Morgunblaðið - 01.09.1985, Page 28
8 £8 *ÍB.
MORGÚ>ÍBLAÐIÐ, SII>ÍNUDAGUR í. SEíhÍEMBÉR 1985
Myndir úr Mönster Tidcnde frá árinu 1924
Snið úr Mönster Tidende frá árinu 1924 en þau blöð voru mikið notuð til að
fá snið á kvenfatnað. Flíkurnar voru sýndar bæði að framan og aftan.
Saumakonur í Reykjavík
1900—1940
Þótti góður undir-
búningur fyrir
húsmóður star fíð
Sagt frá ritgerð Ragnhildar Vigfúsdóttur til
BA-prófs í sagnfræði við Háskóla íslands
Saga hvers tíma er ofin úr
mörgum þráðum, en við
söguskráningu hlýtur alltaf
að ráða mat þess er ritar.
Mannkynssagan er að stórum
hluta saga styrjalda, landvinninga
og stjórnmála, og oftar en ekki
saga rituð af karlmönnum um
aðra karlmenn.
Hlutverki konunnar hefur
lengstum verið lítill gaumur gef-
inn við söguritun, reynsla konunn-
ar, starfssvið og framlag hennar
til samfélagsins á hverjum tíma
ekki þótt það markvert að þar
þyrfti að hafa um mörg orð.
Nú er komin betri tíð
Síðustu áratugi hafa þó víða
orðið, samhliða jafnréttisbaráttu
kvenna, umskipti i þá átt, að
endurmeta söguna, sjónum hefur
verið beint að þætti kvenna, hinu
gleymda kyni.
Sú hefur einnig orðið raunin á
hér á landi, safnað hefur verið, og
skráð, heimildum um kjör kvenna
fyrr á tíð, störf þeirra, menntun
og þátttöku í félagsmálum, svo
eitthvað sé nefnt. I vor er leið
bættist við þann fróðleik framlag
Ragnhildar Vigfúsdóttur, sem
lagði fram til BA-prófs í sagn-
fræði við Háskóla íslands ritgerð
um „Saumakonur í Reykjavík
1900—1940“. Eintök af ritgerðinni
eru nú komin í Kvennasögusafn,
Árbæjarsafn, Háskólabókasafn,
Þjóðminjasafn og auk þess eitt í
vörslu Kjólameistarasambands-
ins. Ritgerðin er því orðin að
opinberri og aðgengilegri heimild.
í inngangi segir höfundur svo:
„Ég hef reynt að fá sem gleggsta
mynd af kjörum þeirra kvenna
sem unnu fyrir sér með sauma-
skap fram að heimsstyrjöldinni
síðari. í stríðinu breyttist svo
margt, þ.ám. fatavenjur lands-
manna. í stað þess að þurfa að
sauma allt sjálfur eða láta sauma
á sig var hægt að kaupa tilbúin föt
í ríkari mæli og stétt sauma-
kvenna beið mikið afhroð og hefur
varla jafnað sig enn.
Ritgerðin byggist á viðtölum við
31 saumakonu og eina konu, sem
rak saumastofu. Allar eru þær
fæddar á árunum 1891—1923 og
búa i Reykjavík eða nágrenni. Ég
hef notið góðs af spurningalista
Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns-
ins um saumaskap, hannyrðir og
tísku. Einnig leitaði ég fanga í rit-
uðum heimildum, ævisögum,
minningargreinum, blaðagreinum,
ritgerðum og bæjarskrám."
Hvað varð til að
vekja áhugann?
Löngun blaðamanns til að vita,
hvað hafi orðið til að vekja áhuga
nútíma stúlku, sem alin er upp á
tímum tískuverslana og fjölda-
framleidds fatnaðar, á störfum
þeirra kvenna sem höfðu atvinnu
af því að sauma föt á meðborgara
sína fyrr á árum, varð til þess að
haft var upp á Ragnhildi, lögð
fyrir hana ofanskráð spurning og
hún beðin um að segja frá:
„Það var nánast tilviljun, sem
réð efni ritgerðar minnar,“ svarar
Ragnhildur, „það kom eiginlega
upp í hendurnar á mér frá þeim á
Þjóðháttadeild. En þó upphafið
væri tilviljanakennt get ég með
sanni sagt, að ég fékk brennandi
áhuga á viðfangsefninu.
Þegar ritgerðarefnið var orðið
fastur punktur í tilverunni var
ekki um annað að ræða en vinda
sér í að hafa upp á saumakonum,
sem höfðu verið við störf fyrir og
um 1940. Amma einnar vinkonu
minnar hafði starfrækt sauma-
stofu á þriðja áratugnum hér í
Reykjavík og fjölskyldan vissi um
eina konu, sem unnið hafði hjá
henni. Eftir að ég komst í sam-
band við hana hlóð þetta svona
utan á sig, ein vissi af annarri og
svo koll af kolli. Ég hafði tal af
miklum fjölda kvenna víða um
land, þó ritgerðin sé byggð á við-
tölum við fyrrnefndar 32 konur.
Það var eftirtektarvert að fyrst
þegar ég hafði samband við kon-
urnar kom fram hjá þeim hin
dæmigerða kvenlega hógværð,
þeim fannst þær ekki hafa frá
neinu að segja. Við sumar talaði
ég aðeins einu sinni, aðrar oftar,
og þær voru bæði fróðar og
skemmtilegar.
Af viðtölunum tel ég mig hafa
fengið nokkuð samfellda mynd af
námi, kjörum og aðbúnaði er
saumastarfinu fylgdi. Það þarf
vart að taka það fram, að saum-
astörf, eins og önnur þau störf
Ragnhildur Vigfúsdóttir
sem konur unnu, voru fremur illa
launuð en þó misjafnt eftir stof-
um.“
Því má bæta hér inn í frásögn
Ragnhildar af fatasaumi, að
danskir handverksmenn komu
hingað til lands á dögum Skúla
Magnússonar og þar á meðal einn
klæðskeri. íslenskur maður,
menntaður í klæðskeraiðn í
Danmörku, kom til landsins á 19.
öld en hafði skamma viðdvöl,
flutti aftur til útlanda þar sem
hann gat ekki lifað af starfi sínu
hér. En árið 1880 kom danskur
klæðskeri, F.A. Löve, til Reykja-
víkur, setti á stofn saumastofu og
fékk útlærða klæðskerasveina til
liðs við sig.
Stétt saumakvenna
„Saumakunnátta þótti góður
undirbúningur fyrir húsmóður-
starfið hér fyrr á tíð,“ bætti Ragn-
hildur við, „heimasætur voru oft á
nokkurra mánaða námskeiði hjá
„skreðurum" og urðu við það
sjálfbjarga að sauma á sig og sína.
Ovíst er hve margar konur lögðu
leið sína til Danmerkur fyrir alda-
mótin til að læra að sauma, en
þangað fóru alltaf einhverjar.
Guðrún Borgfjörð fór t.d. árið
1883 til Kaupmannahafnar og var
hjá skreðara um mánaðartíma og
lærði að taka mál og sauma. Hún
kenndi síðan þegar hún kom heim,
þannig breiddist kunnáttan út.
Thorvaldssenfélagið starfrækti
„saumaskóla fyrir stúlkubötn frá
sjötta ári til átjánda" árið 1888.
Fatasaumur, einkum lérefta-
saumur, var kenndur við Kvenna-
skólann en þangað fóru fáar stúlk-
ur.
Þegar kom fram á þessa öld
gátu stúlkur komist í nám hjá
saumakonum í Reykjavík, árið
1905 voru 6 saumakonur starfandi
hér í borg, árið 1910 voru þær yfir
200, og árið 1941 voru þær 407,
sem greiddu útsvar. Það segir þó
ekki alla söguna, margar konur
saumuðu heima hjá sér til að
drýgja tekjur heimilisins og hafa
því ekki litið svo á, að um raun-
veruleg saumastörf væri að ræða,
sem greiða þyrfti gjöld af. Konur,
sem stunduðu saumaskap, voru
ekki fljótar til að ganga í stéttar-
félag, sumar hirtu jafnvel aldrei
um það. Af viðmælendum mínum
höfðu nokkar gengið í Iðju, þegar