Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 28
28: MOHGUWBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1986 J.J. Gittes snýr aftur Robert Towne og Jack Nkbolson sem J J. Gittes. Tekst þeim að endurbæta ('hinatown eða bars endurtaka? Myndbönd Árni Þórarinsson Ekkert lát virðist enn vera á þeirri áráttu bandarískra kvik- myndaframleiðenda að þynna út góðar hugmyndir og góðar kvik- myndir með svokölluðum fram- höldum. Oftar en ekki er engum greiði gerður með svona fram- haldssögum, þótt á því séu undan- tekningar. Og stundum tekst svo vel til með frumhugmyndina eða aðalpersónu frumverksins að áhorfanda langar hreinlega að fá meira að heyra. Ég segi fyrir mig að ekki hefði ég neitt á móti því að sjá annað hasargrín um þann ófyrirleitna lögreglumann Axel Foley sem Eddie Murphy gerði ódauðlegan í Beverly Hills Cop. Og nú ætla aðstandendur að gefa okkur kost á því; í bígerð er nokk- ur myndasyrpa um ævintýri Fol- eys og ætti hún, ef vandað er til handritanna, að geta orðið verðug- ur keppinautur myndanna um Bleika pardusinn sem skemmti- legasta myndasyrpa seinustu ára. Annað framhald sem ekki leggst illa í þann sem hér skrifar, er mynd sem tekin var í sumar í Los Angeles og nefnist Two Jakes. Þar snýr Jack Nicholson aftur f hlut- verki J.J. Gittes, einkaspæjara sem sló eftirminnilega í gegn i kvikmyndinni Chinatown árið 1974. Þad verk ættu allir sem unna vönduöum og skemmtilegum bíó- myndum aö sjá og þeir aödáendur Chinatown sem nú bíöa eftir fram- haldinu geta rifjaö upp kynnin á myndbandi á meöan. Framhöld veröa aðeins fram- hjáhöld gagnvart upprunalegu hugmyndinni ef ekki tekst aö út- færa hana upp á nýtt, ef í handriti er ekki um endurnýjun aö ræða heldur endurtekningu, útvötnun. Skipti handrit þannig meginmáli yfirleitt í gerö framhalda skiptir þaö ennþá meira máli í gerö fram- haldsins, aö Chinatown, sú mynd, er kannski fyrst og síöast verk hins góöa handritshöfundar. Chinatown er eiginlega skólabókardæmi um hugvitsamlega byggingu, snjöll samtöl og skýrt dregnar persónur í kvikmyndahandriti, en þetta þrennt ræöur vitaskuld úrslitum um árangurinn. Höfundur hand- ritsins, Robert Towne varöi tveim- ur árum í aö skrifa þaö og rak smiöshöggiö síöan í samvinnu viö þann mann sem flutti verkið af blaöstöum yfir á filmu, þann stór- snjalla leikstjóra Roman Polanski. Chinatown byggir Towne reyndar á sigildri bandarískri bókmennta- hefö og kvikmyndahefö, — einka- spæjarasögum og myndum, nánar tiltekiö þeirri tegund sem Ray- mond Chandler geröi ódauöiega meö sögunum um Philip Marlowe (sem James Garner túlkaöi eins og best veröur á kosiö í myndinni Marlowe, sem sjónvarpiö sýndi ný- lega). En Towne blæs nýju lífi í þessa hefö og skapar meö J.J. Gittes einkaspæjara meö persónu- legan stíl, sem vitaskuld er mjög mótaöur af leikaranum, Jack Nich- oison — ósvífinn og kaldlyndur, en meö þá rómantísku réttlætiskennd sem innbyggö er í heföina. I upphafi Chinatown tekur Gittes aö sér aö rannsaka hversdagslegt framhjáhaldsmál fyrir eiginkonu máismetandi embættismanns f Los Angeies á fjóröa áratugnum. En auövitaö reynist máliö vera allt annað en hversdagslegt. Gittes sogast inn í flókinn vef efnahags- legrar, pólitískrar og kynferöislegr- ar spillingar sem aö hluta tengist átökum um Itfæö borgarinnar, vatnsveitukerfiö. Towne spinnur þennan vef af mikilli kunnáttu og þeir Polanski fylla jafnt texta sem myndmál Chinatown af líkingum um vatn sem hvort tveggja í senn, lifgjafa og smitbera spillingar og dauöa. Towne hefur sjálfur greint frá því aö um tíma hafi þessi vefur veriö oröinn svo flókinn aö hann sjálfur var farinn aö örvænta um aö hann kæmist ekki til botns í honum. En þaö tókst meö hjálp Polanskis sem reyndar lagöi hand- rttinu til hinn hrikalega, harmræna endi. Towne fékk svo Óskarsverö- launin fyrir besta kvikmynda- handritiö þetta áriö og hefur þeim verölaunum sjaldan, hvorki fýrr né síöar, veriö jafn vel varið. Chinatown er einhver mest full- nægjandi spennumynd sem gerö hefur veriö. Og þaö er full ástæöa til aö hlakka aö þessu sinni til framhaldsins, því handritið er í góöum höndum, Robert Townes sjálfs, sem einnig hefur tekiö aö sér leikstjórnina. Stjörnugjöf: Chinatown ★★★★ HEMPELS - þakmálning, sérhæfð á þakjárn HEMPELS þakmálning er sérhæfö á bárujárn og hefur frábæra viöloöun og veðurþol. Forskriftin að HEMPELS þakmálningu hefur þróast í tímans rás á söltum sæ, þ.e. á íslenskum hafskipum þar sem álagið nær hámarki. DYNASYLAN BSM 40 vatnsfaela og VITRETEX plastmálning - koma í veg fyrir steypuskemmdir eða lagfæra þær með réttri meðhöndlun Tvær yfirferöir meö DYNASYLAN BSM 40 og síðan tvær yfirferðir með VITRETEX plastmálningu tryggir margra ára endingu. CUPRINOL - alvörufúavarnarefnið sem fegrar og fyrlrbyggir CUPRINOL fúavarnarefnið greinist í 4 aðalflokka: 1. Grunnfúavarnarefni án yfirborðsfilmu. 2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni í fjölda viðariita. 3. Þekjandi lituð fúavörn í 7 litum. 4. Grænt fúavarnarefni í vermireiti og á gróðurhús. HEIMA VARIMAR LIÐIÐ & Slippfélagið íReykjavík hf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Sími 84255
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.