Morgunblaðið - 01.09.1985, Page 32
— Frásögn af ferð kórs Langholtskirkju til þriggja Evrópulanda
Karlskirkjan í Vin var skreytt blómum þegar kór Langholtekirkjn béh þar tónleika 2. júní síðastliðinn.
Uorgunblaðið/G.G. Helmut Neumann.
Sönglist frá íslandi
í erlendum sölum
Um hádegið þann 1. júni
sl. var saman kominn í
flughöfninni í Keflavík
90 manna hópur sem var
á förum til Vínarborgar, hinnar
rómuðu háborgar tónlistarinnar.
Þar bjuggu og störfuðu þeir Schu-
bert, Mozart, Beethoven og Haydn
svo einhverjir séu nefnir og þar
urðu til margar fegurstu perlur
tónbókmenntanna.
Hópurinn sem beið eftir útkall-
inu í Keflavík umræddan dag var
eftirvæntingarfullur en tók þó
klukkutíma töf með jafnaðargeði.
Þá gafst svigrúm til að líta yfir
hópinn og átta sig á óþekktum
andlitum. Flestir voru þó góð-
kunningjar eða nánir vinir, því
þarna var á ferðinni kór Lang-
holtskirkju og fylgifiskar, sem
ætluðu að lifa saman súrt og sætt
næstu 3 vikur. Meginmarkmið
ferðarinnar var að flytja tónlist
og sameiginlegt ferðanesti kórfé-
laganna var fjölbreytt og um-
fangsmikið tónlistarprógram. Að
baki var vetrarlangt undirbún-
ingsstarf, æfingar, tónleikahald
og fjáröflun, sem ekki var auð-
veldasti þátturinn. En nú var hinn
langþráði dagur runninn upp og
ekki aftur snúið, enda var enginn
á þeim buxunum. Hinsvegar hafa
líklega fáir gert sér fyllilega grein
fyrir því hvað næstu dagar báru í
skauti sér, en það voru hástemmd-
ar gleðistundir, frábærar móttök-
ur góðs fólks í útlöndum, löng og
lýjandi ferðalög, þéttsetin
tónleikahús og reyndar einnig
smáskerfur af vonbrigðum.
Meginþunginn af skipulagi ferð-
arinnar hafði hvílt á herðum Jóns
Stefánssonar, kórstjóra, og
Gunnlaugs Snævarr, sem er for-
maður kórsins. Auk þeirra höfðu
allflestir kórfélaganna unnið baki
brotnu allan síðastliðinn vetur til
að gera ferð þessa mögulega. Til
fararstjórnar var fenginn Hjalti
Kristgeirsson, en honum til að-
stoðar voru þrír kórfélagar.
W ienerfestwochen
Wienerfestwochen er árleg
listahátíð sem haldin er í Vín.
Upphaflega stóð hátíð þessi í eina
viku á hverju vori, og þá hófu
margir færustu listamenn heims-
ins að sækja heim Vínarborg og
flytja þar list sína. Smám saman
tók listamönnum að fjölga svo að
ein vika dugði ekki til og nú eru
vikurnar orðnar sex. Þrátt fyrir
hátt miðaverð komast færri að en
vilja á ýmsa merka listaviðburði á
Wienerfestwochen. Vínarbúar eru
iðnir við að sækja tónleika og
óperusýningar í borginni auk þess
sem fjöldamargir útlendingar
leggja leið sína til Vínar þegar
þessi virta listahátíð stendur yfir.
Fyrstu tónleikar kórs Lang-
holtskirkju í Austurríki voru liður
í Wienerfestwochen. Þeir voru
haldnir í Karlskirkju, sem er
ákaflega fögur barokkbygging,
reist snemma á 18. öld. Þar er
hljómburður fádæma góður og að-
staða til tónleikahalds ágæt.
Kirkjan var fagurlega skreytt
marglitum blómum þetta sunnu-
dagskvöld, þegar kórinn frá Is-
landi hóf upp raust sína. Og um
það bil er fyrstu tónar gamla
sálmalagsins „Gefðu að móður-
málið mitt“ ómuðu um hvelfingar
Karlskirjunnar var hvert sæti
skipað í þessu stóra guðshúsi. Á
dagskrá þessa kvölds var eingöngu
kirkjutónlist. Fyrst voru íslenskir
fimmundarsöngvar og önnur göm-
ul kirkjutónlist. Seinustu tvö
verkin fyrir hlé voru fyrir tvo
kóra, en þá er kórnum skipt upp í
tvo hópa, annan minni, hinn
stærri, sem síðan syngjast á. Eftir
hlé var flutt yngri tónlist, s.s.
Requiem eftir Jón Leifs, sem
margir álíta eitt fegursta tónverk
sem samið hefur verið af íslend-
ingi. Sérstæður hljómagangur
þess naut sín afar vel í Karls-
kirkjunni og margir tónleikagestir
hrifust sérstaklega af þessu verki.
En lengsta verkið sem flutt var á
þessum tónleikum var „Marien-
ode“ eftir Islandsvininn Helmut
Neumann. Hann starfaði um ára-
bil sem sellóleikari í Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Þarna var
verkið reyndar frumflutt í Aust-
urríki með aðstoð þarlends organ-
ista, sellóleikara og fiðluleikara.
„Marienode" er strembið og
óvenjulegt verk, fullt einlægni og
hlýju eins og maðurinn sem samdi
það. Hann var reyndar einn af
gestgjöfum kórsins og fylgdi hon-
um næstu daga. Kórinn flutti ann-
að austurrískt nútímaverk, en það
er þýsk messa í F-dúr eftir Micha-
el Radulescu, sem er fyrrverandi
lærimeistari Jóns Stefánssonar í
orgelleik. Lokaverk þessara tón-
leika var „Hósianna" eftir Þorkel
Sigurbjörnsson. Signý Sæmunds-
dóttir er ung og efnileg söngkona,
sem stundar söngnám í Vín.
Reyndar er hún gamall félagi úr
kór Langholtskirkju og þarna
gekk hún fram fyrir skjöldu og
söng sólóhluta í Hósíanna. Signý
hefur kraftmikla og fallega sópr-
anrödd og var flutningur hennar
hinn glæsilegasti. Áður en þessu
verki var lokið gengu kórfélagar
syngjandi út úr kirkjunni og þar
með var dagskráin tæmd. En
áheyrendur í Karlskirkjunni þetta
kvöld sættu sig ekki við það, lófa-
takinu ætlaði aldrei að linna og
aukalögin urðu þrjú. Þessi kvöld-
stund í Karlskirkjunni var sann-
kölluð óskabyrjun fyrir kórinn á
erlendri grund og segja má að
stjórnandi og söngvararnir 60 hafi
svifið um í sigurvímu. Þessar mót-
tökur voru framar öllu vonum. En
flestir voru þó sammála um að
ekki væri rétt að ofmetnast, það
voru átta tónleikar eftir.
Dagur í Vín
Næsti dagur var frídagur og
gátu kórfélagar varið honum að
vild. Einhverjir litu inn á kaffi-
stofuna á Hótel Sacher, brögðuðu
hina heimsfrægu súkkulaðiköku,
sem kennd er við hótelið og
drukku bolla af kaffi, sem kostaði
offjár. En það er margt að sjá í
Vín. Fyrir framan Hótel Sacher er
Vínaróperan. Nokkrir gárungar
hölluðu sér upp að óperuhúsinu og
sungu við raust „Ég að öllum
háska hlæ“, sögðu síðan hverjum
sem heyra vildi að þeir hefðu
sungið við Vínaróperuna
Göngugatan Graben er skammt
frá óperunni og við enda hennar
gín hin íburðarmikla kirkja Step-
ansdom, sem reist var á miðöld-
um. Á Graben ríkir mikill heim-
sborgarbragur. Hver glæsiversl-
unin er þar við hlið annarrar og
verðlagið þar hátt. Fólkið í mið-
borg Vínar er almennt vel á sig
komið og áberandi vel til fara.
Austurrískir þjóðbúningar á kon-
um og körlum er algeng sjón auk
þess sem margir halda á hljóð-
færatöskum. Það er eitt af fjöl-
mörgum dæmum um það hve tón-
list er ríkur þáttur í þjóðlífinu.
Krems
Kór Langholtskirkju hélt aðeins
eina tónleika í sjálfri Vínarborg,
en þriðjudaginn 4. júní var ekið
norðvestur að bökkum Dónár og
inn í hið fagra hérað Wachau. Það
sama kvöld voru tónleikar í bæn-
um Krems. Á leiðinni þangað var
m.a. numið staðar í Melk. Þar er
klaustur og merkileg kirkja frá
seinnihluta endurreisnartímans.
Undirrituð leyfir sér að fullyrða
að Péturskirkjan í Róm er látlaust
skreytt miðað við klausturkirkj-
una í Melk, því þar er dæmi um
hið gamla kaþólska veldi þegar
það reis sem hæst. Freskumyndir,
gylltar súlur og flúr er svo íburð-
armikið að undrun sætir. I
klaustrinu í Melk er einnig varð-
veitt afar gamalt og merkilegt
bókasafn sem kórinn og fylgifisk-
arnir fengu að skoða. Þeir sem les-
ið höfðu hina bráðmerku bók,
„Nafn rósarinnar" eftir Umberto
Eco, fengu þar opinberun. Þarna
var komið bókasafnið sem lýst er í
bókinni. Adso, sögumaðurinn var
munkur í Melk og þar á sagan að
eiga sér stað.
Skammt frá Melk eða í þorpinu
Emmersdort átti kórinn stefnu-
mót við frú Corneliu Schubrig,
sem er aðalsræðismaður Islands í
Austurríki. Kórfélagar höfðu mik-
ið heyrt um hana talað og allir
Islendingar sem búið hafa í Aust-
urríki eru á einu máli um þessa
einstöku konu. Hún tók við emb-
ætti aðalræðismanns af eigin-
manni sínum, sem nú er látinn
fyrir nokkrum árum. I Emmers-
dorf bauð hún kórnum í hádegis-
verð. Þar brögðuðu félagarnir í
fyrsta sinn austurrískar brauð-
bollur, knödel, sem er álíka mikil-
vægt meðlæti með matnum eins
og kartöflur á íslandi.
Við komuna til Krems, heima-
bæjar frú Schubrig, var ekið rak-
leiðis til Dominikaner-kirkjunnar
og haldin stutt æfing fyrir tón-
leika kvöldsins. Þessi látlausa og
fallega gotneska kirkja, sem hýsir
minjasafn, á sér merkilega fortíð.
Hún var byggð á 13. öld og á inn-
veggjum hennar er að finna gotn-
eskar freskumyndir frá árinu
1280. Þeirra vegna er kirkjan nú
álitin eitt af merkustu söfnum
Austurríkis. Við kirkjuna er
klausturbygging sem er heldur
eldri en hún sjálf. Klausturhald
þar var lagt af árið 1785 en eftir
það var húsnæðið nýtt undir
margskonar starfsemi, s.s. skóla-
hald, leikhús, verslun og í vistar-
verum klaustursins bjuggu nokkr-
ar fjölskyldur. Það var svo á ?.
áratug þessarar aldar að tekið var
til við að hreinsa og laga kiaustrið
og kirkjuna, sem þá voru orðin
niðurnídd. Eiginmaður frú
Schubrig var einn helsti hvata-
maður að þessum framkvæmdum.
Hann hafði átt sér þá ósk að ís-
lenskur kór syngi þar og því voru
þessir tónleikar stór stund í hug-
um margra sem sóttu þá. Margir
gestanna voru íslendingar og Is-
.*