Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
B 35
1
upp til að ganga inn i kirkjuna.
Þegar þangað var komið blasti við
óvænt og gleðileg staðreynd.
Fjöldi manns var kominn inn til
að hlýða á tónleikana, kirkjudyrn-
ar stóðu opnar og fólk streymdi
látlaust inn. Kórinn hóf tónleik-
ana á íslenska þjóðsöngnum, sem
hljómaði stórkostlega um þessar
víðáttumiklu hvelfingar. Á meðan
á tónleikunum stóð voru kirkju-
dyrnar hafðar opnar og söngurinn
laðaði fólk að. Margrét Gunnars-
dóttir, kórfélagi, kynnti dag-
skrána á ítölsku og ensku, sem
kom sér vel því prógrömmin gengu
til þurrðar. Tónleikagestirnir
þetta kvöld voru vel á annað þús-
und og móttökurnar voru frábær-
ar allt frá byrjun. Þarna sannaðist
enn einu sinni mikilvægi góðra
áheyrenda og kór og stjórnandi
tvíefldust. Þarna var allt að vinna
og sérhver lagði allt sitt að mörk-
um. Þetta átak skilaði sér og þess-
ir tónleikar urðu einir þeirra eftir-
minnilegustu í allri ferðinni. Síð-
asta aukalag þessara tónleika var
perla íslenskra þjóðlaga „Sofðu
unga ástin mín“ í útsetningu Jóns
Ásgeirssonar.
Lokaátakið
Að loknu kvöldinu í San Lor-
enzo var tónleikaferð kórs Lang-
holtskirkju formlega lokið. Nokkr-
ir kórfélagar lögðu af stað áleiðis
heim til íslands strax þá nótt og
kveðjustundin reyndist erfið. Lík-
lega er ekkert til sem skapar jafn
ríka samkennd innan hóps sem
ferð af þessu tagi og þótt hún
reyndi á þolrifin er ekki auðvelt að
standa frammi fyrir því að ljúka
henni. En einu verkefni var þó
ólokið, en það var messusöngur í
dómkirkjunni í Flórens morgun-
inn eftir. Úr því kraftar reyndust
duga til að halda lokatónleikana
með sóma hlaut líka að vera hægt
að skila af sér einni messu þótt í
útlöndum væri. Sú varð líka raun-
in.
Messan í Flórens var afar ólík
þeirri sem sagt var frá í Feneyj-
um. Dómkirkjan í Flórens er ein
þriggja stærstu kirkna í heimi og
jafnframt ein sú fegursta að
margra áliti. Að utan er hún
skreytt marmaramósaiki en að
innan er hún björt og hlýleg þrátt
fyrir stærðina. Luigi Sessa, organ-
isti kirkjunnar, leiddi kórinn inn í
litla hliðarkapellu en þar fór guðs-
þjónustan fram. Þessi lágvaxni ít-
ali bauð kórinn velkominn og lét í
ljósi ánægju yfir heimsókninni.
Þegar messan hófst var kapellan
fullsetin af borgarbúum og ferða-
mönnum af ýmsu þjóðerni. Kórinn
söng að mestu leyti það sama og f
Markúsarkirkjunni daginn áður,
en auk þess söng hann lika fasta
messuliði sem prestarnir í Mark-
úsarkirkjunni höfðu kirjað. Prest-
urinn hélt síðan prédikun og svo
mikið skildi ég að hann hvatti fólk
til að stunda fagurt líferni,
styrkja fjölskyldubönd og forðast
óhóf í áfengisneyslu. Að lokum gat
hann þess að kórinn sem væri að
syngja við þessa messu væri kom-
inn alla leið frá íslandi, og sér
væri heiður að bjóða hann og
stjórnanda hans velkominn. Áður
en kirkjugestir yfirgáfu kirkjuna
stóðu þeir upp og klöppuðu vel og
lengi fyrir kórnum. Bravóhróp
heyrðust líka, það meira að segja
frá sjálfum dómkirkjuprestinum.
Slíkt hafði kórinn aldrei upplifað
fyrr, því þótt sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson sé einn dyggasti að-
dáandi kórsins lætur hann þakk-
læti sitt í ljós á annan hátt.
Hér lýkur frásögninni af tón-
leikaferð kórs Langholtskirkju til
þriggja Evrópulanda. Hún var
stórátak sem kostaði mikið fé og
fyrirhöfn. Þessi samstillti hópur
hlaut mikið lof og viðurkenningu á
erlendri grund, og vakti jafnframt
athygli á auðugri söngmenningu á
íslandi. Það er vert að meta þá
jákvæðu landkynningu að verð-
leikum og hvetja íslendinga sjálfa
til að fylgjast vel með þessum
hópi, og því sem hann tekur sér
fyrir hendur í náinni framtíð.
(;u«lau( CuAmundadóUir
Líkamsrækt
SUÐURVERI
Haustnámskeiö hefst
2. sept.
Líkamsrækt og megrun fyrir konur
á öllum aldri. Morgun-, dag- og
kvöldtímar. Lausir tímar. Sérstak-
ur megrunarflokkur kl. 18.30.
Rólegur tími þri.—fim. kl. 14.30.
Allir finna flokk við sitt hæfi í Suð-
urveri, sími 83730.
Vetrarnámskeiö
hefst 30. sept.
Framhald — byrjendur
Félag íslenskra danskennara FÍD
Bolholti
Haustnámskeiö hefst
2. sept.
Morgun-, dag- og kvöldtímar. 50
mín. tímar. Kerfi JSB.
Sturtur, sauna.
Vetrarnámskeiö hefst
30. sept.
Lokaöir og framhaldsflokkar.
Staðfestið pantanir fyrir veturinn.
Sími 36645.
Ljósastofa
JSB
Kynniö ykkur nýju sontegra per-
urnar, 25. mín.
Toppþjónusta — toppgæöi.
Sími
Jazzballettskóli Báru
...... ivnwi iii viui i u i v •
sept. Haustönn 16. sept. —
29. nóv. Byrjendaflokkar —
framhaldsflokkar. Tímar
2x—3x í viku.
Blandaðir flokkar, strakar og
stelpur.
Gjald 4.200.
Nýtt Nýtt
Gestakennari frá
Pineapple London.
Innritun hefst 9. sept.
Sími 83730.
Akranes
Jazznámskeiö í Rein 1. okt. —
30. nóv. 1x í viku, á laugardög-
um.
Byrjendur 7—12 ára, 13—15
ára, 16 ára og eldri, fram-
haldsflokkur.
Innritun í Rein frá 9. sept. á
þriðjudögum og fimmtudög-
um, sími 1630.
Líkams
rækt
Akranes
Vetrarnámskeið hefst 9. sept.
Líkamsrækt og megrun fyrir
konur á öllum aldri. 6 vikna
námskeið 2x í viku. 9. sept. —
17. okt. og 22. okt. - 28. nóv.
Staðfestið pantanir í Rein
mánudaginn 2. sept. kl.
12-17, sími 1630.
Athugið:
Höfum dansvörur frá
Pineapple tilsölu.