Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 26
26 MOHGUNBLADIÐ, SUNNUÐAGUR 8. SEPTEMBER 1985
Afleiðingar njósnahneykslisins í Vestur-Þýskalandi:
Ekki eru öll kurl
komin til grafar
Margarete Höke hefur játað á sig
njósnir.
Enn vindur njósnahneykslið í
Vestur-Þýskalandi upp á sig.
Hans Joachim Tiedge lét í
fyrsta skipti heyra frá sér frá
því hann flúði til Austur-
Þýskalands. Margarete Höke,
ritari forseta Sambandslýð-
veldisins, hefur játað á sig
njósnir. Og Helmut Kohl, kanslari, hefur lýst
því yfir að innanríkisráðherra, en gagn-
njósnaþjónustan heyrir undir það embætti,
hafi hreinan skjöld og verði ekki vikið frá.
Um þessar mundir er uppi fótur og fit inn-
an vestrænna leyniþjónusta vegna njósnar-
anna fimm sem annað hvort hafa flúið til
Austur-Þýskalands eða verið handteknir.
Verið er að vega og meta tjónið sem uppljóstr-
anir fimmmenninganna hafa valdið og finna
leiðir til úrbóta.
Hans Joachim Tiedge, yfirmaður þess hluta
deildar IV (sjá skýringarmynd) sem fer með
gagnnjósnir í Austur-Þýskalandi, skaut upp
kolíinum í Austur-Berlín og hefur nú skrifað
vestur-þýskum stjórnvöldum stuttlegt bréf.
Þar segist hann hafa flúið af fúsum og frjáls-
um vilja 19. ágúst, daginn eftir að hans var
saknað. Hann ber því við að hann hafi verið
kominn í sjálfheldu og ekki átt annars kost.
Sérfræðingar telja að bréfið sé ófalsað. Tiedge
hefur neitað að ræða við vestur-þýsk yfirvöld
og kemur það engum á óvart.
Ekkert hefur spurst til Sonju Lúneburg,
Ursulu Richter og Lorenz Betzing, en talið er
að þau hafi komist undan til Austur-Þýska-
lands.
Forsetaritarinn játar njósnir
Margarete Höke hefur játað á sig njósnir
fyrir Austur-Þjóðverja. Hún var handtekin í
Bonn 24. ágúst vegna þess að grunur féll á
hana um að selja Austur-Þjóðverjum upplýs-
ingar. Ekki hefur komið fram hvort hún segir
allan sannleikann, en samkvæmt yfirlýsingu
ríkissaksóknara viðurkennir hún að hafa far-
ið til Kaupmannahafnar og tekið þar við
borgun frá manni, sem vestur-þýska leyni-
þjónustan telur vera útsendara Austur-
Þjóðverja.
Höke er talin hafa útvegað Austur-Þjóð-
verjum trúnaðarskjöl um helstu heræfingar
Atlantshafsbandalagsins.
En það er sú vitneskja sem Tiedge hafði
með sér austur yfir sem valdið hefur mestu
fjaðrafoki. Enn er ekki víst hvort hann njósn-
aði fyrir Austur-Þjóðverja áður en hann flúði
eða hvort um skyndiákvörðun var að ræða
eins og fram kemur í bréfi Tiedges.
Alténd riðu drykkja, skuldir og þunglyndi
honum á slig. Kona hans lést af höfuðhöggi
fyrir þremur árum og dætur hans þrjár hafa
komist í kast við lögin fyrir eiturlyfjamisferli.
Allt þetta vissu yfirmenn Tiedges þegar
1983, en Heribert Hellenbroich, þáverandi
yfirmaður gagnnjósnaþjónustunnar, var treg-
ur til að víkja óreglusömum undirmanni sín-
um frá.
Þrátt fyrir að Tiedge kæmi oft og tíðum
órakaður og angandi af víni til starfa, var
hann hamhleypa til allrar vinnu — og hann
vissi of mikið.
Hlutur Zimmermanns;
eða hlutleysi?
Hellenbroich láðist að greina Friedrich
Zimmermann, innanríkisráðherra, frá því
hvernig komið væri fyrir Tiedge. Það var fyrir
þá sök að Hellenbroich var vikið frá störfum
fyrir rúmri viku, réttum mánuði eftir að hann
var færður úr gagnnjósnaþjónustunni og
gerður að yfirmanni vestur-þýsku leyniþjón-
ustunnar.
Helmut Kohl hefur lýst því yfir að Zimm-
ermann verði ekki vikið úr ráðherrastóli sín-
um. Það sé augljóst að hann hafi ekki vitað
hvað var á seyði og því ekki hægt að kalla
ráðherrann til ábyrgðar á flótta Tiedges.
En Zimmermann hefur sætt gagnrýni fyrir
að hafa ekki fylgst með starfsemi leyniþjón-
ustanna sem skyldi.
Því hefur verið haldið fram að ráðherrann
hafi forðast afskipti af gagnnjósnaþjónust-
unni, en það sé skylda ráðherra sem ber
ábyrgð á stofnun sem vinnur á mörkum laga
og ólaga að fylgjast náið með störfum hennar.
Forveri Zimmermanns í embætti innanrík-
isráðherra, Gerhardt Baum, fylgdist jafnan
vel með störfum leyni- og gagnnjósnaþjónust-
unnar. „Ég vildi vita hvernig málum væri
komið [innan leyniþjónustanna]. Ég tók þá
áhættu að geta ekki skýlt mér bak við fáfræði,
ef eítthvað bæri undir. En ég átti þess einnig
kost að beita áhrifum rnínurn," segir Baum.
Þótt Zimmermann hafi ekki vitað af Tiedge,
þá vissi hann að ekki var allt með felldu í
deild IV. Hellenbroich kom að máli við Zimm-
ermann í vor og greindi honum frá því að
ringulreið væri á gagnnjósnadeildinni. Kvað
Hellenbroich yfirmann deildarinnar, Rom-
bach nokkurn, ábyrgan fyrir ringulreiðinni.
Rombach var skipaður í stöðu sína af
Zimmermann 1983 í trássi við vilja Hell-
enbroichs og var þar með næsti yfirmaður
Tiedges.
Stjórnarandstaðan segir að Zimmermann
hefði átt að athuga starfsemi gagnnjósna-
deildarinnar þegar Hellenbroich leitaði til
hans og þá hefði jafnvel komist upp hvernig
ástatt var fyrir Tiedge.
Joachim Krase, fyrrverandi varaformaður
leyniþjónustu vestur-þýska hersins (Militár-
isches Abschirmdienst, MAD), segir að það sé
undarlegur yfirboðari sem enga innsýn hefur
í stofnun sem hann ber ábyrgð á.
Þá hefur njósnamál sem upp komst 1978
verið rifjað upp. Leyniþjónusta hersins
(MAD) hafði í frammi ólöglegar hleranir á
síma eins ritara þáverandi innanríkisráð-
herra, Georgs Lebers, án vissu ráðherrans.
Kohl, sem þá var í stjórnarandstöðu ásamt
Zimmermann, heimtaði þegar afsögn Lebers.
Þegar Helmut Schmidt, sem þá var kansl-
ari, hikaði við að reka Leber hæddist Kohl að
honum: „Þetta mál snýst ekki lengur um
Georg Leber, heldur hina flóknu stærðfræði
samsteypustjórnarinnar: Málið snýst um að
halda völdum."
Þegar Leber loks sagði af sér gekk Zimm-
ermann fram fyrir skjöldu og fór fram á af-
sögn kanslarans: „Schmidt á að fara eftir
leikreglum þingræðís og lýðræðislegrar
stjórnskipunar og taka afleiðingum þessa al-
varlega máls, sem hann ber sjálfur ábyrgð á.“
Mikilvægi Tiedges
En víkjum aftur að Tiedge. Flótti hans hef-
ur komið róti á vestræna njósnastarfsemi,
enda ekki fýsilegt að sú vitneskja, sem Tiedge
bjó yfir komist í hendur Austur-Þjóðverja.
Hann vissi
•um allar aðgerðir vestur-þýsku gagnnjósna-
þjónustunnar í Austur-Þýskalandi;
•nöfn vestur-þýskra njósnara Austur-Þjóð-
verja sem komist hefur upp um og fengnir
hafa verið til að senda villandi upplýsingar til
Austur-Þýskalands;
•nöfn Austur-Þjóðverja, sem fengnir hafa
verið til að njósna í Austur-Þýskalandi;
•nöfn þeirra, sem stjórna starfsemi ofan-
greindra gagnnjósnara í Austur-Þýskalandi
frá Vestur-Þýskalandi;
•um álitsgerðir gagnnjósnadeildarinnar um
styrk austur-þýskrar njósnastarfsemi í
Vestur-Þýskalandi og veikleika (og ekki víst
að Austur-Þjóðverjar hafi sjálfir gert sér
grein fyrir);
•um skýrslur, sem gagnnjósnaþjónustan gerði
um veikleika og styrkleika eigin starfsemi;
•hvaða árangur rannsóknir vestur-þýsku
gagnnjósnaþjónustunnar á háttsettum emb-
ættismönnum hefur borið og þekkti rann-
sóknaraðferðir hennar. Hann gæti því hafa
sagt Austur-Þjóðverjum hvort Vestur-Þjóð-
verjar hefðu fengið veður af gagnnjósnurum
þeirra og hverjir væru ekki í hættu;
•hverjir kollega sinna væru líklegir til að
Uppbygging vestur-þýsku leyniþjónustunnar
Skrifstofa
kanslara
Samstilling
leyniþjónustanna:
Waldemar
Schreckenberger
Innanríkisráöherra:!
Friedrich Zimmermann
lEftirlitsdeild
Yfirmaöur gagnnjósna
þjónustunnar:
Holger Pfahls
Deildir:
J \ZJ h j Yfirstjórn tza Forgangsmál uzJ Hægriöfgamenn mJ ——-y Vinstri öfgamenn i
: ^iv)—uÁll I Gagnnjósnir pcJ Gæslaleynigagna pcJ /vi y. : ,jj , /y||\
Utlendingaeftirlit jxa mmmmmmrnmmmmmt Hryöjuverk ;
Oryggismálaráðherra
Erich Mielke
Yfirmaður a-þýsku' leyniþjonustunnar:
Tengiliður
viöKGB
Stjórnmálaráöiö
Starfsliö stjornar leyniþjonustunnar
Deildir
Villandi
upplýsingar
1 Afturvirk
starfsemi
Visinda-og
tæknideild
StjornkerfiVestur-
Þýskalands
Vinnsla
ávísinda-
og
tæknigögnum
L
Flokkarogfjolda-
samtök í
V-Þvskalandi
Þjalfun/menntun
Skjalasafn
Kapltalísk
útlönd
Skolileym-
þjónustunnar
.—^XIII^-----1
| Gögnum
1 tækni- og |
vísindarannsóknir
Dulmálsdeild
■ ■■■
Hernaöarnjósnir
Staösetning njósnara
Vinnslaupplýsinga
Rafeindaiönaöur
ernaðartækni
Önnur tækni
MÓTHERJARNIR
Skipulagnmg aögeröa
Uppbygging leyniþjonustu austur- ^
þýska örygg isráöuneytisins
a^ixp
Gagnnjósnir
Hans Joachim Tiedge i kjötkveðjuhitíð í Köln.