Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
5
Listasafn íslands:
19 íslensk-
ar konur og
einn Banda-
ríkjamaður
I GÆR voru opnaðar tvaer sýn-
ingar í Listasafni íslands. Ann-
arsvegar yfirlitssýning á verkum
íslenskra listakvenna sem fæddar
eru fyrir 1930 og hinsvegar sýning
á steinprentum og mónótýpum eft-
ir Bandaríkjamanninn John
Franklin Koenig.
Yfirlitssýning þessi er haldin í
tilefni ioka kvennaáratugarins og
eru á henni verk eftir 19 konur.
Þeirra elst er Kristín Jónsdóttir, en
hún fæddist árið 1888. Á sýning-
unni eru átta myndir eftir hana, sú
elsta frá 1912. Yngsta listakonan er
Valgerður Árnadóttir Hafstað en
hún er fædd 1930.
Að sögn Beru Nordal er þessi
sýning mjög fjölbreytileg og sýnir
hvað íslenskar listakonur hafa far-
ið misjafnar leiðir í listsköpuninni.
„Sumar kvennanna hafa verið lítt
áberandi og jafnvel vanmetnar en
það breytir ekki því að ferill þeirra
margra er afar merkur. Einnig
bjuggu margar þeirra lengi í út-
löndum og má segja að verkin beri
það með sér.“
Rúmlega þrjátíu myndir eftir
John Franklin Koenig eru til sýnis
í fremri salnum og í anddyrinu áð-
ur en gengið er inn á kvennasýn-
inguna. Þær eru frá álíka mörgum
árum, sú elsta frá 1954 en sú
yngsta frá þvi í sumar.
Koenig hefur sýnt víða, bæði í
vestur- og austurheimi. Sem fyrr
segir eru myndirnar á sýningunni
steinprent og mónótýpur, en sumar
eru í bland klippmyndir og mónó-
týpur. Margar myndanna eru til-
brigði við sama stef ef svo má
segja, enda segist Koenig oft verða
hugfanginn af sama forminu og
prófa það þá í nýjum og nýjum út-
færslum.
John Franklin Koenig mun halda
fyrirlestur um myndlist í Banda-
ríkjunum frá 1905 til 1975 í Menn-
ingarstofnun Bandaríkjanna á
mánudaginn klukkan 20.30 og eru
allir velkomnir.
Jónas E. Svafár sextugur:
Helgafell
gefur út bók
í tilefni
afmælis hans
ATÓMSKÁLDIÐ Jónas E. Svafár er
sextugur f dag, sunnudag. í tilefni
afmælisins gefur Helgafell út úrval
úr Ijóðum og dráttlist Jónasar er
nefnist „Sjöstjarnan f Meyjar-
merkinu** og kemur það á markaðinn
um miðjan mánuðinn.
Höfundur valdi ljóð og skreyt-
ingar úr eldri bókum sfnum, en auk
þeirra eru ljóð og teikningar sem
ekki hafa áður birst i bók. Alls eru
í bókinni 28 ljóð.
Allt frá því Jónas lagði fyrir sig
ljóðagerð og teiknilist 1948 hafa
verk hans hrifið ungt fólk og
brennandi háð ádeiluljóða hans
orðið hluti þjóðfélagsvitundar
þeirra. í fréttatilkynningu frá
Helgafelli segir að Jónas sé ramm-
islenskur súrrealisti og kannski hið
eina sanna atómskáld.
Morgunbladid/Þorkell
Frá vinstri Bera Nordal, John Franklin Koening, dr. Selma Jónsdóttir
forstöðumaður Listasafnsins, Jóhannes Jóhannesson og Guðmundur Bene-
diktsson. Þau unnu að uppsetningu sýninganna þegar Morgunblaðsmenn litu
inn á fostudaginn.
Kristniboðsfélag
karla selur kaffi
Kristniboðsfélag karla í Reykja-
vík efnir til kaffisölu sunnudaginn 8.
september frá kl. 14.30 i Betaníu,
Laufásvegi 13.
Kaffisala hefur verið árlegur
viðburður hjá kristinboðsfélaginu
og rennur allur ágóði af henni til
islenska kristniboðsins i Afriku.
ítalska, spænska, enska
Fyrir byrjendur
Upplýsingar og innritun í síma 84236.
Rigmor
í tilefni þess að nú eru É
árgerðirnar að koma til
landsins getum við
boðið nokkra bíla á
sérstöku afsláttarverði
af árgerð gj^
mW
Þú borgar aðeins É
út og færð afganginn
lánaðan í m mánuði.
TOYOTA
Nybýlavegi 8 200 Kópavogi S 91-44144 x