Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985 27 / njósna fyrir Austur-Þjóðverja, ef rétt væri farið að þeim. Tiedge hafði aftur á móti ekki vitneskju um útsendara vestur-þýsku leyniþjónustunnar (Bundesnachrichtendienst) í Austur-Þýska- landi. Gagnnjósnaþjónustan hefur ekki að- gang að þeim upplýsingum. „Sumir eru góðir vinir; þeir fá að vita allt“ Brotthlaup Tiedges hefur leitt í ljós hvernig leyniþjónustur vesturlanda vinna saman. Gagnnjósnadeild bresku leyniþjónustunnar (K-deildin) hefur náin samskipti við gagn- njósnaþjónustuna í Köln. „Bandamenn eru ekki endilega vinir. Sumir eru góðir vinir — til dæmis Bandaríkjamenn — þeim segjum við allt. Aðrir eru aðeins vinir og siðastir koma þeir varasömu — þeir fá jafn lítla vitn- eskju og auðið er. Samskiptin við Vestur- Þjóðverja eru góð, þeir fá allt að því jafn miklar upplýsingar og Bandaríkjamenn," seg- ir einn starfsmaður bresku leyniþjónustunn- ar. Tiedge hefur unnið með K-deildinni við að svipta hulunni af austur-þýskum njósnurum á Bretlandi og þekkir því til starfsaðferða Bret- anna. Það hefur vakið athygli að flestir austur- þýsku njósnararnir sem hafa flúið eða verið handteknir undanfarnar þrjár vikur voru ekki ríkiserindrekar undir fölsku flaggi, heldur „ólöglegir" útlendingar sem höfðu komið inn í landið sem almennir borgarar. Heribert Hellenbroich vmr rekinn frá leyniþjónustunni með skömm, en Friedrich Zimmermann, yfirboðari hans, situr áfram í ráðherrastólum. „Góður „ólöglegur" útlendingur er sýnu hættulegri en njósnari í gervi ríkiserindreka," er haft eftir heimildarmanni innan bresku leyniþjónustunnar. „Það er fylgst með ríkis- erindrekum, en „ólöglegur" útlendingur á auð- veldara með að athafna sig óséður.“ Það er ljóst að ríkisstjóm Helmuts Kohl ætlar að halda sessi, þrátt fyrir njósnamálið. Það verður ekki sagt um það hér hvort Hell- enbroich er blóraböggull Zimmermanns, en honum verður ekki vikið frá, frekar en Manfred Wörner, varnarmálaráðherra, sem á síðasta ári rak fjögurra stjörnu herforingja, sem var fulltrúi Vestur-Þjóðverja í Atlants- hafsbandalaginu , Gúnter Kiessling, frá störf- um vegna þess að leyniþjónusta hersins (MAD) brigslaði honum um að sækja homma- staði í Köln. í ljós kom að hér var um mann að ræða sem líktist Kiessling og herforinginn fékk uppreisn æru. En þeir starfsmanna MAD sem hlut áttu að máli voru reknir. Reynt hefur verið að halda njósnamálinu utan samskipta Austur- og Vestur-Þjóðverja. Franz Josef Strauss, forsætisráðherra Bay- ern, hitti Erich Honecker, formann austur- þýska kommúnistaflokksins, að máli á kaup- skaparstefnunni í Leipzig, sem nú stendur yf- ir. Njósnamálið kom ekki til tals á 90 mínútna fundi þeirra og sagði Strauss eftir fundinn að sér þætti fráleitt að gera samskipti grann- þjóðanna háð þessu máli. (K.B. þýddi og cndursagði úr Der Spiegcl, The Observer, The Times og The New York Times.) SKÓLINN TEKUR TIL STARFA 16. SEPT. Innritun í alla flokka stendur yfir í dag. Sími 83730 frá kl. 12—17. Haustönn gjald 4.200.- BYRJENDUR 7—11 ára mán. og fös. kl. 5.30. 12—13 ára þri. og fim. kl. 4.30. 12—13 ára þri. og fim. kl. 6.30. 14—16 ára þri. og fim. kl. 7.30. 14—16 ára miö. og fös. kl. 4.30. 16 ára og eldri þri., fim. og fös. kl. 4.30. (Fólk af sumarnámskeiðum eöa meö einhverja undirstööu.) T Gestakennari frá Pineapple kemur í nóv. London I Flokkaröðun og af- hending skírteina laug- ardaginn 14. sept. Framh. kl. 13—15. Byrjendur kl. 16—18. Hafa meö stundatöflu. Framhaldsnemendur hafi samband vid skólann sem fyrst. KENNARAR SK0LANS: Bára, Anna, Sigríöur, Margrét, Agnes, Sigrún og Irma. JASSBALLETTSKQLI BARU Suðurveri, Bolholti. FÍD Félag íslenskra danskennara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.