Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 38
38 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 „Starf hans talið hreinasta þrekvirki“ ar og áræði hafi ráðið mestu um hve giftusamlega björgunarstarfið tókst.“ Þessi orð voru höfð um Krist- björn Þórarinsson kafara er hann ásamt öðrum vann það þrekvirki árið 1965 að koma skipinu Sus- anne Reith á flot en því var siglt á sínum tíma upp á skerið við Rauf- arhöfn. Skipstjórinn ætlaði fyrst að láta draga það yfir rifið en þar brotnaði það í tvennt. „Þegar hugurinn hvarflar til baka eru það náttúrulega viss at- riði sem standa upp úr og maður gleymir ekki,“ sagði Kristbjörn er blaðamaður hitti hann og bað hann að líta til baka um 25 ár og fara yfir atburðinn. Þetta var um hávetur að við fór- um þarna norður og unnum að þessu í nokkra mánuði. Það sem ég man einna helst er að veðrið var erfitt, ís sem lá mikið við land og eiginlega engar samgönguleiðir opnar nema með lítilli flugvél. Hafísinn gerði okkur lifið leitt og það var strengdur vír fyrir hafn- armynnið til að varna því að ísinn kæmist inn. Kristinn Guðbrandsson í Björg- un hf. sem lét bjarga skipinu var ekki á því að láta veðrið hamla sér og ég man að einu sinni vantaði mig tilfinnanlega sement og það var bara hægt að fá það á Húsa- vík. Á þessum tíma var stórhríð og ófært, en Kristinn skipaði bíl- stjórunum að leggja af stað strax og eftir tvo daga birtust þeir með fullan farm af sementi. Það dugði ekkert að gefast upp í þá daga. Það var líka sögulegt þegar við vorum að sigla skipinu suður 340 sjómílur. Þá var búið að saga skip- ið í sundur og karlarnir voru að stelast til að kikja á samsetning- una þegar enginn sá til, því skipið jagaðist auðvitað til og frá. Mið- lestin var opin og þar syntu fisk- arnir út og inn eins og þeim sýnd- ist. Ekki bætti það úr skák að hællinn var boginn og ég skar hann hreinlega af svo stýrið hékk bara á efri legunni. En þetta hafð- ist allt.“ — Hvað varð svo um skipið? „Það var sett í slipp og þar var það soðið saman aftur. Þá var því sigit til Englands þar sem bætt var í það 10 metrunum áem skorn- ir voru úr því. Það var notað sem Grjótey um tíma við dýpkanir og fl. Þá var það kallað Eldey og not- að til útgerðar en svo var það selt til útlanda og ég hef ekki fylgst með því eftir það. Það er nú samt dálftið skrítin tilviljun að þegar ég fékk kranann sem ég nota við vinnu mína frá Englandi var það Susanne sem náði í hann og það vissi ég bara núna fyrir nokkrum mánuðum." — Hefurðu unnið sem kafari síðan þetta gerðist? Nóg að gera hjá Jane Seymour KRISTBJÖRN ÞÓRARINSSON KAFARI SEM ÁTTI HVAÐ STÆRSTAN HLUT í AÐ KOMA SKIPINU SUSANNE REITH Á FLOT AÐ NÝJU Þessj frétt birtist í Morgunblaðinu fyrir 25 árum. Þá fór verr en skyldi Jane Saymour hefur mikið á sinni könnu þessa dagana. Innan skamms á hún von á öðru barni sínu en fyrir á hún Katy sem er þriggjaára. Hún lætur meðgönguna þó ekki aftra sér frá vinnunni og ferðast nú vítt og breitt um Bandaríkin til að fylgja myndum sfnum eftir „Head Office“ og „Jamaica Inn“. Auk þess bregður hún sér þegar tími gefst til í ljósmyndastúdíó til að láta mynda sig í því nýjasta sem tískuhúsin hafa á boðstólum handa vanfærum konum. Semsagt, nóg að gera á þeim bæ. Morgunblaðið fyrir 25 árum verk var farsællega ™ Wta leitt _. mm 'yrk: rb.,nda SUSANNE rramhald »f bl* M irm nú *r I "i(tu fyr- rurki»n« I upphafi roktum i stúrum dritlum aogu bjorgunar. - Við byrjuðum að vinna — k vátryygjanda Þ<’,» ín ikomkumulags við akip ug Uupsiiufn v»r ii«‘ð ra. nuhum |«<n *° fcfcipstjuri or skiptð. Þá v»r 1 kaups o( *< röu VarM .« árH. úr IramhluU shlpsln. w hann v.r Irhl- bjorgun ar I vnr. það fyrir fy Björgunarstarfið mæddi mest á Kristbirni enda er starf hans í sambandi við björgun skipsins talið hreinasta þrekvirki. Aðstæður voru allar hinar erfið- ustu, hafís og kaldur sjór, grútur í sjónum svo ekki sá úr augum, hreyfing á sjónum vegna óhag- stæðrar veðráttu og lítið athafna- rými... öllum sem til þekkja ber saman um það að þrek Kristbjarn- Ballettdansari sem vegur meira en 125 kíló, ætli að slíkt gæti gengið áfallalaust? Að minnsta kosti ekki hjá Flemming Kröll sem er revíu- stjórnandi I Nyköbing og tók að sér danshlutverk í einni af sýning- unum. En þá fór verr en skyldi eins og myndin ber glöggt með sér. fclk í fréttum Spor í ranga átt? David Mach lagði bæði líf og sál í síðustu höggmynd sína sem á að tákna jörðina séða frá gervihnetti. Og þó að gagnrýnendur reyndust ekki yfir sig hrifnir má þó segja að David hafi bæði fengið útrás fyrir hugarflugið og not fyrir skóna sem hann var hættur að brúka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.