Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1986 35 Sihanouk var álitinn hinn mesti kvennamaður á sínum yngri árum og hreifst bann m.a. mjög af Jacqueline Kennedy, ekkju John F., fyrrum forseta Bandaríkjanna. Á myndinni er hann að spjalla við Jacqueline þegar hún kom í opinbera heimsókn til Kambódíu f október 1967. urkenningu SÞ sem hin eina sanna stjórn í Kambódíu, en árás- ir Víetnama fyrr á þessu ári, sem eyddu nær öllum bækistöðvum bandalagsins nálægt landamær- um Thailands, drógu þó úr áhrifa- mætti bandalagsins. En hvers konar maður er Sihan- ouk? Eitt helsta einkenni hans er hve óútreiknanlegur hann er og á fyrstu árum valdaferils síns tóku leiðtogar stórveldanna hann ekki alvarlega. Hann hefur á síðari ár- um virst líta málefni Kambódíu raunsærri augum og hefur sann- færst um að 10.000 manna skæru- liðarher getur ekki tekist á við 160.000 manna her Víetnama, án þess að fá utanaðkomandi hjálp. Víetnamar hafa undanfarið flutt mikið af óbreyttum borgurum og sveitafólki til Kambódíu, sem hluta af fyrirætlun sinni um að sameina Víetnam og Kambódíu. Sihanouk horfist nú í augu við að tíminn er að renna út fyrir frels- issinnana og hefur hann viður- kennt þann vanda. Með Sihanouk í förinni til ís- lands er eiginkona hans, Monique furstaynja. Hún er sjötta kona Si- hanouks og saman eiga þau tvo syni. Sihanouk átti alls 13 börn, en fimm þeirra voru myrt af Rauðu khmerunum. „Börnin sem ég átti með fyrri konum mínum hurfu. Mér var sagt að þau hefðu verið myrt á hroðalegan hátt, kvaldist ég því enn meir í bandalaginu með Rauðu khmerunum, sem ég neydd- ist til að ganga í,“ sagði Sihanouk í viðtali sem tekið var í júlí sl. Ástæðan fyrir því að synir hans og Monique voru ekki myrtir, var að Mao Tse Tung, fyrrum leiðtogi Kínverja, fékk Rauðu khmerana til að láta þá lausa. En Sihanouk er maður sem skiptir oft um skoðun og í sama viðtali viðurkenndi hann að Pol Pot, „skrímslið sem myrti börnin mín“, væri í raun viðkunnanlegur maður. „Við vitum að hann er villidýr, en þegar maður hittir hann, er hann hinn viðkunnanleg- asti,“ sagði Sihanouk. „Hann er ekki ljótur en örlítið feitur. Hann brosir, talar lágum rómi og er allt öðru vísi en ímynd hans sem Hitl- er í öðru veldi,“ sagði hinn 63 ára gamli fursti. Fyrir utan umdeilda kænsku í stjórnmálum, er Sihanouk gæddur hinum ýmsu hæfileikum, s.s. er hann talinn ágætur saxófónleik- ari, tónskáld, ljóðskáld og rithöf- undur. Hann er hrifinn af jazz- tónlist, góðum mat og fögrum meyjum og á sínum yngri árum var hann álitinn hinn mesti kvennabósi. Hann hefur einnig verið viðriðinn kvikmyndagerð og gerði m.a. mynd eftir leikritinu um litla prinsinn. Hann er talinn góður gestgjafi og á það til að halda miklar veislur í stórhýsi sínu í Peking, þar sem allt flýtur i kampavíni og kavíar. Þar eru ým- ist flutt hefðbundin þjóðlög frá Kambódíu, eða vinsælustu „rokk og ról“-lögin frá Vesturheimi. Hann getur því talist að öllu leyti stórbrotinn maður og eins og einn fréttaskýrandi hefur orðað það: „Það eina sem maður getur alltaf reiknað með hvað varðar Si- hanoúk, er hve óútreiknanlegur hann er.“ (llcimildir: MorgunblaðiA, AP, llerald Tribune, New Yorli Times, Newsweek, Time ofl.) Texti: Helga Guðrún Hárgreióslustofan Salon AUSTURSTRÖND 1 SELTJARNARNESI ®626065 Höfum fengiö til sölu hinar frábæru Kerastase-hársnyrtivörur frá L’Oreal. Ath.: OpiA veröur é laugardögum fré 9—13 eftir 1. okt. Pöntunarafmi 626065. Tannlæknastofa á Seltjarnarnesi Hef opnaö tannlæknastofu aö Eiöistorgi 15. Tímapantanir í síma 611275. Pétur Svavarsson, tannlæknir. & l H (/) o (0 markadur verður haldinn á Vöruloftinu vikuna frá 9.—14. september. SKÓLAPEYSUR, SKÓLA- BUXUR, SKÓLATÖSKUR, GÖTUSKÓR, ÚLPUR, SKYRTUR, SOKKAR, NÆR- FATNAÐUR OG FLEIRA OG FLEIRA. Greiöslukortaþjónusta. OPNUNARTÍMI 10—18 mánudaga—miövikud., 10—19föstudaga, 10—16laugardaga. Ódýra horniö hefur opnaö aftur meö verðifrá 10—150 KR. VÖRULOFTIÐ ih. SIGTÚNI3, SÍMAR 83075.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.