvert álag það sé fyrir sveitaheim- ili, þegar bóndinn þurfi mikið að bregða sér frá. Þá lendi á konu og öðru heimilisfólki að sinna hans störfum á meðan: „En konan mín, ólafía Jakobsdóttir, hefur tekið þessum ferðalögum mínum vel,“ segir Kristinn, „og hefur ásamt börnum okkar fjórum og tengda- foreldrum mínum sinnt um bú- störfin þegar ég hef verið fjarver- andi vegna starfa fyrir björgun- arsveitina eða í öðrum ámóta er- indagjörðum." Texti: Guörún Guölaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.