Morgunblaðið - 08.09.1985, Page 51
honum fyrir mína hönd og fjöl-
skyldu minnar. Guðrún sýndi í
veikindum sínum mikið þolgseði
og æðruleysi sem jafnan fyrr. Eg
vil að leiðarlokum þakka henni
fyrir hennar kærleika til mín og
minnar fjölskyldu.
Guðbrandur Ásmundsson
Þann 29. ágúst síðastliðinn lést
I Landakotsspítala Guðrún Ant-
onsdóttir, Ásvallagötu 16, Reykja-
vík, eftir nokkurra vikna erfiða
legu. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu á morgun, mánu-
daginn 9. september.
Guðrún fæddist á Djúpavogi 2.
maí 1902, foreldrar hennar voru
Magnea Guðbjörg Sæmundsdóttir
og Anton Christiansen danskrar
ættar. Nokkurra vikna gömul fór
Guðrún í fóstur til frænda síns,
Andresar Erlendssonar, og konu
hans, Guðrúnar Loftsdóttur, er
bjuggu að Vestri-Hellum í Gaul-
verjabæjarhreppi. Ætlunin var að
hún yrði þar skamman tíma,
meðan móðirin væri að koma sér
fyrir vestur í Kanada ásamt fjöl-
skyldu sinni. Móðir Guðrúnar
veiktist skömmu eftir komuna
vestur og lést þar. Guðrún dvaldi
því hjá fósturforeldrum sinum
fram til tvítugs og átti þar góða
daga með fóstursystkinum og öðru
heimilisfólki. Þegar Guðrún yfir-
gefur æskuheimili sitt fer hún til
Reykjavíkur og er við heimilisstörf
hjá fóstursystur sinni, Kristinu,
og manni hennar, Markúsi Ivars-
syni.
Árið 1923 giftist Guðrún sveit-
unga sinum, Gesti Ámundasyni
frá Rútsstöðum í Gaulverjabæjar-
hreppi, miklum ágætismanni, gáf-
uðum og vel gerðum. í fyrstu
bjuggu þau í leiguhúsnæði en fljót-
lega hófu þau byggingu íbúðarhúss
á Ásvallagötu 16, ásamt Sigurði
bróður Gests. Ber það vitni dugn-
aði þeirra og áræði þvi reisulegt
var það og vandað að allri gerð.
Milli fjölskyldna þeirra bræðra og
systur Jódísar var mikill kærleik-
ur alla tíð.
Þeim Guðrúnu og Gesti varð
fjögurra barna auðið, allt myndar-
legt og velgert fólk sem ber svip-
mót foreldra sinna. Börn þeirra
eru: Sigríður, sem gift var Guð-
brandi Bjarnasyni er lést langt um
aldur fram í nóvember 1969, sam-
býlismaður hennar er Hilmar Þór
Björnsson, Guðmundur, kvæntur
Karólínu Halldórsdóttur, Gestrún,
gift Guðbrandi Ásmundssyni,
Erla, gift þeim er þessar línur
ritar. Barnabörnin eru níu, barna-
barnabörnin níu.
í marz 1937 verður Guðrún fyrir
þeirri miklu sorg að missa Gest.
Það hefur verið mikið áfall fyrir
unga konu með fjögur bðrn á aldr-
inum þriggja til þrettán ára að
missa fyrirvinnuna. Á þeim árum
var fátt um Iífeyrissjóði eða trygg-
ingar til að létta undir hjá þeim
er áttu í slíkum erfiðleikum, en
Guðrún lét ekki bugast. Til að sjá
fjölskyldunni farborða og greiða
skuldir af húsinu tók hún menn í
fæði, einnig fór hún að leigja meira
út af húsinu. Með dugnaði sínum
og þrotlausri vinnu kom Guðrún
öllum börnum sínum upp ein og
óstudd.
Guðrún var glæsileg kona, dökk
yfirlitum og fríð sýnum, hafði
stórt hjarta sem margir áttu rúm
í.
Ég kynntist Guðrúnu fyrst 1952,
er við dóttir hennar felldum hugi
saman. Guðrún var ekki fljóttekin
en eftir að kynni okkar tókust
hefur aldrei skugga á þau borið.
Hún hefði vart getað verið mér
betri þó ég væri sonur hennar og
svo var einnig um hin tengdabörn
hennar.
Árin líða, barnabörn koma hvert
af öðru, síðan barnabarnabðrnin,
en öll áttu þau athvarf hjá ömmu
sinni, líf hennar snérist um velferð
barna hennar og fjölskyldna
þeirra. Ég minnist þess hve mikla
ánægju hún hafði af að fá þau i
heimsókn. Á öllum stórhátíðum
safnaðist fjölskyldan saman á
Ásvallagötu 16 og voru það öllum
gleðistundir.
Þegar börnin voru uppkomin og
farin að heiman minnkaði Guðrún
við sig vinnuna á sumrin. Á þeim
tíma voru aðallega skólapiltar úr
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
51
Háskólanum í fæði hjá henni og
margir öll sín skólaár. Sumir
þeirra hafa haldið tryggð við hana
siðan og sama má segja um það
fólk er hjá henni leigði.
öfáar voru ferðir Guðrúnar á
sjúkrastofnanir og Eiliheimiiið
Grund að heimsækja og gleðja
sveitunga og vini, en sumt af þessu
fólki átti fáa að.
Árið 1961 hefja þau sambúð
Guðrún og Guðni Guðnason lög-
fræðingur, en hann reyndist henni
sannur vinur og félagi. Kom það
best fram í veikindum hennar
síðustu árin hve mikla umhyggju
hann bar fyrir henni. Nú síðustu
vikurnar vék hann ekki frá sjúkra-
beði hennar fyrr en yfir lauk.
Guðrún hafði mikla ánægju af
ferðalögum, bæði á sjó og landi,
en það var ekki fyrr en hún kynnt-
ist Guðna að hún gat veitt sér það
I einhverjum mæli.
Guðrún var víðlesin og fróð.
Síðustu árin er sjónin fór að bila
las Guðni fjölda bóka fyrir hana.
Var lestur hans henni til mikillar
gleði og dægrastyttingar.
Guðrún hafði mikla ánægju af
ræktun blóma, átti það jafnt við
úti- sem inniblóm. Hún kom sér
upp fallegum skrúðgarði þar sem
hún ræktaði ýmsar tegundir blóma
og trjáa. í garði hennar vex eitt
fegursta gullregn sem ég hef aug-
um litið.
Guðrún mun seint gleymast
þeim sem kynntust henni. Hún var
óvenjulega heilsteypt kona, hrein-
lynd og staðföst, trygg vinum sín-
um og bar umhyggju fyrir þeim
er minna máttu sín.
Nú er komið að leiðarlokum og
kveðjustund og vil ég þakka minni
kæru tengdamóður fyrir sam-
fylgdina og allt er hún var mér
og minni fjölskyldu og bið henni
Guðs blessunar.
Viðar Þórðarson
Þau eru orðin fá börnin, þvi
miður, sem fá að alast upp í dag-
legri umgengni við bæði foreldra,
ömmur og afa. Okkur systkinunum
finnst það mikil forréttindi að
hafa vaxið úr grasi í húsi þriggja
kynslóða; auk foreldra okkar voru
þeir þar móðurafi okkar og hann
Nonni gamli, sem báðir dóu fyrir
17 árum, og föðuramma okkar, sem
jarðsett verður nú á mánudaginn.
Við kölluðum hana auðvitað
bara ömmu, en viö vissum það ofur
vel að hún hét Guðrún Antons-
dóttir og að nafnið var sagt með
höfðinglegri reisn — þess háttar
höfðingjaætta sem drógu fram
lífið á kotbýlum, í vinnumennsku
og á hrakhólum mann fram af
manni, en komu út úr moldarkof-
unum inn í 20. öldina og þóttust
ekki standa öðrum að baki.
í kringum ömmu var alltaf
mikið líf. Frá eldhúsinu hennar
barst á víxl matar- og bökunarilm-
ur, og miklar mannaferðir voru
um húsið. Hún hafði kostgangara
frá því löngu áður en við fædd-
umst, og við munum eftir þeim
rúmlega tíu, gömlum og slitnum
verkamönnum og ungum metnað-
arfullum námsmönnum. Tveir
þeirra eru víst komnir á þing, en
merkari þótti okkur kallarnir, sem
tóku okkur á kné og ræddu við
okkur þannig sem við höfðum
þroska til. Bæði þeir og aðrir, sem
kíktu inn í kaffi, og svo auðvitað
amma, báru með sér sögu gamalla
tíma, þess sveitalífs sem lítið hafði
breyst um aldir, upphafs bæjar-
menningar og kreppunnar. Oft
hækkaði rómurinn þegar deilt var
um herstöðina eða hvaða ríkis-
stjórn væri verst, en þá hastaði
amma stundum á kallana sina.
Eins hastaði hún á okkur krakk-
ana, þegar við hömuðumst of mikið
niðri, að mömmu fjarverandi, en
oftar minnir okkur að hún hafi
kallað á okkur 1 mjólkursopa, og
með mörgum súkkulaðimolanum
spillti hún okkur eins og siður er
hverrar ömmu.
Og veislumar hennar ömmu með
ósviknu súkkulaði og rjóma og
stríðstertur svo margar að mikið
afreksverk var að geta smakkað á
þeim öllum. Innan um fjölskyld-
una sigldi ættmóðirin tígulega,
lengst af í upphlut, en skipti þó
yfir í stórrósótta kjóla, eins og
dæturnar báru, einhvern tímann á
öndverðum viðreisnarárum. Við
þurftum hvorki höll né þjónustu-
fólk til að upplifa töfra stórfjöl-
skyldunnar á svipaðan hátt og
Fanny og Alexander Bergmans.
A hverju hausti fór fjölskyldan
öll og nokkrir traustustu kost-
gangararnir suður í Vatnsmýri og
tóku þar upp kartðflur um eina eða
tvær helgar.. Þar hafði amma
komist yfir tvöfaldan garð og
dugði þó ekki alveg fyrir allan
ættbogann og mötuneytið. Nær
alltaf var skítkalt og bogrið erfitt,
en við hlökkuðum til þessara daga
allt sumarið; svo sterkt seiðmagn
fylgdi því að taka þátt í samstilltu
átaki fjölskyldunnar og fagna því
á eftir með maltöli og kexi undir
skúrvegg.
Hjá ömmu laut hver dagur
ströngum lögmálum. Á morgnana
sinnti hún verkum sínum á morg-
unsloppnum, en klæddi sig upp á
meðan hádegisverðurinn sauð í
pottunum. Á hverju vori tók hún
þykkar og hlýjar vetrargardínurn-
ar niður og setti aðrar léttari upp.
Svona var allt hennar líf hátt-
bundið. En alltaf var pláss og timi
fyrir barnabörnin; Sifa fékk af-
gangana úr kjólum hennar til að
sauma dúkkuföt úr; Gunna og
Gestur drógu gömul leikföng,
bækur og dönsk blöð úr töfrakist-’
unum uppi á háalofti. Seinna tók
yngri kynslóð barnabarnanna við,
ogenn seinna barnabarnabörnin.
Margs fleira mætti minnast og
það munum við gera með sjálfum
okkur. Við munum líka alltaf
minnast þess trygglyndis og ástúð-
ar sem sambýlismaður ömmu,
Guðni Guðnason, sýndi henni alla
tíð og þó kannski sérstaklega f
, veikindum hennar siðustu árin.
i Sifa, Gunna og Gestnr.
Minning:
Guðrún Bjarnadótt-
ir hjúkrunarkona
Fædd 11. október 1906
Dáin 23. ágúst 1985
Kveðja frá bróðurbörnum.
Mínir vinir fara fjöld
feigðin þessa heimtar köld,
ég kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rifinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
Þessar ljóðlínur Bólu-Hjálmars
komu ósjálfrátt upp i hugann er
við fréttum lát föðursystur okkar,
Guðrúnar Bjarnadóttur. óvenju-
margir frændur og vinir hafa
horfið yfir móðuna miklu á þessu
ári, nú síðast Guðrún. Lögmál lífs-
ins er nú vist einu sinni það, að
þvi hærri aldri sem fólk nær, þeim
mun fleirum verður það að sjá á
bak. Þegar Guðrún er nú kvödd
langar okkur að henni fylgi fáein
kveðjuorð, svo margar minningar
eigum við um hana og þær allar
góðar.
Hún fæddist á Grund í Skorra-
dal 11. október 1906, yngst þriggja
bama foreldra sinna, þeirra
Bjarna Péturssonar bónda og konu
hans, Kortrúnar Steinadóttur. Þar
ólst hún upp með systkinum sín-
um, en auk þeirra ólust tvö systur-
börn Bjarna að mestu upp á
Grund, þau Petrinan Kr. Fjeldsted
og ólafur Hansson, síðar prófess-
or. Mjög kært var með þessu fólki
alla tið.
Guðrún byrjaði ung að vinna
eins og algengast var með unglinga
áður fyrr og vann hún að búi for-
eldra sinna meðan beggja naut
við, en föður sinn missti hún árið
1928, þá tæplega 22 ára gömul.
Okkur hefur verið sagt, að slíkur
var dugnaður hennar að hverju
sem hún gekk, að vart gaf hún
eftir duglegustu karlmönnum.
Móðir Guðrúnar var heilsuveil
mikinn hluta langrar ævi og dvald-
ist hún á Grund fram til ársins
1936, en er vanheilsa hennar
ágerðist og hún þurfti að vera
meira og meira undir læknishendi,
fluttist hún til Reykjavíkur og
dvaldi upp frá því á heimili Krist-
inar dóttur sinnar. Guðrún flutti
með móður sinni suður og annaðist
hana, ásamt systur sinni, af ein-
stakri kostgæfni þar til hún lést
árið 1955.
Ekki er ólíklegt, að heilsuleysi
móður hennar hafi orðið til þess,
að Guðrún hóf nám í hjúkrun eftir
að hún flutti til Reykjavíkur og
lauk hún því árið 1941. Ævistarf
hennar upp frá því varð því hjúkr-
unar- og liknarstarf. Okkur er
t
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlót og útför
ÞURÍOAR GUDJÓNSDÓTTUR,
fyrrvarandi Ijóamóöur
frá Kýrunnaratöóum.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki Sjúkrahúss
Akraness fyrlr góöa umönnun f veiklndum hennar.
Bára Siguröardóttir,
Björgvin Hanaaon og börn.
Guðrún var einhleyp alla ævi.
Hún hugsaði minnst um sjálfa sig
og sinn hag. Starf hennar og
umhyggja fyrir öðrum var henni
í rauninni allt. Hluta af sumarleyf-
um sínum eyddi hún þó alltaf á
Grund og naut þess að fara í
gönguferðir um fornar slóðir með
okkur börnunum og fræddi okkur
þá um örnef ni og annað sem tengd-
ist þeim. Guðrún var mjög bókelsk,
las ætíð mikið og átti mikið safn
af góðum bókum.
Eftir að hún hætti störfum sem
hjúkrunarkona árið 1977 annaðist
hún um heimili mágs síns, Krist-
jáns Þorsteinssonar, meðan kraft-
ar hennar entust, en það hafði hún(
raunar gert frá láti Kristínar
systur sinnar árið 1969. Hún mátti
reyna það að missa heilsuna og
siðustu þrjú æviárin dvaldi hún á
sjúkrastofnunum, nú síðast í
Hafnarbúðum. Það varð henni
erfitt hlutskipti og þráði hún að
lokum hvíldina, sem hún hefur nú
fengið. Þegar leiðir hafa nú skilið
um sinn sendum við henni hjart-
ans þakkir fyrir samfylgdina. Guð
blessi minningu þessarar góðu
konu.
óhætt að fullyrða, að einhverjum
hefur vafalaust farist það eins vel
úr hendi og henni, en engum betur.
Hlýja hennar og nærfærni við
sjúka var slík, að rómuð var af
öllum bæði þeim er nutu umönnun-
ar hennar og aðstandendum
þeirra. Það var ekki einungis þessi
hópur fólks, sem mat hana að
verðleikum, heldur allir sem
kynntust henni. Þegar sorg og
andstreymi ber að dyrum er gott
að eiga góða að. Það fengum við
systkinin að reyna, þegar við korn-
ung misstum föður okkar. Þá var
Gruðún frænka okkar meðal
þeirra sem best reyndust okkur.
Hún hélt órofa tryggð við okkur
alla ævi eins og annað frændfólk
sitt og samferðafólk i Borgarfirði.
Það sama má segja um æskuheim-
ili hennar, Grund, en þar þekkti
hún hvern hól og hverja laut með
nafni og lék það enginn eftir henni
að því er við best vitum nema
frændi hennar, ólafur Hansson.
Blómastofa
fíiöfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
0pi6 öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
+
Þökkum auösýnda samúö viö fráfall og útför
EINARS G. KVARAN,
framkvæmdastjóra,
Kleifarvegi 1,
Reykjavík.
Kristín Helgadóttir Kvaran,
Karítas Kvaran, Baldur Guólaugsson,
Gunnar E. Kvaran, Snæfríður Þóra Egilson
Helgi Kvaran,
og barnabörn.
í.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar,
INGA S. SIGMUNDSSONAR,
Matariðjunni,
Egilsstöðum.
Guórún Sigmundsdóttir,
Guðríður Sigmundsdóttir,
Stefán Sigmundsson,
Sigrún Sigmundsdóttir,
Jóhann Sigmundsson,
Sveinlaug Sigmundsdóttir,
Árnína H. Sigmundsdóttir.