Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 36
a 36 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 Námstefna norrænna fóstra: Auka þarf rannsóknir á uppeldi ungra barna DAGANA 11.—16. júní sl. var hald- in samnorræn fóstrunámstefna í Savolinna/Nyslott í Finnlandi. Ním- stefnuna sóttu þrjár íslenskar fóstr- ur, og á henni var samþykkt ályktun þar sem lögó er ábersla á að á fyrstu árum barnsins sé lagóur grunnur aó málþroska þess. Með markvissu starfi sé unnt að örva málþroska barnsins bæði innan heimilisins og á dagvistun- arheimilum en til að ná því markmiði þurfi vel menntað starfsfólk, hæfilegan fjölda barna á deildum og viðeigandi húsnæði. Þvi sé samvinna við foreldra nauðsynleg til að barnið fái nægi- lega tilsögn í móðurmálinu. Þar segir ennfremur: „Hefð- bundið hlutverk dagvistarheimila er að þroska alhliða málkennd barnanna. Með leikjum, viðtölum, kveð- skap og þulum, bókmenntum og leiklist er hugmyndaflug og móð- urmál barnsins örvað og á þeim grunni getur skólinn síðar byggt. Auka þarf og bæta samvinnu milli fóstra og kennara til að sam- ræma þá kennslu og það uppeldi sem á sér stað á dagvistarheimil- um annars vegar og í skólanum hins vegar. Menntun fóstra og kennara þarf að samræma og gera jafn réttháa. Grunnmenntun fóstra á Norð- urlöndum, svo og framhalds- menntun þarf að aðlaga síauknum kröfum nútímans. Gera þarf fóstrum kleift að fylgjast með þróun samfélagsins og aðlaga upp- eldisstarfið öðrum þjóðfélags- breytingum. Rannsóknir á Norðurlöndum á uppeldi ungra barna eru skammt á veg komnar, en þessar rann- sóknir þarf að auka og samræma milli landanna. Fóstrumenntunin þarf síðan að styðjast við niður- stöður þeirra. Vinna fóstra á dagvistarheimil- um er þýðingarmikil, ekki einung- is fyrir börnin og foreldra þeirra, heldur einnig fyrir þróun samfé- lagsins. Mörgum börnum býðst ekki dvöl á dagvistarheimilum. Nauðsynlegt er að stjórnmála- menn tryggi að nægilega mörg dagvistarheimili verði byggð svo unnt sé að tryggja öllum börnum er þess óska dvöl á dagvistarheim- ili.“ ÓDÝRAR LOFTPRESSUR NÝJUNGFRÁ INGERSOLL-RAND INGERSOLL RAND verksmidjumar eru heimsþekktar íyrir INGERSOLL RAND þjöppurnar eru meðíœrllegar íyrir einn mann og audveldar í drœtti íyrir litla íólksbíla. iramleidslu vandadra loítþjappa og loítverkíœra. INGERSOLL RAND býður nú nýja gerð aí léttbyggðum, ílytjanlegum loítþjöppum ótrúlega mikil aíköst. INGERSOLL RAND em snigilþjöppur, knúnar aí loítkœldum dieselhreyíli. < 5 I Leitidnánari upplýsinga hjá umbodsadila ingersoll-rand áíslandi. Skonsur og aftur skonsur... Nú eru eflaust margar húsmæður búnar að sulta, bæði úr rifs- berjum, krækiberjum og rabarbara, svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna datt mér i hug að gefa ykkur uppskrift af skonsum. Nýbak- aðar skonsur og góð heimalöguð sulta er boðlegt hvenær sem er. Skonsurnar er fljótlegt að baka ef óvænta gesti ber að garði, og gaman er að koma heimilisfólkinu á óvart einhvern laugardags- eða sunnudagsmorgunn með volgum skonsum, nýlöguðu sultunni og jafnvel ísköldum þeyttum rjóma. Þetta er grunndeig fyrir eftirfarandi sjö tilbrigði af skonsum. Byrjum á morgunverðarskonsunum: Bökunartími: litlar 7—10 mínútur. Bökunartími: stórar 10—15 mínútur. 240 gr hveiti, 2 tsk. lyftiduft, 125 gr mjólk, 50 gr smjörlíki, 30 gr sykur, Ví tsk. salt, 1 hrært egg. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt og bætið sykrinum út í. Myljið smjörlíkið út í og bleytið í með mjólkinni og hnoðið létt. Fletjið út á hveitistráðu borði, látið hveiti á hendur og formið „bollu". Skerið hana i tvennt og fletjið lauslega út í um 2 sm þykkt. Takið undan litlu glasi. Látið á smurða og hveitistráða bökunarplötu, og penslið hverja skonsu með hrærðu egginu. Bakið við 220° hita í 7—10 mínútur og berið fram volgar. Brúnar skonsur Búnar til á sama hátt og morgunverðarskonsur, en notið til til helminga heilhveiti og hvítt hveiti. Ostaskonsur Grunnuppskrift, en sleppið sykrinum og notið i staðinn 120 gr rifinn ost (tegund eftir smekk). Bornar fram með jarðarberjum og rjóma. Engiferskonsur Grunnuppskrift, en sleppið lyfti- dufti. Notið í staðinn ¥t tsk. sóda, Vi tsk. engifer og 1—2 matsk. síróp. Haframjölsskonsur Grunnuppskrift, en notið 120 gr hveiti og 120 gr haframjöl. Sódaskonsur Grunnuppskrift, en sleppið lyfti- dufti, og notið 1 tsk. pottöskju (cream og tartar) og '/2 tsk. matarsóda. Súrmjólkurskonsur Grunnuppskrift, en sleppið lyftidufti og mjólk. Notið í staðinn lA tsk. sóda, 'A tsk. pottösku og 125 gr súrmjólk. Ég þarf varla að taka það fram að skonsur eru einnig afbragðs- góðar með smjöri og osti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.