Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1986 SVIPMYND Á SUNNUDEGI / Norodom Sihanouk fursti „Stórbrotinn, en óútreiknan- legur maður“ NORODOM Sihanouk fursti er væntanlegur til íslands 15. september nk. og mun dvelja hér í þrjá daga ásamt eiginkonu sinni, Monique furstaynju. Sihanouk kemur hingað til lands til að kynna sjónarmið sín og annarra, sem berjast gegn stjórn Víetnama í Kambódíu. Saga Sihanouks fursta er að miklu leyti saga Kambódíu, enda var hann þar þjóðarleiðtogi í 30 ár, eða þar til honum var steypt af stóli árið 1970. Þrátt fyrir útlegð- ina, hefur hann alla tíð haft mikil afskipti af málefnum Kambódíu og sem landflótta þjóðhöfðingi, búsettur í Kína, hefur hann haldið uppi baráttunni gegn erlendum valdhöfum í heimalandi sínu. Sihanouk hefur alla tíð verið umdeildur maður, en naut, og nýt- ur enn, töluverðra vinsælda á meðal hluta kambódísku þjóðar- innar. Helst eru það bændur og sveitafólk sem sýnir honum trygg- lyndi og ber lotningu fyrir honum, enda er hann síðasti ættliður kon- ungsfjölskyldunnar sem rikti i Kambódíu og hélt þjóðinni saman óslitið i meira en þúsund ár. Norodom Sihanouk fæddist i Phnom Penh 31. október 1922, son- ur Norodoms Suramarits konungs og Kossamak Nearireath drottn- ingar. Hann hlaut menntun sína i Saigon, sem nú heitir Ho Chi Minh-borg, og í París. Einnig fékk hann herþjálfun i herskólanum í Saumur í Frakklandi. Kambódía var áður frönsk nýlenda og um langt skeið var frönsk menning mjög ríkjandi á meðal mennta- fólks, þar til árið 1941 þegar Jap- anir náðu landinu á sitt vald. Si- hanouk var krýndur konungur Kambódíu i apríl sama ár, þegar afi hans lést og neyddu Japanir hann þá til að lýsa yfir sjálfstæði landsins árið 1945. Þegar Japanir yfirgáfu svo landið, varð Sihanouk ljóst að Kambódía þurfti á aðstoð Frakka að halda, en um leið vildi hann ekki tapa sjálfstæði lands- ins, sem unnist hafði fyrir til- stuðlan Japana. í gegnum tíðina hefur Sihanouk óhræddur reynt að afla sér vina á báða bóga og oft teflt á tæpasta vað þegar hann bliðmæltist við stórveldin á víxl. Sjálf- stæðisbarátta hans tókst þó með slíkum ágætum að árið 1954 viður- kenndu Frakkar Kambódíu sem sjálfstætt ríki. Um svipað leyti tók Sihanouk sér einræðisvald og rauf þing og styrktist þá staða Kamb- ódíu gegn erlendum hersveitum og sveitum Khmera í landinu. En samkvæmt lögum sem gengu i gildi árið 1955, var einræðisherra ekki heimilt að sitja í iýðræðisríki og afsalaði Sihanouk sér þá kon- ungstign sinni og gerðist óbreytt- ur borgari. Faðir hans var valda- laus konungur, en Sihanouk ein- beitti sér að því að halda velli í stjórnmálaheiminum. Hann setti á fót eigin stjórnmálaflokk og í næstu kosningum á eftir hlaut hann 83% atkvæða. Flokkurinn hlaut svipað fylgi i kosningunum 1958, 1962 og 1966. Sihanouk var nær einráður í þinginu og lét það veita sér umboð og völd sem þjóðhöfðingi og prins, eftir að faðir hans lést. Stétt menntamanna var að rísa upp í landinu um þetta leyti, og var hún lítt gefin fyrir einræðishyggju konungsfjölskyldunnar. Sihanouk hélt hlutleysisstefnu sinni og reyndi ávallt að aka seglum eftir vmdi og velja sér vini meira eftir þörfum hverrar stundar en trygg- lyndi. Hann ávann sér hylli margra þegna sinna þegar hann hafnaði aðstoð Bandaríkjamanna árið 1963 og gerði sér þá dælt við kommúnistaríkin, til að reyna að halda Kambódíu utan við vaxandi ólgu í Indókína. Sihanouk hélt að Bandaríkjamenn yrðu þreyttir á stríðinu í Indókína og eftir að þeir færu, myndi S-Víetnam falla und- ir stjórn kommúnista i Hanoi og þá yrði stutt I að Kambódía og Laos féllu einnig inn í hring þeirra á skaganum. Ekki var hann þó alfarið á móti Bandaríkjamönnum, a.m.k. ekki Sihanouk fursti. Hann sagði á fréttafundi í júlí sl. að hann væri búinn að sætta sig við að sjá ekki framar höfuðborg heimalands síns, en hann myndi samt halda áfram baráttunni gegn stjórn Víetnama í Kambódíu. fríðum kvenkyns Ameríkönum, því i október 1967 bauð hann Jacqueline Kennedy, ekkju Johns F., í opinbera heimsókn til Kamb- ódíu. Hann fór með hana eins og prinsessu og lét m.a. nefna götu í borginni Sihanoukville eftir eig- inmanni hennar heitnum. Óstöðugleiki Sihanouks í banda- mannavali og innanríkisstjórn- málum varð honum þó að falli árið 1970, þegar honum var vikið frá í valdatöku hægri manna. Markaði það upphafið að stríðinu á milli annars vegar stjórnarinnar í Phnom Penh, sem studd var af Bandaríkjamönnum, og hins vegar kambódískra uppreisnarmanna, Rauðu khmeranna, sem studdir voru bæði af Norður-Víetnömum og Viet-Cong. í október sama ár var Kambódía lýst lýðveldi og tveimur árum síðar var Lon Nol kjörinn forseti. Sihanouk var er- lendis þegar valdaránið fór fram og síðar sakaði hann bandarísku leyniþjónustuna um að hafa staðið að valdatökunni. Pol Pot, „skrímslið", sem lét myrða fimm af börnum Sihanouks. Furst- inn sagði síðar eftir að þeir höfðu hist, að Pot virtist hinn viökunnan- legastí. Sihanouk komst inn undir hjá forystumönnum í Kína og frá heimili sínu í Peking stjórnaði hann hreyfingu stjórnarandstæð- inga í mörg ár. Lon Nol ríkti að vísu ekki lengi á valdastóli, því ár- ið 1975 tóku Rauðu khmerarnir völdin, undir stjórn hins alræmda Pols Pot, og náðu Phnom Penh á vald sitt. Sihanouk snerí aftur til heimalands síns, en var fljótlega handtekinn af hermönnum khmeranna og settur í stofufang- elsi. Rauðu khmerarnir voru harð- skeyttir og svifust einskis á stjórnarferli sínum. Sem dæmi um ruddamennsku þeirra má nefna að þeir söfnuðu öllum fyrr- verandi liðsforingjum, sem gegnt höfðu hermennsku í tíð Sihan- ouks, saman rétt fyrir heimkomu hans til landsins, létu þá klæðast gömlu herklæðunum sínum og skreytta orðum, en smöluðu þeim svo upp á vörubílspalla, óku út af vegi utan við Phnom Penh og skutu þá alla til bana með vélbyss- um. Sihanouk var í stofufangelsi í fjögur ár og á meðan gengu Rauðu khmerarnir berserksgang um borgir Kambódíu og myrtu hundr- uð þúsunda borgara í þræla- og útrýmingarbúðum og lögðu marga helstu menningargripi og staði þjóðarinnar í eyði. Sihanouk var leystur úr haldi árið 1979 og er talið að Kínverjar hafi átt mestan þátt í að fá hann lausan. Sama ár gerðu Víetnamar innrás í Kambódíu og flæmdu Rauðu khmerana frá völdum og tóku höfuðborgina á sitt vald. Si- hanouk fluttist aftur til Peking og hefur ýmist dvalið þar í vellyst- ingum, undir verndarvæng kín- versku stjórnarinnar, eða í Pyong- yang, höfuðborg N-Kóreu. Hann hefur allt frá 1979 ferðast vítt og breitt um heiminn til að afla stuðnings við baráttu sína gegn Víetnömum í heimalandi sínu. Hann hefur keypt vopn handa hersveitum, sem hann kom á fót árið 1981 og telja nú á milli 7.000 og 10.000 skæruliða. Hann hefur einnig hvað eftir annað beðið Sameinuöu þjóðirnar, hinar vest- rænu þjóðir og Asiulöndin um að beita þrýstingi til að koma Víet- nömum út úr Kambódíu. Árið 1982 neyddist Sihanouk til að ganga í bandalag við Pol Pot og Rauðu khmerana, sem einnig berj- ast gegn stjórn Víetnama. Sihan- ouk hefur ávallt sagt að hann fyrirlíti Rauðu khmerana, en þeir hafi báðir sama markmiðið — að koma erlendum aðilum frá völdum í Kambódíu. Bandalagið fékk við- ifi Hefurðu nokkuð hugsað út í þetta? Heiöraöi viöskiptavinur! Tilgangurinn meö þessari auglýsingu er aö vekja athygli þína á þeim möguleika aö auglýsa vörur yöar og þjónustu á undan myndum þeim sem viö höfum til framleiöslu og dreifingar. Hér er um sívaxandi markaö aö ræöa sem opnar þér greiöa leiö inn á heimili neytenda. Myndbönd hf. er eitt stærsta fyrirtæki útgáfu og dreifingar hér á landi meö um 30—40 titla í hverjum mánuöi. Upplagiö stækkar sífellt en er breytilegt. Hér er því um tilvaliö tækifæri aö ræöa sem er auövelt í allri vinnslu og umfram allt ódýrara en aörir fjölmiölar. Viö höfum áhuga á aö kynnast þér og þínum vörum og koma þeim á framfæri viö okkar neytendur. Haföu því samband viö okkur og viö finnum okkur tíma til aö ræöa þínar óskir. MYNDBÖND HF Skeifunni8, si'mar 687310 og 686546, 108 Reykjavík, pósthólf 84Ö7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.