Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 08.09.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985 + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, ERLA EYJÓLFSDÓTTIR, Hraunbaa 174, lést 3. september. Bálförin fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 11. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö Gunnar Þorkalsaon, Stella Gunnarsdóttir, Trausti Finnsson, Eygló Gunnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGUROUR HJÁLMSSON, áóur til heimilis aö Ásgaröi 11, lést hinn 19. ágúst sl. Jaröarf örin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Sambýliskona mín og móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN ANTONSDÓTTIR, Ásvallagötu 16, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. september kl. 13.30. Guöni Guönason, Sigríöur Gestsdóttir, Hilmar Björnsson, Guömundur I. Gestsson, Karólína Halldórsdóttir, Guörún Gestsdóttir, Guöbrandur Ásmundsson, Erla Gestsdóttir, Viðar Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, AOALSTEINN GUDMUNDSSON, Meistaravöllum 25, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 9. september kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstof nanir. Geirþrúöur Stefánsdóttir, Helga Aöalsteinsdóttir, Guóni Garöarsson, Birgir Aóalsteinsson, Birna Aspar, Guórún Aöalsteinsdóttir, Sævar Karlsson, Stafán Aöalsteinsson og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN S. BENJAMÍNSSON, húsgagnasmíöameistari, Freyjugötu 34, veröur jarösunginn frá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 10. september kl. 13.30. Guórún Ingveldur Jónsdóttir, Ásgeir Karlsson, Jón Birgir Jónsson, Steinunn Norberg, Jórunn Jónsdóttir, Guömundur Oddsson og barnabörn. + Útför frænku okkar, LILJU JÓNSDÓTTUR, Lönguhlíö 25. fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. september kl. 10.30. Karitas Guömundsdóttir, Guójón A. Guómundsson, Borghildur Guómundsdóttir, Kristín G. Fenger. + Hjartkær maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKARPETERSEN, Sörlaskjólí 72, veröur jarösunginn frá Neskirkju mánudaginn 9. september kl. 15.00. Ingibjörg Finns Petersen, Krístín Petersen Sigrún Petersen, Björn Gunnlaugsson, | Gísli Petersen, Erla Pátursdóttir og barnabörn. Guörún Antom- dóttir - Minning Fedd 2. inaí 1902 Dáin 29. ágúst 1985 Mánudaginn 9. september verð- ur jarðsungin frá Fossvogskapellu Guðrún Antonsdóttir, Ásvallagötu 16 hér í bae. Með henni er genginn seinasti fulltrúi horfinnar starfs- stéttar. Guðrún var matsölukona, sem tók kostgangara. Guðrún fæddist 2. maí 1902 á Djúpavogi, þar sem móðir hennar, Magnea Guðbjörg Sæmundsdóttir, var starfsstúlka hjá faktorsfjöl- skyldunni hjá verslun örum og Wulff. Faðir Guðrúnar var Anton Christensen, danskur sjómaður, sem ekkert er vitað meira um en nafnið. Magnea veiktist skömmu eftir að Guðrún fæddist og fluttist sem sjúklingur til Reykjavíkur. Þá var Jón Sæmundsson bróðir Magneu kominn til Kanada og bauð hann systur sinni vestur og fór hún og lést þar skömmu síðar. Foreldrar Magneu voru Sæ- mundur Sæmundsson og Guðrún Magnúsdóttir. Sæmundur var sonur Sæmundar Jónssonar í Hellnahjáleigu (nú Vestri-Helln- ar) í Gaulverjabæjarhreppi. Sæ- mundur var holdsveikur og hafði ekki bú. Áður en Magnea fluttist vestur var Guðrún tekin í fóstur af frænda sínum, Andrési Erlend- ssyni í Hellnahjáleigu og Guðrúnu Loftsdóttur konu hans. Arndís Sæmundsdóttir móðir Andrésar var föðursystir Magneu. Guðrún og Andrés áttu þrjú börn sem öll voru eldri en Guðrún, en þau voru: Loftur bóndi í Hellnahjáleigu, Kristín og Guðrún húsmóðir í Meðalholtum. Þessi systkini eru nú öll látin, en alla tíð var mjög kært með Guðrúnu og allri fjöl- skyldu fósturforeldranna, enda átti hún sjálf enga aðra fjölskyldu. Guðrún dvaldi á heimili fóstur- foreldra sinna til 19 ára aldurs og heyrði ég hana oft minnast þeirra ára með gleði. Þegar hér var komið, var Kristín fóstursystir hennar gift í Reykjavík Markúsi Ivarssyni forstjóra Vélsmiðjunnar Héðins. Á heimili þeirra var Guð- rún starfsstúlka uns hún giftist 1923 Gesti Ámundasyni frá Rúts- stöðum í Gaulverjabæjarhreppi. Hann var lengi starfsmaður hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Gest- ur fæddist 29. júní 1878 og var því miklu eldri en Guðrún. Þau eign- uðust saman fjögur börn: Sigfríði f. 10. júní 1924, Guðmund Ingólf f. 11. des. 1925, Magneu Gestrúnu f. 18. ágúst 1928 og Andreu Guð- rúnu Erlu f. 11. jan. 1934. Börn Guðrúnar giftust öll og áttu af- komendur og urðu barnabörnin 9 og nú eru barnabarnabörnin einn- igorðin9. Gestur réðst í að byggja á móti Sigurði bróður sínum hús að Ásvallagötu 16 og var það í mikið ráðist, en húsið var fljótar í smíð- um en nú tíðkast og í það fluttu þau árið 1926 og var vesturendi þess heimili Guðrúnar til dauða- dags. Gestur lést 4. mars 1937 og var þá yngsta barnið aðeins 3 ára og ekkert barnanna fermt. Guðrún missti ekki kjarkinn, enda tókst henni að halda húsinu og þurfti því aldrei að taka húsnæði á leigu, heldur leigði hún sjálf öðrum. Lengi leigði hjá henni og var í fæði Jón Magnússon verkamaður, sem sýndi Guðrúnu og fjölskyldu hennar mikla tryggð þar til hann lést sumarið 1968. Jón var greindur maður og víða vel heima, en hann var einn þeirra sjálfmenntuðu manna, sem lítið er um lengur. Slíkir menn fara nú allir í skóla. Eins og sagði í upphafi var Guðrún matsölukona og það starf hóf hún eftir að hún missti mann- inn. Skýringin á því að hún kaus að afla heimilinu tekna með þess- um hætti hefur vafalaust verið sú, að þá hefur hún talið sig geta sinnt betur uppeldi barna sinna. Sjálf vissi hún hvað það var að eiga enga foreldra og hafði það veruleg áhrif á hana. Framan af hafði Guðrún einkum fullorðna ein- hleypinga í kosti, en upp úr 1960 fór hún að taka skólapilta í fæði og vildi hafa glaðværð og líf í kringum sig er börnin voru farin að heiman. Ekki töldu allir vist, að skólapiltar stæðu vel í skilum, en ekki kom það í ljós og dæturnar höfðu orð á því að eldri hefðu nú kostgangararnir verið er þær voru ungar heimasætur. Sá sem þetta ritar var hjá henni í kosti mestöll sín háskólaár eða frá þvi i árslok 1964 til ársloka 1970, og naut ég þar hlýju og glaðværðar. Hún vandi mig einhleypinginn á að til- kynna fjarveru mína, ef ég gat ekki komið á réttum tíma, sem ég tel gott og nauðsynlegt. Á þessum árum var stétt matsölukvenna alveg að leggjast niður og ollu þvi breyttar aðstæður. Borgin stækk- aði, matur var oftar en áður borinn fram á vinnustöðum og einhleyp- ingar höfðu fremur aðstöðu til eldunar i heimahúsum, enda aukið framboð á unnum matvörum. + Útför eiginkonu minnar, BERGÞÓRU ELVU ZEBITZ BrasAraborgarstíg 13, Raykjavík, ferframfráFossvogskirkjumiövikudaginn 11. septemberkl. 13.30. Guömundur Eggertsson. + Faöirminn, HERMANN A. KRISTJÁNSSON, verslunarmaöur, Melhaga 12, veröur jarösunginn frá Neskirkju mánudaginn 9. september kl. 13.30. F.h. vandamanna, Kristján 8. Hermannsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför ÁSGEIRS JÓNSSONAR frá Tröllatungu. Símonia Sigurbergsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Sigríöur M. Jónsdóttir og sonarsynir. Frá 1961 var Guðrún í sambúð við Guðna Guðnason lögfræðing frá Eyjum í Kjós og voru þau hvort öðru mikill styrkur. Haustið 1970 missti Guðrún sjón á hægra auga og var það henni þungt áfall líkam- legt og andlegt. Minnist ég þess að dætur hennar sögðu mér, að vel hefði nú Guðni reynst henni þá. Guðrún náði heilsu og gat lesið nokkuð. Hún var bókhneigð og víða vel heima. Lítið líf þótti henni þá orðið heima og fámennt. Eg minnist þess er ég kom þar á seinni árum, að henni þótti gaman að fylgjast með misjafnlega glæstum ferli gamalla kostgangara og mikil tilbreytni er barnabörn komu á sama tíma og þeir höfðu gert. Fyrir tveimur árum tók Guðrún sjúkdóm, sem ekki tókst að lækna, en var þó lengst af heima og bar sig vel. Seinustu vikurnar dvaldi hún á Landakotsspítala, en bana- mein hennar var hjartaáfall að kvöldi fimmtudagsins 29. ágúst. Með henni er gengin traust kona sem skilaði vel sínu dagsverki. Einar G. Pétursson Tengdamóðir mín, Guðrún Ant- onsdóttir, Ásvallagötu 16, lést í Landakotsspítala 29. ágúst sl. Hún fæddist á Djúpavogi 2. maí 1902, en ólst upp í Hellnahjáleigu (Vestri-Hellum) í Gaulverjabæjar- hreppi hjá Andrési Erlendssyni og Guðrúnu Loftsdóttur, skyldfólki sínu, og var þar til tvítugs. Ég kynntist henni þegar leið mín lá vestur á Ásvallagötu 16 í sambandi við kynni okkar Gestrúnar, dóttur hennar, árið 1949. Guðrún sem þá var ekkja rak matsölu á heimili sínu með miklum myndarbrag og er mér heimilið og fjölskyldan sérstaklega minnisstæð frá fyrstu kynnum. Þar var oftast saman- kominn fjöldi ungs fólks og skyld- menna en einnig margt eldra fólk, vinir og kunningjar Guðrúnar. Einnig var þarna fólk sem leitaði sérstaklega samvista við Guðrúnu og hún hlúði að á ýmsan hátt. Við þetta heimili var hún sístarfandi glöð og hress. Guðrún var mjög glæsileg í útliti og sómdi sér vel heima og heiman. Frístundir sínar notaði hún á ýmsa lund, fór mikið á málverkasýning- ar og leikhús, las mikið ljóð og skáldverk og hafði sérstakt yndi af blómum og ræktun þeirra. Eiginmann sinn, Gest Ámunda- son, missti Guðrún árið 1937, var hann mikill drengskaparmaður, sem hafði lagt traustan grundvöll að framtíðarheimili fjölskyldu sinnar. Árið 1961 urðu miklar breyting- ar á lífi Guðrúnar þegar hún tók saman við sambýlismann sinn Guðna Guðnason, lögfræðing, má segja að það hafi verið nýr sólar- geisli í lífi hennar, en með þeim var einkar kært alla tíð. Guðrún var mjög heilsuhraust mest af ævi sinni, en varð fyrir áfalli fyrir 15 árum er hún tapaði sjón á öðru auga, en náði sér allvel eftir það. Síðustu tvö árin átti hún við erfiðan sjúkdóm að etja. 1 þessum veikindum átti hún hlýja aðbúð fjölskyldu sinnar og ekki sist sambýlismanns sins, en ég hefi ekki orðið vitni að öðrum eins kærleika og Guðni sýndi henni i veikindum hennar, og vil ég þakka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.