Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
B 25
lur. Frá vinstri: Páll Jensson prófess-
tor, Viglundur Þorsteinsson formaður
lugsson forstöðumaöur áætlanadeild-
Morgunbladid/Bjariii
hversu breið þessi þekking er. En
til að þessir menn og þeir sem enn
eru í námi geti nýtt sína menntun
hérlendis þarf að finna þeim
starfsgrundvöll svo þeir snúi aftur
heim en ílendist ekki erlendis þar
sem bjóðast störf við þeirra hæfi.
Hingað til hafa kennarar þurft
að sinna rannsóknarverkefnum i
hjáverkum og lokið þeim á 5—10
árum. Þetta þýðir að oft á tíðum
er hugmyndin úrelt loks þegar
hægt er að hrinda henni í fram-
kvæmd.
Nú gefst þeim kostur á að fá frí
frá kennslu um lengri eða
skemmri tíma til að ljúka verkefn-
um sem þeir vinna að. Slíkt er til
góðs fyrir vísindamennina, nem-
endur HÍ og atvinnulífið þar sem
góðar hugmyndir eru kannaðar og
nýttar fljótt og vel.“
Fyrirtækið þegar komið
með verkefni
Á fundinum kom fram að í
fyrstu verður unnið við rannsókn-
ir sem lengra eru komnar og þegar
er unnið að innan HÍ. Hér er um
að ræða hugbúnað til hægræð-
ingar í fiskiðnaði, stýrikerfi til
frystiiðnaðar svo og stýrikerfi
fyrir aðra aðila.
í stjórn félagsins sitja Guð-
mundur Magnússon háskólarekt-
or, Þorgeir Pálsson dósent, Hörð-
ur Sigurgestsson forstjóri, Þorkell
Sigurlaugsson forstöðumaður
áætlanadeildar Eimskips, Davíð
Sch. Thorsteinsson forstjóri og
Víglundur Þorsteinsson formaður
félags íslenskra iðnrekenda.
Endurskoðendur eru Ólafur Nils-
son, Endurskoðun hf. og Bragi
Hannesson bankastjóri.
Kór Öldutúnsskóla ásamt stjórnanda sinum Agli FríðleifasynL
Kór Öldutúnsskóla til Spánar
MÁNUDAGINN 2. september
heldur Kór Öldutúnsskóla áleiðis
til Spánar til að taka þátt í alþjóð-
legu kóramóti, sem fram fer í borg-
inni Vitoria í Alava, sem er í Baska-
héruöum Spánar. Á mótinu, sem
tengist „Tónlistarári Evrópu" verða
24 kórar víða að úr heiminum.
Kórinn mun halda sjö tónleika,
syngja inn á hljómplötu, og auk
þess koma fram í útvarps- og
sjónvarpsþætti, sem sýndur verð-
ur víða um lönd. Á efnisskrá kórs-
ins eru lög allt frá 13. öld til okkar
daga, en sérstök áhersla er lögð
á kynningu íslenskra þjóðlaga og
flutning kórverka íslenskra tón-
skálda, sem mörg hver hafa
samið verk fyrir kórinn. Á loka-
tónleikunum þann 13. sept. munu
allir kórarnir sameinast og
syngja kantötu nr. 147 eftir J.S.
Bach.
Þetta er 10 utanferð Kórs
Öldutúnsskóla, sem komið hefur
fram í fjölda landa í 4 heimsálf-
um.
Stjórnandi kórsins er Egill
Friðleifsson.