Morgunblaðið - 08.09.1985, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1986
Davíð Scheving Thorsteinsson:
Hyggst auka út-
flutning á Svala
Kynnir drykkinn á matvælasýningu í Köln
DAVfÐ Scbeving Thorsteinsson forstjóri Smjörlíkis hf. og Sólar hf. hyggur
■i i tikiu útflatning i Svila, appelsfnn- og sítrónudrykkjum sfnum , en
hann befur i annað ir selt drykkinn til Færeyja. Hyggst Davíó kynna Svala
i alþjóólegri matrclasýningu i Vestur-Þýskalandi í næsta minuói.
„Við höfum selt talsvert magn
af Svala til Færeyja á annað ár, og
sú sala fer stöðugt vaxandi,“ sagði
Akranes
meistari
AKRANES tryggói sér í ger íslands-
meistaratitil í kvennaflokki meó þvi
aó sigra KA i beimavelli lOrO. Staóan
í hilfleik var 4:0. Yfirburóir ÍA-stúlkn-
anna voru mjög miklir eins og tolurnar
bera meó sér.
Mörk ÍA i leiknum skoruðu:
Guðríður Guðmundsdóttir 3, Lauf-
ey Sigurðardóttir 2, Halldóra
Gylfadóttir 2, Ragnheiður Jónas-
dóttir 2 og Kristín Aðalsteins-
dóttir 1 mark. Þess má geta, að
Guðríður kom inná í seinni hálf-
leik sem varamaður. Þjálfari ÍA
er Steinn Helgason.
Davíð í samtali við Morgunblaðið i
gær. „Það er dálítið skemmtilegt
varðandi þennan útflutning okkar
til Færeyja að Danir, sem seldu
svipaða vöru i Færeyjum, höfðu
okrað á eyjaskeggjum árum sam-
an, þvi þegar við komum inn á
markaðinn, þá lækkuðu þeir sitt
verð um 50%,“ sagði Davíð.
Davíð sagði aö reynslan af út-
flutningnum til Færeyja væri svo
góð, að hann hefði ákveðið að taka
þátt í alþjóðlegri matvælasýningu
í Köln í Þýskalandi í októbermán-
uði. Hann sagði að auk Sólar hf.
myndi Sölustofnun lagmetis taka
þátt i þessari sýningu. „Á þessari
sýningu hyggst ég laða að mér at-
hygli sýningargesta á Svala, með
því að láta undurfríðar íslenskar
stúikur kynna drykkinn, svo og
sterkasta mann i heimi, Jón Pál
Sigmarsson.“
Moryunbllfiið/Friflþjófur
Slökkviliósmenn vió verkfæra- og birgóageymslur í gærmorgun.
Keflavíkurflugvöllur:
Birgða- og verkfæra-
geymsla Istaks brennur
VEKULEGT tjón varó í bruna í
Keflavikurflugvelli er birgóa- og
verkfærageymsla ístaks hf. branu
árla síóasúióinn morgun. Eldsins
varó vart um khikkan 6 og náóí
slökkvilióió á Vellinum aó ráða nió
urlögum hans um khikkan 8. Engin
slys uróu á mönnum.
Slökkviliðið á Keflavíkurflug-
velli varð eldsins vart er það var
á eftirlitsferð um vallarsvæðið. Er
komið var á staðinn varð ljóst að
eldur hafði logað lengi í húsinu,
sem er bárujárnsklæddur braggi,
og lagði slökkviliðið fyrst og
fremst áherzlu á að kæla húsið og
gashylki, sem í því voru. Ekki
reyndist unnt að bjarga neinu.
Eldsupptök voru ekki kunn um
í DAG
Meðal efnis í blaðinu í dag er
Útvarp/sjónvarp 6
Dagbók 8
Fasteignir 10-23
Leiðari 36
Reykjavíkurbréf . 36-37
Myndasðgur 42-43
Peningamarkaður 38
Raðauglýsingar ... 52-63
íþróttir 68-69
Fólk í fréttum 31B-32B
Dans/bíó/leikhús 32B-35B
Velvakandi 36B-37B
Menning/listir .... 1C-8C
m
INNLENT
miðjan dag í gær, en meðal annars
var rannsakað hvort um íkveikju
gæti verið að ræða.
Símboð send
með ljós-
merkjum
STARFSMENN Pósts og sfma
vinna við það um helgina að leggja
5 kílómetra langan streng milli
símstöðvanna i Grensási og vió
Austurvöll í Reykjavík, sem leióa
Ijósmerki f staó rafboóa. Fhitn-
ingsgeta þessara strengja er marg-
fóld á vió aóra strengi og takmark-
ast í raun ekki vió annað en þann
stjórnbúnað sem þeim er tengdur.
Ljósmerkin eru send um gíer-
þráð, sem er aðeins Vioo úr milli-
metra á þykkt. Sex slíkir þræðir
eru í strengnum og verða aðeins
tveir þeirra notaðir. Það er laser
sem sendir Ijósboðin og getur
hann sent 140 milljónir ljós-
merkja á sekúndu. Það nægir til
að fiytja 2 þúsund talrásir, en
þegar eru til á markaðnum tæki
sem geta sent 8 þúsund talrásir
eftir tveimur svona strengjum.
Þá má nota þetta sama kerft til
að flytja 4 sjónvarpsrásir.
Merkin sem fara eftir þessum
strengjum deyfast miklu minna
en merkin sem fara eftir núver-
andi strengjum. Má nefna að
ekki þarf að magna merki sem
sent er til Selfoss, en nú eru 20
magnarar á leiðinni þangað.
Jón Páll Sigmarsson, sterknsti maóur hehns, reyndi nó kasta eins langt
út eins og Englendingamir voru vanir aó gera, yfir 100 metra, og fékk
hann tvo smákola í einu. ViA hlið hans stendur formaður félags stang-
veióimanna í Brighton, Peter Baker.
Kasta yfir
100 metra
HÉR á landi eru nú staddir þrfr
Englendingar, sem frægir eru
orónir fyrir sjóstangaveióar f sfnu
heimalandi, þó einkum kastveióar
frá strönd. Þeir eru hér f boói
Eluglcióa og Víkingaferða, sem
hyggjast stfga saman nýtt skref í
feróamannaþjónustu hér á landi
nk. sumar — ferðum útlendinga
til landsins með sjóstangaveiði
fyrir augum, bæði veiðar úr bát-
um og eins frá ströndum.
Peter Baker, einn þremenn-
inganna og formaður félags sjó-
stangaveiðimanna í Brighton,
sagði að aðstæðurnar til sjó-
stangaveiði hér á landi væru
með þeim bestu sem hann hefði
kynnst og þó hefði hann verið
viðloðandi sportið í ein 50 ár og
farið víða.
Blaðamaður Morgunblaðsins
fylgdist með strandveiðunum
árla morguns f gær, en þá var
hafist handa á Keflavíkurbergi.
Sérstaka athygli vakti hversu
langt veiðimennirnir köstuðu,
en beita og öngull flugu vel yfir
100 metra. Uppskáru fiski-
mennirnir aðeins nokkra smá-
kola, sem varla voru mikið
stærri en beitan sem notuð var.
Hinsvegar höfðu menn skýr-
ingu á þessum litla afla í byrj-
un. Flestir Suðurnesjabátarnir
voru jú langt komnir með kvót-
ann og þvf lítið eftir í búi Ægis.
Erfiöleikar í útgeró á Qlafsvík:
Jökuíl til sölu og
uppboð vofir yfir Má
TALSVERÐAR líkur eru nú taldar
á því, aó báóir togarar Ólafsvíkinga
hverfi af staónum. Uppboó vofir yfir
togaranum Má og togskipið Jökull
hefúr verið auglýst til sölu. Aðrir
heimamenn, en núverandi eigandi
Jökuls, hafa lýst áhuga sínum á aó
balda skipinu á staðnum og sömu
sögu er aó segja um Má.
Utgerðarfyrirtækið Hrói undir
stjórn Víglunds Jónssonar er eig-
andi Jökuls, sem keyptur var frá
Póllandi á sfðasta ári. Víglundur
sagði f samtali við Morgunblaðið,
að enginn grundvöllur væri fyrir
rekstri skipsins lengur og þvf eina
leiðin að selja það til að firra
fyrirtækið verulegu fjárhagslegu
tjóni. Lágt fiskverð og þróun geng-
is auk fleiri þátta gerði þetta
hreinlega ómögulegt. Hann sagði,
að við undirritun samninga hefði
verið áætlað að skipið kostaði 17
milljónir króna, en við heimkom-
una hefði verðið á þvf verið komið
upp f 127 milljónir króna. Nú teldi
hann sig þurfa að fá um 135 millj-
ónir króna fyrir skipið til að sleppa
skaðlaus frá öllu saman. Rekstur
skipsins hefði gengið mjög vel og
Áætlað er að þessi strengur
verði tekinn í notkun á miðju
næsta ári, en í vetur verður unn-
ið við að leggja þessa strengi
milli fleiri símstöðva í Reykjavík
og einnig milli Reykjavíkur og
Hvolsvallar. Á meðfylgjandi
myndum sem ljósmyndari Morg-
unblaðsins, Árni Sæberg, tók f
HorgunblmðiA/Arai Scberg
gær eru starfsmenn Pósts og
sfma að vinna við að leggja
strenginn á horni Njarð-
argötu og Hringbrautar. Á inn-
felldu myndinni má sjá nýja
strenginn f samanburði við þann
gamla, en tveir þræðir þess nýja
flytja fimmfalt á við þann
gamla.
vel aflast á það. Hann sæi því
vissulega eftir því, en við því væri
ekkert að gera.
Kristján Pálsson, útgerðarstjóri
Más, sagði reksturinn ganga mjög
erfiðlega vegna óhagstæðrar geng-
isþróunar síðan skipið hefði verið
keypt. Það hefði reyndar fengizt
skuldbreyting á sfðasta ári, en
jafnframt hefði útgerðinni verið
gert að greiða 30% aflaverðmæta
f stofnfjársjóð og það væri allt of
mikið. Hann áætlaði að fjáhagstap
vegna gengisþróunarinnar næmi
allt að 100 milljónum króna og
slfkt dæmi gengi einfaldlega ekki
UPP' , ,
Kínverjar
keyptu 42
þús. tonn af
áli 1972—78
KÍNVERJAR keyptu á árunum
1972—78 liðlega 42 þúsund tonn af
ili af íslenska álfélaginu. Er það um
helmingur af afkastagetu verksmiðj-
unnar í Straumsvík á ári og um 50
milljón dollara virði á núgildandi
verðlagi, eða rúmar 2000 milljónir
íslenskra króna, að sögn Bjarnars
Ingimarssonar, fjármálastjóra ÍSAL.
Þetta vekur athygli nú, þegar
ljóst er að Málmiðnaðarsamsteypa
Kfnverska alþýðulýðveldisins hef-
ur lýst áhuga á þvf að taka upp'
viðræður við fslensk stjórnvöld og
Svissnenska álfélagið um hugsan-
lega þátttöku í fyrirhugaðri
stækkun álversins í Straumsvík.
Að sögn ólafs Guðmundssonar,
sölustjóra lSAL, voru þessi við-
skipti upphaflega komin til í gegn-
um söluskrifstofu Svissneska ál-
félagsins i Japan. Aðspurður um
heildarnotkun Kínverja á áli ár-
lega, sagði Ólafur, að það væru
engar haldbærar tölur til. Þá
sagði hann að Kfnverjar væru séð-
ir í innkaupum, keyptu mikið þeg-