Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 i. Morgunblaðið/J6n Karlsson Frú Cornelia Schubrig bauð til hádegisverðar I Emmersdorf á bökkum Dónár. Morgunblaðið/Jón Karlsson Skyndifundur hjá fararstjérn. Aftari röð frá vinstri: Hjalti Kristgeirsson, Hafliði Hafliðason, Ásgeir Böðvarsson. Fremri röð: Guðmundur Gunnarsson, Guðlaug Pálsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir. Morgunblaðið/G.G. Jón Stefánsson og Werner Schulze hampa plötu kórs Langholtskirkju „An Anthology of Icelandic Coir Music“. hann lengur land undir fót í haust. Þessi eljusami íslandsvinur bað fyrir kærar kveðjur til vina sinna á íslandi og kór Langholtskirkju óskaði hann áframhaldandi vel- gengni það sem eftir væri ferðar- innar. Salzburg Næsti áfangastaður kórsins var Salzburg. Eftir sex tíma akstur frá Vín blasti hún við Saltborgin, sem alla hafði hlakkað til að sjá. En ekki skartaði hún þó sínu feg- ursta þennan óvenjukalda júní- dag. Þungbúin regnský hlóðust upp yfir borginni og ekki leit út fyrir að blikurnar ætluðu að víkja fyrir sólinni. En móttökunefnd, með ræðismann íslands í Salzburg í broddi fylkingar, lét ekki veður- útlitið á sig fá. Hópur karla og kvenna beið á einu aðaltorgi borg- arinnar, skartaði austurrískum þjóðbúningum í öllum regnbogans litum og tveir bakkar hlaðnir hin- um einu sönnu Mozartkúlum voru látnir ganga á meðal íslend- inganna. Þessi stutta og óformlega mót- tökuhátíö stakk skemmtilega í stúf við gráma loftsins og innan skamms var allur hópurinn lagður af stað í útsýnisferð um borgina með fullan munn af hinu gómsæta konfekti. Útsýnisferðinni lauk i hinu ótrúlega blómahafi Mirabelle-garðanna en þar voru að sjálfsögðu sungin nokkur vel valin lög. Kórfélagarnir fengu aðeins smástund til að koma farangrin- um fyrir á hóteli sínu í Salzburg. Eftir fataskiptin þustu allir út í bílana til að ná lágmarksupphitun fyrir tónleikana, sem áttu að hefj- ast eftir tæpan klukkutíma. Þegar þar var komið sögu var komin úr- hellisrigning eins og hún gerist verst í útlöndum. Kórbúningarnir, sem hvorki vannst tími til að slétta né strauja urðu nú líka vot- ir. Það olli stjórnanda og söngvur- um talsverðum áhyggjum. En það þýddi ekki að fást um það. I Salzburg, sem aðeins telur 150 þúsund íbúa, eru 37 kaþólskar kirkjur en einungis 2 lúterskar. Kirkjan sem kór Langholtskirkju söng í þetta kvöld er í hópi hinna fyrrnefndu og ber nafn heilags Sebastians. Hún var endurreist árið 1820 eftir að hafa farið illa í bruna tveimur árum áður. I kirkjugarðinum við San Sebastian hvíla meðal annarra þekktra manna og kvenna þau Konstanza Mozart, eiginkona tónskáldsins ástsæla og Leopold, faðir hans, en sem kunnugt er var Wolfgang Amadeus sjálfur grafinn í fjölda- gröf í Vin og jarðneskar leifar hans eru að eilífu glataðar. En í kirkjugarði þessum er einnig myndarlegt grafhýsi þar sem geymd eru bein erkibiskups Salz- burgar frá 16. öld. Sá hét Wolf Dietrich von Raithenau. Erkibisk- up þessi var metnaðargjarn og harður húsbóndi við undirsáta sína, en sjálfur eignaðist hann 15 börn með konu nokkurri, forkunn- arfagurri, sem hét Salome. Hann hafði alist upp á Ítalíu og kynnst þarlendri list. Hugðist hann lífga upp á Salzburg og reisa þar glæsi- byggingar. Hann ætlaði til dæmis að reisa þar kirkju stærri en Pét- urskirkjuna í Róm, en hroki hans og ókristilegt líferni urðu til þess að hann eignaðist marga óvini og að lokum var hann tekinn höndum og lokaður inni í dýflissu árum saman. Þar með hrundu bygging- aráform hans en grafhýsi hans sjálfs var reist og stendur enn. Mósaik-skreytingarnar í grafhýs- inu minna töluvert á Medici-kap- elluna í Flórens og í því umhverfi hitaði kór Langholtskirkju upp fyrir kvöldið. Tónleikarnir í Salz- burg urðu alls ekki sú stóra stund sem félagarnir höfðu óskað sér. óhagstætt tíðarfar og langt ferða- lag var nú farið að segja til sín og margir kórfélaganna voru farnir að þjást af kvefi og hæsi sem því fylgir. Þótt stemmning undanfar- andi tónleika næðist ekki í kirkju Morgunblaðið/G.G. Víða í Feneyjum mátti sjá auglýs- ingar um tónlistarvióburði í borg- innL heilags Sebastians gengu tónleik- arnir áfallalaust og áheyrendur fögnuðu flytjendunum vel. Ræðismaður íslands í Vestur- Austurríki heitir Eric Eibl og stundar skartgripaviðskipti í Salzburg og víðar. Hann og fjöl- skylda hans tóku höfðinglega á móti kórnum eins og aðrir austur- rískir gestgjafar höfðu reyndar gert. Að loknum tónleikunum bauð hann til dýrlegrar veislu þar sem fram var reitt hlaðborð með þjóðlegum kræsingum og bjór. Ræðismaður hafði sjálfur sungið með Vínardrengjakórnum, þegar hann var barn og sagði hann að svo vandaður acapellasöngur, þ.e. söngur án undirleiks, sem kór Langholtskirkju flutti þetta kvöld væri fáheyrður í Austurríki. Munchen Um hádegi næsta dag, eða laug- ardaginn 8. júní, lagði öll hersing- in af stað til Múnchenar í Þýska- landi. Ekki hafði veðrinu slotað nema síður væri og þungir skýja- bólstrar grúfðu yfir. Af og til ristu þrumufleygar sundur skýjaþykkn- ið og regnið var svo gífurlegt að vinnukonurnar höfðu ekki við að sveipa burtu vatnselgnum sem byrgði bílstjórunum sýn yfir votar hraðbrautirnar. Ein helsta leiðin milli Salzburgar og Múnchenar var teppt vegna veðurofsans svo austurrísku bílstjórarnir gripu til þess ráðs að fara aðra lengri leið til að forðast tafir í Iangri bílalest. Kórinn hafði þriggja daga við- dvöl í Múnchen og allan þann tíma sást ekki til sólar. Hráslagi og súld höfðu völdin og hitastigið var um eða undir 10 stigum. Nokkrir kórfélagar notuðu þessa óvenju- löngu viðdvöl til að liggja úr sér kvefpest, samkvæmt ráðum kór- stjóra og varaformanns kórsins, Ásgeirs Böðvarssonar. Ásgeir er starfandi læknir og hafði hann tekið með sér ferðaapótek, sem reyndist hin mesta fyrirhyggja, því nú var verulega tekið að ganga á lyfjabirgðirnar. I hátíðarsal Tónlistarháskólans í Múnchen hélt kór Langholts- kirkju tónleika sem jafnframt voru teknir upp fyrir V-þýska ríkisútvarpið. Áheyrendur á þess- um tónleikum voru færri en vonað hafði verið en þeir voru góðir og áttu stóran þátt í því að tónleik- arnir og upptakan tókust svo vel sem raun var á. í kvöldverðarboði sem haldið var eftir tónleikanna hylltu kórfélagar gestgjafa sinn, Dr. Franz Mixa. og sungu m.a. ís- lenska þjóðsönginn honum til heiðurs. Frá Múnchen var ekið suður á bóginn til Innsbruck í Austurríki. Þar hafði kórinn viðdvöl í einn sólarhring, og hélt tónleika í litl- um bæ þar skammt frá sem heitir Wörgl. Wörgl-búar tóku vel á móti kórnum og héldu honum veislu. Þar komu fram 3 söngkonur og jóðluðu nokkur lög að týrólahætti. Að loknum þessum tónleikum voru Austurríki og Þýskaland að baki og við tók Ítalíuhluti ferðar- innar. Fyrirhugað var að syngja í Feneyjum og Flórens, en fyrsta viðdvölin á Italíu var á hóteli við Garda-vatnið. Enn léku veðurguð- irnir sama leikinn, ekki sást til sólar og hitastigið bauð ekki upp á strandlíf. Hvern hefði grunað að lopapeysunnar yrði líka saknað á Italíu? Glaðbeitti söngherinn hans Jóns lét það ekki á sig fá og gjaldkeri kórsins, Sveinn Sigurðs- son, efndi nú til veislu sem kostuð var af lírukassanum, en þá nafn- gift hafði kórsjóður hlotið þegar hér var komið sögu. Máttur auglýs- ingarinnar I kirkjunni Santa Stae í Feneyj- um var tónlistarhátíð sem stóð allan júnímánuð. Tónleikar kórs Langholtskirkju voru liður í þess- ari hátið og kom þar fram fjöldi ítalskra og erlendra tónlistar- manna. Þessir tónleikar voru aug- lýstir víða í Feneyjum líkt og aðrir tónleikar hátíðarinnar. Kórfélag- arnir fylltust stolti þegar þeir ráku augun í auglýsingu um tón- leika sína á sjálfu Markúsartorg- inu við hlið auglýsingar um tón- leika hins heimsfræða þýska söngvara Hermanns Prey. Það ríkti því bjartsýni um aðsóknina á tónleikana í Santa Stae, þótt nú væri töluverður ferðalúi farinn að segja til sín. En þegar að tónleik- unum kom blasti bláköld stað- reynd við. Áheyrendur voru sára- fáir. Fylgifiskar kórsins voru að þessu sinni í meirihluta. Hópurinn var því hnípinn og einstaka ónota- athugasemd heyrðist þegar lagt var af stað til hótelsins eftir kvöld- ið sem átti að verða stór stund. Það bættist svo við vonbrigðin að leiðin til hótelsins tók eina og hálfa klukkustund því hótel í miðborg Feneyja þarf að bóka með mjög löngum fyrirvara og þess vegna bjó kórinn í litlum strandbæ, skammt frá Feneyjum sjálfum, sem heitir Lido di Iesolo. Skömmu eftir miðnættið gat hópurinn tekið á sig náðir. En Feneyjar voru ekki kvaddar að sinni því morguninn eftir var lagt af stað kl. 6 til þess að ná því að syngja messu í hinni frægu Mark- úsarkirkju, sem hófst kl. 9. Þetta var grámuskulegur morg- unn og torg heilags Markúsar var mannlaust. Nokkrar dúfur heils- uðu kórfélögum með kurri en ann- ars virtist engin sála vera á ferli. Upphitun fór fram í hliðargangi við kirkjuna sjálfa. Rétt fyrir klukkan 9 kom maður í svörtum munkaklæðum og benti kórfélög- unum hljóðlega að koma inn. Það var kalt og dimmt inni í þessu stóra guðshúsi, sem var vandlega lokað fyrir ferðamönnum á meðan á guðsþjónustunni stóð. Fylgifisk- ar kórsins þurftu meira að segja að fá sérstakt leyfi til að koma inn í dýrðina. Messugjörðin var sam- kvæmt hefðbundnu hámessusniði og gamlir prestar kirjuðu fasta liði messunnar á latínu. Kórinn söng siðan nokkur lög á latínu og ítölsku og upphaf Þorlákstíða var sungið þarna í fyrsta sinn. Kirkju- sókn í þessari messu hefði þótt dræm heima á íslandi. Einungis fáar hræður hlýddu á guðsorðið og líklega hafa mósaik-skreytingar kirkjunnar meira aðdráttarafl en messuhald. Að launum fyrir fram- lag sitt til dýrðar drottni fengu kórfélagar að sjá altaristöflu kirkjunnar, en hún er að baki alt- arinu inni í kór kirkjunnar. Fylgi- fiskar kórsins þurftu hinsvegar að borga 500 lírur hver fyrir að berja augum þetta gyllta listaverk. Skin eftir skúrir Leiðin til Flórens frá Feneyjum tók u.þ.b. sex tíma og svefnvana ferðalangarnir hugðust ná kríu- blundi og safna þannig kröftum fyrir síðustu tónleika ferðarinnar, sem voru þetta sama kvöld þann 15. júní. En landslagið í Toscana- héraðinu vakti athygli á sér. Þar eru aflíðandi hæðir og hólar þakin gróskumiklum vínviði og búsæld hin mesta. Einn kórfélaganna, Guðlaug Pálsdóttir, sem starfað hefur sem leiðsögumaður á Ítalíu, tók nú að segja frá ýmsu mark- verðu í fari ítala og kenndi síðan samferðafólkinu nokkrar bráð- nauðsynlegar ítalskar samsetn- ingar. Þessi kennslustund varð ömetanleg þegar fram liðu stund- ir. Flórens er af mörgum talin fal- legasta borg í heimi og þar skein sól þegar kórinn kom þangað. Hót- elin sem kórinn gisti að þessu sinni voru við bakka Arno-fljóts- ins sem skiptir borginni í tvo hluta. Tónleikahús kvöldsins var kirkjan San Lorenzo. Hún var reist um það leyti er kristni var lögtekin á íslandi og í henni er að finna listaverk og skreytingar eft- ir m.a. þá Donatello og Michelang- elo. Kirkja þessi er geysilega stór og hefur mikinn hljómburð. Kór- félagarnir fylltust örvæntingu þegar þeir gengu inn í þetta mikil- úðlega hús, því sú óttalega fregn hafði borist að auglýsingarnar um þessa tónleika hefðu aldrei náð til Flórens, þeirra hafði aðeins verið getið í lítilli blaðatilkynningu. i Satt best að segja voru allir orðnir langþreyttir eftir ströng ferðalög og vonbrigðin í Feneyjum juku á svartsýnina. Einhver hafði meira að segja á orði, í hálfu gríni þó, að ef einhver álpaðist þarna inn um kvöldið væri best að bjóða honum bara á næstu ölstofu og syngja fyrir hann eitthvað auðvelt. En Jón Stefánsson gekk inn í hópinn sinn að lokinni upphitun og hélt stutta ræðu. Hann rifjaði upp nokkrar stórfenglegar stundir sem þessi einstæði hópur hafði upplif- að undanfarnar tvær vikur og bað kórinn að hjálpa sér við að gera þessa tónleika eina af þeim bestu. Þessi uppörvunarorð Jóns höfðu góð áhrif og hópurinn raðaði sér 11 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.