Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 23
MORGUNBLADID. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
23
Helga með 300 ára gamalli scakjaldböku. Myndin var
tekin á Galapagos sem eni eyjar fyrir utan Ecuador
þar sem óvenju fjölbreytt dýralíf þrífst Þangaö fór
Helga meó öllum skiptinemum sem dvöldu í Ecuador
um þetta leytL
Helga og „Qölskyldan" bennar á tröppunum vió heimilió.
F.v. sitjandi Crístína, Luchto, Helga, María og Pedro; fyrir
ofan standa börn sem bjuggu á neðrí haeð hússins.
nokkrv af konunum 300 sem Heiga kenndi
handa vinnu. SfóasU kennsludag fóru þer
allar í hóp nióur á ströndbu tuettulegu.
Strctisvagn í bcnum. Þetta er
fámennt þegar myndin var tekin.
ár tré. 1 honum var óvenju
Cristína og Helga meó gnóson sinn.
elsið gaf gamla konan mér aðra
festi enn fallegri í kveðjuskyni.
Cristína starfar mikið í sam-
bandi við kirkjuna og meðal fá-
tæks fólks. Hún fór í framhalds-
skóla og hefur kennararéttindi.
Cristína er gáfuð og fjölfróð kona
og mjög ólík öðrum konum þarna.
Til hennar leituðu allir í þorpinu
með sín vandamál, meira að segja
hjónabandsmál þó hún væri orðin
35 ára gömul, ógift og hefði enga
reynslu af slíkum málum.
Vildi gefa barnið sitt
Flest fólk þarna giftist ungt og
á mikið af börnum enda engar
getnaðarvarnir og állir kaþólskir
nema indíánarnir. Meðan ég var
að kenna kom eitt sinn til mín ung
blökkukona og vildi fyrir hvern
mun gefa mér son sinn á fyrsta ári
svo ég gæti farið með hann með
mér til Islands. Hún taldi víst að
þar myndi hans bíða betri æfi en í
Ecuador. Ég útskýrði fyrir henni
að ég gæti ekki farið með drenginn
en okkur kom saman um að ég
yrði guðmóðir hans. Því hlutverki
fylgja töluverðar skyldur í ka-
þólskri trú.
í Ecuador búa 8 milljónir
manna.indíánar og afkomendur
spænskra landnema. Landið er
rúmir 2000 ferkílómetrar að stærð
og skiptist í þrjá hluta, frumskóg,
hálendi og láglendi. Hver hluti um
sig er sérstakur heimur. Fólkið á
hálendinu talar öðruvísi en fólkið
á láglendinu og þar þrífst önnur
menning. Mikill rígur er milli
fólks frá hálendi og láglendi. Þeg-
ar ég kom til Quito var ég kölluð
Mono (api) en hálendismenn eru
kallaðir Serrana sem þýðir há-
lendisfroskur. Bahia er svipað að
stærð og Hveragerði, hér búa 1200
Hús eins og algengt er aó lágstéttarfólk búi f.
manns en í Bahia búa tuttugu þús-
und manns, svo þétt er bekkurinn
skipaður.
Meðal fátæklinganna
Við Cristína kenndum ekki bara
heldur fórum við einnig í ferðir
inn á milli fjallanna á hestum,
með mat og föt til að gefa fátækl-
ingum. Fólkið bauð okkur stund-
um að borða með sér i þessum
ferðum og þar fékk ég oft undar-
legan mat að borða. Það var ekki
skrítið þó ég fengi oft matareitr-
un. Ég fékk þarna í mig þrjár teg-
undir af amöbum og einnig fleiri
veirur sem ollu mér ýmiskonar
óþægindum. Ég fór tvisvar til
læknis og fékk nóg af því. í fyrri
ferðinni fékk ég laxerolíu og lifði á
henni lengi, þar til ég fann að ég
var að verða háð henni. Þá fór ég
og fékk pillur sem ég skánaði af í
bili. Eftir að ég kom heim fór ég
til læknis og fékk meðul og er nú
orðin góð. Þessar sýkingar stöfuðu
mest af sóðaskapnum sem er við-
loðandi þarna úti.
Ólystugt fuglakjöt
Versti matur sem ég smakkaði í
þessum ferðum var hæna, sem
slátrað var hálftíma áður en hún
var borðuð. Hænurnar voru ekki
látnar hanga svo blóðið var enn í
kjötinu þegar þær voru soðnar.
Þær voru hlutaðar sundur og hver
fékk sinn bita af rauðbláu kjötinu
með skinni sem var eins og tyggi-
gúmmi. Þetta át fólkið og klærnar
með eins og þær lögðu sig. — Besti
maturinn sem ég fékk fannst mér
vera ávextirnir. Af þeim voru
mörg hundruð tegundir og þeir
voru ódýrir.
Fjölskyldan gaf mér að borða en
öðrum nauðsyiríum þurfti að ég að
sjá fyrir sjálf. Eg fór með 250 doll-
ara með mér út og seinna voru
mér sendir 175 dollarar sem
reyndar fóru allir í gjafir, bæði
fyrir fólkið hér heima og fátækt
fólk úti. AFS sendi mér 500 krón-
ur íslenskar mánaðarlega.
Dýrt að leggjast
á sjúkrahús
í nóvember datt Luchto litli og
meiddi sig á handlegg. Fyrst bjó
skottulæknir um sárið. Upp úr því
fékk hann illkynjað kýli og þurfti
að fara á sjúkrahús. Það er mjög
dýrt. Fjölskyldan hafði varla efni
á að láta leggja hann inn svo ég
lánaði þeim 100 dollara. Það rétt
dugði fyrir aðgerðinni. Daginn
eftir aðgerðina voru peningarnir
búnir og hann var sendur heim til
föðursystur sinnar með saltvatn í
æð og pillur. Hann lifði þetta af þó
möguleikarnir væru fyrir aðgerð-
ina taldir rétt um 50 prósent.
Luchto er sonur bróður Cristínu
sem átti hann 16 ára gamall með
13 ára stúlku. Fyrst vildu fjöl-
skyldur þeirra neyða þau til að
giftast en til að afstýra því bauðst
Cristína til að taka strákinn að sér
og ala hann upp sem sinn son.
Hættulegt umhverfi
ungum stúlkum
Foreldrar passa dætur sínar
mjög vel svo þær eignist ekki börn
ógiftar. Komi það fyrir eru þær
yfirleitt neyddar til að giftast,
hversu ungar sem þær eru. Mín
var jafnvel enn betur gætt en inn-
fæddu stúlknanna og fékk ég ekki
að fara út nema í fylgd með kunn-
ugum. Ég fór nokkrum sinnum á
böll og mátti þá ekki þiggja neitt
af neinum. Það var mikið um
mannrán, morð og nauðganir
þarna. Vinsæl aðferð er að byrla
stúlkum svefnlyf í kók eða öðrum
drykkjum. Ströndin er hættu-
legust. Þangað fékk ég ekki að
fara nema þá í hóp með öðrum á
sunnudögum. Ungir menn eru
mikið í eiturlyfjum og oft finnast
illa útleikin lík af stúlkum og ung-
um strákum sem heilir hópar af
strákum hafa nauðgað og myrt
síðan. Strákar fá ekki að koma
nálægt stúlkum áður en þeir gifta
sig og mér var sagt að ekki væri
óalgengt að þeir hefðu mök við
dýr.
Feröamenn bjargast
nauöuglega
Meðan ég var þarna komu tveir
franskir ferðamenn til þorpsins
sem ekki kunnu orð í spænsku og
ekki vissu hve ströndin er hættu-
legur staður. Þeir fóru þangað
tveir saman. Kona sem bjó þar
rétt hjá heyrði óp og öskur frá
ströndinni. Hún kallaði á mann
sinn og son og sagði þeim frá lát-
unum. Þeir hlupu út með byssur
og þá flýðu árásarmennirnir burtu
en höfðu þá náð peningum og öll-
um útbúnaði af ferðamönnunum
sem stóðu eftir með buxurnar á
hælunum og sluppu nauðuglega
við nauðgun. Maðurinn sem hjálp-
aði þeim var góður vinur Cristínu.
Strákar um og í kringum tvítugt
halda sig í hópum og meirihlutinn
af þeim eru vandræðamenn. Þó
sumir strákar virðist almennilegir
er samt ráðlegast að gæta sín vel á
þeim.
Mannslífiö einskis
metiö í umferöinni
Umferðarmenning er mjög
furðuleg í Ecuador. Maður sá
kannski 14 ára stráka aka vörubíl-
um með strákahópum aftan á. Það
er vinsælt að kaupa hálfkassabil
(pick-up) fyrir fjölskylduna. Þá er
hún geymd „aftan á“ eins og hún
leggur sig, kannski 10 til 15
manns. Ég sá þarna líka stundum
heilar fjölskyldur á einu mótor-
hjóli, pabbann og mömmuna með
ungbarn og kannski eitt til tvö
börn í viðbót hrúgast á eitt hjól og
ekkert þeirra með hjálm. Við slíku
sagði lögreglan ekki neitt. Yfir-
leitt má segja að ef menn ætla að
halda lífi í umferðinni þarna þá
veröa þeir að passa sig að vera
ekkert að flækjast úti á götu.
Mannlífið er einskis virði í um-
ferðinni og ökuskírteini fá menn
sér gjarnan á svörtum markaði
þarna.
Fáfræöin er mikil
Menntun fólks er með ýmsu
móti í Ecuador. Þar eru einkaskól-
ar fyrir ríka fólkið en ég þekki
litið inn á líf þess. Ég var meðal
lágstéttanna. Skólar fyrir það fólk
voru reknir af rikinu. 1 þeim skól-
um eru börn sex ár í grunnskóla
og sex ár í gagnfræðaskóla þegar
best lét. Mér fannst krakkar mjög
fáfróðir þó þeir hefðu lokið slíku
námi. Kennarastéttin þarna er
upp til hópa illa menntuð en nýtur
virðingar eigi að síður enda fólkið
ennþá fáfróðara. Kennarar eru yf-
irleitt titlaðir herra eða ungfrú.
Mér fannst mjög einkennilegt þeg-
ar krakkarnir sögðu „ungfrú
Helga“ við mig.
Lífsglatt fólk
Fólkið þarna var mjög létt í
lund og þeir fátæku mun kátari en
þeir ríku; hjá þeim var víst mikið
um allskyns deilur. Gestrisni- var
mikil meðal fátæka fólksins en lít-
il meðal þess ríka, þar var manni
varla boðið vatnsglas meðan þeir
fátæku drógu fram allt það besta
sem þeir áttu.
Öll störf sem ég innti af hendi
þarna voru ólaunuð, allt sjálfboða-
vinna sem ég sinnti ánægjunnar
végna. Ég fann fljótlega að allt
sem ég kunni kom að notum því
fólkið þarna úti kunni hreint ekki
neitt. Meira að segja ensku gat ég
kennt þó ég hefði nú einu sinni
fallið í henni hérna heima. '
Veit nú að þaö er sælla
aö gefa en þiggja
Ég þroskaðist mikið þarna,
kynntist margvíslegum mann-
gerðum og hugsunarháttur minn
breyttist, ég er sannarlega reynsl-
unni ríkari. Ég lít lífið öðrum aug-
um en ég gerði og hef lært að það
er sælla að gefa en þiggja. Mig
óraði í upphafi ekki fyrir því sem
ég átti fyrir höndum að kynnast
en ég hefði alls ekki viljað skipta
og vera á heimili hjá ríku fólki
eins og upphaflega var gert ráð
fyrir. Ég er mjög þakklát AFS
fyrir að hafa stuðlað að þessari
lífsreynslu minni. Ég tel það vera
hollt fyrir hvern ungling að kynn-
ast einhverju svipuðu og ég kynnt-
ist í Ecuador. Maður kann þá bet-
ur að meta það hversu gott fólk
hefur það hér.“
Að þessum orðum töluðum
stöndum við upp og teygjum úr
okkur eftir langt samtal. Helga
fer inn í herbergi sitt og sækir
kóralfestarnar sem hún hafði fyrr
sagt frá og sýnir mér. Hún sýnir
mér einnig þurrkað mannshöfuð
frá indíánunum í frumskóginum
og boga og örvar sem einnig eru
frá þeim ættuð. Síðast en ekki síst
dregur hún fram og sýnir mér
myndir frá veru sinni í Ecuador og
birtast nokkrar þeirra með þess-
ari frásögn. Ég spurði hvað hún
ætlaði sér í vetur og fékk þau svör
að hún myndi stunda nám í Fjöl-
brautaskólanum á Selfossi. Svo
kvaddi ég Helgu Hassing og gekk
út í haustsólina með minnisblöð,
myndir og minningu um djarf-
mannlega unga stúlku sem á
opinn og einlægan hátt sagði mér
frá því sem ef til vill verður eitt
hennar mesta lífsæfintýri þegar
upp er staðið.
Texti:
Guðrún Guðlaugsdóttir