Morgunblaðið - 01.09.1985, Page 17

Morgunblaðið - 01.09.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 b 11 Norðmenn í Norræna húsinu IWyndlist Valtýr Pétursson Tveir norskir myndlistar- menn sýna verk sín þessa dag- ana í Norræna húsinu. Þeir eiga verk bæði í kjallarasölum og einnig í anddyri enda er hér um nokkuð umfangsmikla sýn- ingu að ræða. Myndhöggvarinn Knut Skinnarland og málarinn Kaare Espolin Johnson eru hér að verki og til gamans má geta þess að Espolin Johnson er ættaður hér af landi og eins og nafnið bendir til — frá Espihóli í Eyjafirði. Frænd- semi við sagnaritarann Jón Espolin leynir sér ekki. Hann hefur sýnt verk sín hér áður ef ég man rétt og er því ekki allsókunnur þeim sem fylgjast með sýningum hér á landi, en ekki man ég til að Skinnarland hafi verið hér á ferð áður. Hvorugur þeirra félaga er byrjandi í myndlist og ber sýn- ing þeirra merki um kunnáttu og reynslu á þessu sviði. Ég hafði persónulega meiri áhuga á verkum Skinnarlands, sem eru ágætis höggmyndir. Hann heldur sig við jörðina, ef svo mætti til orða taka, og verk hans eru hvergi tengd tilraun- um eða framúrstefnum. Skinn- arland er fyrrverandi nemandi Zadkins, sem i eina tíð var talinn fremstur myndhöggvara í París og hafði hjá sér í læri á sínum tíma landa okkar Gerði Helgadóttur. Verk Skinnar- lands eru látlaus og aðlaðandi en hvergi átakamikil. Skinnar- land er góður fulltrúi fyrir sína kynslóð listamanna í Noregi. Það var ánægjulegt að kynnast þessum verkum hans og sama verður sagt um félaga hans Kaare Espolin Johnson. Það eru eingöngu grafík og verk unnin með blandaðri tækni sem sýnd eru eftir Espol- in Johnson og gefur það góða hugmynd um sagnagáfu og frá- sagnargleði þessa frænda okk- ar úr Noregi. Hann hefur auð- sjáanlega skemmtilegt skop- skyn sem fellur vel að þeirri myndgerð sem hann stundar. Hann er vel sjóaður í fræðun- um og hefur mikið yndi af Lofoten ef dæma má eftir þeim verkum sem á þessari sýningu eru. Karlarnir á bátunum hans eru í ætt við okkar sjómenn og við ættum ekki að verða utan- gátta þegar við skoðum þessar myndir. Þarna eru heldur ekki gerðar neinar tilraunir hvað nýjungar snertir og allt í föst- um skorðum, sem sagt hér eru á ferð tveir listamenn sem þegar eru fastmótaðir og bergja af brunni reynslu og þekkingar. Safnaöarheimili Neskirkju: Athvarf aldraðra opnað að nýju ATHVARF aldraðra verður opnað að nýju í Safnaðarheimili Neskirkju nk. þriðjudag, 3. september, og verður Opið hús alla þriðjudaga og fímmtu- daga í vetur, kl. 13 til 17. Starfið verður með svipuðu sniði og sl. vetur og eru allir aldr- aðir í sókninni velkomnir. Margt er hægt að gera sér til gamans i Opnu húsi, hægt er að taka í spil og sjálfsagt er að hafa með sér handavinnu. Kaffi með eða án meðlætis verður selt milli kl. 15 og 16. Öryggi... Öryggi í umferðinni byggist á mörgum atriðum. Eitt þeirra er að hafa góöa yfirsýn yfir veginn í myrkri og misjöfnum veðrurn. Halogen bílaperan frá Ring gefur tvöfalt betri lýsingu en venjuleg bílapera og eykur því TERHI BÁTAR Örfáir bátar eftir úr síöustu sendingu sumarsins TERHI 375 SEGLBÁTAR. Aöeins 2 stk. eftir. TERHI 385 Lengd: 3,80 m. Breidd: 1,50 m2 Þyngd: 90 kg. Aöeins 3 bátar eftir. TERHI 405 Lengd: 4,00 m. Breidd: 1,75 m. Þyngd: 140 kg. Aöeins 4 bátar eftir. Við bjóðum góð kjör á þessum bátum: 50% útborgun. Eftirstöóvar á 5 mán. Vélar & Tæki hf. Tryggvagötu 10, símar 21286 — 21460, Reykjavík Hversdagsleikinn á íslandi er kvaddur á fimmtudags- morgni. Flogið er til Luxem- borgar og streitunni leyft að líða úr skrokknum. Á flug- vellinum bíður bílaleigubíll sé þess óskað; með sölu- skatti, tryggingum og óbeisl- uðum kílómetramæli, kost- ar sá ódýrasti 1.650.- kr. í þrjá daga, fyrir fjóra í bíl. Til Daun er tveggja tíma akstur og þar er upplagt að eyða síðdeginu; slappa af, fara í sund eða tennis, spila minigolf eða billjard - allt eftir þörfum hvers gera reyfarakaup á úrvalsvarningi. Á laugardeginum er rétt að setja stefnuna á Köln - þar er ekki síður hagstætt að versla og urmulT síungra menningarverðmæta gleðja augað. Ekki er úr vegi að smakka á vínframleiðslu bændanna í héraðinu og gleyma stund og stað í Fantasíulandi þar sem jafn- vel ímyndunaraflið verður _____________ _______ _ orðlaust. I^R 1Q _ Á sunnudegi er öllu pakkað =___ __=VÁYg_____lt»»áÉÖU>_ niður nema góða skapinu og besta hluta ferðalagsins LONG HELGI I DAUN EIFEL og eins. Um kvöldið bjóða veitingahúsin og bjór- stofurnar ykkur velkomin, og nóttin er ávallt ljúf í rúmgóðum og glæsilegum sumar- húsunum. Á föstudegi er tilvalið að skreppa í verslunartúr til borgar- innar Trier í Móseldal. Þar er fallegt og þar má (heimferðin - heimkoman - tollurinn) notið til hins ýtrasta. Þetta tilboð gildir frá 1. sept. - 7. okt. og aftur 13. - 30. okt. Dæmi um verð(flug og gisting án flugvallarskatts): 6 í 3ja herbergja húsi,kr. 13.288.- pr. mann 4 í 2ja herbergja húsi.kr. 13.634.- pr. mann 2 í stúdíóíbúð kr. 13.942.- pr. mann FERMSKRIFSTOMN URVAL Ferdaskrifstofan Úrval v/Austuvöll. Sími 26900. ((Jr frétUlilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.