Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 39

Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 39
ntn HaaManag x flUOAatjnvíijg aiaAjaviuoflOM MOPGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER lfl85 a 88 B 39 Gersemar úr grjóti Það hefur löngum verið ðllum kunnugt, sem áhuga hafa á steinum og söfnun þeirra, að gott væri að leita fanga í þeim efnum á Borgarfirði eystri. Líklega skipt- ir það tonnum, sem þaðan hefur borist í brottu í vösum ferða- manna, koppum þeirra og kirnum. Heimamenn hafa vísast einnig kunnað að meta þessi dýrmæti sin og á síðustu árum hafa þeir farið að gera sér nokkurn mat úr grjót- inu, ef svo mætti segja. Fyrirtækið Álfasteinn hf. á Borgarfirði eystra var stofnað 1. mars árið 1982. Hluthafar munu flestir heima- menn, en framkvæmdastjóri er Helgi Arngrímsson og starfsmenn fjórir til fimm. Er blaðamaður Morgunblaðsins átti leið um eystra fyrir skömmu og leit við í fyrirtæk- inu til að sjá og heyra þá sýndi Helgi Ásgrímsson framleiðsluna. Þar getur að líta fjölbreytilegustu hluti, svo sem bréfapressur og fánastengur, afmælisskildi og bókastoðir, svo eitthvað sé nefnt. Flest er þetta unnið úr íslenskum steinum, en einnig nokkuð úr er- lendum. Þá er unnt að gera hjá þeim allskyns sérpantanir. Steinarnir eru tíðast gljápússað- ir á aðra hlið og síðan sandblásnir og þá er litað og myndskreytt. Einnig er unnt að kaupa hjá þeim steina, smáa sem stóra, sem eru listaverk í sjálfu sér, án þess að mannshöndin meitli eða móti. En þar sem sjón er sögu ríkari, má geta þess að Álfasteinn hf. er með sýningarbás á Heimilissýning- unni. Fjölbreytilegustu hlutir úr grjóti eru framleiddir í BorgarFirði eystra. Helgi Arngrímsson. Árin líða og menn- irnðr eldast Þrátt fyrir að hann sé sprækur og fari í tennis sér til heilsu- bótar af og til er ekki þar með sagt að við sjáum beinlínis 007 James Bond fyrir okkur, þegar við horf- um á þessa mynd. Tíminn líður og nú er Roger Moore kominn langt á sextugsald- ur. Þrátt fyrir það leynir aldurinn sér býsna vel í Bond-myndinni sem nú er verið að sýna í einu af bíóhúsum borgarinnar. Kannski förðunarmeistarar eigi einhvern þátt þar að máli? Adidas-New York gallinn á útsölu í Laugavegi 116 viö Hlemm. Símar 26690 — 14390. Morgunblaðið/Þorkell Kristbjörn Þórarinsson. „Já og fram til ársins 1978 vann ég einungis við köfun. Ég á að baki um 12.000 tíma í sjó og held að Einar sonur minn eigi næstmesta kafaratíma á landinu. Þegar ég byrjaði f þessu starfi 1955 vorum við 12 til 15 manns sem unnum við þetta en f dag er varla til mann- eskja sem hefur þetta að aðal- starfi. Þetta er aftur á móti orðin aukabúgrein hjá mörgum, og nú hafa um 80 manns atvinnuréttindi á þessu sviði. Ég rek ásamt öðrum Köfunarstöðina og hef gert nokk- uð lengi." — Verðurðu einhverntíma hræddur niðri í vatninu? „Ég er alltaf hræddur og líka f jandi, en Þetta eru bara viðbrögð- in við þvf að vera varkár. Ég er alltaf viðbúinn en hef þó aldrei lent í hættu." Vildi ekki sitja kyrr í vagninum Þegar Madeleine fékk að lokum litla apavininn sinn Jake í gönguferð, vildi hann þegar til kom alls ekki sitja kyrr í dúkkuvagninum, ekki einu sinni þó reynt væri að róa hann með því besta sem Madeleine veit og þekkir þ.e.a.s. pelanum. COSPER COSPER — Krtu á móti því að mamma búi hjá okkur? ASIflestar stæröir til Verð frá kr. 1.990. Sportval \r Laugavegi 116 við Hlemm. Símar 26690 — 14390.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.