Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 32
í gær opnaði Karl Kvaran sýningu á verkum eftir sig í List- munahúsinu við Lækjargötu. Blaöamaöur Morgun- blaðsins gekk á fund Karls sl. þriðju- dagsmorgun til að ræða við hann um sýninguna. Viðtalið fór fram á kaffihúsinu Mensu. Þar við kringlótt gamalt borð breiddi ég úr blöðum mín- um og mundaði penn- ann meðan ung stúlka í grænum slopp setti gríðarstóra súkkulaðibolla fyrir framan mig og málarann. Karl átti í brasi með að kveikja í pípunni sinni, þegjandi fylgdist ég með viðureign þeirra. Loks þeg- ar eldurinn hafði læst sig farsæl- lega um tóbakið bar ég fram fyrstu spurninguna. Hvernig myndir ætlaði hann að sýna í Listmunahúsinu? Málaranum vafðist tunga um tönn — hvernig myndir, jú stórar myndir, allt að 2x1,50. Hvers slags myndir? Ja það er nú það. Myndirnar voru enn í innrömmun, kæmu ekki fyrr en í kvöld. Þá yrði farið að hengja upp og þá lægi líka ljóst fyrir hversu margar olíumyndir yrðu fyrir val- inu. Hitt væri hins vegar víst að tússmyndir, málaðar með kín- versku bleki, yrðu margar á sýn- ingunni, en þær væru miklu minni en olíumyndirnar. Samtalið er fremur slitrótt. Það er morgunn í borginni og fáir leggja leið sína á Mensu. Tvær stúlkur arka þó á háum hælum um gamla timburgólfið, panta sér kökur og draga til stóla með tölu- verðu skarki. Þegar aftur kemst ró á fæ ég að vita að Karl Kvaran er fæddur á Borðeyri 1924 en fór það- an fjögurra ára gamall til Reykja- víkur þar sem hann ólst upp. Ung- ur segist hann hafa farið að mála gömul hús í Skerjafirði, en segist í mestu einlægni ekki hafa hug- mynd um af hverju hann hafi far- ið að mála, aldrei hugsað út í það, enda langt síðan, 45 ár. Lengi framan af vann hann hjá Landsímanum jafnhlíða því að mála, en þótti það fara illa saman. Síðari ár hefur hann eingöngu málað. „Ég mála á hverjum degi og tek það eins og hverja aðra vinnu. Fæ eiginlega aldrei inn- blástur, það er ekki til fyrir mér,“ segir Karl. „Ég bara byrja, það er eins og að fara yfir götu, maður bara skellir sér í það. Að mála er að hafa eitthvað fyrir stafni og það er ekkert sérstakt við það. All- ir hafa eitthvað fyrir stafni." Nú byrjar stríðið við pípuna aft- ur og þegar því lýkur með sigri Karls kemur hann sér ögn betur fyrir á hörðum tréstólnum, fær sér sopa af súkkulaðinu og er á svipinn rétt eins og hann viti ekki að verið er að taka við hann viðtal. Ég ræski mig og slæ pennanum nokkrum sinnum laust á blaðið, eins og til að minna á ætlunar- verkið. Þá kemur í ljós að Karl er með hugann við efnið: „Þú talaðir um guðlegan innblástur áðan,“ segir hann og ýkir dálítið orð mín. „Það getur annars vel verið að ég hafi fengið hann, ef það er þá löngunin til að mála. Það getur vel verið að þannig sé það.“ Hann segist hafa verið í skóla hjá ýmsum málurum, hér heima og í Danmörku, hér aðallega hjá Þorvaldi Skúlasyni. Hann var þá kennari við Handíða- og myndlist- arskólann. Okkur kemur saman um að Þorvaldur hafi verið mjög listamannslegur, alltaf með alpa- húfu eins og Picasso. “Ég hef aldr- ei átt alpahúfu,“ segir Karl og dvelur svolítið við orðin. „Ég hef enga reynslu af svoleiðis húfum, kannski skiptir slíkt einhverju máli, svo getur einfaldlega verið þægilegt að hafa húfu ef manni er kalt. Eg held þó að það sé ekki höfuðatriðið hvernig ytri búnaður manna er, það er málverkið sem skiptir máli.“ Ég spyr hann um álit hans á „nýja málverkinu". Hann segist lítið hafa skoðað af slíku og það litla sem hann hafi séð lítist hon- um ekki á. Það gæti alveg eins verið gamla málverkið þess vegna. Karl segir mér að hann fylgist til- tölulega lítið með hvað menn séu að mála núna og þá sérstaklega þeir yngri. Líklega stafi það bæði af leti og áhugaleysi og svo sé hann ekki eins forvitinn og hann hafi áður verið. „Ég hef meiri áhuga á formum og litum en ein- hverjum boðskap. Kveikjan að því að maður byrjar á nýrri mynd er kannski sú að vilja reyna að gera betur en i síðustu mynd. Annars hugsa ég ekki mikið um þetta, hef mig bara að verki." Nú verður þögn meðan ég skrifa niður en Karl horfir annars hugar á bláan himininn milli hvítra gluggatjalda. Svo segir hann lágt: „Ég vildi gjarnan víkja aftur að þessari nýju list.“ Ég hætti að skrifa og segi það velkomið. „Það skiptir ekki sköpum hver stíllinn er“, segir Karl hægt. „Mynd er hvorki betri né verri fyrir það að vera í þessum eða hinum stílnum. Rætt við Karl Kvaran listmálara Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósmyndir: Ólafur K. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.