Morgunblaðið - 08.09.1985, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
„Nú veit ég að
það er sælla að
gefa en þiggja“
Raett ?ift Helgu Hassing sem er nýlega komin frá Ecuador eftir ársdvöl þar
ÖÐRU HVERJU birtast í blöðum frásagnir og fréttir af atburðum og
lífsmáta fólks í fjarlægum löndum. Maður les í bókum um framandi
staði, lætur kannski bókina síga og hugann reika á vald draumóranna:
„Gaman væri að ferðast til svo fjarlægra landa til að sjá og kynnast af
eigin raun lífinu þar.M En flestir láta þar við sitja. Þeir eru fáir sem
gera draumórana að veruleika. Þó kemur manni á óvart hve víða
landinn hefur drepið niður fæti.
Við Dynskóga í Hveragerði
býr víðförul ung stúlka,
Helga Hassing að nafni. I
ágústbyrjun kom hún heim eftir
ársdvöl í Ecuador sem er land
nyrst í Suður-Ameríku. Helga er
geðþekk stúlka, grannvaxin og ljós
yfirlitum en útitekin og frekknótt
eftir sólina i Ecuador.
Foreldrar hennar eiga fallegt
einbýlishús með björtum, stórum
og nýtískulegum vistarverum. Við
fengum okkur sæti í stofunni og
hún hóf að segja mér frá reynslu
sinni af heimi sem er mikið ólíkur
þeim sem hún hafði áður lifað í.
Hún er frjálsleg i fasi og segir
rösklega og óhikað frá: „Ég er
ævintýramanneskja," byrjar hún
frásögnina. „Ég kynntist hol-
lenskri stelpu sem var á Selfossi
um tíma og fylgdist með hvernig
hún fikraði sig áfram með íslensk-
una og hve henni fannst spenn-
andi að kynnast hér landi og þjóð.
Þessi kynni urðu til þess að ég
ákvað að reyna að komast eitthvað
langt í burtu sjálf. Fyrst ætlaði ég
til Spánar en svo langaði mig til
að fara lengra og kynnast ein-
hverju sem væri gjörólíkt þvf sem
ég hafði áður þekkt. Ég aflaði mér
upplýsinga og sótti um hjá AFS
(Almenn fræðsla og samskipti)
sem hafa milligöngu um að ungt
fólk á aldrinu 16 til 18 ára geti
komist til fjarlægra landa í eitt
ár. Ég sótti um að komast til Mex-
íkó. Það gekk ekki. Mér var boðið
að fara til Bandaríkjanna en það
vildi ég ekki og ákvað að bíða
átekta. Tveimur mánuðum seinna
átti ég þess kost að fara til Ecu-
ador. Ég átti að dvelja hjá fjöl-
skyldu i litlu þorpi sem heitir Ba-
hia de Caráquaz í sex mánuði og
aðra sex í höfuðborginni Quito.
Fólkiö mitt í Ecuador
Fjórtánda ágúst í fyrra lagði ég
af stað áleiðis til Ecuador. Flaug
fyrst til Glasgow, svo til London,
þaðan til Parisar og Madrid og svo
til Puerto Rico, þá til Columbíu og
þaðan svo til Quito, höfuðborgar
Ecuador.
Fjölskyldan mín í Bahia til-
heyrði lágstéttinni, en þetta var
samt menntað og vel gefið fólk.
Fjölskyldufaðirinn hét Pedro
Mera Villao og kona hans Maria
de Villao. Þau voru orðin fullorðin
og áttu tíu uppkomin bðrn. Eitt
þeirra, einhleyp dóttir, Cristína,
bjó hjá þeim svo og fóstursonur
hennar og sonarsonur þeirra,
Luchto.
Ég kallaöi Cristínu systur en
gömlu hjónin foreldra meðan ég
dvaldi með þeim. Það myndaðist
trúnaðarsamband með mér og
Cristínu. Við vorum enda í sama
herbergi. Gömlu hjónin varð ég
alltaf að þéra. Flestir krakkar sem
fara út á vegum AFS lenda hjá
fremur vel efnuðum fjölskyldum
en fólkið mitt í Ecuador var fá-
tækt. Pedro vann mikið en hann
eyddi næstum öllu sinu fé í hjá-
konur. Hann átti þær margar,
kannski tuttugu. Þetta er mjög al-
gengt þarna þó kannski séu hjá-
konurnar sjaldnast svona margar.
Hann átti mikið af börnum fyrir
utan þau tíu sem hann átti í
hjónabandi. Cristína sá fyrir
heimilinu að miklu leyti, hún var
kennari.
Ég hafði lítið samband við
Pedro, hann virtist lifa í sínum
heimi, vann mikið en kom heim til
að borða og sofa. Við máltíðirnar
var honum ævinlega boðið fyrst og
hann fékk ríflegasta og besta
skammtinn. Þegar hann kom heim
fór allt í fullan gang til að gera
honum til geðs. Hurðin var opnuð
fyrir hann og blaðið haft tilbúið
svo hann gæti lesið það strax.
Hann fór til vinnu klukkan sex að
morgni, kom heim að borða klukk-
an 13.30 og fékk sér síðan blund.
Kom i kvöldkaffi klukkan 19 og
svo fór hann aftur út. Þegar hann
var heima að kvöldi til sat hann og
lagði kapal en sagði aldrei orð við
okkur Cristínu, einstaka sinnum
talaði hann við Maríu konu sína.
Meðan hann lagði kapal sáum við
Cristína um að flysja appelsinur
fyrir hann og fengum svo að þrífa
steinana eftir hann af gólfinu
morguninn eftir. Hann spýtti
þeim út um allt.
Heimilisstörf
Á þessu heimili var engin heim-
ilishjálp nema einstaka sinnum
eldabuska. Það var mikið verk aö
þrífa húsið. Fyrst var sópað með
einskonar „nornakústum", kerta-
vax borið á gólfið í staðinn fyrir
bón og síðan farið yfir það nokkr-
um tímum seinna með klút og
hver flís bónuð. Það var byrjað að
elda klukkan tíu á morgnana.
Þjónað til borðs klukkan 13.30.
Allan þennan tíma var verið að
malla eitthvað.
Vatniö kom á nóttunni
Rennandi vatn var ekki að hafa
nema einu sinni í viku þegar yfir-
völdin hleyptu því á. Þá var um að
gera að hafa næmt eyra og flýta
sér að fylla allar tunnur af vatni
og fara í sturtu. Ef maður heyrði
ekki þegar vatnið fór að renna um
pípurnar varð maður að vera
vatnslaus alla næstu viku. Stund-
um kom vatnið á næturnar. Crist-
ina vaknaði þegar hún heyrði
vatnsrennslið og smám saman fór
ég að vakna við rennslið líka. Þeg-
ar rigningatímabilið kom urðum
við að fylla tunnurnar með rign-
ingavatni úr rennunum á húsinu.
Við stóðum kannski við á náttkjól-
unum til klukkan þrjú á nóttunni.
Geitungarnir skriðu um
mig alla
Mér fannst erfitt að venjast
skordýrunum. Köngulæmar voru
sumar á stærð við undirskálar. Ég
lenti í geitungafaraldri, sem betur
Helga og Criatína ( kennslubúning-
fer hafði ég vit á að sitja kyrr eins
og mér hafði verið sagt og þær
stungu mig ekki. Hefði ein stungið
mig hefðu allar stungið. Ég var
náhvít og tárin runnu úr augunum
meðan þær skriðu um mig alla en
mér tókst að sitja kyrr. Svo flugu
þær burtu eins og svart ský. Þær
komu víst frá Afríku og höfðu
drepið fullt af fólki. Það var skrif-
að um þær í blöðin. Kakkalakk-
arnir voru allt að tíu sm á stærð
,og leyndust inni í skápum í eld-
húsinu og inni á klósetti. Þarna
voru líka rottur í stórum hópum.
Maður heyrði í þeim tistið á nótt-
unni. Ég reyndi að stoppa bilið
milli rúms og veggjar með fötum
til þess að þær kæmust siður að
mér en fólkið gerði svo mikið grín
að mér að ég hætti þessu.
Menn vissu fátt
um ísland
María, húsmóðirin, var alltaf
heima. Hún var lasin, slöpp á
taugum og notaði mikið af meðul-
um. Hún og maður hennar höfðu
lítinn áhuga á íslandi en Cristína
hafði hann þeim mun meiri. Ég
fræddi hana um alla hluti hérna
heima.
Yfirleitt vissi fólk næstum ekk-
ert um ísland. Það spurði mig
hvort hér væri sími eða bílar og
hélt jafnvel að við byggjum hér í
snjóhúsum. Merkilegast fannst
fólki að heyra um jafnréttið milli
karla og kvenna, því fannst það
nánast stórfurðulegt. Hrifnast var '
það af því hve lífskjör manna á
Helga, Cristína og svttrt vinkona þeirra ( eldhúsghigganum ( (búðinni að
Barríó Mariaríta de Jesus 314 þar sem Helga dvaldi (eitt ár.
tslandi virtust miklu jafnari en
gerist þar úti. Þar eru menn
annaðhvort fátækir eða ríkir. Bil-
ið er þar óhemju breitt, þeir fá-
tæku eiga varla til hnífs og skeið-
ar en þeir ríku eiga flugvélar og
því um likt.
Kenndi handavinnu,
ensku o.fl.
Ég hafði ekkert lært í spænsku
áður en ég fór út og talaði fyrst
með aðstoð orðabókar. En eftir
fimm mánuði var ég altalandi og
las einnig mikið og skrifaði. Ég
var í skóla fyrstu tvo mánuðina en
svo sá ég að ég gæti gert miklu
meira gagn með því að kenna
sjálf. Ég fór því að kenna ensku og
fleira.
Ég fékk leyfi hjá AFS til að vera
f Bahia allan dvalartímann minn f
Ecuador. Ég var búin að koma
mér þar vel fyrir og farin að
kenna og fjölskyldan vildi hafa
mig áfram. Ég fékk leyfið með því
skilyrði að ég ynni þá þrjá mánuði
sem skólinn var f fríi þarna. Við
Cristína biuggum því til „pró-
gramm“. A morgnana kenndum
við krökkum, sem áttu að fara að
fermast, biblíusögur og kristin-
fræði en seinni hluta dags kennd-
um við 300 konum, sem voru ný-
lega giftar, nytsama handavinnu.
Það kunni enginn þarna að hekla
nema ég. Ég kenndi þeim þá list
og við Cristína útbýttum heklu-
nálum sem fengust í þorpinu þó
enginn kynni að handleika slík
verkfæri. Ég var nokkra daga að
kenna konunum að halda á heklu-
nál. Fólkið þarna er bæði van-
þróað og vannært, lengi að hugsa
af þeim sökum og lengi að læra
alla hluti.
Ég fór mikið f kirkju meðan á
dvöl minni í Ecuador stóð, stund-
um á hverjum degi. Þar kynntist
ég gamalli konu sem batt mikla
tryggð við mig. Henni fannst svo
merkilegt að ég svona hvít skyldi
vilja tala við dökkt fólk. Hún var
eldabuska í fangelsi utan við þorp-
ið Bahia. Hún bauð mér einu sinni
að skoða fangelsið. Fangarnir
voru geymdir innan hringlaga
múrveggs; þar bjuggu þeir í kofum
og stóðu fangaverðir yfir þeim
með byssur á lofti. Fangarnir gáfu
mér fallega festi úr svörtum kóral
sem vex í sjónum þarna úti fyrir
ströndinni. Þegar ég yfirgaf fang-