Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 19g5
GRÉGORY
franska morðmálið
sem engin lausn finnst á
Grégory Willemin, fjörugur,
fjögurra ára drengur, fannst
látinn í ánni Vologne í Austur-
Frakklandi í október í fyrra.
Hann var bundinn á höndum og
fótum og ullarhúfa var dregin
niður fyrir andlitið á honum og
bundin um hálsinn. Engin merki
um átök sáust á litla líkaman-
um. Grégory þekkti líklega
morðingja sinn og hélt að um
leik væri að ræða.
orðinginn
er enn
ekki fund-
inn. Fjöl-
skylda
Grégorys
er stór og
býr oll í
Vologne-dalnum. Afbrýðisemi og
illindi eru innan hennar. Nafnlaus
hótunarbréf leiddu lögreglan á
spor Bernhards Laroche 29 ára,
frænda Grégorys, og hann var
handtekinn í nóvember. Hann var
Iátinn laus í febrúar þegar ung
mágkona hans dró vitnisburð sinn
gegn honum til baka. Jean-Marie
Villemin 27 ára faðir Grégorys,
skaut hann með haglabyssu fyrir
framan ófriska eiginkonu hans og
hreyfihindraðan son í lok mars.
Hann situr nú á bak við lás og slá.
Christine Villemin 25 ára móðir
Grégorys, var handtekin í byrjun
júlí og ákærð fyrir morðið á syni
sínum. Rithandarsérfræðingar
höfðu komist að þeirri niðurstöðu
að hún hefði skrifað hótunarbréf-
in. Hún var komin sex mánuði á
leið og fór í hungurverkfall f
skamman tíma. Henni var sleppt
úr fangelsinu eftir 10 daga en er
þó enn ákærð fyrir morð. Hún er
flutt úr dalnum til ömmu sinnar
og einbýlishús þeirra hjóna er til
sölu.
Franska þjóðin fylgist í ofvæm ,
með framvindu í þessu máli. Skoð- ¥
anakönnun leiddi i ljós að aðeins
16% þjóðarinnar segja að málið
komi sér ekki við. Rannsókn í mál-
inu hefur farið fram fyrir opnum
tjöldum frá upphafi og það hefur
ekki þótt fagmannlega að henni
staðið. Vafi ieikur á að nokkurn
tíma verði hægt að komast til
botns í því en öll spjót beinast enn
að móðurinni sjálfri.
Öfund og
afbrýðisemi
Lépanges, þar sem Villemin-
fjölskyldan býr, er hvorki sveit né
þorp. Bændur ræktuðu áður landið
en megnið af íbúum svæðisins fór
að vinna í vefnaðarverksmiðjum
þegar þær voru reistar við ána.
Vefnaðariðnaðurinn hefur gengið
illa að undanförnu og það hefur
skapað atvinnuleysi á staðnum.
Ný fyrirtæki eru þó byrjuð að tín-
ast að til að nýta starfskraftinn
sem fyrir er.
Christine og Jean-Marie Villem-
in og Marie-Ange og Bernard Lar-
oche höfðu það nokkuð gott í sam-
anburði við annað fólk á þeirra
aldri í dalnum. Jean-Marie var
orðinn verkstjóri i bílaáklæða-
verksmiðjunni, þar sem hann
vann og Christine vann í fatagerð-
arverksmiðju. Laroche-hjónin
unnu líka bæði úti. Bernard var
einnig verkstjóri og harður verka-
lýðsfélagsmaður. Bæði hjónin áttu
tvo bíla og höfðu byggt sér lítil
('hristine og Jean-Marie
við jarðarför Grégorys
:ÍUTHMR 3)U XHEF' 33 £TR
fD/V XfDERER COhnE l/(v/
ijrX OVNSTJ LE
f Hvec XtDiv ngfyr.
P VUU 5 33 &
E H*P15\K -
Lr\ VIE- *DU Lít
m td
„Þið getið valið: Lífið eða dauðann," sagði í einu
bréfanna frá „Hrafninum".
Líki Grégorys lyft upp úr ánni Vologne.
hús upp í hæð með útsýni yfir ána.
Þau áttu syni á svipuðu reki,
Grégory var hraustur og skemmti-
legur krakki en Laroche-sonurinn
var ávallt heldur lasburða.
Christine var aðkomukona á
staðnum. Hún ólst upp í Petit-
mont, sem er í 80 km fjarlægð frá
Lépanges, og fjölskyida Jean-
Maries, sem hreyfir sig sem
minnst úr dalnum, leit alltaf á
hana sem hálfgerðan útlending.
Þau kynntust í skóla og byrjuðu
að vera saman þegar hún var