Morgunblaðið - 08.09.1985, Qupperneq 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
Skógræktar-
menn
eru
bjartsýnis-
fólk
Fylgst meö landsfundi Skógræktarfélags Islands
á Blönduósi, spjallaö viö skógræktarfólk og
skyggnst um í húnvetnskum skógarreitum
Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, veitti Haraldi Jóns-
syni, formanni Skógræktarfélags A-Húnvetninga, viðurkenningu fyrir vel
unnin sttfrf.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn á
Blönduósi um síðustu helgi, dagana 30. ágúst til 1. septem-
ber. Á annaö hundraö manns, fulltrúar og gestir, mættu á
,fundinn og lögöu á ráöin um hvernig best mætti stuðla aö því
að klæða landið skógi milli fjalls og fjöru. Kom fram á
fundinum að félagar telja skógrækt eiga vaxandi fylgi aö
fagna meðal almennings í landinu.
Á föstudeginum lögðu formaður
Skógræktarfélags íslands, Hulda
Valtýsdóttir, og framkvæmda-
stjórinn, Snorri Sigurðsson, fram
skýrslur og skógræktarstjóri, Sig-
urður Blöndal, ávarpaði fundinn.
Einnig voru reikningar lagðir
fram og kosið í ráð og nefndir.
Fundarstjóri aðalfundarins var
v kjörinn Þorvaldur S. Þorvaldsson.
Formaðurinn, Hulda Valtýsdóttir,
minntist í setningarræðu sinni
tveggja félaga Skógræktarfélags-
ins, sem létust á árinu, þeirra Þór-
arins Þórarinssonar á Eiðum, sem
var heiðursfélagi Skóræktarfélags
fslands, og Jóns Pálssonar, er
lengi var formaður Garðyrkjufé-
lags íslands.
Þá bauð formaðurinn velkomna
tvo norska gesti, sendiherra Norð-
manna á Islandi, Niels Lauritz
Dahl og Toralf Austin, fyrrver-
andi formann norska skógræktar-
félagsins. Toralf Austin hefur
lengi verið í forystusveit norskra
skógræktarmanna og hefur einnig
reynst íslenskum skógræktar-
mönnum haukur í horni á liðnum
árum. Hann er heiðursfélagi
Skógræktarfélags íslands og hef-
ur verið sæmdur íslensku fálka-
orðunni fyrir framlag sitt í þágu
skógræktar hér á landi.
Norska vinatréð
Norski sendiherrann, Niels
Lauritz Dahl, afhenti á þessum
fyrsta degi aðalfundarins Jónasi
Jónssyni, búnaðarmálastjóra,
svonefnt „vinatré" í viðurkenn-
ingarskyni fyrir stuðning hans við
skógræktarmál. Jónas er fimmti
maðurinn sem hlýtur viðurkenn-
inguna, sem veitt er til skiptis
örðmanni og íslendingi.
„Þessi viðurkenning er veitt
þeim sem þykja hafa lagt mikið af
mörkum til samvinnu Norðmanna
og íslendinga um skógrækt," sagði
Hákon Bjarnason, fyrrverandi
skógræktarstjóri ríkisins, er hann
sagði blaðamanni Morgunblaðsins
frá tilurð „vinatrésins" norska.
Hákon hefur sjálfur fengið þessa
viðurkenningu, ásamt Guðmundi
Marteinssyni og Norðmönnunum
Nils Ringstedt og Toralf Austin,
sem áður sagði frá.
„Sendiherra Noregs á íslandi á
árunum 1947 til 1958, Torgeir
Anderssen-Ryst og kona hans
Ruth, höfðu mikinn áhuga á skóg-
rækt og viðgangi hennar á ís-
landi," sagði Hákon. „Anderssen-
Ryst hafði sem ungur drengur í
Álasundi tekið þátt í því að plægja
skóg undir stjórn íslendings, sem
hét Helgi Valtýsson og fékk, er
hann fluttist hingað, mikinn
áhuga á að græða skóg hér. Hon-
um fannst Norðmenn eiga íslend-
ingum skuld að gjalda, m.a. vegna
Heimskringlu Snorra og að besta
leiðin til þess að endurgjalda þá
skuld væri að hjálpa okkur að
koma upp skógi í landinu á ný.
Það var Ánderssen-Ryst sem átti,
ásamt norska fylkisskógar-
meistaranum Reidar Baten, upp-
tökin að skiptiferðum ungs fólks
frá íslandi og Noregi til skógrækt-
arstarfa, sem hófust árið 1943 og
hafa verið farnar þriðja hvert ár
síðan. Fjöldi íslendinga hefur far-
ið til Noregs í þessum ferðum og
ákaflega margir Norðmenn komið
hingað. Þessar ferðir hafa orðið
skógræktarfélögum víða um land
mikil lyftistöng því að fólk sem fer
í þær fær í sig bakteríuna.
Anderssen-Ryst vildi þó gera
meira til eflingar íslenskri skóg-
rækt, en hann lést árið 1958, að-
eins mánuði eftir að hann lét af
embætti. Skömmu seinna kom til
landsins norski blaðamaðurinn
Edmund Norén og gekkst hann, í
kjölfar þeirrar heimsóknar, fyrir
því að Norðmenn gæfu íslending-
um þjóðargjöf. Sú þjóðargjöf er
tilrauna- og rannsóknarstöð
skógræktarinnar að Mógilsá. En
samtímis höfðu vinir Anderssen-
Ryst-hjónanna hafið samskot í
svipuðu skyni. Þar var kominn
talsverður sjóður en nú þurfti að
finna honum annað hlutverk. Það
varð úr að norski listamaðurinn
Spáð í skóginn.
Per Ung var fengin til þess að gera
þetta listaverk, sem nú er veitt
sem viðurkenning fyrir að stuðla
að vexti og viðgangi norsk-
íslenskrar skógræktarsamvinnu",
sagði Hákon. „Þetta er gamalt
sterkt eikartré, steypt í brons. Það
stendur af sér öll veður og er að
mínum dómi fallegt tákn fyrir
þennan málstað."
Haustfetar og sitkalýs
tekin á beinið
Að morgni laugardags var
áfram fundað og ennfremur hlýtt
á erindi þeirra Þórarins Bendix og
Jóns Gunnars Ottóssonar, liffræð-
ings, sem báðir starfa við Rann-
sóknarstöð Skógræktar ríkisins á
Það væri synd að segja að birkihríslurnar skemmdu landslagið f Blöndudalshólum.
(Morgunbladið/Hildur Helga S.)
Mógilsá. Sagði Þórarinn frá helstu
atriðum varðandi starfsemina á
Mógilsá og kvað hana í höfuð-
dráttum vera .fjórþætta og felast í
stjórnun skógræktarverkefna,
þjónustu við almenning og ríkið og
ráðgjöf, gagnasöfnun og rann-
sóknum.
Jón Gunnar Ottósson hefur
unnið að rannsóknum á áhrifum
skordýra á skóg á íslandi síðan
1982 og sagði í fyrirlestri sínum
aðallega frá tveimur skaðvöldum,
sem hreiðrað hafa um sig í ís-
lenskum trjáplöntum á síðustu ár-
um, sitkalús og haustfeta. En báð-
ar þessar skordýrategundir geta
skaðað skóga verulega, og hafa
reyndar þegar náð að gera það á
nokkrum stöðum, náist ekki að
stemma stigu við uppgangi þeirra
og fjölgun. „Reynslan sýnir að
meirihluti þeirra dýra, sem valda
okkur vandræðum, er nýkominn
til landsins," sagði Jón Óttar í
stuttu spjalli við blaðamann eftir
fyrirlesturinn. „Þessi dýr, t.d.
haustfetinn og sitkalúsin, hafa
óeðlilega mikil áhrif á náttúruna
hér þar sem þau eru henni ekki
eiginleg. Það verður að herða eft-
irlit með innfluttum plöntum og
leita annarra ráða til þess að þau
valdi ekki tjóni.
Við verðum að læra að skilja
þessi kvikindi og finna hvaða nátt-
úrulega óvini þau eiga sér,“ sagði
Jon Gunnar, aðspurður hvað væri
helst til ráða til að sporna gegn
þessum óvelkomnu gestum. Sem
dæmi nefndi hann að haustfeti,