Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 1
120 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 201. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaósinfi Samtök hlutlausra ríkja: Grænland: Stefnir í átök á vinnumarkaðnum? Kaupmannaböfn, 7. sepL Fri Nik Jörgen Bruun, frétUriUrn Morpinblaösins. NC ER útlit fyrir stórfelld átök á grænlenskum vinnumarkaði, og við- ræður virðast fjarri því að bera árangur. Fjögur dönsk verkalýðsfélög, sem semja fyrir félagsmenn sína á Grænlandi, hafa hætt samninga- umleitunum við ríkið, heima- stjórnina og sveitarfélögin um nýja kjarasamninga fyrir tfmabil- ið 1985-87. Er þar um að ræða félög vél- stjóra, lögfræðinga og viðskipta- fræðinga, hjúkrunarfólks og versl- unar- og skrifstofufólks. Um 450 félagsmenn síðastnefnda félagsins vinna hjá rfkinu, heimastjórninni og sveitarfélögum á Grænlandi. Vinnuveitendurnir vilja engar kauphækkanir f krónutölu á þessu ári og mest sem svarar um 1.200 kr. hækkun á mánuði á árinu 1986. Þá vilja þeir, að visitölutrygging launa verði lögð niður í Grænlandi. Það hefur ekkert félaganna viljað fallast á. Bandaríkin: Reynt að koma lífi í sauð- fjárræktina Waxhiarton. 7. scptembcr. AP. TIL Bandaríkjanna hefur nú verið flutt ræktað fjárkyn frá Danmörku og Finnlandi og eru bundnar vonir við, að það geti hleypt nýju lífi f sauðfjárræktina vestra. Segir frá þessu í tilkynningu frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu. Sauðfjárræktin í Bandaríkjun- um hefur verið að dragast saman i langan tíma enda kemur það fram f tilkynningu landbúnaðarráðu- neytisins, að almenningur tekur flest annað kjöt fram yfir lamba- kjötið. Til að reyna að snúa þess- ari þróun við hefur verið flutt inn frá Danmörku og Finnlandi 31 lamb af fjárkyni, sem hefur verið ræktað f þessum löndum og kall- ast „texel“. Hefur þetta fjárkyn það sér til ágætis fyrst og fremst, að kjötið af þvf er mjög fitusnautt. Verða lömbin i sóttkvi næstu fimm árin. Ljóflm Mbl Ol.K.M Suður-Afrika: Mikill viðbúnaður vegna fjöldaútfarar ii fylgi þeim tíl grmfar. Hefur jMUUKttVvOfJ, 7. KpitttMf. AP. TVÖ svört ungmenni félhi í dag f Suður-Afríku þegar tíl óeirða kom víða í landinu. f dag fer fram útför 10 manna, sem fallið hafa á síðustu dög- um, og er búist við, að mikið fjöL lögreglan uppr mikmn viðbúnað af þeim sökum. 1 Ciskei, einu heimalanda svartra manna, kom til mikilla mótmæla og beitti fólkið grjóti og bensínsprengjum gegn lögreglunni, sem svaraði fyrir sig með skothríð. Féll þá 14 ára gömul stúlka og ann- að ungmenni þegar svartur lög- reglumaður skaut að kynbræðrum sínum, sem reyndu að brenna hann inni í húsi sínu. f dag á að bera til grafar tíu menn, sem f&llið hafa að undanförnu, og viðbúið að margt manna fylgi þeim. Er fjölmennt lögreglulið til taks enda hefur oft komið til mikilla óeirða að slíkum athöfnum loknum. Frá 23. ágúst sl. hefur 31 maður fallið í Suður-Afriku i óeirðum, sem sprottnar eru af aðskilnað- arstefnunni. Flest eru fórnarlömb- in svört en einnig kynblendingar og fólk af indverskum uppruna, sem svertingjar gruna um græsku og saka um að styðja hvita minnihlut- ann i landinu. Fréttir eru um, að Nelson Mandela sé sjúkur og hefur hann verið til skoðunar hjá sér- fræðingi i þvagfærasjúkdómum. Mandela hefur verið i fangelsi i rúma tvo áratugi og er jafnan litið á hann sem tákn fyrir andstöðu svartra manna við aðskilnaðar- stefnuna. Mugabe verður næsti forseti Luanda, Angóla, 7. sepL AP. I GÆR ákváðu utanríkisráðherr- ar hlutlausu ríkjanna, að næsti fundur þeirra skyldi haldinn í Harare í Zimbabwe. Það hefur í för með sér, að Robert Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, verður forseti Samtaka hlutlausu ríkjanna (NAN) næstu þrjú árin. Tæplega 100 ráðherrar voru viðstaddir, er ákvörðun þessi var tekin á aðalfundi samtak- anna i Luanda, og var kosið á milli Zimbabwe og Júgóslavíu, sem var einn af stofnaðilum NAN1961. Mugabe verður forseti 'sam- takanna frá og með Harare— fundinum, sem haldinn verður 1986, fram að næsta aðalfundi, sem haldinn verður 1989. Robert Mugabe Norðmenn að kjörborðinu á mánudag: Kosningabaráttunni lokið með deilum um velferðina Örii, 7. Kfúmber. AP. ÞRJÁR milljónir Norðmanna munu ganga að kjörborðinu á mánudag en kosningabaráttunni lauk formlega (gærkvöldi með sjónvarpsþætti þar sem allir leiðtogar stjórnmálaflokkanna 10 komu fram. I sjónvarpsþættinum stóð styr- Willoch sagði, að efnahagslffið inn fyrst og fremst á milli þeirra Káre Willochs, forsætisráðherra og leiðtoga Hægriflokksins, og Gro Harlem Brundtlands, for- manns Verkamannaflokksins. stæði nú með miklum blóma, at- vinna hefði aukist, framleiðslan einnig og fjárfestingar og rannsóknastarfsemi, en hins veg- ar hefði verðbólgan minnkað, skattarnir, erlendar skuldir og reglugerðafargan rikisvaldsins. Brundtland réðst harkalega á stefnu stjórnarinnar og sagði, að borgaraflokkarnir vildu vel- ferðarrikið feigt. Kvað hún Verkamannaflokkinn mundu þre- falda framlög til heilbrigðiskerf- isins og annarra velferðarmála ef hann kæmist til valda en Willoch svaraði og sagði, að hér væri um að ræða óábyrgt yfirboð, sem hefði aðeins i för með sér aukna verðbólgu. Samkvæmt siðustu skoðanakönnun virðist Verka- mannaflokkurinn standa heldur betur að vigi en stjórnarflokkarn- ir en mjótt er á mununum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.